Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 16

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 16
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýöuflokksfélag Akureyrar Blaöstjorn: Oskar Alfreösson. Haraldur Helgason. Jórunn G. Sæmundsdottir. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1986 - Tekjustofnar vannýttir — Niðurskurður á framkvæmdum Síðastliðinn föstudag samþykkti bæjarráð frumvarp að fjárhags- áætlun Akureyrar fyrir árið 1986. lagsins. Framlag til sundlaugar er horfið en hún er búin að velkjast í bæjarstjórn í áratug. Engin ný Helstu tekjuliðir eru: Útsvör................. Aðstöðugjald .......... Skattar af fasteignum ... Jöfnunarsjóðsframlag ... Tekjur af fasteignum .... Vaxtatekjur............ Lántökur .............. millj.kr. .... 285 89 .... 103 40 20 15 92 Helstu gjaldaliðir eru: millj.kr. Yfirstjórn bæjarins ......................................... 28 Félagsmál og alm.tryggingar ................................ 109 Heilbrigðismál .............................................. 22 Fræðslumál ................................................... 82 Fegrun og skrúðgarðar ....................................... 29 íþrótta- og æskulýðsmál ................................... 20 Hreinlætismál ............................................... 23 Götur og holræsi ............................................ 51 Nýbygging.................................................... 56 Þorvaldur Jónsson. talið 12 millj. króna framlag til Elliheimilis Akureyrar. Öldruðu fólki fjölgar mjög á næstu árum og því brýnt fyrir bæjaryfirvöld að marka ákveðna stefnu í þeim málum. Nýbyggingaliðirnir eru aðeins fímm: Fjórðungssjúkrahúsið, tæki og nýbygging ... Síðuskóli (þar af notaðar 16 millj. 1985 .. Vcrkmenntaskóli (þar af 11,2 millj. frá ríkinu) Endurbætur á Árholti ...................... Frágangur á lóð dagvista við Flúðir........ Auk þessa er lyfta í Hlíöarfjall .......... Álagningarrósenta til útsvars er 10,8 og hækkar um 0,4% frá 1985. Álag á fasteignaskatt af íbúðar- húsnæði er 15% en var 25% 1985. . Þessi áætlun ber ekki vitni djarfhuga og framsækinnar bæjar- stjórnar sem er að ljúka ferli sín- um á kjörtímabilinu. Áætlunin lítur vel út, er fag- mannlega sett upp og aðgengileg til yfirlestrar. Ef grannt er skoðað fyrirfinnast vart nokkrir nýir þætt- ir í starfsemi bæjarfélagsins og ýmsar byggingar sem voru á lof- orðalista flokkanna fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar hafa verið skornar niður. T.d. eru engin framlög til áframhaldandi vinnu við íþróttahöliina sem átti að vera stolt íþróttaæskunnar og bæjarfé- millj.kr. 3,0 ... 25,0 ... 22,4 ... 4,5 1,5 ... 8,7 framlög til dagvista, draumaverk- efna sumra bæjarfulltrúa. Slökkvistöðin er enn á neðstu hæð bæjarskrifstofunnar og teikningar ekki einu sinni á dagskrá. Framlög til nýrrar brúar við ósa Glerár fyrirfinnast ekki þótt búið sé að sýna fram á hagkvæmni hennar. Auk þess sem hún myndi minnka slysahættu á gatnamótum Glerárgötu. Framlög til gatna- kerfisins eru framreiknuð frá síð- ustu fjárhagsáætlun, en þá voru þau í algjöru lágmarki ef miðað er við að Akureyri eigi að hafa for- ystu í snyrtimennsku íslenskra sveitarfélaga. Hvergi