Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 20.03.1987, Blaðsíða 5
tilegumannalíf mínum huga er þetta ekki eitthvað sem mun stöðva Norðlendinga í að fara suður til náms. Ég held alveg eins að ungt fólk úr Reykjavík þurfi að komast í annað umhverfi þegar það fer í framhaldsnám alveg eins og þegar námsfólk héðan fer í nám. Ég tel að allir hafi gott af því að skipta um umhverfi á þessu mikil- væga mótunarskeiði þegar farið er í framhaldsnám. Það er bara nauð- synlegt fyrir hvern og einn. Búist er við því að kennsla verði hér í viðskiptafræði eða jafnvel hreinni rekstrarhagfræði. Einnig er rætt um að greinar eins og mat- vælafræði, hjúkrunarfræði og iðn- rekstrarfræði verði í boði, en ég held að stofnunin fari sér hægt af stað fyrst um sinn, en hefjist af meira krafti á næsta ári. Annars er hér starfandi sérstök háskólanefnd á vegum bæjarins sem hefur samið merkilegt álit um háskólakennsl- una hér. Ekki veit ég hve langt til- lögur nefndarinnar nái fram að ganga, það er allt í höndum menntamálaráðuneytisins. Álitið er í lokafrágangi hér fyrir norðan þannig að of snemmt er um það að segja hvernig ráðuneytið tekur því, en ég trúi ekki öðru en flest gangi í gegn samkvæmt áætlun. Útgjöld til heil- brigðismála of mikil Er læknaþjónusta góð á Akur- eyri? Mín persónulega skoðun er sú að læknar hér séu alltof margir. Þarfir fólks fyrir heilbrigðisþjónustu virð- ast óendanlegar. Þjóðin hefur misst mikið af sínu besta menntafólki inn í heilbrigðisþjónustuna og eigum við mikið af hæfu fólki á þvi sviði. En margt af þessu hæfa fólki væri betur komið úti í atvinnulífinu því atvinnuvegirnir þurfa að skila arði til að standa undir velferðarþjóðfé- Iaginu, svo við getum rekið fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Kostn- aður við heilbrigðisþjónustuna hef- ur stóraukist á síðustu árum og er alveg að sliga fjárhag bæjarins. Heilbrigðismálin eru einhver veik- asti hlekkurinn í fjármálastjórn þjóðarbúsins. Ég er ekki að kenna læknagreyjunum hér um, þeir vilja að sjálfsögðu halda uppi góðri þjónustu. En þeir eru samt sem áð- ur miðpunkturinn í þessu kerfi, því þar sem þeir koma hlaðast alls kon- ar milliliðir og þjónustuaðilar i kringum þá, svo sem lyfsalar, gler- augnasalar, sjúkraþjálfarar o.s.frv. Og þegar öllum þeim hefur verið komið upp virðist alltaf vera til nóg af sjúklingum. Það er ekki eðlilegt að menn eins og lyfsalar sem setja einhverjar. pillur í krukkur skuli vera ríkustu mennirnir í þjóð sem lifir á sjávarútvegi. Mér reiknast til að apótekin hér í bænum fái til samans 30—35 milljónir í sinn hlut fyrir viðskipti við Sjúkrasamlag Akureyrar á árinu 1987. Og áætlað er að lyfakostnaður Sjúkrasamlags- ins á þessu ári verði rúmlega 6 þús- und krónur á hvern íbúa bæjarins og er þá hér aðeins átt við um lyf sem seld eru gegnum lyfseðla. Ég álít að besta lækningin sé nóg hreyfing, hollt mataræði, hætta Kvennaf undur m á Akureyri 30. marc Alþýðuflokkurinn boðar til almenns fundar með konum (karlar einnig boðnir) í Hótel KEA 30. mars n.k. klukkan 20,30. Á fundinn koma:Jöhanna Sigurðardóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Elín Alma Arthúrsdóttir og konur á framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Þetta erliður í fundaferð kvenna á framboðslist- um flokksins um landið. - Á þessum fundi verða einkum tekin fyrir málefni er snerta konur og jafnréttisbaráttu þeirra. -Allireru velkomnirá þennan fund, hvar í flokki sem þeir standa. Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akureyri. reykingum og neyta áfengis í hófi. Bifreiðanotkunin í bænum er orðin svo gegndarlaus að ég tel hana vera orðna heilbrigðisvandamál. Fólk nennir bókstaflega ekki lengur að ganga milli húsa. Ef tekið væri meira tillit til þessara atriða mundu útgjöld til heilbrigðismála stór- minnka. Hvernig er félagsleg þjónusta á öðrum sviðum, t.d. dagheimili. Er hún líka peningafrek? Nei, þar lítur dæmið allt öðruvísi út. Fjárveiting til dagvistunarmála hjá okkur á þessu ári verður 12 mill- jónir og svarar það til byggingar á hálfu dagheimili. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leið verður farin, en búist er við að byrjað verði á nýrri byggingu eða þá að eldra húsnæði verði keypt eða jafnvel leigt. Hér er margra mánaða bið eftir dagheimil- isplássum þannig að þessi hluti bæjarfélagsins á erfitt uppdráttar þessa stundina þó svo að ástandið sé ekki eins alvarlegt og í Reykjavík. Og að lokum. Eru einhverjar nýj- ungar í gangi hjá Akureyrarbæ í ár? Eitthvað sem þið viljið leggja áherslu á sem lítið hefur verið gert af áður? Það eru þá helst ferðamálin. Hér ríkir mikill hugur í þeim efnum. Hingað til hefur bærinn ekki nýtt sér ýmsa þá möguleika sem ferða- mannaþjónusta gefur í tekjuöflun og atvinnu. Það þarf að fjárfesta meira í þessum hlutum, bæði af hálfu bæjarins og einstaklinga. At- vinnugrein sem þessi gefur oft mikl- ar tekjur og ég tel að Akureyrarbær standi ekki nægilega vel varðandi ferðamannaþjónustuna enn sem komið er. Mikil breyting átti sér pó stað á síðasta ári þegar Hótel KEA var endurnýjað, þannig að nú í fyrsta sinn er komið hér í bæ hótel á alþjóðlegan rnælikvarða sem við höfum ekki haft áður. En það er margt annað sem þyrfti að gera. T.d. nú i sumar vonumst við eftir mörgum ferðamönnum því við ætl- um að reyna að halda upp á 125 ára afmæli kapstaðarins. Sjálft afmæl- ið verður þann 29. ágúst, en mikið verður um að vera allt sumarið, þ.e. atburðir tengdir afmælinu. Skrifstofuhúsnæði óskast á Akureyri Byggðastofnun hyggst ásamt fleiri ríkisstofnunum koma upp sameiginlegri skrifstofu á Akureyri. Hér með er auglýst eftir 200-400 fm skrifstofu til kaups eða leigu í miðbæ Akureyrar. Vinsamlegast skrifið eða hringið í Bjarna Einarsson aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar sem veitir allar nánari upplýsingar. Snemma í mars munu forsvarsmenn frá stofnununum skoða það húsnæði sem boðið verður. Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SlMI 25133» PÚSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVlK AKUREYRARBÆR Rafmagnstækrti- fræðingur Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnstæknifræð- ing í starf tæknifulltrúa (forstöðumanns tækni- deildar). Laun samkvæmt kjarasamningum Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir rafveitustjóri. RAFVEITA AKUREYRAR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.