Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.01.1987, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Árni Gunnarsson: Nýtt landsstjórnarafl gegn nýfrjálshyggju, efi Þegar ég var að skrifa þessar línur á nýársdag hafði ég lesið nokkrar ára- mótagreinar og viðtöl við vísa menn um afrakstur af starfi þjóðarinnar á síðasta ári og framtíðarhorfur. Vafa- laust var þar margt viturlegt sagt, og orðin „hagvöxtur" og „aukning þjóð- artekna" oft nefnd, enda afrakstur verka hinna vinnandi handa aldrei meiri í sögu þjóðarinnar en á síðasta ári. En fræðingarnir, sem búa til for- múlurnar, höfðu ekki mörg orð um það hvernig þjóðarauðurinn hefði komist til skila til þeirra, sem starfa í undirstöðuatvinnugreinunum, til einstakra þjóðfélagshópa, eins og aldraðra, fatlaðra, skuldugra hús- byggjenda og því síður var minnst á skiptingu fjármagnsins í réttlátu hlut- falli á milli einstakra landshluta. Ekkert var minnst á byggðaröskun, aðförina að velferðarkerfinu eða hverjir hefðu hirt ágóðann af þræl- dómi fjöldans. Mér varð hugsað til þeirrar stað- reyndar, að á okkar tímum snýst stjórnmálabaráttan á alþjóðavísu um þrjá meginvalkosti; alræði kommún- ismans, auðhyggjuna, sem stundum er kölluð óheft markaðshyggja og á síðari árum nýfrj álshyggj a, og um stefnu lýðræðisjafnaðarmanna. íslendingar hafa hafnað kommún- ismanum. Aðeins nokkrar eftirlegu- kindur hreyfa kenningum hans af og til, en tala fyrir daufum eyrum. Hins vegar hefur nýfrjálshyggjan náð að festa rætur, og áhrif hennar hafa þeg- ar haft alvarlegar afleiðingar. Þjóöfélag réttlætis og jafnaðar í áramótaleiðara í Alþýðublaðinu sagði ég m.a.: „Síðasti dagur ársins 1986 er runninn upp. Við áramót hvarflar hugurinn til atburða ársins, sem er að líða, og margir velta þeirri spurningu fyrir sér hvað nýtt ár ber í skauti sér fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina. Þrátt fyrir ýmsa agn- úa á þróunarbraut hvers manns og hverrar þjóðar, hlýtur óskin um vel- farnað og gott gengi að yfirgnæfa minninguna um það, sem miður hef- ur farið. Árið, sem nú er að líða, hefur að mörgu leyti verið merkilegt í sögu íslensku þjóðarinnar. Sjaldan eða aldrei á síðustu áratugum hefur efna- legt misrétti orðið eins auðsætt og á þessu ári. Velferðarkerfið hefur átt mjög undir högg að sækja, og þrátt fyrir mesta góðæri og mestu þjóðar- tekjur í sögunni, hefur hallað undan fæti hjá hinum efnaminni, en auður- inn hrannast upp í hirslum fjár- magnseigenda. Þegar þessar staðreyndir blasa við, hljóta margir að nema staðar og svip- ast um eftir ástæðum misréttisins, einkum þeir, sem hörðum höndum vinna að sköpun þjóðarauðsins. En ástæðurnar eru ekki augljósar; það hefur tekist að dylja þær að verulegu leyti. Það fer þó ekki á milli mála, að meginástæðan er áhrif hins óhefta markaðskerfis, nýfrjálshyggjunnar, sem byggir völd sín á gamalgrónu kerfi, er fjármagnseigendum hefur tekist að móta á undanförnum ára- tugum.“ Aðstööumunurinn Þá sagði ég í leiðaranum: „Þetta kerfi birtist meðal annars í stórfelld- um skattsvikum og aðstæðum til að koma undan umtalsverðum fjármun- um. Það kemur fram í samansúrruðu valdi og einokun ýmissa rekstrar- eininga, sem lifa sjálfstæðu lífi utan laga og siðferðilegs réttar. Það kemur fram í stórfelldum aðstöðu- mun einstaklinganna og heilla landshluta til að fá notið þjónustu og fjármagns. Það kemur fram í óeðli- legri fyrirgreiðslu til þeirra, sem æskilegir eru í hugum ríkjandi valda- manna á hverjum tíma. Allt þetta misrétti sker í augu, þegar litið er til þróunar mála á árinu 1986. Kannski svíður þó sárast und- an því misrétti, sem aldraðir eru beittir í þessu landi; kynslóðin, sem kom fótunum undir íslenskt nútíma- samfélag. Þessu fólki hefur þjóðin brugðist og þakkar því ævistarfið með hangandi hendi skilningsleysis- ins. Það fer ekkert á milli mála, að mikilvægasta óskin um þessi áramót er sú, að á næsta ári verði tekið til höndum við að jafna kjör þjóðfélags- þegnanna, umbylta úreltu og órétt- látu skattakerfi, taka upp markviss- ari efnahagsstjórn og færa hinum vinnandi manni réttlátan hlut af hinni margfrægu þjóðarköku. Þessi markmið eru hafin yfir allt argaþras hins daglega lífs. íslendingum er það einnig lífs- nauðsynlegt, að stefnt verði að því að skapa mannlegra samfélag, draga úr