Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 4
I I Sigfús Jónsson er ungur maður sem tók við starfi bæjarstjóra Akureyrar eftir kosningarnar í fyrravor. Hann var þekkt- ur hér á árum áður sem einn fremsti lanjg- hlaupari landsins og varð margoft Is- landsmeistari í 5 og 10 km hlaupum. Fyrstu æviár sín bjó hann á Akureyri, en flutti síðan ungur að árum til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp. Hann á ekki langt að sækja í áhuga sinn á þjóðmálum því faðir hans er Jón Þorsteinsson fyrrum þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og snjall skákmaður að auki. — Sigfús Jónsson, bcejarstjóri á Akur- eyri í opnuviðtali. Stundum hálfgert ú Blaðinu lék forvitni á skoðunum nýja bæjarstjórans á ýmsum mál- efnum Akureyrarbæjar, hvað sé efst á baugi þar i framkvæmdamál- um og því helsta sem gert er ráð fyr- ir í fjárhagsáætlun kaupstaðarins. En hvernig ætli það sé að vera alltí- einu orðinn bæjarstjóri? Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf og útaf fyrir sig mikil lífsreynsla. En því er ekki að neita að þessu fylgir alltof mikið álag og ég sé fram á það að enginn endist í þessu starfi nema í 5—10 ár. Og eitt er víst að það er aðeins fyrir fullfríska menn að standa í þessu. Vinnudagurinn lítur í stórum dráttum þannig út að ég er á skrif- stofunni frá átta á morgnana til fjögur. Síðan eru oft nefndarfundir ýmiss konar, þá annað hvort í bæj- arstjórn eðabæjarráði frá fjögur til sjö. Á kvöldin þarf ég oft að mæta í móttökur eða kvöldverði, en sem betur fer yfirleitt á þannig dögum sem ég hef átt frí milli fjögur og sjö. Oft kemur fyrir að ég þarf að fara til Reykjavíkur í ýmsum erinda- gjörðum. Ég mundi því segja, að það að vera bæjarstjóri sé stundum hálfgert útilegumannalíf. Hitaveitumálið Hvaða mál eru helst í brennidepli í bæjarstjórninni þessa stundina? Málefni hitaveitunnar er það sem brennur mest á okkur. Við erum að reyna að koma þeim í betra horf, því það eru bókstaflega allir sem eru að sligast undan háum hita- veitugjöldum. En þau eru samt sem áður ekki nógu há til að standa undir afborgurum af öllum erlend- um lánum hitaveitunnar og vöxtum þeirra. Þetta er langalvarlegasta vandamálið sem við höfum við að glíma í dag og við sjáum varla endi á því þessa stundina. Reyndar er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæj- arins að hitaveitugjöldin hækki um 6%, það gæti orðið meira og jafnvel minna, en fer að mestu leyti eftir verðlagsþróuninni og byggingavísi- tölunni hverju sinni. Það er alveg agalegt til þess að vita að hver fjölskylda á Akureyri og þá sérstaklega þær sem búa í ein- býlishúsum verði að borga 4—5 þúsund krónur á mánuði í hita- veitugjöld. En til að koma fjárhags- vanda Hitaveitunnar í skárra hori þyrfti gjaldið ef til vill að vera 6—7 þúsund krónur. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir í ár Hverjar verða helstu bygginga- og gatnaframkvæmdir á vegum bæjarfélagsins á þessu ári? Það verður mikið að gera hjá okkur allt þetta ár. Bærinn virðist vera að rétta úr kútnum eftir deyfð- artímabilið á árunum 1983—84. Hæstu fjárveitingarnar til bygging- ar í ár er fjórðungssjúkrahúsbygg- ingin þar sem haldið verður áfram af fullum krafti, en bærinn greiðir 15% af þeim framkvæmdum. Einn- ig erum við að stækka við dvalar- heimili fyrir aldraða, þar sem gert er ráð fyrir bættri þjónustu fyrir vistmenn. Uppbygging Verk- menntaskólans gengur af fullum krafti og þar fer allt samkvæmt áætlun. I sumar verður byrjað á að byggja nýja sundlaug í Glerárhverf- inu þannig að fljótlega verða al- menningssundlaugar bæjarins orðnar tvær. Og úr því ég nefni íþróttamannvirki sakar ekki að geta þess að á síðasta ári var gert stór- átak í Hlíðarfjalli þegar ný skíða- lyfta var tekin í notkun og opnaði þar með nýtt svæði í fjallinu. Það sem er helst á döfinni í gatnaframkvæmdum hjá okkur er bygging nýrrar brúar yfir Glerá niðri á Eyri í framhaldi af Hjalteyr- argötu. Þegar henni er lokið verða komnar þrjár alvörubrýr á Glerána í bænum. Þetta er framkvæmd sem við höfum lengi beðið eftir og hefur nú loksins komist inn