Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Síða 7

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Síða 7
ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 Guðni, Hreinn, Hans, Margrét og Ölafur, a - skynsemis- og mannúðarstefna hyggst leita sér upplýsinga um líf- eyrisrétt. Það er undir hælinn lagt, hvernig slíkt gengur og hvort vitneskja er fyrir hendi um alla þá hugsanlega sjóði, sem greitt hefur verið í. Með einni miðstöð ætti að vera hægt að halda öllum þessum rétti til haga og þyrfti það ekki að vera til- tökumál á tímum tölvutækni. Nú er kjördæmið stór og erfitt. Getur frambjóðandi eða þing- maður nokkurn tímann gegnt því nægilega vel, þótt ekki væri nema vegna víðáttunnar og er ekki um ólíka hagsmuni hinna ýmsu staða að ræða ? Það er rétt, að um ýmislegt eru hagsmunirnir misjafnir, þar sem er stærð Akureyrar og sumpart aðrar þarfir þar og öðrum stærri kaupstöðum en í dreifbýlinu eða sjávarplássum. í sjávarplássun- um eiga flestir allt sitt undir sjáv- arafla. Ég sakna þess að vísu að vera fremur ókunnugur sjávarút- vegi, þar sem ég stundaði á ungl- ingsárum mínum sveitastörf á sumrum og kynntist því landbún- aði allvel og síðar með skóla til 26 ára aldurs byggingavinnu m.a. um sumarpart á Kópaskeri, en vann aldrei á eða við sjó. Hitt er annað, að mér sýnist sú stefna að binda fiskveiðikvótá við skip frá- leit, þar sem slíkt getur stefnt atvinnulífi einstakra sjávarplássa í voða, ef skipin eru síðan eitt eða fleiri seld kannski helst vegna þröngra hagsmuna útgerðar- manna. Svo ég víki aftur að sérstökum áhugamálum mínum, sem ég vildi berjast fyrir þá eru sam- göngumálin þar ofarlega. Mjög hefur lagast með vegi í kjördæm- inu, sérstaklega til Dalvíkur og Húsavíkur og raunar austur um Sléttu til Raufarhafnar og Þórs- hafnar að hluta. Ólafsfjarðarmúl- inn er þó slæmur farartálmi sér- staklega öllum Ólafsfirðingum, nema þeim, sem á dögunum þökkuðu Halldóri Blöndal fyrir göngin, ég hef bara ekki fundið þau göng en þeim var þó lofað á kosningafundum 1983. Flugmálin, þ.e. gerð flugvalla og aðstöðu við þá hafa þó orðið skammarlega út undan og er slíkt ekki vansalaust í landi sem byggir jafn mikið á flugi og raun er á. Ve7 á minnst varst þú ekki að dunda við flug á yngri árum? Jú, að loknu stúdentsprófi 1962, var ég ákveðinn í að fara í atvinnuflugnám. Ég hafði eins og svo margir ungir menn heillast af fluginu og setti mig aldrei úr færi að grúska í öllu, sem það varð- aði, hvort heldur voru flugvélar í lofti eða á jörðu niðri, nú eða bækur og blöð um flug. Ég hóf því nám í Flugskólanum Þyt í Reykjavík haustið eftir stúd- entspróf, en innritaðist þó líka í lögfræðina, án þess þó að nokkuð sérstakt yrði til þess, að ég veldi þá grein. Ég tók svo bóklegt einkaflugpróf þetta haust og safnaði tímum í verklegu, en vegna fjárskorts urðu tímarnir færri en skyldi og það var ekki fyrr en vorið 1964 að ég tók verk- legt próf, svonefnt sólópróf. Tvennt kom svo einkum til að ekki varð meira úr flugnáminu. annað fjárskortur og hitt að ekki voru taldar vænlegar framtíðar- horfur fyrir okkur, sem vorum í þessu námi, erfitt væri að komast til flugfélaganna. Þar með lauk þessum kafla, en áhuga hef ég þó alltaf verulegan fyrir öllu, sem að fluginu snýr. Eitt, sem ég tel að þjóð í jafn harðbýlu landi sem byggir flest sitt á sjósókn verði að hafa efni á er góð öryggisþjón- usta og þar með öflugar