er hægt að sjá í áætlun- inni að áhugi sé fyrir því að gera átak í málefnum aldraðra ef frá er Það ríkir furðulegt tómlæti um framkvæmdaþörf bæjarfélagsins í fjárhagsáætluninni eins og drepið hefur verið á og því lítt skiljanlegt sú ákvörðun að nýta ekki tekju- stofna. Það er að vísu ekki vinsælt að skattleggja borgarana, en varla trúi ég öðru en gjaldendur þessa bæjar vilji að Akureyri dafni og þróist eins og önnur sveitafélög. Samdráttarstefnan kemur gleggst fram í bókun bæjarráðs með áætluninni þar sem tekið er fram að ráðið sjái sér ekki fært að veita fé til nýrra starfa eða ný- mæla í rekstri stofnana þótt óskir um slíkt hafi komið fram frá nefndum bæjarins. Virðist þarna vera komin fram stefna sjálfstæðis- manna þar sem þeir bóka að nú hafi verið komið til móts við stefnu þeirra í tekjuöflun í bæjar- sjóð og muni þeir því samþykkja þessa fjárhagsáætlun. Spurningin er hvort bæjarfull- trúar séu búnir að gleyma kosningaloforðunum fyrir síðustu bæj arstj órnarkosningar. Þ. Jónsson Skipsstrand eitt hefur verið mikið og annarra þeirra undankomu- í fréttunum að undanförnu, og leiða sem helmingaskiptastjórnin ekki að ósekju. Það er nefnilega hefur komið sér upp, svo sem sjálft flaggskip frjálshyggjunnar yfirráð yfir fjölmiðlum. Hafskip sem rakst á sker og mar- ' Ein þessara leiða sem til boða ar nú í hálfu kafi. Önnur skip stendur, er valdið yfir embætta- lóna svo í kringum strandstaðinn, veitingum, sem sjaldan eða aldrei ekki síst þau sem í eigu gömlu hefur verið jafn mikið misnotað íhaldsættanna eru, og bíða þess og í tíð núverandi helminga- að geta hirt það sem nýtilegt skiptastjórnar. Við munum það kann að vera, áður en dallurinn þegar Friðjón Þórðarson sendi sekkur. Reyndar brosir ættar- Isfirðingum Hafsteininn hérna veldið í kampinn. Hin frjálsa um árið til að sætta stríðandi öfl í samkeppni, bara plat fyrir kosn- Sjálfstæðisflokknum. Sú emb- ingar. Af áhöfninni á hinu ættisveiting var auðvitað hrein strandaða skipi er það að segja, endemi, en þá þótti þetta að yfirmennirnir voru auðvitað fréttnæmt. Núorðið eru embætta- fyrstir til að fara frá borði. Þeir veitingar af þessu tagi svo algeng- þurfa svo sem ekki að kvíða ar að nánast enginn tekur eftir neinu. Alltaf má nefnilega fá því. Dómsmálaráðherra blandar annað skip og annað föruneyti. þetta allt saman á staðnum, svo Fréttimar af þessu mikilfeng- úr verður sull hálfu verra en bjór- lega skipsstrandi og enn mikil- líkið sáluga. Grænleitu dufti er fenglegri björgunaraðgerðum í hellt út í blálitað frjálshyggju- sambandi við það, sem auðvitað glundrið sem fyrir var, svo úr verða fjármagnaðar af skattfé al- verður einhver blágræn nagla- mennings, hafa um sinn yfir- súpa, bragðvondur óþverri sem skyggt aðrar fréttir af spillingu í fáum líkar. En af hverju í fjáran- kerfinu. Það er þó af nógu að um er þess ekki getið þegar aug- taka í því efni. Sá dagur líður lýst eru laus til umsóknar emb- varla, að ekki komist upp um ætti í dómskerfinu, að flokks- fjármálahneyksli af einhverju skírteini í Framsóknarflokknum tagi, og gjarnan tengjast þessum sé skilyrði sem uppfylla þarf? málum aðilar sem eru innstu Slíkt myndi að minnsta kosti koppar í búri stjórnarflokkanna. spara ómælda fyrirhöfn þeim sem Ekki má þó fyrir nokkurn mun í barnaskap sínum reyndu að nefna nöfn þessara manna til að sækja um embætti í þeirri trú að firra saklausa grun. Menn eru hér réttur allra væri sá sami. fljótir að grípa til bankaleyndar Grúskarí. