Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 12

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 12
12 - ALÞÝÐUMAÐURINN „Þetta eru bara eftirlíkingar“ — Jólasveinninn í sérstöku einkaviðtali við Alþýðumanninn Það fer víst varla framhjá nokkr- um landsmanni, að jólin eru í þann veginn að bresta á. Þessi ár- vissi gleðigjafi bæði barna og verslunareigenda, og í síðari tíð ekki síst hinna síðarnefndu. Ein er sú stétt sem alveg þykir ómiss- andi á þessum tíma, þó hún ann- ars láti lítið á sér kræla. Eru það jólasveinarnir. Tíðindamanni þótti hlýða að leita frétta af starfi þessara manna og brá sér því í heimsókn til eins þeirra á heimili hans í köldum klakabrynjuðum skúta í Hlíðarfjallinu. Áður en viðtalið hófst baðst hann af- sökunar á kuldanum. Hitaveitan væri bara svo dýr, að ofviða væri hverjum heiðvirðum jólasveini. Fram var borið jólaglögg, auðvit- að bruggað á staðnum. Hér á eft- ir fer afrakstur þess sem fram fór yfir fyrrnefndu jólaglöggi, en þess skal getið að sá jólasveinn sem hér um ræðir óskar nafn- leyndar (sbr. bankaleynd), vegna jólaglöggsins þar sem hann hafi verið ráðinn í vinnu hjá SÁB, gegn sanngjarnri þóknun, sem að sjálfsögðu yrði ekki gefin upp til skatts. Tíðindamaður hóf viðtal- ið með því að spyrja hvort ekki hefði orðið samdráttur í jóla- sveinastarfseminni eins og öðrum atvinnugreinum. Nei, ekki svo mjög. Það er að vísu ekki eins’mikið um yfirborg- anir og svo oft áður, en þetta skrimtir eins og þjónustugrein- arnar yfirleitt. - Ég frétti annars að þú sért nýkominn frá útlöndum. Hvert var erindi þitt? Jú, þannig er mál með vexti, að mér bauðst þetta verkefni fyr- ir Samband áhugamanna um bjórlíki. Mér varð það strax ljóst að þetta verkefni útheimti tal- sverða þekkingu, meðal annars á sviði tölvutækni, almennings- tengsla og fjölmiðlunar, svo ég sótti um styrk úr endurmenntun- arsjóði jólasveina. Þar sem mamma á sæti í sjóðsstjórninni, og ég þar að auki félagi í flokki samtryggðra jólasveina hlaut ég að fá styrkinn. - Hvert lá svo leiðin? Að sjálfsögðu fyrst til Guðs eigin lands Bandaríkjanna til að læra allt það nýjasta í tölvutækni og leikarabrellum. Síðan til Sovét, til að kynnast þar hinum nýja stíl sem krakkagemlingarnir í Kreml hafa tekið upp. Síðan til hans Nikulásar frænda í Amster- dam, i því skyni að kynna mér hið nýjasta í starfsaðferðum hans. - Og heimferðin varð eitthvað söguleg? Já, þar sem ég var nú staddur í Amsterdam, þótti mér tilvalið að spara mér fargjaldið heim og laumast um borð í Skaftána í Antwerpen sem er ekki langt þarna frá. Þegar svo þangað kom, frétti ég að hún myndi ekki sigla í bráð. Menn voru eitthvað að þvæla um gjaldþrot og „Áfram Kristsmenn krossmenn". - Hvað tókstu þá til bragðs? Nú, það lá ekkert annað fyrir en að koma sér aftur til Amster- dam. Arnarflugvarjúaðminnsta kosti ekki gjaldþrota ennþá. Mér tókst að lauma mér inn í frysti- gám með jólaappelsínum sem fara áttu til íslands. Það var sko köld vist (það glamrar í einhverju sem getur verið tennur). Svo var maður auðvitað skíthræddur um að þeir tækju upp á því að fara að leita þarna að dópi. Þetta fór nú samt allt saman vel. - í hverju felst svo verkefni þitt? Þetta verkefni mitt fyrir SÁB er afar viðamikið. Það felst eink- um í almenningstengslum og upplýsingastarfsemi ýmiss konar varðandi happdrætti samtakanna sem hleypt var af stokkunum nú í desember. Eins og þú veist þá er tilgangur þessara samtaka að stuðla að varðveislu þess merka menningarfyrirbrigðis sem bjór- líki er kallað, án þess að varð- veislan skapi allt of mikil vanda- mál. Og til þess vantar fjármagn. Því er leitað á náðir landsmanna. - En nú virðist ekki skorta happdrættin á þessum árstíma. Eru þeir hjá SÁB ekkert hræddir við að drukkna í flóðinu? Ekki svo mjög. Fyrir það fyrsta þá er málefnið einstaklega gott, og á sér mikinn hljómgrunn þessa dagana. Svo eru vinningarnir nú hreint ekkert slor. - Hverjir eru þeir? Aðalvinningurinn er ferð með fyrsta áætlunarfluginu til tunglsins. Síðan koma tíu íbúð- arblokkir á Spáni (það þurfti að múta gjaldeyrisyfirvöldunum). Okkur datt í hug að hafa hluta- bréf í Hafskipi sem aukavinn- inga. Því