Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUMAÐURINN - 13 í dag er 3. sunnudagur í aöventu, jólaundirbúningurinn í algleym- ingi. Ungir og gamlir taka til i hendinni til þarflegra hluta. Skólaæskan sér hilla undir kært frí frá námi og amstri hversdags- ins og framundan er helgi jól- anna. í október kom beiðni frá for- eldrum nokkurra barna er ég kenni, þar sem farið var fram á leyfi úr skóla á aðventunni vegna fyrirhugaðrar ferðar og skíðaæf- inga til Austurríkis, nánar tiltek- ið til Zillerdals í austurísku Ölp- unum. Petta dalsheiti rifjaði upp í huga mér sögu er ég las fyrir mörgum árum, merkilega sögu sem mig langar til að segja ykkur í kvöld. Þetta er sagan um tilurð ljóðs og lags sem við þekkjum undir heitinu Heims um ból. Á þessum jólum eru 167 ár liðin frá því að þessi sálmur var fyrst sunginn og hans biðu undarleg örlög. Á þýsku heitir sálmurinn Stille Nacht, en Sveinbjörn Eigilsson kallaði sinn sálm Jólalofsöng og hann gerði þá athugasemd, að lagið og hugsunin væri tekin eftir þýska kvæðinu. Textinn er því ekki bein þýðing. Heims um ból hefur á sér slíka helgi í hugum allra íslendinga að beinar þýðing- ar annarra íslenskra skálda hafa ekki náð miklum vinsældum. Þó munu katólikkar í Reykjavík nota þýðingu séra Matthíasar, Hljóða nótt, heilaga nótt/Hvílir þjóð þreyttan hvarm/ nema hin bæði, sem blessuðu hjá/barninu vaka með fögnuð á brá./HvíIdu við blíðmóður barm. t>ó að sálmurinn sé fluttur á misjöfnum tungum flytja orðin sama fögnuð í hjörtum flytjanda og áheyranda. Sumir söngvar eru ekki aðeins orð og lag. Þeir hafa verið á vör- um svo margra og fyllt hug þeirra og hjarta. Þeir hafa öðlast líf og þeir eiga sína sögu. Eins og ég og þú hafa þeir fæðst og vaxið. Slíkir söngvar eru í eigu allra þjóða. Þeir ferðast um lönd og höf. Við vitum sögu sumra þeirra. Um aðra vitum við aðeins það að þeir voru til þegar afar okkar og ömmur voru börn. Heims um ból er lifandi ljóð og lag. Sumar þjóðir héldu að lagið væri gamalt þjóðlag en það er ekki rétt. Sag- an var um tíma gleymd og glötuð en það var konungur sem kom því til leiðar að hún var grafin upp úr gleymsku. Sagan er því ekki venjuleg saga og hversdags- leg heldur regluleg jólasaga. Við skulum hverfa 167 ár aftur í tímann og reyna að skapa okkur mynd í hugskoti okkar af austur- ísku fjallaþorpi. Ef til vill er það áþekkt í dag því að tíminn fer sér hægt í fjallabyggðum og fjallabú- ar taka ekki hröðum breytingum frekar en fjöllin sjálf. Nokkur hús eru dreifð kringum kirkjuna eins og litlir kjúklingar í kringum hvíta hænu með rauðum kambi. Á þeim dögum áttu nokkrir bændur og fáeinir handiðnamenn heima í þorðinu. Og við og við komu þangað kaupsýslumenn að- , vífandi. í öllu þorpinu og ná- grenni þess voru aðeins tveir menntaðir menn, presturinn, séra Mohr, og kennarinn, Franz Xaver Gruber. Báðir voru þeir ungir og aðfluttir, og tókst brátt með þeim hin besta vinátta. Á hverjum sunnudegi hittust þeir til þess að syngja saman. Gruber söng bassa, en séra Mohr söng tenór og lék undir á gítar. Þá hópuðust börnin í þorp- inu saman á gótunni fyrir utan „Heims um ból“ - flutt í Möðruvallakirkju á aðventunni 1983 prestssetrið. „Nú syngja