Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiðari: Baráttan gegn misrétti og leikir loddaranna Ósjaldan hafa íslendingar orðið vitni að jafn miklu misrétti og ójöfnuði og um þessar mundir. Þetta kemur fram í margbreytilegum myndum og með fjölbreyttum hætti. Nokkur dæmi: 1. íslendingum hefur verið skipt í tvær þjóðir í efnalegu tilliti. Almennir launamenn hafa vart til hnífs og skeiðar, en efnamennirnir velta sér í fjármunum og leika sér á verðbréfamarkaði. 2. Landsbyggðin hefur verið beitt slíku misrétti í nafni rangrar byggðastefnu, að með fullum rétti má tala um tvær þjóðir; landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið. 3. Aldraðir hafa gleymst í kapphlaupi fjöldans og glórulausu brauðstriti, og búa margir við lakari kjör en þekkst hefur um langt árabil. 4. Misrétti í launum á milli karla og kvenna hefur lítið eða ekkert lagast, og öll loforð og lagasetn- ing um úrbætur eru ekkert annað en töluð orð og orð á blaði. Og misréttið birtist í mörgum fleiri myndum. Áhrifa þess gætir í húsnæðiskerfinu, almanna- tryggingakerfinu, skattamálum og það kemur fram í herópi núverandi ríkisstjórnar: „Launamenn skulu áfram greiða niður verðbólguna og fjár- magnseigendur hirða arðinn af vinnu þeirra.“ Það er ekki að undra þótt almenningur hafi ekki verulega trú á stjórnmálamönnum og treysti illa orðum þeirra. En menn skyldu þó muna, að sök misréttisins liggur að verulegu leyti hjá postulum nýfrjálshyggjunnar, sem í tíð núverandi ríkis- stjórnar hafa haft meiri áhrif á þróun efnahagsmála en nokkru sinni fyrr. - Og það er einmitt við þessar aðstæður, að hvers konar loddaraskapur í pólitík getur átt greiðan aðgang að fjöldanum. Það er hins vegar nauðsynlegt, að sem flestir átti sig á því, að fagurgali útrýmir ekki misrétti né ójöfnuði. Þar gildir ekkert annað en þrotlaus vinna, sem byggir á grundvallarmarkmiðum jafnaðar og samvinnu. - Krafa um jöfnuð og sanngirni er fölsk, þegar hún hljómar úr munni þeirra, sem með völd- um sínum hafa stuðlað að því misrétti, sem nú blasir hvarvetna við. Það verður að snúast af hörku gegn heimatilbúnum mannkynsfrelsurum, sem villa á sér heimildir með aðferðum leikarans. Þjóðin hefur ekki þörf fyrir siðlausa pólitík. Hún hefur hins vegar mikla þörf fyrir fólk, sem er tilbúið að skera burtu kýli ranglætis nýfrjálshyggjunnar og til að taka sér stöðu í hersveitum andstæðinga misréttis og ójöfnuðar. Þar þarf að berjast með vopnum sem bíta, hugsjónum sem gagna. Næstu kosningar eru í grundvallaratriðum upp- gjör þjóðarinnar við nýfrjálshyggjuna og ranglæti hennar. Arnór Benónýsson, 4. maður á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra: Arnór Benónýsson, 4. maður á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fæddist á Húsavík 13. ágúst 1954 og ólst upp á Hömrum í Reykjadal. Foreldrar hans eru Valgerður Jónsdóttir og Benóný Arnórsson, bóndi og oddviti í Reykjadal. Arnór hefur stundað hin ýmsu störf. Þar til fyrir þremur árum stundaði hann bústörf að mestu á sumrin, auk þess sem hann var fram- kvæmdastjóri HSÞ sumarið 1983. Hann kenndi við Hafralækjarskóla í Aðaldal veturinn 1975-1976, og við Laugabakkaskóla í Miðfirði veturinn 1977-1978. Haust- ið 1978 hóf Arnór nám við Leiklistarskóla íslands, sem hann lauk vorið 1982. Hann er nú starfandi leikari við Þjóðleikhúsið í Reykjavík, auk þess sem hann er for- maður Félags íslenskra leikara. Hann er varamaður í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og á sæti í fram- kvæmdanefnd Listahátíðar 1988. Arnór hefur starfað mikið innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var meðal annars framkvæmdastjóri UMSK árið 1985 og á nú sæti í varastjórn UMFÍ. Yiö hittum Arnór aö máli og spurðum hann hvaða erindi leikari í Reykjavík ætti á lista í Norðurlandskjördæmi eystra: „Því er nú kannski fyrst til að svara,“ sagði Arnór, „að það er ekki mér að kenna að ég er leikari í Reykjavík, því tvisvar sinnum sótti ég um starf hjá Leikfélagi Akureyrar, en fékk ekki. Þó lék ég reyndar hjá LA í Atómstöðinni haustið 1982. En svo ég svari spurning- unni, þá er ég mjög tengdur þessu kjördæmi og stendur ekki á sama hver framtíð þess verður. Eg er fæddur hér og uppal- inn og meginhluta starfsævi minnar hef ég eytt hér. Nú, þótt atvikin hafi hagað því þannig, að ég er leikari, og það í Reykjavík, er ég, og verð, sveitamaður og Þingeyingur. Varðandi það af hverju ég er á lista, þá er ég óðapólitískur og ólst upp við mikla pólitíska umræðu, enda var faðir minn í stjórnmálum á þeim árum og sat á Alþingi sem varaþing- maður. Ég byrjaði snemma að taka þátt í félagsmálum og sat minn fyrsta formlega félagsfund að- eins 7 ára gamall. Það var í íþróttafélaginu