Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 2
Leiðari: Byggðastefna ailra Byggðamálin hafa eðlilega verið töluvert í brenni- depli víða um land það sem af er kosningabarátt- unnar. Er slíkt varla að furða, eins og málum er nú komið fyrir landsbyggðinni sem svo er kölluð, eftir þrásetu þess flokks sem mest hefur tuðað um byggðastefnu í ríkisstjórnum, og ofan í kaupið farið þar með þau ráðuneyti sem ætla mætti að mestu máli skipti fyrir flokk sem hefði byggðastefnu að markmiði að ráða, svo sem ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs. Alþýðuflokkurinn býður ekki upp á betlibyggða- stefnu þá sem Framsóknarmaddömunni er svo kær, né heldur þessa byggðastefnu unga fólksins sem ungur stuttbuxnadrengur ættaður af Króknum, og fallkandidat úr prófkjöri íhaldsins úr Reykjavik hefur verið að rembast við að boða kjós- endum á Norðurlandi vestra. Byggðastefna Alþýðuflokksins er byggðastefna allra, án tillits til aldurs eða menntunar, stéttar eða stöðu. Stefna valddreifingar og dreifingar ábyrgðar, heimastjórn- ar í stað heimanstjórnar, fjárforræðis byggðanna í stað fjárskömmtunar að sunnan. Alþýðuflokkurinn er fylgjandi því að komið verði á fót einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn, en það er helber þvættingur hjá Þorsteini Pálssyni, að slíkt kerfi muni hafa í för með sér aukið fjárstreymi suður af landsbyggðinni. Það er skýrt tekið fram í tillögum Alþýðuflokksins, að hinn fyrirhugaði líf- eyrissjóður skuli vera deildaskiptur eftir iands- fjórðungum þannig að fjármagnið flyst aldrei úr fjórðungnum. Það er hins vegar núverandi kerfi sem flytur gríðarlegt fjármagn frá lífeyrissjóðunum vítt og breitt um landið, beinustu leiðina í of- þensluna syðra, gegnum húsnæðislánakerfið sem að vísu er nú þegar sprungið, ef það var þá ekki andvana fætt þegar frá upphafi. Þá þarf Halldór Blöndal ekki að hafa áhyggjur af því að framkvæmd tillagna Alþýðuflokksins í hús- næðismálum verði endilega einhver olía á eld ofþennslunnar í byggingariðnaði höfuðborgar- svæðisins. Þessi ofþensla er nú þegar fyrir hendi, þrátt fyrir hið handónýta húsnæðiskerfi. Halldór ætti heldur að kynna sér hvernig þetta kerfi hefur beinlínis hamlað vexti Akureyrar, og stuðlað að hækkun fasteignaverðs, að ekki sé talað um húsaleigu, en nú er svo komið að húsnæðisskortur beinlínis fælir fólk frá því að flytja til bæjarins. Til- lögur Alþýðuflokksins gætu án efa verkað sem víta- mínsprauta fyrir byggingariðnað á Akureyri og raunar á fleiri landsbyggðarstöðum, og kaupleigu- kerfið myndi henta einkar vel hér. Alþýðuflokkurinn hefur þegar haldið fjóra flokks- stórnarfundi sína utan Reykjavíkur, og þessirfund- ir hafa almennt þótt meðal þeirra best heppnuðu sem flokksstjórnin hefur haldið. Þar hafa byggða- málin vitaskuld mikið verið rædd, ásamt öðrum málum svo sem lífeyrismálum og húsnæðismálum, en báðir þessir málaflokkar geta orðið hin mikil- vægustu byggðamál verði stefnu Alþýðuflokksins í þeim fylgt. Alþýðuflokkurinn býður fram byggða- stefnu fyrir alla. Raunhæfan valkost við landeyð- ingarstefnu núverandi ríkisstjórnar, eða draumóra smáflokksbrotanna, stefnu freisis, samfara velferð handa öllum án tillits til búsetu. Árni Gunnarsson skrifar: Byggðastefna í rúst Á undanförnum árum hefur ver- ið fylgt hér