Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Side 1

Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Side 1
2. tölublað - 20. mars 1987 Abyrgðarmaður: Oskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Simi 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Þórshöfn: Óánægja með áform um frystitogara b'-eyti’nlTU8uðu^ Þrjá 'Kcínuði. utn Umsjón: Jón Daníelsson Megn óánægja ríkir nú á Þórs- höfn vegna þeirra hugmynda að breyta skuttogaranum Stakfelli í frystitogara, en þær hafa komið fram eftir að Kaupfélagið þar keypti hlut Raufarhafnar i togaran- um. Nýverið keypti Kaupfélagið á Þórshöfn meirihlutann í togaran- um af fiskvinnslustöðinni á Raufar- höfn. Má segja að Kaupfélagið hafi fengið hlutinn m.a. í kaupbæti, því eftir að vöruskemman á Raufar- höfn skemmdist í bruna á sínum tíma tók Kaupfélagið að sér að reisa nýtt fiskiðjuver þar. Er nú togarinn að fullu í eigu Þórshafnar, þ.e. Kaupfélagsins og hreppsins. En þær hugmyndir komu upp fyrr í vetur að breyta skyldi togar- anum í frystitogara og yrði þá afl- inn unninn um borð. Þórshafnar- búar eru mjög andsnúnir því og telja að þá kæmi upp atvinnuleysi. Á fjölmennum borgarafundi í desember síðastliðnum var einróma ákveðið að fela útgerðarfélaginu og hreppnum að fresta fyrirhuguðum breytingum. í fyrsta lagi leiddi það af sér atvinnuleysi í þorpinu þar sem togarinn gefur af sér mikla at- vinnu meðal íbúanna. I öðru lagi kosta breytingarnar um 10 milljón- ir. Að vísu gæfi fullunninn fiskur um borð af sér peninga, en það mundi bitna á atvinnumálum stað- arins. Eigendurnir ákváðu að fresta breytingunum um þrjá mánuði, en óvíst er hvað gert verður eftir það. Ef svo færi að togaranum yrði breytt hefði það slæmar afleiðingar í för með sér og gæti jafnvel leitt af sér flótta úr þorpinu. Kjúklingabændur: Offramleiðsla úr sögunni? Kjúklingabændur hafa átt við þann vanda að stríða undanfarin ár að offramleiðsla hefur verið á kjúklingakjöti og hafa birgðir víða hlaðist upp. En nú virðist sá vandi vera brátt úr sögunni vegna nýrra aðgerða í þeim málum. Að sögn Jónasar Halldórssonar kjúklingabónda í Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd hefur of- framboðið numið um 10—12%. Ekki sé svo að skilja að kjúklinga- kjötið seljist illa því það er með því ódýrara sem til er á markaðnum. T.d. var meðalneysla á mann á síð- astliðnu ári 7—8 kg. sem er svipað og neysla á svína- og nautakjöti. Málið er einfaldlega það að mark- aðurinn hefur vaxið gífurlega síð- ustu 4—5 árin eftir að hann hafði eSs' & uer/iðsms í Keflavík. staðið nokkurn veginn í stað í 10- 15 ár, þ.e. frá þeim tíma sem kjúkl- ingarækt hófst í nokkrum mæli hér á landi fyrir u.þ.b. 20 árum. Bændur hafa nú leyst þennan vanda, að sögn Jónasar með því að selja 200 tonn til Noregs og 50—60 tonn til varnárliðsins í Keflavík á þessu ári. Með þessum ráðstöfun- um þykir því sýnt að framleiðsla geti gengið með eðlilegum hætti hér eftir. Saumastofur: Erfiðleikar framundan Saumastofan Prýði á Húsavík er ein af fáum stofum á landinu sem gengið hafa með prýði undanfarin ár. En síðustu mánuði hefur rekst- urinn farið nokkuð niður á við. Að sögn Guðmundar Hákonar- sonar framkvæmdastjóra Prýðis stafar það af gengissigi dollarans. Nú sé erfiður grundvöllur fyrir út- flutningi og hefur íslenskur ullar- iðnaður selst illa erlendis. En ástæðan fyrir svo góðum rekstri er góð samvinna við Iðnað- ardeild Sambandsins á Akureyri, en þaðan fer framleiðslan út á Evrópu- og Ameríkumarkað. Og ekki síst hefur hann gengið vel vegna þess að frá stofnun fyrirtækisins 1971 hafa flestar starfskonur haldist allan tímann. Nú eru um 20 konur á launaskrá, en heildagsstörf eru um 15 talsins. Góðúr, vinnuandi hefur ríkt á staðnfim og eru Iaunakjör kvenn- anna nokkuð góð í samanburði við margar aðrar saumastofur. Kon- urnar fá m.a. launauppbætur tvisv- ar sinnum á ári, en það eykur vinnugleðina og þess vegna gengur Saumasi p/ýðiáHús uefur gengic Undanfarin ár virðast ský á h rekstrinum rekstur vel ef vinnugleðin er fyrir hendi. Aðallega eru framleiddir fóðrað- ir ullarjakkar á bæði konur og karl- menn, en þannig vörur eiga að selj- ast vel erlendis ekki síst vegna kuld- anna miklu í Evrópu nú í vetur, en það virðast vera ský á himninum segir Guðmundur, en vonandi á það eftir að breytast ef gengisþró- unin fer á annan veg í náinni fram- tíð. Þá mun ullarútflutningur á ís- landi aukast aftur og er ekki að efa að Prýði muni að nýju blómstra sem eitt af mest lifandi fyrirtækjum á Húsavík. Frá Þórshöfn. I*ar gætir nú niikillar óánægju með hugmyndir um aö breyta Stakfellinu í frystitogara. Raufarhöfn: Mesta fólksfækkun um áratugaskeið Mikil fólksfækkun hefur verið á Raufarhöfn og hefur íbúum þar fækkað úr 550 í 420 á fáeinum ár- um. Er það hlutfallslega mesta fækkun sem orðið hefur á staðnum um áratugabil. Að sögn Jóhannesar Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Fiskavíks eru þó atvinnuhorfur góðar. Togar- inn Rauðinúpur hefur aflað vel að undanförnu og skapað fólki at- vinnu. Nýjar atvinnugreinar hafa komið upp, t.d. er í nágrenninu æti- stöð fyrir refabú hluta úr ári og ný- lega var opnaður skyndibitastaður, en eigandi þess staðar er mjög bjartsýnn að sögn Jóhannesar og vill koma meira lífi á bæinn. Ætlun- in er því að bæjarbúar komi á stað- inn til að snæða góðan skyndimat og ræði um tilveruna á meðan. Að auki hefur nokkuð verið um kvik- myndasýningar og samkomur ým- iss konar i félagsheimilinu Hnit- björg. Af öðrum greinum má nefna að illa hefur gengið að fá kennara við grunnskólann og er meirihluti kennara þar ófaglærður. Eins og st'endur er enginn læknir á staðn- um, en hjúkrunarfræðingur hefur aðsetur á heilsugæslustöðinni. Reyndar kemur læknir frá Kópa- skeri tvisvar sinnum í viku. Ekkert er um húsbyggingar sem sýnir ef til vill hvernig ástandið er. Þrátt fyrir fulla atvinnu er fólks- flóttinn óhjákvæmilegur eins og gengur og gerist i mörgum öðrum sjávarþorpum, að sögn Jóhannes- ar. Á Raiilárhöfn hefur fólki fækkaö á sl. áruin meira en dæmi eru um áraiugum saman.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.