vinnuþrælkun, huga betur að umhverfismálum og að þess verði gætt, að sóknin eftir auknum hag- vexti verði ekki á kostnað hinnar eig- inlegu lífshamingju, samhjálpar og jafnréttis. Nýtt gildismat ryður sér til rúms, en í því er fólgin krafan um samstöðu, frið og sátt manns við mann og manns við náttúruna og umhverfi sitt. Til að þessar áramótaóskir megi rætast þarf þjóðin að styðja nýtt landsstjórnarafl, sem byggir á grund- vallarkenningunni um frelsi, jafnrétti og bræðralag." Hamingjuleitin í áramótagreinum bar lítið á hug- leiðingum um hamingjuna. Enginn minntist á þá umdeildu skoðana- könnun, sem sagði okkur, að íslend- ingar væru hamingjusamasta þjóð veraldar. Ólafur Ólafsson, landlækn- ir, gerði þó mannræktina að um- ræðuefni í áramótagrein, þegar hann spyr: „Hefur mannræktin gleymst?“ Hann segir, að ýmislegt bendi til þess, að í heilsufarsbyltingunni, sem beinist að manneldi og líkamsrækt, hafi mannrækt að einhverju leyti gleymst. Síðan segir hann: „Nefna má eftir- farandi: Vinnustreita hefur nær tvö- faldast meðal karla og kvenna í Reykjavík á aldrinum 30 til 50 ára. Mest ber á vinnustreitu meðal þeirra er ekki vinna líkamlega vinnu. Tíðni háþrýstings virðist fara hækkandi. Margir telja streitu einn megin- orsakavald þessa sjúkdóms. Streitu- valdur er m.a. gífurlegt vinnuálag, sem fylgir baráttu ungs fólks við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nýtískulegar vinnuaðferðir, svo sem tölvuvinnsla og hagræðing, virðast auka á streituna. Lífsstíllinn er harð- ur og krefjandi. Til hvers er þá öll hagræðingin? Leita verður ráða til úrbóta." í þessum orðum landlæknis kemur það skýrt fram, að vinnuálagið hefur ekki aðeins í för með sér andlega togstreitu og erfiðleika, heldur eykur það á líkamlega sjúkdóma. Menn geta spurt hvað verði um hamingju- leitina við slíkar aðstæður. Vegna lágra launa er stór hluti þjóðarinnar knúinn áfram og verður að vinna myrkranna á milli til að skrimta. Heimilislífið og stundum andlegt jafnvægi fer úr skorðum. Er ekki eitthvað mikið að, þegar svona er komið hjá þjóð, sem eykur hagvöxt á milli ára meira en flestar aðrar þjóðir Vestur-Evrópu? Er auðnum ekki ranglega deilt, þegar mestu þjóðartekjur í sögunni hvorki lina vinnuþrældóminn né bæta greiðslu- og kaupgetu í samræmi við aukningu þjóðartekna? Og hverjir hirða þá arðinn af öllum þrældómn- um? - Er ekki kominn tími til að efla landsstjórnarafl, sem hefur þá meg- instefnu að stuðla að jöfnuði og rétt- látri tekjuskiptingu og breyta hinni efnalegu tekjuskiptingu til hagsbóta fyrir vinnandi fólk? Svari hver fyrir sig. Norðurland eystra Norðurland eystra er eitt þeirra kjör- dæma landsins, sem hefur orðið illa úti vegna þeirrar stefnu misskipting- ar og misréttis, sem hefur kristallast vegna áhrifa afturhaldsafla í núver- andi stjómarflokkum. Ég þarf í engu að lýsa afleiðingunum. Umtalsverð byggðaröskun vofir yfir kjördæminu, ef ekki verður grip- ið í taumana. Ég hef áður lýst því í þessu blaði hvemig hin svokallaða byggðastefna hefur gjörsamlega brugðist og snúist upp í stjómlausa fyrirgreiðslupólitík, sem aftur hefur ýtt til hliðar og að engu gert skynsamlega áætlanagerð og upp- byggingu. Sú upplausn, sem nú ríkir í íslenskum landbúnaði, snertir þetta kjördæmi harkalega. Menn skyldu nú minnast viðvarana Alþýðuflokks- ins um tveggja áratuga skeið. En um orðinn hlut þýðir ekki að fást. Það hlýtur að verða eitt meginverkefni næstu ríkisstjórnar að taka á land- búnaðarvandanum á raunsærri hátt en gert hefur verið nú. Þar þarf að stokka upp sölu- og markaðsmál og tryggja að bændur sjálfir hafi eitt- hvað um eigin mál að segja í stað hinna alvöldu embættismanna suður í Reykjavík. Þá verða væntanlegir þingmenn kjördæmisins að hafa forgöngu um skipulega atvinnuuppbyggingu, berj- ast fyrir meira sjálfstæði og fjármála- legu valdi sveitarfélaganna. - Það er ekki bara að mannafli hafi sogast suður á Stór-Reykjavíkursvæðið, það hefur fjármagnið einnig gert. - Það er grundvallaratriði, að hin póli- tíska fyrirgreiðsla verði stöðvuð. Hún lýtur engum skynsamlegum lög- málum, hún hefur þegar valdið miklu tjóni, enda skipulagslaust fálm, sem byggir á greiðasemi við „góða flokksmenn" án nokkurs tillits til 22cm. HILLU- BAULUR í mörgum litum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.