Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Side 1

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Side 1
Að velja sér framtíð Hvernig verður umhorfs á íslandi 1991? Tíminn til að hugsa um það er NÚNA — eftir 25. apríl verður það of seint. Verður launþegafjölskyldan enn að borga skatta fyrir lúxusliðið árið 1991? Verður unga fjölskvldan laus úr skuldabaslinu og flutt í kaupleiguíbúð — fyrir hóflega mánaöargreiðslu? Munu foreldrar okkar — og við sjálf — sitja við sama borð í sameiginlegum lífeyrissjóði? Verður fólkið á landsbyggðinni komiö með heimastjórn eig- in mála — eða verður það flutt suður, á eftir fjármagninu? Verða bóndinn og sjómaðurinn lausir úr viðjum kvót- ans? Verðum við byrjuð að grynnka á erlendum skuldum? Verða smáflokkarnir orðnir 20? Hvers konar ríkisstjórn fáum við næstu 4 árin? Það cr undir þinni ákvörðun komið 25. apríl. Viltu óbreytt ástand? Helmingaskipti sérhagsmuna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins 4 ár í viðbót? Eða ábyrga stjórn — í anda jafríréttis? Hreint út sagt: Haldi stjórnarflokkarnir sínu fylgi er það ávísun á áframhafandi framsóknarvist. Hugsaðu til framtíðarinnarþegar þú gerir upp hugþinn 25. apríl. Ef þú vilt réttlátt skattakerfi, sanngjörn lífeyr- isréttindi, valfrelsi í húsnæðismálum, minni ríkisforsjá og meiri valddreifingu og þ.a.l. meiri velferð fyrir fólkið — þá eigum \ ið samleið inn í 21. öldina. Olof Palme, foringi sænskra jafnaðarmanna, sagði: „Pólitík er að vilja“. — Það er rétt. En pólitík er líka að velja: — Velja réttu leiðina að sameiginlegu marki og fólk, sem þú treystir til góðra verka. Vandaðu því valið þann 25. apríl. Horfðu frant til betri tíma. Hreinn Pálsson: aa Efnahagsmál - Onnur mál í útvarpsviðtali á dögunum svar- aði ég þeirri spurningu frétta- manns, hvert yrði aðalmál kosn- ingabaráttunnar nú, eitthvað á þann veg, að því miður yrðu það efnahagsmál. Ég vil nú skýra þessi orð mín nokkru betur, en þá gafst tími til. Fyrir þann sem gefur sig í alþing- isframboð og stefnir að því að ná þingsæti, er nauðsynlegt að spyrja sig þeirrar spurningar, hvert hann stefni, hvað hann hyggist fyrir, hvert sé markmið- ið? Hver sem svör hans eru og hversu heitt, sem hann vill vinna einhvetjum sérstökum málum framgang, neyðist hann þó ætíð til að taka þátt í þeim darraðar- dansi, sem stiginn hefur verið hérlendis svo lengi sem ég man til og varðar efnahagsmál. Slík mál eru fyrst og fremst mál hagfræðinga og slíkra og þar geta þeir, og gera oft, deilt um keisarans skegg svo að leikmenn vita ekki sitt rjúkandi ráð. Því er það að fyrir marga mjög hæfa menn með þjóðinni, sem margt gott gætu látið af sér leiða, fælir þessi endalausa efnahags- umræða þá frá slíku og þeir fást ekki til þess að vinna i stjórnmál- um og e.t.v. fara á þing. Nú eru efnahagsmái auðvitað mjög víðtæk, því að þau grípa inn á hvert svið þjóðfélagsins, þau snerta allar atvinnugreinar, snerta kaup og kjör, snerta við- gang og tilveru landsins alls og öll hin mannlegu samskipti á ein- hvern hátt. Því var ég með orðum mínum síður en svo að gera lítið úr efna- hagsmálum, en gallinn við þau er hins vegar sá, að hlutirnir þurfa að snúast allt of mikið um þau. Þing eftir þing streitast