á fjárhags- áætlunina. Fólksflótti úr bænum? Nú stóð íbúatala Akureyrar í stað á síðasta ári. Er hér um fólksflótta að ræða? Ég get ekki sagt að hér sé um hreinan fólksflótta að ræða. Það er náttúrlega ljóst að fjöldi þeirra sem fæðast er meiri en þeirra sem deyja. Við höfum einfaldlega tapað mis- muninum. Brottflutningur héðan á siðasta ári var reyndar meiri en að- flutningur, en það er ekki mjög há tala. Ég held að það sé nær að tala um stöðnun í mannfjöldanum frek- ar en brottflutning eða flótta. Skýr- ingin er líklega sú að hér eru mikil húsnæðisvandræði. Húsnæðis- markaðurinn á Akureyri er svolítið sérkennilegur að því leytinu að þrátt fyrir að hér vanti húsnæði, þá hefur verðið á íbúðum ekki hækk- að. Verð á húsnæði er einfaldlega ekki í samræmi við eftirspurnina. Hér er mikil eftirspurn eftir hús- næði, en verðið lágt. Það er t.d. al- veg vonlaust fyrir þá sem vilja kaupa hús í Brekkunni að fá sínu fram því það er bara ekki til á mark- aðnum, ekki nema hús sem eru þannig á sig komin að enginn vill kaupa þau. Leigumarkaðurinn er ekkert betri. Hér er varla hægt að fá leiguhúsnæði. Fjöldi fólks sem hef- ur viljað flytja hingað verður að leita eitthvað annað vegna þess að það hefur í ekkert húsnæði að venda og einnig hafa margir hrakist burtu vegna þessara húsnæðis- vandræða. Ástæðan fyrir öllu er sú að ekk- ert samræmi er í byggingakostnað- inum. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að byggja hús þegar kostnað- urinn við sjálfa bygginguna er miklu hærri en söluverðið. Einbýl- ishús kostar kannski 8 milljónir í byggingu, en svo er hægt að kaupa það á 4—5 milljónir og þá byggir enginn. Ég held því að það sé hús- næðisvandanum um að kenna að íbúatalan stendur í stað. Það geta ekki verið atvinnumálin því hér hef- ur verið nóg atvinna í allan vetur. Að vísu var hér deyfð fyrir 2—3 ár- um, en mest allt síðastliðið ár og þetta ár er nánast ekkert atvinnu- leysi. Hér eru t.a.m. ýmsar nýjungar í atvinnurekstri að fara í gang. í þessum mánuði fer t.d. ný verk- smiðja af stað og ber hún heitið ístess og mun framleiða fiskeldis- fóður. Og í sjávarútveginum eru bjartar horfur framundan. Tveir nýir togarar bættust í flotann i des- ember; rækjutogari Oddeyrin og frystitogari Margrét. Önnur ástæða fyrir þessari stöðnun gæti verið sú að dregið hef- ur úr flutningum frá nágrannasveit- unum. Hér áður fyrr þegar 6—8 börn voru á hverjum bæ fluttu mörg þeirra hingað inn eftir þegar þau voru komin á fullorðinsár. Núna eru ekki nema 1—2 börn á heimilunum og því mun færra fólk í sveitunum sem gerir það einnig að verkum að minna er um það að fólk flytur úr sveitunum. Og frá kaup- túnunum hér í kring er það að frétta að þaðan eru samgöngur orðnar svo góðar að íbúar þar þurfa ekki að flytja hingað. Ég nefni hér sér- staklega Dalvík og Grenivík. íbúar þar hreyfðu sig bókstaflega ekkert og algengast var að menn lokuðu bílana inni í bílskúr allan veturinn. En það er sem betur fer liðin tíð. Vegirnir hér um slóðir eru orðnir svo góðir að fólk er á ferðinni allan veturinn og þarf ekki að aka lengi til að geta sinnt erindum sínum hér á Akureyri. Kennsla á háskólastigi Nú er reiknað með að kennsla á háskólastigi hefjist á Akureyri á hausti komanda. Verður þetta ein- hvers konar útibú fyrir Norðlend- inga? Ekki er hægt að segja að þetta verði útibú, heldur verður hér um að ræða litla sjálfstæða stofnun sem muni bjóða upp á öðruvísi nám en það sem er í boði við Háskólann í Reykjavík. Ætlunin er að skólinn muni draga nemendur að alls staðar af landinu rétt eins og HÍ gerir. í ...til að koma fjárhagsvanda Hita- veitunnar í skárra horf þyrfti gjaldið ef til vill að vera 6—7 þús und krónur. Ég held að það sé nær að tala um stöðnun í mannfjöldanum, frekar en brottflutning eða flótta. Húsnœðismarkaðurinn á Akureyri er svolítið sérkennilegur að því leyt- inu að þrátt fyrir að hér vanti hús- nœði, þá hefur verð á íbúðum ekki hœkkað. Hingað til hefur bœrinn ekki nýtt sér ýmsa þá möguleika sem ferða- mannaþjónusta gefur í tekjuöflun og atvinnu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.