þeir saman, presturinn og kennar- inn,“ sögðu þau og kinkuðu kolli hvert framan í annað. Á aðfangadaginn veturinn 1818 sat séra Mohr aleinn inni í skrifstofu sinni og var að lesa í biblíunni. Sólin var sigin bak við vesturfjöllin, og snjóþaktir fjalla- tindarnir gnæfðu stálgráir upp af dimmum skóginum. A stöku stað brá yfir þá bliki af fyrstu stjörn- unum. Öll börnin í dalnum voru í fagnaðarleiðslu. Nú var aðfanga- dagskvöld að koma. Um mið- nætti áttu þau að fá að fara til kirkju. Þau voru komin í spari- fötin, stúlkurnar voru í víðum, marglitum pilsum og þröngum, borðalögðum treyjum, drengirnir í stðum buxum og fallegum vestum. Öll höfðu þau hlý skjól- föt úr ull eða loðskinnum, því að kalt er í Alpafjöllum á jólunum, og mörg þeirra áttu langt að fara til kirkjunnar. Á leiðinni niður frosna götuslóðana báru þau blys í höndum, svo að til að sjá frá þorpinu var dalurinn allur og hlíðarnar eins og stórt jólatré með óteljandi blaktandi ljósum. En ungi presturinn gaf engan gaum að ljósamergðinni í dalnum. Hann sat við eikarskrif- borðið sitt og bjó sig undir jóla- ræðuna, sem hann átti að halda um lágnættið. Honum varð tíð- hugsað til fallegu borgarinnar, þar sem hann var fæddur og upp- alinn. Þar var meiri gleðskaður á ferðum um jólin en hér í fjalla- skógunum. Til þess að forðast slíkar hugsanir, sökkti hann sér niður í lestur guðsorðs. Hann las hvern kapítulann eftir annan, þangað til hann kom að sögunni um fjárhirðana á völlunum, þegar engillinn kom til þeirra og sagði: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur . . Þegar séra Mohr var að lesa þessi orð, var barið að dyrum. Hann stóð upp og opnaði. Það var komin bóndakona. Hún hafði yfir sér stórt sjal úr grófgerðu efni. Hann kannaðist við hana og vissi, að hún átti heima hátt til fjalla, í einu efsta kotinu í sókn- inni. „Jesús Kristur sé Iofaður," sagði hún. Það var kveðja hennar. Síðan sagði hún honum, að barn hefði fæðst þar uppfrá fyrr um daginn. Það var kona fá- tæks kolagerðarmanns, sem átti það. Foreldrarnir höfðu sent hana til þess að biðja prestinn að koma og veita barninu blessun sína, svo að það mætti Iifa og dafna. Séra Mohr bjó sig strax af stað. Hann fór í frakka sinn, setti upp vettlinga og fór í snjóskó. Síðan fylgdi hann konunni eftir. Snjór- inn var hnédjúpur. Öll tré í skóginum voru hjúpuð snjó. Það var jólabúningur þeirra. Þegar komið var gegnum skóginn, tóku við brattar og grýttar hlíðar og frosnar urðir. Presturinn tók hvorki eftir dýraslóðunum í ný- föllnum snjónum né blikandi stjörnunum, sem sindruðu á loft- inu eins og stjarna sú sem vísaði vitringunum veginn forðum til Betlehem, þegar þeir færðu fyrstu jólagjafirnar. Hann hafði allan hugann við ræðuna, sem hann átti að flytja um nóttina, en átti enn eftir að búa sig undir. Eftir langa göngu komu þau loks að hrörlegum kofa. Stór mað- ur, fálátur á svip, heilsaði prestin- um með lotningu og bauð hon- um inn. Lágt var undir loft í kof- anum og fullt af viðarreyk. Þar logaði dauft ljós. Á fátæklegu Magnús Aðalbjörnsson. fleti lá unga konan, hún var bros- andi og sæl, í örmum hennar lá ný- fætt barnið og svaf vært. Og séra Mohr veitti þeim báðum prest- lega