Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 6
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN Málefni aldraðra og öryrkja: „Góðærið svokallaða hefur ekki heilsað þeim þjóðfélagshóp“ - Ræða Önnu Línu Vilhjálmsdóttur á Hótel KEA sl. mánudag Manst þú eftir ári fatlaðra? Man einhver eftir „eindregnum vilja“ stjórnvalda til að koma á jöfnum réttindum milli fatlaðra og ófatl- aðra íslendinga? í kjölfar árs fatl- aðra fylgdu önnur ár, full af fyrir- heitum og loforðum. Mikil gleði ríkti meðal baráttumanna fyrir bættum hag fatlaðra þegar fyrstu lögin og lagaákvæði í bygginga- reglugerð um ferlimál fatlaðra tóku gildi. Ekkert refsiákvæði gegn lagabrotum Það gleymdist því miður í allri gleðinni, að lög eru oft brotin og að lög má brjóta, a.m.k. er ekk- ert refsiákvæði gegn lagabrotum í þessum málaflokki. Veist þú, að aðkoma að opin- berum byggingum og þjónustu- miðstöðvum á skv. lögum að vera þannig að einstaklingar í hjóla- stól komist inn og út hjálpar- laust? Veist þú, að við slíka staði á a.m.k. eitt bílastæði merkt fötluðum (P-merki) að vera til staðar? Veist þú, að allar bygginga- framkvæmdir í þágu hreyfihaml- aðra eiga að taka mið af þeim niðurstöðum sem Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins set- ur fram um ferlimál? Veist þú, að það virðist ein- kenna allflestar byggingafram- kvæmdir með þarfir hreyfihaml- aðra í huga, að byggingaraðilar skella skollaeyrum við niðurstöð- um Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins? Hver er útkom- an? Jú, allsráðandi sýndar- nrennska. ✓ Astandið á Akureyri Hvernig er þá ástandið hér á Norðurlandi eystra? Tökum Akureyri sem dæmi. Ef þú t.d. sest í hjólastól og hyggst heim- sækja staði í bænum, t.d. póst- hús, sjúkrahús, skóla, sundlaug, verslanir og jafnvel kirkjuna, er hætt við að mörg Ijón verði á veg- inum. Þú ert kannski heppin og kemst jafnvel af sjálfsdáðum inn á einhvern þessara staða. En hvað skyldi bíða þín innan dyra? Ef við lítum í kringum okkur virðist því miður algjör undan- tekning að sjá skábrautir rétt hannaðar, handrið vantar víðast hvar, salerni eru án hjálparhand- riða og svigrúm of lítið, lyftubún- aður rangt staðsettur og fleira mætti telja. Hvað veldur? Eru lög og lagaákvði byggingareglu- gerðar einskis nýt? Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur, þótt ótrúlegt megi virðast, verið stórlega skertur frá því lög um málefni fatlaðra tóku gildi 1. jan. 1984. í I. gr. þeirra laga seg- ir m.a.: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.“ Hvað með jafnan rétt skólabarna til náms? Hér á Norðurlandi eystra hafa verkin talað. Börn með sér- þarfir fengu í haust sem leið væn- an skammt af vilja stjórnvalda í verki. Það mál hljóta allir hér að þekkja. Það er ansi hart, að for- eldrar þurfi að flytjast suður með fötluð börn sín vegna þess mis- réttis sem ríkir í dag milli lands- byggðarinnar og Reykjavíkur- svæðisins. Húsnæðisþörf fatlaðra Hvað með vistunarmál þroska- heftra? Áætlað er að fram til aldamóta aukist húsnæðisþörf fatlaðra um 616-728 manns 21 ára og eldri og á sama tíma muni vist- þörf fatlaðra barna og unglinga aukast um 82-96. Húsnæðisþörf fatlaðra aukist þannig fram til aldamóta um 698-824, en nú njóta vistar 435 manns. Sam- kvæmt þessu skortir til aldamóta vistrými fyrir 262-389 manns, eða 18-26 rými á ári. Eftirspurn eftir sambýlum og öðrum fámennum einingum verður ríkjandi í framtíðinni. Biðlistar svæðisstjórna fatlaðra og þróun í nágrannalöndum stað- festir það. Nauðsyn er á að vinna markvisst að uppbyggingu þess þáttar. Húsnæðismál hreyfihaml- aðra þarfnast gífurlegs átaks. Sjálfstæður einstaklingur, sem fatlast á besta aldri, fær fljótlega að kynnast þeim ískalda veru- leika sem við blasir þegar út af endurhæfingarstofnun kemur. Sú stefna eða stefnuleysi, sem ríkir í húsnæðis- og atvinnumálum fatl- aðra í dag, gerir þessum einstakl- ingi nær ókleift að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi utan stofnunar. Sá ískaldi verulciki, sem við blasir, er einfaldlega þessi: Ástandið í húsnæðismálum, atvinnumálum og ferlimálum fatlaðra gefur fötluðum einstaklingi ekki tæki- færi til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, hvað þá fjölskyldulífs. Þessu verður að breyta. Hagur þjóðfé- lagsins hlýtur að vera sá, að sem flestir þegnar þess séu sjálfstæðir einstaklingar og sjálfbjarga. Sundlaugarbygging við Sólborg Hér á Akureyri hófst árið 1983 bygging sundlaugar við vistheim- ilið Sólborg. Framkvæmdir stöðvuðust í mars 1984 vegna fjárskorts. Sótt