Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 1
Þessi mynd er frá fundi, sem Aiþýðuflokkurinn efndi til á Hótel KEA sl. mánudagskvöld. Fundinn sóttu á annað hundrað manns og var hvert sæti skipað. Framsöguræður fluttu konur á framboðslistum flokksins víða um land, þar á meðal þrjár ungar konur á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þær Anna Lína Vilhjálmsdóttir frá Húsavík, Helga Árnadóttir frá Dalvík og Jónína Óskarsdóttir frá Ólafsflrði. Fjöldi fyrirspurna barst og tókst fundurinn í alla staði vel. Bæjarsjóður Akureyrar í vanskilum vegna láns til brúargerðar: Lánið hækkaði úr 2,7 millj. í 21 millj. Kvenfélag Alþýðuflokksins Almennur félagsfundur laugard. 4. apríl kl. 14.00. Arni og Jón Baldvin mæta á fundinn. Fjölmennum. Stjórnin. Félag ungra jafnaðarmanna Almennur félagsfundur aö Strandgötu 9 þriöjud. 7. apríl kl. 20.30. 1. Kosningar. 2. Almenn mál. Stjórnin. Það hefur tæpast farið framhjá landslýð, að risinn í íslenskum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkur- inn hefur nötrað og skolfið að undanförnu, enda hafa fjölmiðlar svo sannarlega verið vel með á nótunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig fengið harla mikla umföllun um mál sín nánast á silfurfati, þó svo að vísast myndu nú einhverjir á þeim bæ kjósa að hún hefði verið með nokkuð öðr- um hætti og af nokkuð öðru tilefni. Engu að síður hefur það nú gerst, að tvíhöfða Sjálfstæðis- flokknum er í augnablikinu spáð samanlægt meira fylgi en bjartsýn- ustu menn innan hans hefðu get- „Við náum víst ekki lengra hjá þessari ríkisstjórn, hennartími er útrunninn,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, þegar blaðið spurði hann um hvernig gengi að leysa vanda Hitaveitu Akureyrar. „í upphafi hvatti ríkisvaldið mjög eindregið til þess að ráðist yrði í framkvæmdir við hitaveit- una, þrátt fyrir mikla óvissu í áætlunum. Síðar gerðist það, að borunarkostnaður reyndist miklu meiri en ráð var fyrir gert og þess vegna telja menn hér að Orku- stofnun beri að einhverju leyti Á árinu 1981 tók bæjarsjóður Akureyrar lán að upphæð kr. 2.7 millj. kr. í gegnum Fram- kvæmdasjóð til þess að hefja að gert sér vonir um fyrir klofning. Hér skal ekki farið út í að tíunda þær ástæður sem að baki sérframboðs þeírra Alberts- manna liggja, þess aðeins getið að ræturnar liggja djúpt í undir- heimum þeirrar baráttu sem lengi hefur átt sér stað milli annars- vegar samspyrtu hagsmuna- bandalagi gamalgróinna embættis- mannafjölskyldna og nokkurra ætta stóreignamanna, og hins vegar harðsnúins liðs nýríkra aðskotadýra sem ryðjast vilja inn í hin heilögu vé ættasamfélagsins. Albert Guðmundsson höfðar ábyrgð á þessum málum. Þá reyndust erlend lán veitunni þung í skauti og þar verður að telja að um verulega stýringu ríkisvaldsins hafi verið að ræða. Vegna þessa teljum við að ríkið beri þarna siðferðilega ábyrgð og eigi þess vegna að koma til hjálpar. En úrlausnir þær, sem iðnaðarráðuneytið hefur lagt til, teljum við alls óviðunandi og má því segja, að málefni hitaveitunn- ar seu nú í biðstöðu. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að glíma við þann vanda," sagði Sig- fús að lokum. smíði brúar yfir Eyjafjarðará við Hrafnagil, en skv. lögum skal fé til slíkra bygginga koma í gegn- um Vegasjóð. Lánið var tekið í mjög til þessa hóps. Hann ólst sjálfur upp í fátækt en hófst til auðs með miklu harðfylgi. Sem kunnugt er, þá dvaldist Albert um árabil í Frakklandi, og hefur þá vafalaust fengið einhverja nasasjón af hugmyndafræði Gaullista. Að minnsta kosti er ýmislegt það sem við sjáum hjá Albert ekki ólíkt því sem við gæt- um hugsað okkur einhverja íslenska eftirlíkingu af Gaull- isma. Þess misskilnings gætir nokkuð að framboð Albertsmanna höfði einkum og sér í lagi til hinna frjálslyndari afla. innan Sjálf- stæðisflokksins, afla sem óar við uppgangi nýfrjálshyggjunnar. Sú er þó vitanlega ekki raunin. Hug- myndafræði Alberts og nánustu stuðningsmanna hans er í raun popúlismi, harðsoðin hægristefna með dálitlu félagslegu ívafi sem veldur því að hún höfðar nokkuð til fólks sem er fremur illa upplýst, eða hefur orðið undir í þjóðfélaginu af einhverjum á- stæðum. Hvernig fólk á borð við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur