Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 02.04.1987, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaðstjórn: Oskar Alfreðsson, Haraldur Helgason, Jórunn Sæmundsdóttir Pólitík og siðgæði Jón Baldvin á Akureyri Opinn fundur á Hótel Varðborg laugardaginn 4. apríl kl. 17.00. Fundarstjóri Hreinn Pálsson. 1. Sigbjörn Gunnarsson 3. Fyrirspurnir 2. Jón Baldvin Hannibalsson 4. Lokaorð: Árni Gunnarsson Akureyríngar — Nærsveitamenn Fjölmennið og spyrjið hreinskilnasta stjórnmálamann landsins spjörunum úr. xA Lið sem spilar saman xA Sjálfboðaliðar óskast til starfa á kosninga- skrifstofuna Látið skrá ykkur í síma Kaldbakur: Með spiöldin á lofti Þó svo ekki hafi það verið lið Nice, þessa síðasta víg- is Mediciættarinnar forn- frægu eða alræmdu, sem hér hafi leikið, þá höfum við undanfarna daga orðið vitni að einum þeirra knatt- spyrnuleikja sem hvað eftirminnilegastir hljóta að taljast á öllum ferli „Hvítu perlunnar". Ekki fyrir það að hann hafi verið neitt sér- staklega vel leikinn. Síður en svo, því leikur þessi hef- ur allur einkennst af klúðri, misheppnuðum sending- um og sjálfsmörkum, held- ur verður hans ef til vill fyrst og fremst minnst fyrir spjöld þau sem sýnd voru, ekki er með vissu hægt að fullyrða hvort um rautt eða gult spjald var þarna að ræða, enda spjöldin í raun- inni ekki sýnd opinberlega. Aðeins er vitað að spjöld voru þarna á lofti. Eitt vek- ur athygli í þessu sam- bandi. Það var ekki dómari leiksins sem spjaldið sýndi, heldur fyrirliðinn, enda varð afleiðingin sú að leikmaðurinn ákvað að hætta með liðinu, en gerast þess í stað fyrirliði nýs liðs sem ætlar sér stóra hluti. Vitaskuld hafa fjölmiðlar jafnt opinberir sem einka, fylgst grannt með leik þessum í misjafnlega bein- um útsendingum, enda er knattspyrna vinsælt efni. Hvaða máli skiptir það þó að lokaprófum heils ár- gangs skólanemenda hafi verið stefnt í tvísýnu vegna þess að fjármálaráðherr- ann var upptekinn í pólit- ískum fótboltaleik. Af sömu ástæðu er nú að skapast neyðarástand á sjúkrahúsum, ástand sem jafnvel gæti stefnt manns- lífum í hættu. Sú hætta er jafnvel fyrir hendi að kosn- ingabaráttan muni að meira eða minna leyti fara í vaskinn vegna samgöngu- erfiðleika og póstmanna- verkfalls. En hvaða máli skiptir þetta. Þjóðin skal fá sitt brauð og sína leiki, ásamt dálitlum fjölskyldu- harmleik í Dallasstíl, hand- rit að vísu ekki samið í Texas, heldur Tulsa Okla- homa. Fótbolti og sápuóperur kunna að vera með vin- sælla sjónvarpsefni. Flestir eru þó sammála um það að slíkt efni sé nú harla ein- hæft þegar til lengdar læt- ur. Því er ekki líklegt að þeir atburðir sem orðið hafa muni hafa þau áhrif til langs tíma sem margir ætla. Eitt hefur þó þessi sérkennilegi fótboltaleikur haft í för með sér. Fram á sjónarsvið íslenskra stjórnmála er kominn þurs einn mikill tvíhöfða og blá- leitur. En þó ásýnd hans virðist ef til vill öll hin ógurlegasta er engin ástæða til að óttast. Tröll eru nefnilega í dag orðin næsta meinlaus. Nema ef til vill helst sjálfum sér. Alþýðu- maðurinn kemur út vikulega fram að kosningum • Blaðinu verður dreift í hvert hús í kjördæminu. • Alþýðumaðurinn er góður auglys- ingamiðill! • Sími 24399. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er að Strandgötu 9 Skristofan er opin virka daga frá kl, ugið 3tur vegna rrenner trt ósendureru til þess að hvort notn séu ekk' a rskránni um helgar. Símar 9-19 og 13-17 og 27424.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.