hefur verið um fjármagn á hverju ári til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra vegna þessarar framkvæmdar, en án árangurs. Það er því einungis gjafafé, sem gert hefur fram- kvæmdir mögulegar. Frjáls fé- lagasamtök hér á Akureyri hafa ætíð stutt þessa framkvæmd og nú virðist stuðningur þeirra geta leitt til þess að málið þokist í höfn. Opinber stuðningur við jafn brýna framkvæmd er því enginn. Sundþjálfun er einn veigamesti þáttur endurhæfingar fatlaðra. Skólakerfið bregst líkamlega fötluðum börnum algjörlega hvað þennan þátt varðar. í Reykjavík sér J.F.R. um mark- vissa sundþjálfun hreyfihamlaðra barna. Starfið, sem þar er unnið, ætti í raun að vera innan skóla- eða heilbrigðiskerfisins. Sú þjálfun, sem fram fer í Sjálfs- bjargarsundlauginni að Hátúni 12, hefur í mörgum tilfellum leitt til þess að börnin þurfa ekki að fara í erfiða meðferð á endur- hæfingarstofnunum. Þarna er því unnið ómetanlegt forvarnarstarf. Sparnaður í tryggingakerfinu Alþýðuflokkurinn leggur sér- staka áherslu á forvarnarstörf í heilbrigðismálum sem einn þýð- ingarmesta þáttinn til sparnaðar í tryggingakerfinu. Alþýðuflokk- urinn leggur til að almannatrygg- ingar heimili stuðning við for- varnarstarf frjálsra félagasam- taka og sjálfseignarstofnana, sem vinna að velferðarmálum ald- raðra og öryrkja. Sá stuðningur getur reynst forsenda áframhald- andi starfs sambærilegra félaga og íþróttafélaga fatlaðra um land allt. Það er ljóst að „góðærið“ svo- kallaða hefur ekki heilsað þeim þjóðfélagshópi, sem hér hefur verið rætt um. heldur einfaldlega gengið framhjá honum án þess að virða hann viðlits. Eg spyr: Hvaða árangur hefur lagasetning um málefni fatlaðra haft? Hvar er vilji stjórnvalda í verki? Við þá, sem hyggjast hefja leit, segi ég: Leitið og þér munuð ekki finna. AKUREYRARBÆR Raf mag nstækn if ræðing u r óskast Rafveita Akureyrar vill ráða rafmagnstæknifræð- ing í starf tæknifulltrúa (forstöðumanns tækni- deildar). Starfið er laust 1. júní nk., en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrr. Laun samkvæmt kjarasamningum Akureyrarbæj- ar. Upplýsingar um starfið veitir rafveitustjóri. RAFVEITA AKUREYRAR. Auglýsing um aðalskoðun ökutækja á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsýslu 1987 Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið að ) aðalskoðun skoðunarskyldra ökutækja 1987 hefjist 1. apríl n.k. og verði sem hér segir: 1. apríl A- 1 til A- 300 2. apríl A- 301 til A- 600 3. apríl A- 601 til A- 900 6. apríl A- 901 til A-1200 7. apríl A-1201 til A-1500 8. apríl A-1501 til A-1800 9. apríl A-1801 til A-2100 10. apríl A-2101 til A-2400 13. apríl A-2401 til A-2700 14. apríl A-2701 til A-3000 15. apríl A-3001 til A-3300 21. apríl A-3301 til A-3600 22. apríl A-3601 til A-3900 24. apríl A-3901 til A-4200 27. apríl A-4201 til A-4500 28. apríl A-4501 til A-4800 29. apríl A-4801 til A-5100 30. apríl A-5101 til A-5400 4. maí A-5401 til A-5700 5. maí A-5701 til A-6000 6. maí A- 6001 til A- 6300 7. maí A- 6301 til A- 6600 8. maí A- 6601 til A- 6900 11. maí A- 6901 til A- 7200 12. maí A- 7201 til A- 7500 13. maí A- 7501 til A- 7800 14. maí A- 7801 til A- 8100 15. maí A- 8101 til A- 8400 18. maí A- 8401 til A- 8700 19. maí A- 8701 til A- 9000 20. maí A- 9001 til A- 9300 21. maí A- 9301 til A- 9600 22. maí A- 9601 til A- 9900 25. maí A- 9901 til A-10200 26. maí A-10201 til A-10500 27. maí A-10501 til A-10800 29. maí A-10801 til A-11100 1. júní A-11101 til A-11300 2. júní A-11301 og hærri númer. Skoðun léttra bifhjóla fer fram 4. til 8. maí n.k. Skoðun ökutækja á Dalvík og nágrenni fer fram við Víkurröst, Dalvík dagana 9., 10. og 11. júní n.k. kl. 08.00 til 16.00 alla dagana. Eigendum eða umráðamönnum skoðunarskyldra öku- tækja ber að koma með þau að skrifstofu Bifreiðaeftirlits- ins í Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti, og verður skoð- un framkvæmd þar á áðurnefndum dögum frá kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku- skírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts 1987 og að lögboðin vátrygging fyrir hvert ökutæki sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og ökutækið stöðvað, þar til gjöldin eru greidd. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg, og í skráningarskírteini skal vera árit- un um að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1986. Vanræki einhver að koma skoðunarskyldu ökutæki sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu 24. mars 1987.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.