Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Síða 6

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Síða 6
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiöari: Alþýðuflokkurinn og landbúnaðurinn Um langt árabil hefur því verið haldið fram, að Alþýðuflokkurinn væri bændum fjandsamlegri öðr- um stéttum fremur. Gylfi Þ. Gíslason mátti þola mikið skítkast, þegar hann fyrir 20 árum benti á offramleiðsluvandann og offjárfestingu í landbún- aði, en á þeim árum voru bændur eindregið hvattir til þess að stækka bú sín og auka framleiðsluna. - Nú minnist enginn á það lengur, að Gylfi Þ. hafi ver- ið bændum fjandsamlegur. Það er viðurkennt, að viðvaranir hans höfðu við fyllstu rök að styðjast. Fyrir þessar kosningar hefur Alþýðuflokkurinn lagt fram ítarlega stefnumótun í landbúnaðarmál- um. Hún byggir á þremur meginatriðum: - Að skapa viðunandi starfsskilyrði stétt bjargálna sjálfseignarbænda. - Að landbúnaðurinn tryggi þjóðinni nægilegt framboð matvæla með sem minnstum tilkostnaði. - Að stöðva gróðureyðingu og græða örfoka land. Afleiðingar ríkjandi landbúnaðarstefnu hafa ver- ið skelfilegar. Með miðstýrðu kvótakerfi er ætlun núverandi stjórnvalda að skera niður, -ekki sauðfé eða kýr - heldur bændur. Nú eiga jafn margir bændur að framleiða minna magn, þ.e. með meiri tilkostnaði, sem leiðir til hærra verðlags og verri afkomu. Bændur eru lokaðir inni í vítahring, og þeir verða eins konar próventukarlar ríkisvalds og milliliða. Miðstýrt stjórnunarkerfi af þessu tagi tek- ur ekkert tillit til ólíkra afkomumöguleika bænda; landskosta, nálægðar við markað, hlunnindi, mis- munandi fjármagskostnaðar eftir því hvort setin eru gróin bú eða ný. í samræmi við grundvallarviðhorf, sem marka sérstöðu Alþýðuflokksins í íslenskum stjórnmál- um, vilja jafnaðarmenn leita nýrra leiða til að losa bændur úr viðjum miðstýringar og ofstjórnar ríkj- andi stefnu. A þessum forsendum eru jafnaðar- menn algjörlega andvígir ríkjandi kvótakerfi í land- búnaði. - í stað framleiðsluskerðingar með beinum tilskipunum til hvers bónda á ríkisvaldið að beita þeim stjórntækjum, sem það hefur á valdi sínu til að koma á svæðaskipulagi um landbúnaðarfram- leiðsluna. Þessa leið vill Alþýðuflokkurinn fara út úr ógöngum kvótakerfisins, að loknu aðlögunar- tímabili. Alþýðuflokkurinn vill, að innan þessa ramma verði hverjum bónda í sjálfsvald sett, hvernig hann rekur sitt bú. Flokkurinn vill einnig að búskap verði hagað eftir landsháttum. Að loknu aðlögunartíma- bili á sauðfjárbúskapur aðeins að njóta opinbers stuðnings að hann sé stundaður þar sem landkost- ir henta og beitarþoi leyfir. Á þessum aðlögunar- tíma verði umframframleiðsla mólkur nýtt til þurr- mjólkurduftsframleiðslu, sem verði að frumkvæði ríkisins gefin sem matvælaaðstoð í hungruðum heimi. Þeir bændur, sem láta af hefðbundinni búvöruframleiðslu, hafi forgangsrétt til starfa að landgræðsluátaki, sem taki bæði mið af langtíma landgræðsluáætlun og búsetustuðningi. Alþýðuflokkurinn vill einnig að tekin verði upp tímabundin verðábyrgð, sem að lokum verði leyst af hólmi með beinum samningum bænda við vinnslustöðvar og vinnslustöðvar við söluaðila. - Þá vill flokkurinn að þegar verði hafnar söluörvandi aðgerðir með fjárhagsstuðningi við vöruþróun og fjölbreytilegri afurðavinnslu. Einnig með stuðningi við markaðssetningu og útflutning gæðavöru á völdum mörkuðum. Þá vill flokkurinn skipuleggja stuðning við ferðaþjónustu bænda og smáiðnað í sveitum. Einnig að jarðakaupasjóður verði efldur stórlega svo bændur, sem hætta vilja búskap fái sómasamlegt verð fyrir eignir sínar og ævistarf. