Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 15

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUMAÐURINN - 15 Upphefst skuldaár á ný. amm Hér á íslandi er að skapast alveg nýtt mál, svokallað tölvumál. Blandast þar saman íslenska og enska á þann hátt að úr verður hrognamál hið mesta, að minnsta kosti finnst mér svo. Lenti ég á tölvunámskeiði nú fyrir skömmu, og komu þar fram mörg orð, sem mér þóttu torskilin. Eitt af þeim « var „Data processing“, sem mér var tjáð að mætti þýða á íslensku sem „gögn til úrvinnslu á fyrir- fram ákveðinn hátt“. Er mín löngun ekkert grín, ég er með skrítinn sting. Mig dreymir um þig dúfan mín sem Data processing. Við lok námskeiðsins komst ég að því að ég var afskaplega slapp- ur í tölvumáli, gamla, góða móð- urmálið ætti miklu betur við mig. Á námskeiði nú ég er, nóg er um tölvumál. Output og assembler angrandi mína sál. Data og byte og bit, basic, inquiry. Flest hef ég fyrir hitt sem fer mínar taugar í. Tölvunnar töframál trauðla ég skilið fæ. Hryggur með hrellda sál hugsun ég engri næ. Kerfið í kerfi fór, klikkaði, allt í steik. Víst er ég voða sljór vaðandi dimman reyk. Ekki ég ætla mér áfram á tölvubraut. Hauskúpan innan er öll líkust hafragraut. Brátt þessu frá ég flý, frelsa þarf önd og kropp. Kem mér á kenderí, komið að enter, stopp. Undanfarið hef ég ásamt nokkr- um öðrum unnið að sérstöku verkefni í sambandi við lífeyr- ismál. í þeirri umræðu kom fram að taka þyrfti tillit til þess að elli- lífeyrisþegar gætu í einstaka til- fellum átt það ung börn, að greiða þyrfti barnalífeyri þess vegna, og það bæri að tryggja. Út ef kraftur í elli brýst, sem af sér kann börn að leiða, auðvitað kostnað sem afþví hlýst einhver verður að greiða. Ennþá ég lifi glatt með geð, og gerast mín árin fleiri. Pess vegna hér ég mæli með miklum barnalífeyri. Nú í lok kvennaáratugar er margs að minnast, og því rétt að birta hér minni kvenna. Um minni kvenna þarfmargt að segja, en mér er það Ijóst að ég á að þegja um margt af því sem að miður fer. Pví eftir því konur allar taka, og yfir því gjarnan klókar vaka, eitthvað þá geri ég illt af mér. Birgir Marinósson. Sífellt þær mér um nasir núa, ég nærri því stundum fer að trúa að aldrei geri ég gott og rétt. Ferlega þetta fer á sinnið, en fjölbreytt erlítið kvenna minnið. - Pví töluverð eru takmörk sett. Par sem ég hluti góða geri er sem grátlega lítið á minni berí, eins og þetta sé ekkert mál. Pá er eins og þær ekkert finni, ekki er lengur til neitt minni. Mikið kvelur það mína sál. Og hér að lokum tvær vísur, sem þurfa ekki skýringa við. Menntunin er mikið góð, en þó, minna henni stundum ætti að flíka. Viðskiptafræði virðist ekki nóg, vit í kollinn þarf nú stundum líka. Upphefst skuldaár á ný með angri tómra sjóða. En kannski að ég komist í kaffibaunagróða. Birgir Marinósson. Úskum öllum viðskiptavinum okkar gkðilegm jóía og farsældar á komandi ári. Teiknistofa Hauks Haraldssonar Kaupangi v/Mýrarveg Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári um leið og við þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að kveðja. Áfengi og önnur vimu- efni eiga aldrei sam- leið með akstri, hvorki á ferðalagi né heima við. Ekkert hálfkák gildir í |UMFER0AR þeim efnum. WrAd Það er sterkur leikur að skípta við BUNAÐARBANKANN O HÓLMAVIK SAUÐARKROKUR o BLÖNDUÓS O VARMAHLÍÐ AKUREYRI BÍNAÐARBANKI ÍSLANDS Traustur banki

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.