Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 Frjálshyggj ud raug u ri nn Á síðustu árum hefir nýjum draug skotið upp í þjóðfélaginu, ferlegri og fjandsamlegri öllum liðnum Mórum og Skottum. Þessi draugur er hin svonefnda frjálshyggja, sem surnir kalla nýfrjálshyggju. Oft hefir orðið frelsi verið misnotað, en sjaldan eins hroðalega og þegar þessi stefna er við það kennd, því að ef frjálshyggjan er skoðuð ofan í kjölinn er hún í raun réttri hug- myndafræði nýs þrælahalds. En eitt má segja postulum frjálshyggjunnar til hróss. Þeir kannast opinberlega við það, að þeir vilja velferðarríkið, eða það sem unnist hefir í átt til þess, feigt. Enginn þarf lengur að fara í grafgötur um, að þær félagslegu umbætur, sem Alþýðuflokkurinn hefir unnið ötullegast að nú um áratugi, og einn allra stjórnmála- flokka aldrei hvikað frá, verða lagðar í rústir ef frjálshyggjan verður drottnandi, og það verður hún, ef Sjálfstæði og Framsókn halda áfram að stýra ríkisfleyinu. Svo ósvífnir eru postular frjáls- hyggjunnar, að þeir klína ein- kennum frjálshyggjunnar á vel- ferðarþjóðfélagið og segja „að Velferðarríkið hvíli á þeirri hug- mynd að færa megi fé á milli manna með valdi. En hætt er við því að þeir, sem hafa bestan aðgang noti tækifærið til að færa fé til sín. Þeir sem kunna að láta til sín heyra eða skipuleggja sig til sóknar á vettvangi stjórnmál- anna hafa bestan aðgang að valdi ríkisins". Frjálshyggjunni verður naumast betur lýst. Hún stefnir að takmarkalausri auðsöfnun einstaklinganna. Peningar eru sterkasta valdið í ríki frjálshyggj- unnar. Hverjir hafa hærra en fjölmiðlar frjálshyggjuflokkanna í krafti auðs síns, og hverjir ætla sér völdin með meiri einbeitni en þeir? En núverandi ríkisstjórn hefir sýnt með öllu sínu framferði og stefnu, hvað verða muni í ríki frjálshyggjunnar. Aldrei fyrr en í hennar tíð hafa komið upp jafn glæfraleg mál í meðferð fjármuna þjóðarinnar. Hafskipsmálið og hið margslungna okurmál eru síður en svo einhver hending. Þau eru skilgetin afkvæmi þeirrar stjórnarstefnu, sem hefir verið rekin nú um árabil, og náð hámarki hjá núverandi ríkis- stjórn. Og þau eru aðeins sýnis- horn þess sem gerast muni undir bankavaldi og ríkisstjórn frjáls- hyggjunnar. En það á að gera fleira, ef frjálshyggjan nær óskoruðum völdum. Enn skal vitnað í sömu greinargerð og áður: „Við færum ekki rekstur velferðarstofnana eins og lána- sjóðs íslenskra námsmanna, sjúkrahúsa og tryggingarstofnana í skynsamlegt horf nema með því að breyta þeim - fyrst í sjálfstæð hlutafélög, síðan í einkafyrir- tæki.“ ...Og ennfremur: „Fram- haldsskólar og sjúkrahús séu einkafyrirtæki. Námsmenn og sjúklingar kaupi þjónustu þeirra fullu verði.“ Hér er engin tæpi- tunga. Þær stofnanir þjóðfélags- ins, sem lengst eru komnar í því að jafna kjör fólksins, skulu ofur- seldar stjórnun og eignum ein- staklinga. Það er hægt að tala fagurlega um að ekki eigi að græða á þeim. En hver þekkir þann einstakling, sem rekur fyrir- tæki án þess að vilja græða á þeim og gera það? Ég hefi drepið á nokkur atriði í stefnu frjáls- hyggjunnar, þeirrar stefnu, sem núverandi stjórnarflokkar aðhyll- ast og munu ekki liika við að framkvæma, ef þeir hafa atkvæðamagn til þess. í einu orði má segja að hún felist í orðunum hrun velferðarríkisins. Trygging- ar, sjúkra, fatlaðra og gamal- menna eiga að vera einkarekstur þeirra, sem auðinn hafa og völdin. En því rifja ég þetta upp nú fyrir alþingiskosningar, að ég vil biðja ykkur kjósendur góðir, að athuga vel hvað þið eruð að gera á því eina augnabliki, sem valdið er í ykkar hendi, þ.e. í kjör- klefanum. Það er þetta, sem ég hefi talið hér, sem þið kjósið yfir ykkur með því að greiða stjórn- arflokkunum, eða nokkrunt flokki öðrum en Alþýðuflokkn- um, atkvæði. Alþýðuflokkurinn á allra flokka mestan þátt í þeim félags- legu umbótum, sem orðið hafa síðastliðna hálfa öld. Hann er eini flokkurinn, sem aldrei hvikar frá stuðningi við velferðarstofn- anir ríkisins, og sem sífellt vill bæta þær og efla. Stuðningur við hann er eina tryggingin, sem unnt er að fá til þess, að þessar stofn- anir verði ekki gerðar óvirkar eða lagðar niður. Áukinn styrkur Alþýðuflokksins er hið eina, sem fær táimað því að þjóð vorri verði siglt inn í svartnætti frjáls- hyggjunnar; bankavaldsins, okursins, hinnar skefjalausu sam- keppni og fátæktarinnar. Kjósendur! Leggið lóð ykkar í rétta vogarskál. Kjósið Alþýðuflokkinn! Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Kaldbakur: Hrynhendusláttur Ihaldsins Þegar hrossrassar hátt kveða hrynhenduslátt, svo að hriktir í merstertum skornum var eitt sinn kveðið, er þreyttir hestar fret- uðu hátt í erfiði dagsins, og ekki fer hjá því að vísuorðin komi fram í hugann, þeg- ar við heyrum umbrotin í Sjálfstæðis- flokknum þessa dagana, og Ifkt og óþefur fylgdi hrynhenduslætti hrossrassanna, leggur fúadauninn af innviðum Sjálf- stæðisflokksins í öllum þessum umbrot- um. Það er þakkarvert, þar eð hin rétta mynd flokksins birtist, þar í umbrotunum og túlkun þeirra. Söguna þarf ekki að rekja, nema það atriði hennar, er hinn siðvæddi formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson hrakti Albert Guðmundsson úr ráðherra- stóli, sem leiddi síðan til þess að Albert stofnaði Borgaraflokkinn. Orsökina til þessa taldi Þorsteinn, að vera Alberts í ráðherrastóli, bryti gegn siðgæðiskennd flokksins. Misferli í skattaframtali Alberts var í augum flokksformannsins svo sið- laust, að flokkurinn gat ekki þolað það átölulaust. En hver var aðdragandi málsins? Þegar Hafskipshneykslið kom upp, og margt benti til þess, að Albert Guðmund- son væri flæktur i það, töldu allir menn, sem eitthvað þekktu til siðferðiskrafna menntaðra þjóða, að Albert ætti að víkja úr ráðherrastóli, meðan málið væri rann- sakað. Albert sat sem fastast og Þor- steinn þagði. Svo kemst Þorsteinn að því fyrir tveim, þrem mánuðum, að eitthvað sé í ólagi með skattaframtal fyrrverandi fjármála- ráðherrans Alberts. Enn þagði hinn sið- væddi formaður, og lét flokkinn hylla sig með hallelújahrópum um einingu og styrk Sjálfstæðisflokksins á svonefndu flokks- þingi. Slík einingar- og fagnaðarsamkoma hafði varla fyrr verið haldin í íslenskri pólitík. Tíminn líður, Þorsteinn þegir. En þá Ijóstrar vikublað nokkurt upp misfellum á skattframtali Alberts. Þá beið hinn sið- væddi formaður ekki boðanna, flýtti sér að halda blaðamannafund meðan Albert var erlendis. Að sögn Þorsteins sjálfs í Morgunblaðinu var það „óhjákvæmilegt að skýra frá staðreyndum málsins. Ann- ars hefðu tekið við þrír dagar óvissu með- an Albert var erlendis, og umfjöllun fjöl- miðla á þeim tíma hefði getað skaðað flokkinn verulega". Takið vel eftir þessum orðum hins sið- vanda formanns. Það var ekki meint brot Alberts, sem stangaðist á við siðferðis- kennd formannsins. Það var allt í lagi meðan engir vissu það nema formaðurinn og ef til vill einhverjir útvaldir sjálfstæðis- menn með sams konar siðgæðiskennd og formaðurinn sjálfur. En þegar málið var opinberað alþjóð gat það skaðað flokkinn. Þá rumskaði siðferðisvitund Þorsteins Pálssonar. Með öðrum orðum öll meðferð hans á málinu sýndi að í aug- um hans væru skattsvik ekki saknæm fyrr en almenningi var kunnugt um þau og sú vitneskja gat skaðað Sjálfstæðisflokkinn. Hvern undrar þó seint gangi undir fjár- málastjórn Þorsteins Pálssonar að hreinsa til í spillingarfeni skattsvika og annarrar óreiðu, þegar siðgæðismæli- kvarðinn í þeim málum er, hvort þau muni valda Sjálfstæðisflokknum tjóni? Kjósendur góðir, spyrjið sjálfa ykkur áður en þið gangið að kjörborðinu, hvort sé meiri siðferðisbrestur að fremja afbrot eða hilma yfir það? Hvor er sterkari á sið- ferðissvellinu Þortsteinn eða Albert? Hlýt- ur ekki rökrétt afleiðing af svörum ykkar að verða sú, að Borgaraflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu sami grautur í sömu skál og hann bragðvondur? Munið, að hvert atkvæði, sem greitt er þessum flokkum er greitt flokkum skatt- svikaranna og yfirhilmaranna. Skattsvik, bruðl og yfirhilming er hryn- hendusláttur Sjálfstæðisflokksins hvort sem hann gengur fram fyrir ykkur undir eiain nafni eða varnar vfir sin saiiAamærn Kosningaskrífstofa Alþýöuflokksins er aö Strandgötu 9 Skristofan er opin virka daga frá kl. um helgar. Símar 9-19 og 13-17 og 27424. II' Félagsfte^'00 42077- d timmtuo-. ,30-22.30, Jafnaöa^®”st Hittumstse og á skrústoTu, . , sarnt'nwt oV'"" aö 9era h sem

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.