á landi svokallaðri byggðastefnu, sem hefur snúist upp í andhverfu jafnréttis. Hún hefur m.a. valdið því, að nú um stundir búa tvær þjóðir í landinu; önnur býr á höfuðborgarsvæð- inu, hin á landsbyggðinni. Góð- ærið hefur farið á svig við þá síðarnefndu. Ástæðurnar fyrir því hvernig komið er, eru margvíslegar. Sú er þó mikilvægust, að við mótun byggðastefnu, gleymdist ofurvald hinnar samansúrruðu miðstýring- ar ríkisvaldsins í húsunum kring- um Arnarhól. Fjármagnið, sem myndast í héruðunum hefur ver- ið dregið til miðstjórnarvalds ríkisins í gegnum núverandi skattakerfi og skipulag banka- og fjármálakerfis, opinbers sjóða- kerfis og núverandi skipunar inn- og útflutnings og þjónustustarf- semi. t>ví næst er hluta þessa fjár skilað til baka sem ölmusu í nafni pólitískrar fyrirgreiðslu. Afleið- ing þessarar betlistafsbyggða- stefnu blasir hvarvetna við. En ástæðurnar eru fleiri, og þessar helstar: 1. Launakjör hafa verið lakari hjá mörgum stéttum á lands- byggðinni en á Reykjavíkursvæð- inu. Meginástæðan er sú, að landsbyggðarfólk hefur ekki not- ið þess launaskriðs, sem verið hefur á Reykjavíkursvæðinu. Petta sýnir könnur Kjararann- sóknarnefndar. 2. Vandi landbúnaðarins hefur sjaldan verið meiri en nú. Af- koma bænda hefur versnað veru- lega, og það hefur hagt bein og óbein áhrif á margvíslegan þjón- ustuiðnað og úrvinnslu landbún- aðarafurða á þéttbýlisstöðum landsbyggðarinnar. 3. Fjármagn frá landsbyggð- inni hefur leitað í stríðum straufnum inn á fjármagns- og verðbréfamarkað í Reykjavík vegna vaxtastefnu nýfrjálshyggj- unnar. Fjármunir lífeyrissjóða landsbyggðarinnar hafa farið til að fjármagn íbúðabyggingar á Reykjavíkursvæðinu í gegnum húsnæðislánakerfið. Pað lítil- ræði, sem kemur frá bönkum landsbyggðarinnar, er lánað ein- staklingum og fyrirtækjum með leyfi að sunnan. 4. Fasteignir eru nánast óselj- anlegar í mörgum byggðarlögum, og í öðrum hefur fasteignaverð hríðfallið, þótt gæði og bygging- arkostnaður sé hinn sami. Að þessu leytinu hefur byggðarösk- unin valdið eignaupptöku hjá stórum hluta þjóðarinnar. 5. Vöruverð á landsbyggðinni er yfirleitt hærra en í Reykjavík. Þessi munur getur orðið allt að tíu af hundraði, eins og t.d. á Vestfjörðum. 6. Aðförin, sem gerð hefur verið að velferðarkerfinu, og þá einkum skóla- og heilbrigðismál- um, kemur harkalega við lands- byggðina, og þarf ekki að rekja dæmi. 7. Afleiðingin er stórfelld fólksfækkun á landsbyggðinni, en fjölgun á Reykjavíkursvæðinu. Á síðasta ári fækkaði íbúum á Norðurlandi eystra um 0,6%, en fjölgaði í Reykjavík um 1,7%. Við eðlilegar aðstæður hefði átt að verða fólksfjölgun á Norður- landi eystra, og er fækkunin því umtalsverðari. Mannfjöldi stóð í stað í Ólafsfirði, á Dalvík og Akureyri, en fækkaði um 1% á Húsavík. í Suður-Þingeyjarsýslu fækkaði fólki um 2,7% og hefur nú fólki í Þingeyjarsýslum og á Húsavík fækkað um 300 á 3 árum. í smærri sveitarfélögum hefur fækkunin margfeldisáhrif, því skatttekjur sveitarfélaganna minnka, það dregur úr þjónustu og ýtir á enn meiri brottflutning. Meginverkefni næstu ríkis- stjórnar verður að snúa þessari öfugþróun við. Til þess er aðeins ein leið fær; að færa völdin heim í héruð. Til þess eru ýmsar að- ferðir. En fyrst og fremst verður að kveða miðstýringuna í kútinn. Hvers