Sigurfara, sem nokkrir ungir drengir í Reykjadal stofnuðu með sér. Síðan lágu bein afskipti mín af félagsmálum niðri, nema hvað ég stundaði knattspyrnu af . . þá var ég óðapólitískur og ólst upp við mikla pólitíska umræðu“ Atvinn vítahrii miklum krafti þar til ég fór í Menntaskólann á Isafirði haustið 1972. Þar tókum við, nokkrir félagarnir í fyrsta bekk, þátt í skólapólitíkinni og stofnuðum síðan, ásamt fleir- um, Félag herstöðvarandstæð- inga á Isafirði. Ég var kjörinn fyrsti formaður þess. Það vill svo skemmtilega til, að þennan vetur fór ég í fyrsta skipti í pontu á fundi sem mál- fundaklúbbur skólans stóð fyrir. Hann snerist um varnar- málin og afstöðuna til NATO. Erindi mitt í pontu var að mót- mæla og gagnrýna skoðanir sem fram höfðu komið í ræðu frummælanda, sem var reynd- ar Þorsteinn PáÍsson, núver- andi formaður Sjálfstæðis- flokksins. En þetta var nú útúrdúr. Á unglingsárunum starfaði ég við búskap, samfara námi og vann síðan í nokkur sumur í byggingarvinnu á Húsavík, við afgreiðslustörf og ýmislegt sem til féll. Prófaði, meðal annars, að gerast trillukarl. Á tímabili starfaði ég í ungmennafélags- hreyfingunni heima. Var for- maður Ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal og varaformaður HSÞ. Síðan hef ég alltaf starfað mikið innan ungmennafélagshreyfingarinn- ar, enda tel ég þá hreyfingu mjög mikilsverða fyrir byggða- jafnvægi þessa lands. Þar með erum við kannski komin að höfuðástæðu þess að ég skipa 4. sætið á lista Al- þýðuflokksins í komandi Al- þingiskosningum. Mér ofbýður sú þróun sem orðið hefur í málefnum dreif- býlisins á undanförnum árum. Þá þróun þarf svo sem ekki að rekja fyrir neinum sem lifir og starfar í þessu kjördæmi. Fjár- magns- og fólksstraumurinn til Stór-Reykjavíkursvæðisins „Dugleysi ríkisstjórnarinnar Ef*rft hér í Norðurlandskjördæmi eystra byrjum á því að spyrja okkur, hver sé forsenda þess að byggð hér í kjördæminu þróist og vaxti, þá er svarið: Það vantar raunsæja byggðastefnu, hún er ekki sú stefna, sem ríkjandi er í dag. Stefna ber að því að færa stjórnun og vald til bæjar- og sveitarstjórna, og þá um leið auk- inn fjárhagsgrundvöll og styrkari fjármagnsstofna. Fólk er kvíðið Hver hefur uppbygging atvinnu- veganna orðið í sjávarplássun- um? Því er fljótsvarað: Engin. Sjaldan eða aldrei hefur umræða um atvinnuöryggi og vangaveltur um þróun atvinnu í náinni fram- tíð hér í kjördæminu verið jafn mikil og nú undanfarið. Fólk er kvíðið. Hvað er framundan? Halda menn vinnunni? Hvert verður nýju fólki á vinnumarkaði beint? Svörin liggja ekki á lausu. Það er samdóma álit, að mögu- leikar hinna hefðbundnu undir- stöðuatvinnuvega til þess að taka við fleira fólki, séu ekki til staðar, í æ ríkari mæli virðist stefnt í frystingu á hafi úti. Nefna má, að í Ólafsfirði er nú svo komið, að ekki er atvinna í frysti- húsinu nema nokkra daga í mán- uði. Þessu verðum við að breyta með því að senda fiskinn ekki hálfunninn úr landinu. Við þurf- um að fullvinna þann afla, sem að landi kemur, og nýta þannig þann húsakost, sem nú stendur meira og minna tómur. Auknar siglingar og gámaútflutningur Nú á vordögum blasir við, að fyrirtæki sem árvisst hafa tekið við fóki til sumarvinnu, hafa nú öll til þess litla eða enga mögu- leika. í Ólafsfirði er nú einn frystitogari og annar er að koma til heimahafnar í fyrsta sinn á morgun. Jú, þetta veitir 50-60 sjómönnum atvinnu. Þá eru tveir ísfisktogarar á staðnum. - En takið eftir: Ólafur Bekkur er í endurnýjun í Pólllandi og kemur ekki til með að landa fyrr en í júlí. Og þá hafa hinir háu herrar þeirrar útgerðar látið eftir sér hafa, að ekki sé fjárhagsgrund- völlur til rekstrar skipsins nema þeir sigli með aflann eða flytji fiskinn út í gámum að verulegu leyti, eða allt að 40%. Hinn ísfisk- togarinn er Sólberg. Skipstjóri hans fullyrðir, að ef ekki verði um auknar siglingar og gámaút- flutning að ræða, þá haldi hann ekki mannskap á skipinu sökum tekjutaps sjómanna. Er ekki eitthvað mikið að, þegar slík staða kemur upp? Jú, það er ótvírætt; í dag erum við með alltof dýra vinnslu á of ódýrum fiskpakkningum. Þetta má rétta við með fiskréttaframleiðslu við hlið frystingarinnar. Undirstöðuatvinnuvegir þjóð- arinnar eru þær atvinnugreinar, sem mikilvægastar eru lands- byggðinni. Hverjar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til úrbóta í þeim greinum? Engar. Miðstýr- ingarvaldið í Reykjavík vill ekki, sökum fjarlægðar við stærstu markaði, leggja í neinar arðbær- ar fjárfestingar á landsbyggðinni. Þessu þarf að breyta. Markaðs- og sölumál verða að færast nær framleiðendum. - Ræða Jónínu Óskarsdóttur á Hótel KE/

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.