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram margar fleiri til- lögur í landbúnaðarmálum og væntir þess, að á grundvelli þeirra megi hefja vitrænar umræður um lausn landbúnaðarvandans. -ÁG- Hvenær hófust afskipti þín af stjórnmálum? Ég hafði frá því fyrsta áhuga á pólitík og aðhylltist um 10-12 ára aldur Þjóðvarnarflokkinn, en síðar 2-3 ár Framsóknarflokkinn, enda voru mínir nánustu tryggir framsóknarmenn og t.a.m. móðurafi minn sérstakur aðdá- andi Jónasar frá Hriflu. Reyndar rifjast það upp fyrir mér, að eftir að ég var orðinn krati, var sem sé kominn á rétta hillu, var það eitt sinn eftir bæjarstjórnarkosningar hér, er ég hafði vakað eftir úrslit- um fram á rauða nótt, að gamli Hreinn Pálsson skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hreinn er fæddur 1. júní 1942 á Háisi í Fnjóskadal, en ólst upp í Eyjafírði á Sig- túnum í Öngulsstaðahreppi og á Akureyri og naut þar skólagöngu að undanskildum þeim árum, sem hann bjó í Reykjavík vegna náms við Háskóla Islands. Að námi loknu 1970 réðst hann til Akureyrarbæjar sem bæjarlög- maður, en gengdi fyrstu 5 árin jafnframt starfí félags- málastjóra. Fréttamaður AM tók Hrein tali á dögunum. var það einungis staðfesting þess að þeir höfðu sömu hugsjónir og vissulega vona ég, að sem flestir þeirra, sem studdu BJ síðast fylki sér nú um Alþýðuflokkinn. Það er brýn nauðsyn þessari þjóð, að sterkur jafnaðarmannaflokkur verði til, sem mótvægi þess stein- runna hagsmunakerfis, sem Framsókn og Sjálfstæði standa varðstöðu um. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt það með fádæma sam- stöðu nú, þegar upplausn ríkir í öðrum flokkum, að málefnin sem hann berst fyrir eru einfaldlega slík, að engin sundrung kemst eða sveitarfélaginu, en ekki hvoru tveggja. Þetta verður hins vegar ekki gert, nema með því að sveitarfélögunum sé úthlutað frekari tekjustofnum. Þetta fyrir- komulag, að færa verkefnin meir í hendur sveitarfélögum kallar e.t.v. á meiri samvinnu sveitar- félaga á sama svæði, en nú er og getur orðið vísir að einhvers kon- ar héraðsstjórn eða fylkja. Þessu tengist einnig sú hugmynd Alþýðuflokksins að koma á ein- um deildarskiptum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Þessi tilíaga hefur sætt harðri gagnrýni and- Stefna jafnaðarmann maðurinn spurði að morgni hvernig hefði gengið. Ég gat víst ekki státað af gengi Alþýðu- flokksins og sagði þá við gamla manninn: „Þið (framsóknar- menn) unnuð mann.“ Nú og hver var það, sagði hann. Ég nefndi nafn þess heiðursmanns. Það hnussaði í þeim gamla og hann sagði: „Ja, jjað var þá.“ Ég segi þetta vegna þess, að ég vissi að auðvitað var gamli mað- urinn trúr sinni hugsjón og hafði kosið sinn Framsóknarflokk, þrátt fyrir að honum líkaði ekki mannavalið fullkomlega. tynist þér slíkt hafa breyst, er staðfestan ekki sú sama nú? Já, nú hafa gáttir opnast, fólk er ekki eins fastheldið á flokka og rekst margt hvað illa í flokki. Þetta sýna líka þau klofnings- framboð, sem nú hafa komið fram og flokkabrotabrotin. Hitt er annað, að fastheldnin getur verið góð líka, því of mikil dreif- ing veldur sundrung og erfiðleik- um. Því væri það versti kosturinn að kjósa þessi brot, svo einhverju atkvæðamagni næmi því að út úr slíku kæmi engin breyting. Það verður að gá að því að J-listinn er ekkert annað en framsóknarlisti og S-listinn sjálfstæðislisti. Þarna skilur ekkert í milli, nema móðg- un tveggja manna. Þjóðarflokk- urinn er misskilningur og Kvennalistinn tímaskekkja. Bæði þessi öfl áttu vissan rétt á sér og hefðu nú fyrir þessar kosningar átt að hasla sér völl innan gömlu flokkanna, enda þverpólitísk og hefðu best komið sínum hug- sjónamálum