þyrlur. Við erum alltaf við og við minnt á, hversu vel þau tæki duga við aðstæður, sem gera öðrum tækj- um ófært að aðhafast á slysstað við strönd eða á rúmsjó. Auðvit- að er alltaf sagt. Þyrlur eru svo dýr tæki, að við höfum engin efni á að eiga, nema þá í besta falli þessa einu eða tvær, sem oftast nýtur þó við. Þetta er rangt og mér fyndist t.d. ekki ofætlan að útgerðarfyrirtæki á landinu (allir sem fiskiskip reka) legðu fram myndarlegan höfuðstól til að kaupa 2-3 góðar björgunarþyrlur og hafa þær með heimavöll á hverju landshorni. Þær mætti auðvitað nýta í öðrum tilgangi jafnframt. Hvað með samgöngur við Grímsey eða Ólafsfjörð eins og nú standa sakir? Gætu þessi tæki ekki komið þar að góðum notum? Víð höfum nú rætt margt, pólitík þó fyrst og fremst. Hvað með tómstundir eða áhugamál? Þar er helst um ferðalög innan eða utanlands að ræða. Ég hef afar gaman af að ferðast og skoða mig um. Fjölskyldan hefur farið nokkrar ferðir utan og margar innanlands, en við hjónin, Mar- grét Ólafsdóttir og ég eigum 4 börn, eina dóttur, Láru, sem stundar íslenskunám við Háskól- ann og 3 syni, Ólaf, sem stundar nám við M.A., Guðna, nú í 9. bekk Gagnfræðaskólans og Hans 7 ára. Auk þessa er íþróttaáhugi mikill í fjölskyldunni, strákarnir allir á kafi í knattspyrnu og dótt- irin stundaði um tíma frjálsar íþróttir og er áhugasöm um knattspyrnuna. Það eru því all- margar ferðir á völlinn á sumrum. Þá má ekki gleyma, að ég hef mikinn áhuga á lax- og sil- ungsveiði, þó ég sé engin veiði- kló en það gefur mikla ánægju og fyllingu að vera við fallega á og sjaldan er eins friðsælt yfir hugs- un manns og jafn mikil hvíld and- lega og við slík tækifæri. íþróttir stunda ég. varla en dregst þó stundum á gönguskíði og er alltaf að reyna að herða mig upp í að fara á svigskíði en hef ekki kom- ist enn. Ég keppti að vísu um tíma og æfði sund um og upp úr fermingu og tek svo sem sund- sprett þegar færi gefst. Hins veg- ar er um andlegu íþróttirnar, að ég þekki ekki á spil og hef aldrei getað haft ánægju af slíku en kann líklega nokkurn veginn mannganginn í skák. Loks má ekki gleyma því, sem er þó ríku- legt áhugamál, en það er hlustun á góða tónlist. Ég fór um 10 ára aldur að hafa gaman af óperu- söng og síðan kom klassísk tón- list og ekki hefur þessi áhugi dvínað og raunar er öll góð tónlist, jazz, sígild dægurlög og einstaka popplag mér mjög að skapi. Ég neita heldur ekki, að ég gægist í ættfræði, þó ég vildi gera mun meira af því, en tími gefst til. Tíminn hefur liðið og viðtalið líkast til að verða allt of langt. Að lokum, Hreinn, eitthvað sérstakt, sem þú vilt að fram komi? Ég vil aðeins segja, að ég vona, að við kjósendur megum öll huga vanHlega að þeim kostum, sem bjóðast og treysti því, að þegar mesti tilfinningahitinn er úr fólki sjái það að stefna jafnaðar- manna, Alþýðuflokksins, er í senn skynsemis- og mannúðar- stefna, sú stefna, sem allir vildu kveðið hafa, eins og Lilju forðum og greiði þá atkvæði í samræmi við það. Slíkt mun verða þjóð- inni til gæfu. Mér fyndist t.d. ekki ofætlan að útgerðarfyrirtæki á landinu legðu frám myndarlegan höfuðstól til að kaupa 2-3 björgunarþyrlur og hafa þar með heimavöll á hverju landshorni Ég óttast og raunar veit til þess, að lífeyrissjóðaréttur hefur glatast vegna þess að öll skráning milli lífeyris- sjóðanna er í molum

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.