hef- ur villst þarna inn er erfitt um að segja, en geta má þess að í Frakklandi eru til vinstri sinnaðir Gaullistar, sem að vísu hafa sagt skilið við flokk Gaullista og geng- ið til liðs við Sósialista Líklegt er að eitthvað svipað muni eiga sér stað hér, þegar fólk fer að átta sig á hinu raunverulega eðli Borg- araflokksins, sem vissulega ber nafn með réttu. Þetta fyrirbæri á ekkert erindi við frjálslynda íslendinga. Albert Guðmunds- son er heldur enginn de Gaulle, þótt hann feginn vildi. Því verður víst tæplega til neinn íslenskur gaullismi í þetta skipti. þýskum mörkum og ástæða þess að bæjarsjóður féllst á að taka þetta lán til bráðabirgða til að fjármagna brúargerð sem Vega- sjóður annars átti að fram- kvæma, var sú, að eindregin ósk um slíkt hafði borist frá Hitaveitu Akureyrar. Áætlaður kostnaður við brúarbygginguna var kr. 3.7 millj., en á vegaáætlun var ein- ungis gert ráð fyrir einni milljón króna. Allir þáverandi þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra gengust fyrir því að Ián þetta væri útvegað, og 16. mars 1981 sendu þeir Hitaveitu Akureyrar eftir- farandi staðfest símskéyti: Herra hitaveitustjóri Vilhelm Steindórsson, Hafnarstræti 88 b, Akureyri. Að ósk Hitaveitu Akureyrar og hreppsnefnda Hrafnagils-, Öngulstaða- og Saurbæjarhreppa hafa undirritaðir þingmenn kjör- dæmisins kannað möguleika á að byggð verði undirstaða og bitar fyrir brú á Eyjafjarðará hjá Hrafnagili á næsta sumri. Heildarkostnaður sem gera þarf í sumar: Vegagerð 1.7 millj., brú 3.7 millj. Skilyrði stjórnvalda: Hrepp- arnir sjái um að fjármagna vega- gerðina og fái það lán greitt eftir 3 ár. Að útvegað verði erlent lán, 2.7 milljónir. Hitaveita Akureyr- ar verði lántakandi og greiði vexti allt að 18% í þrjú ár, þá verði lánið greitt upp. Stefán Valgeirsson, Stefán Jónsson, Guðmundur Bjarnason, Lárus Jónsson, Ingvar Gíslason, Halldór Blöndal, Árni Gunnarsson. Síðan gerðist það, að til frekari áréttingar sendu sömu þingmenn í bréfi svohljóðandi staðfestingu: „Með tilvísan til viðræðna sem fram hafa farið milli okkar og bæjarstjórans á Akureyri f.h. Bæjarsjóðs Akureyrar (Hitaveitu Akureyrar) þess efnis að bæjar- sjóður fjármagni til bráðabirgða að hluta brúarsmíði yfir Eyja- fjarðará við Hrafnagil. Gengið hefur verið út frá því að fjármögnun bæjarsjóðs miðist við kr. 1.700.000 er standi til 1. júní 1984. Fyrir þann tíma verði upphæð þessi endurgreidd af vegafé samkvæmt vegaáætlun, ásamt fullri verðtryggingu miðað við lánskjaravísitölu eða gengis- tryggingu eftir því sem við á. Bæjarsjóður (Hitaveita Akur- eyrar) mun greiða vexti af fé þessu fram til 1. júní 1984 og verður það eini kostnaður bæjar- sjóðs af fjármögnun þessari. Nú hefur bæjarsjóður fengið fyrirheit um lán hjá Fram- kvæmdasjóði til þessarar fjár- mögnunar. Lánið verður f vestur- þýskum mörkum og jafnvirði kr. 2.700.000,- Lánið ber 13% p.a. vexti og skal greiðast upp í einu lagi 1. júní 1984. Af þessu tilefni lýsum við undirritaðir þingmenn Norður- landskjördæmis eystra því yfir að við munum beita okkur fyrir því að á vegaáætlun 1984 eða fyrr verði veitt nægilegt fé til að endurgreiða bæjarsjóði Akureyr- ar (hitaveitu) allan kostnað hans vegna þessarar fjármögnunar, þar með talin gengistöp, en ekki vexti til 1. júní 1984 en þá mun bæjarsjóður (hitaveita) bera, enda verði það eini kostnaður hans af fjármögnun þessari." Nú er árið 1984 löngu liðið, en enn er bæjarsjóður að velkjast með lán þetta, enda hafa þing- mennirnir lítið aðhafst til þess að standa við gefin loforð. Á vega- áætlun 1984 fengust að vísu kr. 2.7 millj. til greiðslu upp í lánið, en þá hafði gengisþróun leikið þetta lán líkt og önnur á þessum árum. Nú er svo komið, að eftir- stöðvar lánsins ásamt dráttar- vöxtum standa- í um 21 millj. króna og bæjarsjóður er að nafn- inu til ábyrgur fyrir vanskilum þess, en hann hefur aðeins borg- að áfallna vexti fram til ársins 1984 eins og fyrirheit var gefið um. Þannig virðast loforð þing- manna okkar hafa orðið til þess að gera bæjarsjóð að vanskila- aðila í erlendum bönkum. , Stjórnmál: Islenskur Gaullismi? Vandi Hitaveitu Akureyrar: „Náum ekki lencfra hjá þessari ríkisstjóm“ - segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.