fram innan flokk- anna, enda hafa þeir tekið undir og sumir upp í stefnuskrár ýmis baráttumál þessara hópa. Er nokkurt réttlæti í því að ekki megi stofna nýja flokka? Þú mátt ekki misskilja mig. Ég benti á, að J- og S-listarnir eru ekki nýir flokkar í þeim skilningi, að þar séu á ferðinni ný stefnu- mið, nýjar hugsjónir. Bandalag jafnaðarmanna var þó að ýmsu leyti með nýjar hugmyndir þótt flestar væru ekkert annað en sú jafnaðarstefna, sem ég og þú aðhyllumst. Hvað þá með Alþýðuflokkinn, þegar B.J. er nánast dautt? Þegar 3 þingmenn BJ gengu til liðs við Alþýðuflokkinn sl. haust að. Þetta er ekki síst þeirri endurskoðun stefnumiða og heil- steyptum tillögum að þakka, sem nú hefur verið unnið að árum saman og fram eru komin. Þess vegna getur flokkurinn með góðu fylgi í komandi kosningum e.t.v. náð að koma fram þeirri nýsköp- un, sem frambjóðendur hafa ver- ið að kynna þjóðinni undanfarið. Svo vikið sé að þátttöku þinni nú og veru í 3. sæti á lista hér í kjödæminu. Hver eru þau mál sem þú berst helst fyrir? Þar er auðvitað af mörgu að taka og vissulega eru þau málefni, sem taka þarf á svo fjölmörg, að grein sem þessi dug- ar ekki til að tíunda þau. Vegna kynna minna af rekstri bæjarfélags sem Akureyrar sl. 17 ár hef ég t.d. kynnst því hve mikil orka og tími stjórnenda hefur farið í að gera upp dæmin við ríkissjóð í því eilífðar samkrulli, sem verið hefur og er vegna ómarkvissrar verkaskiptingar þar í milli. Þetta hefur verið eilíft tos og tog, að fá samþykkta hlutdeild í verkefnum, sem þó ætti vart að þurfa að deila um, því lagafyrir- mæli eru um slíkt og eins að ná til baka einhverju af þeim fjármun- um, sem sveitarfélaginu ber t.d. vegna byggingar skóla eða annarra mannvikja og ýmiss kon- ar rekstrarkostnaði. Því er mér hugleikið að vinna að einföldun þar á og sú einföldun er auðvitað fyrst og fremst sú, að verkin séu skýrt aðskilin og fjárhagshliðin, bæði uppbygging og rekstur þar með, jjannig að fjárhagsleg ábyrgð sé annað hvort hjá ríkinu stæðinga okkar og raunar nokk- uð einnig ýmissa í verkalýðs- hreyfingunni. Það hefur verið lát- ið að því liggja, að með þessu ætluðu alþýðuflokksmenn að setja upp eitthvert bákn suður í Reykjavík, þangað sem allt fjár- magn lífeyrissjóðanna ætti að renna. Þarna er mikili misskilningur á ferð. Þvert á móti yrði fjármagn- ið í hverri deild, hvort sem hún yrði miðuð við kjördæmi eða ein- hver önnur landfræðileg mörk, varðveitt og ávaxtað innan lands- svæðisins til atvinnuuppbygging- ar og til húsbygginga t.d. í kaup- leigukerfinu. Aftur á móti yrði sjálf réttindaskráningin og sam- eiginlegu málin varðandi lífeyris- rétt og samspil milli sjóða afgreidd í einni höfuðstöð. Hvers vegna það, en ekki í hverri deild eða landsvæði? Hugsanlegt er það að vísu en eitt það sem ég hef rekið mig á í starfi sem lögfræðingur er, að fólk veit allt of lítið um þennan rétt sinn og ég óttast og raunar veit til þess, að lífeyrisréttur hef- ur glatast vegna þess að öll skrán- ing milli lífeyrissjóða er í molum. Sumir sjóðir hafa að vísu allnáið samstarf, en aðrir eru þar fyrir utan einir á báti og margir eru þeir gjörsamlega vanmegna að standa undir því að greiða sóma- samlegan lífeyri. Við getum t.d. ímyndað okkur, að maður hafi unnið við tvenns, þrenns eða ferns konar störf og greitt í jafn- marga eða fleiri sjóði, t.d. stund- að vinnu á ýmsum landshornum, þegar hann fellur frá og maki Alþýðuflokkurinn hefur sýnt það með fádæma samstöðu nú, þegar upplausn ríkir í öðrum flokkum, að málefnin sem hann berst fyrir eru einfaldlega slík, að engin sundrung kemst að

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.