ríkis- stjórnir og þingmenn við að þétta þjóðarskútuna sem ískyggilega oft marar í hálfu kafi og því gefst allt of lítill tími til að sinna öðr- um merkilegum framfaramálum og umræða um þau verður oft miklu meiri úti í þjóðfélaginu, sem gott og blessað er, því að þar spretta oft upp þær lindir, sem þingmönnum tekst stundum að virkja til hagsbóta þegnunum, en oftgengur slíkt þó grátlega seint. Astæðan er auðvitað sú að íslendingar gera sínar kröfur, ekki síður en aðrar þjóðir, er við líka menningu búa. Oft verður slíkum kröfum í raun ekki full- nægt vegna þess að fjármunirnir eru ekki til, afrakstur láðs og lag- ar nægir ekki til, en þá þolum við ekki biðina eftir betri tíð eða beitum ekki réttum vopnum til að auka framleiðni og þjóðar- tekjur, heldur tökum lán erlendis til að geta haldið áfram að lifa eins og kröfur áskilja og erum af þessum sökum svo aðþrengd af greiðslu skuldanna, að aldrei virðist gefast stund milli stríða í því efni. Frá því fátæktar- og nægju- semiþjóðfélagi, sem lengst af hef- ur verið hérlendis til neysluþjóð- félags nútímans er skammur tími og stórvirki hafa verið unnin. Þau stórvirki hafa líka krafist fórna, því firringin sem fylgt hef- ur margan ært og nú er svo komið, að margir þeir kvillar, sem þessi stanslausa eftirsókn hefur valdið eru farnir að birtast og má þar nefna margs kyns vandamál vegna eiturlyfjaneyslu, auðsæja spillingu, hvort heldur varðar meðferð fjármuna eða skattsvik og yfirhöfuð mjög slævða siðferðiskennd. Svo langt gengur þetta, að ýmsum er gjör- samlega um megn að greina milli rétts og rangs. Það var átakanlegt að horfa á og heyra í sjónvarpi fyrir fáum kvöldum fólkið á götunni sem spurt var af tilefni „Albertsmáls- ins“ hvað því fyndist um það mál. Ýmsir, þar á meðal aldrað eða roskið fólk taldi yfirsjón Alberts það ómerkilega, upphæðina það lága sem lá fyrir að þess ætti hann ekki að gjalda. Þetta sýnir ef skattsvik virðast allt að því „heimilisíþrótt", sá sem mestu kemur undan er þá væntanlega sigurvegarinn. Þarna liggur meinið. Eru ekki einmitt ýmsir þeir fjármunir, sem góðærið gefur og við ekki sjáum stað einmitt faldir í myllu skatt- svika og undandráttar. Þeir pen- ingar, sem þannig ættu í meiri mæli að skila sér í ríkiskassann og gætu í fyrsta lagi rétt af fjár- lagahallann og í öðru lagi runnið til framfaramála, virðast streyma eftir leiðslúm neðanjarðarhag- kerfisins og koma kannski helst upp á yfirborðið á löglegum en e.t.v. sumpart siðlausum fjár- magnsmarkaði, sem virðist hafa verið eitt meginmarkmið núver- andi ríkisstjórnar að koma á fót. Ég tel því að heilbrigði í efna- hagsmálum verði að bæta, menn verði að temja sér meiri nægju- semi og læra að greina annars vegar á milli nytsamra hluta og nýjunga og hins vegar ónauðsyn- legra, láta ckki stanslausan aug- lýsingaáróður um, að þetta eða hitt sé alveg ómissandi glepja sér sýn. Fólki gæfist þá kannski tóm til að huga að mörgu því, sem ann- ars er sífellt útundan vegna vinnu- kappseminnar til að fá peninga til kaupa á því, sem ég áður nefndi, mörgu því ónauðsynlega. Við það gæti mannlíf orðið fegurra og fremur von til þess, að hin mann- legu gildi væru í heiðri haldin, tími gæfist frá brauðstriti að sinna ýmsum hugðarefnum