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Akureyrar árið 1986: Frumvarp að fjárhagsáætlun Vatnsveitu Akureyrar árið 1986 hefur verið samþykkt í Vatns- veitustjórn og er til fyrrí umræðu í bæjarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir því að vatnsskattur verði innheimtur án álags á næsta ári, en í ár var hann innheimtur með 20% álagi. Þessi lækkun ásamt lækkun á fasteignamati húsa milli ára þýðir 10 milljón króna lægri greiðslu- birði fyrir vatnsnotendur. Aðalframkvæmdir vatnsveit- unnar er bygging vatnsgeymis í Miðhúsaklöppum fyrir efra svæði veitunnar og stækkun Hörgárdal- sveitu. Áætlað er að ljúka þessum framkvæmdum á tveimur árum og fjármagna þær með tekjum veit- unnar. "Kaldbakur: Mesti samvinnubær í heimi Fyrir nokkrum dögum var stödd hér á Akureyri sendi- nefnd, hingað komin úr landi Gorbatshovs prestabana og bindindinsfrömuðar, til þess að undirrita samning eða öllu heldur viljayfirlýsingu varð- andi viðskipti Iðnaðardeildar Sambandsins, og einhverrar flokksdeildarinnar sem nefnd er Samvinnusamband Sovét- ríkjanna. Var öllum sem unn- ið hafa hjá Iðnaðardeild í tutt- ugu ár eða meir, boðið að vera viðstaddir undirritun samningsins. Að sjálfsögðu var þessi móttaka haldin í þeim nýja anda sem Kremlar- herrar hafa að undanförnu verið að innleiða. Anda spar- semi, og umfram allt bindind- is. Boðið var upp á úrvais Sambandsframleiðslu, ósvik- ið Bragakaffi og Holtakex. Það mun þó hafa verið eitt- hvað annað en Bragakaffi og Holtakex sem á boðstólum var í Laxdalshúsi skömmu eftir undirritun fyrir gestina frá hinu stéttiausa austri ásamt nokkrum innvígðum heimamönnum. Betra að það fréttist ekki austur til Kremlar, annars gæti svo far- ið að einhverjir fengju ekki að skreppa vestur á næstunni. í fyrrnefndri móttöku mun því mjög hafa verið fram haldið að Akureyri væri mesti samvinnubær í heimi. Þetta er svo sem ekkert verri túr- hestaáróður en hvað annað. Við höfum jú Sambandsverk- smiðjur sem veita mörgum vinnu og lág laun, KEA-merki út um allt, og fáum meira að segja á sumri komanda stærstu Samvinnubelju landsins, þótt ekki verði hún af holdi og blóði, enda rétt gagn að svo sé ekki fyrst Reykjavíkurbændum ætlar að þóknast að skera mjólk- urframleiðsluna í Eyjafirði niður við trog. En það verður að teljast móðgun við þenn- an mikla samvinnubæ, að ekki skuli honum vera ætlað nema útibú frá Samvinnu- bankanum, þó svo að það sé í fullu samræmi við Fram- sóknarbyggðastefnuna, en samkvæmt henni er það guðlast að tala um sjálfstæð- an banka, hvað þá gjaldeyr- isviðskipti utan Reykjavíkur. Og af hverju mannaði Sam- bandið sig ekki upp í það aö bjarga Hafskipsflakinu, flytja það til Akureyrar og gera það upp? Starfsmenn fyrirtækis- ins hefðu örugglega frekar kosið það að vinna í mesta samvinnubæ heims, heldur en að mæla saltbornar götur Reykjavíkur á sinni daglegu vegferð til skrifstofu vinnu- miðlunarinnar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.