vegna? Miðstýringin hefur drepið all- an fjölbreytileika í dróma, svo og frumkvæði og tilraunir. - Mið- stýringin hefur gert sveitarfélögin allt of háð duttlungum ríkisvalds- ins. Hér um slóðir þarf ekki að minna á fræðslustjóramálið, og hvernig það hefur upplýst þjóð- ina um skömmtunaraðferðir menntamálaráðuneytisins. Skerð- ing jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sýnir einnig hvernig þessir duttl- ungar geta leikið sveitarfélögin. - Miðstýringin veldur því, að ákvarðanir eru teknar hjá emb- ættismönnum, sem eru fjarlægir kjósendum, og eru aldrei dregnir til ábyrgðar. - Miðstýringin er fjarlæg verkefnum og einkennist af þungu skrifræði. Eftir næstu þingkosningar verða þingmenn landsbyggðar- innar að berjast gegn því mis- rétti, sem hér hefur verið gert að umræðuefni. Tvær leiðir eru fær- ar: í fyrsta lagi að stækka sveitar- félögin og fækka þeim verulega. Viðmiðunarstærð þeirra á að tryggja að þau geti veitt íbúum sínum lágmarksþjónustu, sem dugir í samkeppninni við höfuð- borgarsvæðið. Það þarf að marka skýrar línur í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og sveitarfélög- in þurfa að fá nýja tekjustofna og aukið sjálfræði um álagningar- hlutfall og gjaldskrár þjónustu- fyrirtækja. Bættar samgöngur Arni Gunnarsson. innan héraða þarf að verða for- gangsverkefni, en það er for- senda þess, að unnt sé að byggja upp öflugar þjónustumiðstöðvar á kjarnastöðum. Þessi leið krefst mikilla lagabreytinga og setning- ar nýrra laga. í öðru lagi geta menn velt fyrir sér þriðja stjórnsýslustiginu, fylkjaskipulagi, sem tæki mið af hefðbundnum samskiptum fólks og náttúrulegum staðháttum. Þá yrði í hverju fylki kjörin fylkis- stjórn til fjögurra ára. Þessi stjórn hefði víðtæk völd, sem efla myndu sjálfsforræði íbúanna, styrkja heimastjórn og vinna gegn núverandi miðstýringu efnahagslífsins. Þessar stjórnir hefðu fjárveitingavald, bæði af eigin skattfé og fjárframlögum frá Alþingi. Hvora leiðina, sem menn vilja fara, er ljóst, að þegar í stað verður að grípa til róttækra að- gerða, ef byggðaröskunin á ekki að verða varanleg. Landsbyggðin leggur fram um 60 af hundraði tekna þjóðarbúsins, en fær aftur um 40 af hundraði. Þessar tölur þurfa að breytast; fjárstreymið og fólksflóttann frá landsbyggð- inni verður að stöðva. Ætla má, að nú séu góðar að- stæður í þjóðfélaginu til að snúa af rangri leið, draga úr misrétti og auka jöfnuð. En þetta verður ekki gert á meðan stjórnmála- menn hafa ekki meiri skilning á vandanum en svo, að þeir telja að ódýrar og verðlitlar íbúðir á landsbyggðinni muni draga ungt fólk til sín í stríðum straumum (Ragnhildur Helgadóttir á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins). Fyrir mörg sveitarfélög er um framtfð byggðar að tefla og það má engan tíma missa. Undirritaður, sem skipar efsta sætið á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra vegna alþingiskosninganna, taldi rétt og skylt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri vegna þeirrar miklu umræðu, sem orðið hefur um vanda landsbyggðar- innar. Árni Gunnarssun. Kosn i ngaskrif stof a Al þýðuf lokksi ns Opið virka daga klukkan 09:00 til 17:00. Símar 24399 og 27424 Kosningastjóri Jón Ingi Cesarsson. - Allir velkomnir!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.