blessun. Séra Mohr var undarlega hrærður í huga, þegar hann gekk niður fjallshlíðina heim á leið einsamall. Fjallakofinn, fullur af reyk, með fátæklega fletið, líktist ekki að neinu leyti fjárhúsinu með jötunni austur á Betlehems- völlum. En samt var það svo, að honum fannst allt í einu, að síð- ustu orðin, sem hann las í biblí- unni, áður en hann lagði af stað, væru töluð beint til sín. Hann gleymdi nú öllum jólasiðum og jólagleðskap, sem hann hafði notið annars staðar. Honum fannst dásemd jólanna hafa bor- ið fyrir augu sín á þessari stundu. Á leiðinni niður fjallshlíðina fann hann í þögn skógarins og skini stjarnanna þann frið og velþókn- un, sem jólaboðskapurinn flytur. Hann sá dýrin inni á milli trjánna, hreindýr, kanínur og refi. Þau stóðu kyrr við götuslóð- ana og horfðu á hann óttalaus, því að allar skapaðar skepnur vita um helgi jólanna og virða jólafriðinn. Þegar hann kom nið- ur í dalinn, sá hann blysin blika víðsvegar í dimmum hæða- drögunum í kring. Þar voru fjallabúar á leið til kirkju. í öllum þorpum, nær og fjær, kvað við klukknahringinga, sem bergmál- aði í fjöllunum. „Drottinn Jesús Kristur, við fæðingu þína . . .“ Séra Mohr hafði séð og fundið kraftaverk jólanna gerast. Hann h élt hátíðlega guðsþjónustu um miðnættið og fór síðan heim. En hann gat ekki sofið um nóttina. Hann sat í skrifstofu sinni og reyndi að færa það í búning orð- anna, sem gerst hafði í liuga hans. Og orðin urðu að ljóði. Þegar dagur rann, var séra Mohr búinn að yrkja sálm. : Franz Xaver Gruber, kennar- inn og organistinn í þorpinu, og séra Mohr höfðu þekkst í tvö ár á jólunum sem áður er frá sagt og Jósef orti sálminn. Jósef langaði til að gefa vini sínum sálminn í jólagjöf. Snemma á jóladags- morgun fór hann með sálminn til Grubers. Kennarinn las hann undireins, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann komst mjög við og sagði: „Þetta er sálmurinn sem okkur hefur vantað. Guði sé lof og dýrð.“ En meðan lagið vantar er hann ekki nema hálfur,“ sagði séra Mohr. Franz Gruber lét til leiðast að semja lag við sálminn. Orgelið í kirkjunni var bilað og þurfti hann því ekki að vera við messu. Hann tók því strax til við að semja lagið. Skömmu eftir messu. og fyrr en ráðgert var, kom Franz Gruber að finna hann. Hann var með nótnablaðið í hendinni og brosandi út að eyrum. „Hérna kemur það,“ sagði hann. „Það var auðvelt, orðin þín sungu sig sjálf. Við skulum leika það.“ „Hvernig getum við það?“ sagði presturinn. „Við höfum ekkert orgel.“ Gruber hló. Hann hafði mun- að eftir því og sett út lagið fyrir það, sem fyrir hendi var, tvær raddir og gítar. „Góður guð heyrir til okkar," sagði hann, „þó að við höfum ekkert orgel." Þetta var á jóladaginn 1818. Börnin í þorpinu stóðu enn sem oftar á götunni hjá prestssetrinu og kinkuðu kolli hvert til annars. Þau vissu ekki, að h ér var merki- legur atburður að gerast. Síst gat þeim til hugar komið, að hér var í fyrsta sinn sungið lag, sem átti eftir að verða kunnugt i' öllum löndum, þar sem jól eru haldin. Þau heyrðu aðeins, eins og svo oft áður, að presturinn og kenn- arinn voru að syngja og léku und- ir á gítar. Heims um ból helg eru jól. Signuð mær son guðs