og Þann 18. nóvember á sl. ári voru þeir Þórarinn Guðmundsson, Stefán Tryggvason og Þröstur Ásmundsson skipaðir í nefnd á vegum Akureyrarbæj- ar til þess að gera tillögur um fyrirkomu- lag fullorðinsfræðslu á vegum bæjarins, og þá í leiðinni skilgreina á hvaða svið- um fullorðinsfræðslu bærinn ætti helsta að sinna slíkri fræðslu. Nefndin hefur nu skilað áliti sínu og var það tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag og til- lögurnar samþykktar. Segja má að nefnd þessi hafi haft snör handtök við jafn viðamikla könnun og hér er raun. Álþýðmaðurinn birtir hér á eftir nefndarálit þrímenninganna: Akureyrarbær beiti sér fyrir að eftir- talin fullorðinsfræðsla sé í boði á Akur- eyri: 1. Öidungadeildir, sem bjóði upp á nám á framhaldsskólastigi. 2. Grunnnám fyrir ófaglært fólk, sem veiti því rétt til ákveðinna starfa og rétt- inda samkvæmt kjarasamningum hverju sinni. 3. Fornám fyrir þá sem vilja búa sig undir nám í framhaldsskólum. 4. Endurmenntunar- og símenntunar- námskeið í ýmsum faggreinum. 5. Óbundið grunnnám í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði og vélritun, gildismat byggðist þá á umræðu. sem ekki speglaðist um of af taumlausri sókn eftir því sem ein- ungis gefur stundarfró. Til þess verður afrakstur vinn- unnar að vera slíkur og svo sóma- samlegur að eftirvinnubölið verði undantekning. Við jafnaðarntenn kynnum nú stefnuskrá okkar, okkar stefna er sú, að einmitt þessi gildi verði hærra metin, uppstokkun gerð í þjóðfélaginu, þegnunum gert mögulegt án þrælkunar og firr- ingar að lifa mannsæmandi lífi, búa í sómasamlegu húsnæði, án þess að leggja á sig drápsklyfjar og njóta þess, sem skapað er. Það, sem er svo mikilsverðast, eins og Árni Gunnarsson orðaði það svo hnyttilega í viðtali gæti þá einnig orðið veruleiki, að börnin fengju foreldrana aftur. sbr. hefðbundin tilboð námsflokka. Framkvæmd þeirrar fullorðins- fræðslu, sem Akureyrarbær stæði fyrir, sbr. lið I. verði falin Verk- menntaskólanum á Akureyri, með sér- stöku samkomulagi, sem tryggi fjár- magn til stjórnunar og framkværnda. Ákureyrarbær bjóði afnot af húsnæði til kennslu í námsflokkum eða fyrir hlið- stæða starfsemi á vegum félaga eða einkaaðila. með eftirtöldum skilyrðum: a. Umsóknir um afnot af skólahúsnæði til slíkrar starfsemi verði sendar til skólafulltrúa bæjarins og heimild háð samþykki viðkomandi skólastjóra og skólanefndar. í umsóknum komi fram upplýsingar um áætlaða framkvæmd náms og fyrirhuguð þátttökugjöld hverju sinni. b. Allur aukakostnaður vegna notk- unar viðkomandi húsnæðis greiðist af þeim aðila sem rekur starfsemina, eftir sérsamningi í hvert skipti. Stefnt verði að því, að farið verði að vinna eftir þeim ramma sem tillögurnar gera ráð fyrir þegar á næsta skólaári. Til að það sé hægt verði gert ráð fyrir 292 þúsund kr. til þessarar starfsemi við lok- aafgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 1987. „fjármunir... virðast streyma eftir leiðslum neðanjarðarhagkerfisins og koma helst upp á yfirborðið á löglegum en e.t.v. sumpart siðiausum fjármagnsmarkaði, sem virðist hafa verið eitt meginmarkmið núverandi ríkisstjórnar að koma á fót“ Fullorðinsfræðsla

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.