miður var það ekki hægt svo við skelltum okkur bara á að hafa þúsund fimm hundruð íbúa kapalkerfi ásamt sjónvarps- diski í aukavinning (þurftum að múta Pósti og síma ásamt út- varpsréttarnefnd). - Hafa annars starfshættir jólasveina ekki tekið miklum breytingum hin síðari ár? Jú, biddu fyrir þér. Þessu er engan veginn hægt að jafna saman. Þetta er svona svipað með okkur og kennarana. Við þurfum stöðugt að bæta á okkur meiri vinnu án þess að kjörin batni. Nú er meira að segja farið að heimta það að við birtumst miklu fyrr en kjarasamningar okkar gera ráð fyrir. - Hvað teljið þið að þurfi að gera til úrbóta? Fyrst og fremst verður að kveða niður þá ósvinnu að heimta það að við birtumst mörg- um vikum fyrir jól. Eins og allir vita, þá kemur okkar tími ekki fyrr en þrettán dögum fyrir jól. Nógu slæmt var það nú þegar við vorum á sínum tíma sviptir eðl- inu, og látnir fara að ganga í þessum rauðu og hvítu fötum. - Hvað með kaupið? Vissulega höfum við orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu eins og aðrir launþegar, í tíð núverandi ríkisstjórnar, og meðal annars þess vegna höfum við orðið að sætta okkur við hið mikla vinnu- álag. Það hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á gæðunum, auk þess sem við erum fyrir löngu hættir að geta lifað nokkru eðli- legu fjölskyldulífi. - Hafið þið nokkuð íhugað aðgerðir? Að sjálfsögðu. Samningar okk- ar við mömmu og pabba eru laus- ir um næstu áramót. Aðalkrafa okkar hlýtur að verða sú að þau hætti að ráða okkur í hina og þessa snattvinnu fyrir skítakaup. Annars er þetta starf hjá SÁB ekki það versta, þeir borga að minnsta kosti sæmilega. - Hvað um verkfallsaðgerðir? Um þær hefur ekki verið neitt fjallað ennþá, en til þess máls hlýtur að sjálfsögðu að verða tek- in afstaða. Hvar veit nema hægt sé að læra af okkur. - Víkjum að öðru. Nú hefur stjórnmálamönnum oft verið líkt við ykkur. Hver er skoðun þín á slíkum samlíkingum? Þetta er auðvitað mjög alvar- legt mál. Stjórnmálamenn eru ekkert annað en eftirlíkingar og það er hin mesta skömm fyrir hvern ærlegan jólasvein, að vera að líkja pólitíkusum við hann. Tökum hann Berta ykkar sem dæmi. Ég er hræddur um að mamma mín hún Grýla væri heldur betur búin að taka í hann ef hann væri alvörujólasveinn. Að hafa ekki haft vit á því að leyna þessu með Hafskip, svona mál hefur enginn almennilegur jólasveinn á glámbekk svo að jafnvel einhverjir HP-snápar komast í það. Og jafnvel þó að hann hafi nú ekkert komið þarna nálægt, hefði hann tæpast sloppið við flenginguna, enginn jóla- sveinn hefði farið að láta flækja sér í þetta hefði hann hvergi komið þar nærri. - En hvað um Þorstein? Nú hefur hann engu klúðrað ennþá? Þorsteinn hefði aldrei staðist inntökupróf í jólasveinaskólann, hvað þá orðið jólasveinn. Hann kann ekki einu sinni að lofa upp í ermina á sér, heldur gerir hann allan fjárann án þess að lofa því. Hann býr til að mynda ekki til fjárlög fyrir eitt ár heldur ein fyr- ir hvern mánuð og enginn veit hvernig fjárlög næsta mánaðar muni líta út. Jólasveinar gefa að minnsta kosti loforð, og það sem meira er, reyna að halda þau. - Hvað um aðra stjórnmála- menn? Er þetta allt sama tóbak- ið? Já, að verulegu leyti. Sumir þurfa beinlínis í endurhæfingu eins og Steingrímur, eða reyna að ná áttum eins og Svavar. Aðr- ir þurfa að hætta að rífast eins og þeir hjá BJ, eða komast niður úr skýjunum eins og Jón Baldvin. - En fyrst stjórnmálamennirn- ir eru svona vonlausir er þá ekki jólasveinastjórn eina lausnin? Biddu fyrir þér, nei. Við höf- um engan áhuga á því að fara út fyrir verksvið okkar sem er það að gleðja öll mannanna börn á þessari miklu hátíð ljóss og friðar. Með þessum orðum þótti tíð- indamanni rétt að setja enda- punktinn á þetta viðtal. Jóla- glöggið var líka farið að segja talsvert til sín og draga mjög úr áhrifum kuldans í híbýlum jóla- sveinsins. Það var logn og skærar stjörnurnar stirndu þegar heim var haldið á nýjum, gljáandi vél- sleðanum. Friður vetrarkvöldsins fyllti sálina. Sannkallaður jóla- friður. VELKOMIN! .................. kjúklingastaður Skipagötu 12 — Sími 21464

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.