ól. frelsun mannanna. frelsisins lind, frumglæði Ijóssins. En gjörvöll mann- kind meinviU í myrkrunum lá. En hvernig barst jólasálmurinn frá þessum þrönga, einangraða fjalladal? Orgelið var bilað en orgelsmiðir voru ekki á hverju strái og enginn þarna í dalnum. Eftir jólin var leitað til Karls nokkurs Mauracher úr Zillerdal, næsta dal, en þar var sönglistin einnig mjög í hávegum höfð. Að viðgerð lokinni vildi Mauracher gamli prófa gripinn, studdi á nokkrar nótur og virtist harla ánægður en bað jafnframt Gruber að taka í það og prófa. Með mestu ánægju sagði Gruber, settist á bekkinn og byrjaði að leika. Án umhugsunar tók hann að leika nýja jólasálminn og ósjálfrátt byrjaði séra Mohr að syngja og Gruber tók undir. Org- elsmiðurinn hlustaði á þegjandi og augun ljómuðu í gráskeggjuðu andlitinu. Hann bað þá að leika sálminn aftur og aftur. Mauracher gamli fór síðan heim til Zillerdals þar sem hann kenndi dalsbúum jólasálminn. Strasser systkinin sem voru söngelsk í meira lagi voru fljót að læra sálminn og hrifust af. For- eldrar þeirra voru hanskagerðar- menn og hjálpuðu systkinin til við hanskagerðina. Á sunnudög- um sungu þau öll í kirkjunni. Tíminn leið og aftur komu jól. Strasser systkinin fengu smágjöf hvert um sig frá foreldrunum. Systkinin þökkuðu fyrir sig og stilltu sér upp fyrir framan jóla- tréð og sungu fjórraddað sönginn h imneska fyrir foreldra sína. Það var jólagjöfin þeirra. Heimi í hátíð er ný. Himneskt ljós lýsir ský. Liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims. Konungur lífs vors og ljóss. Á hverju ári fór fjölskyldan til Leipzig til að selja vöru sína. Lít- ið hafði gengið að selja hanskana í þetta sinn og börnin voru aldrei þessu vant í súru skapi. Þá gerðu þau það sem þau voru vön að gera þegar eitthvað bjátaði á. Þau tóku að syngja sönginn himneska, uppáhaldslagið. Fyrir einskæra tilviljun gekk aðal hljómsveitarstjóri borgarinnar þar fram hjá og það var ekki að sökum að spyrja. Framabraut systkinanna var bein. Systkinin kölluðust síðar Týrólsku næturg- alarnir og sungu víða við frábær- ar undirtektir. Þau sungu fyrir kóngafólk og hirðir þeirra, fyrir unga og gamla, fátæka og ríka, en alltaf sungu þau með sérstakri viðhöfn og lotningu sönginn himneska svo að áheyrendur töfruðust og trúðust. Sálmurinn lifði en í hrifningu sinni gleymdu menn höfundun- um. Um tíma var ekki vitað hverjir þeir voru. Það vara ekki fyrr en Friðrik Vilhjálmur Prússakonungur fyrirskipaði hin- um konunglega sönglistarstjóra Lúðvík Erk að grafa það upp að botn fékkst í málið. Sú leit var löng og merkileg og efni í aðra sögu, sem ekki verður sögð nú. Hver þjóð á sína sögu um það hvernig sálmurinn barst til hennar. Við minnuinst Svein- bjarnar Egilssonar þakklát og hrærð í huga þegar hann undir áhrifum ljóðs og lags árið 1849 gaf okkur Heims um ból. Við hugsum með lotningu og hlýhug til séra Molir og Grubers sem gáfu heimsbyggðinni þennan gimstein. Blessuð sé minning þeirra. Heyra má himnum í frá englasöng: Allelúja Friður á jörðu. því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér. Samastað syninum hjá. Magnús Aöalbjörnsson

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.