Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 10

Alþýðumaðurinn - 09.04.1987, Blaðsíða 10
ÍO- ALÞÝÐUMAÐURINN Viðreisn velferðarríkisins - Miða ber landbúnaðarframleiðslu við innanlandsneyslu og byggja hana sem mest á innlendum fóðurvörum og áburði. Skipuleggja á fram- leiðsluna þannig að fjölbreytni afurða aukist. Jafnframt verði skipulega og i samráði við bændur dregið úr útflutn- ingsbótum á landbúnaðarafurðir og leitað hagkvæmra markaða fyrir þær erlendis. Aðferðir til stuðnings landbúnaði þarf að endurskoða með það fyrir augum, aðstjórn sé höfðá framleiðslumagninu og hvatt til að beina bú- rekstrinum inn á þær brautir, sem best samrýmast þjóðarhag hverju sinni. Landbúnaður er grundvöllur byggðar í mörgum héruðum, og verður þvi að skipuleggja hann í samræmi við byggðastefnu. Þörf er á sérstök- um stuðningi við bændur í rýrari sveitum, sem þarf að halda í byggð vegna byggðasjónarmiða. VERSLUN Skipulag verslunarinnar verður að miða að þvi að hún miðli vörunum fyrir sem allra lægst verð. Verslunarrekstrinum verður að dreifa hæfi- lega um landið. Alþýðuflokkurinn styður samvinnuverslun til þess að tryggja hag neytenda. í samvinnu við fulltrúa neytenda ber að stórauka öflun og miðlun upplýsinga um verðlag og vörugæði til að leiðbeina neytendum og veita seljendum nauðsynlegt aðhald. • Alþýðuflokkurinn vill tryggja með lögum fjölþætt eftirlit með versl- un og vörudreifingu og heimild til hverra þeirra ríkisafskipta, sem geta haldið verðlagi í skefjum og tryggt hag neytenda. • Hann vill afnema söluskatt á flutningskostnað vegna vörudreifingar um landið. • Hann er hlynntur neytendafélögum og öflugri starfsemi þeirra og leggur áherslu á stóraukna neytendafræðslu á sem flestum sviðum. Verslun, sér í lagi innflutningsverslun, er skipulagslaus atvinnuvegur á íslandi. Hafa þarf stjórn á verslunarrekstrinum þannig að allir njóti góðrar verslunarþjónustu og sjá til þess að hann vaxi ekki fram yfir það, sem þjónar þjóðarhag; stjórnlaus samkeppni getur hvorugt tryggt. Leita þarf tryggra leiða til að stuðla að hagkvæmum innkaupum, fylgj- ast með kaupverði erlendrar vöru, umboðslaunum og gjaldeyrisskilum. Til þess að tryggja sem lægst vöruverð vill Alþýðuflokkurinn beita öflugu verðlagseftirliti og velja milli frjálsrar verðmyndunar, hámarks- álagningar, hámarksverðs og þjóðnýtingar, allt eftir því sem virkast reynist í hverri verslunargrein. Jafnframt er æskilegt að efla sjálfstæða innflutningsverslun utan Reykjavikur. SAMGÖNGUR • Alþýðuflokkurinn vill efla almenningssamgöngur. • Hann vill jafna aðstöðu byggðarlaga til aðflutnings og samgangna. Greiðar samgöngur eru eitt mikilvægasta jafnréttis- og öryggismál hinna dreifðu byggða. Vegasamband, hafnir og flugvellir eru nauðsyn- legir fyrir fjölbreytt atvinnulíf. Æskilegt er að koma upp sjálfstæðri innflutningsverslun utan Reykjavíkur. Leita ber leiða til að nýta flutn- inga á sjó betur en nú er gert. Einkabillinn hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta fólksflutn- ingatækið. Takmarkalaus aukning bílaumferðar er ekki æskileg, því hún er dýr og orkufrek, krefst mikilla umferðarmannvirkja og veldur slysahættu. Því vill Alþýðuflokkurinn auka almenningssamgöngur og gera átak til að auka öryggi í umferðinni. II. SAMFÉLAGIÐ HEIMILI — UPPELDI Heimilið er einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Það ber að vernda og þar með einkalif fólks. Virða verður rétt barnanna til góðra uppeldisskilyrða. Öryggi heimil- isins á að tryggja með félagslegum aðgerðum. Skipulag bæja og þétt- býlis á að virða barnið sem þegn i þjóðfélaginu. Þjóðfélagið á að styðja foreldra i umhyggju þeirra fyrir börnunum. Skapa verður körlum sem konunt möguleika á að stunda atvinnu og taka virkan þátt í þjóðlífinu jafnhliða því að sinna uppeldishlutverkinu. Dagvistun barna eru veiga- mikill þáttur þessara mála. Alþýðuflokkurinn vill • að öll börn eigi kost á daggæslu. • að þjónusta sem þessi geti farið fram á dagvistarheimilum, á einka- heimilum, á elliheimilum, enda sé það markmið í sjálfu sér, að ólíkir aldurshópar hafi aukin samskipti. Framtið þjóðfélagsins veltur mjög á því, hve mikla rækt það leggur við uppeldi yngstu kynslóðarinnar, hvaða möguleika það veitir henni til vaxtar og þroska. Félagslegir og menningarlegir ágallar á samfélag- inu bitna á börnum engu síður en fullorðnum. Þroskamöguleikar barns HÝITFÓLK Ef þú kýst Alþýöuflokkinn í næstu kosningum, kýstu flokk sem mun beita sér fyrir víðtækum umbótum. ► Jafnaðarmenn vilja nýsköpun í efnahagsmálum og réttlæti í tekjuskiptingu. ► Við leggjum áherslu á langtímahagsmuni . þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn vill að framsýni ráði ferðinni í íslenskum stjórnmálum. eru að miklu leyti undir aðstöðu foreldranna komnir. Ungmenni, sem elst upp við öryggi og öðlast tækifæri til virkar þátttöku í skapandi starfi, er þannig hæfara til samheldni og samstöðu með lífsförunautum sínum. Þjóðfélagokkarog heimurinn þarfnast fólks, sem ergætt fram- takssemi og samkennd. JAFNRÉTTIKARLA OG KVENNA Karlar og konur eiga að njóta sömu réttinda og jafnrar aðstöðu áöllum sviðum þjóðlífsins. Aðstaðan til að stunda atvinnu á að vera hin sama. Greiða á í reynd sömu laun fyrir sömu vinnu. Og bæði kynin eiga að vera jöfn gagnvart lögum I landinu og opinberum afskiptum, þar með talið gagnvart skattlagningu. Karlar og konur eiga að njóta sama réttar og sömu ábyrgðar á heimilinu, í atvinnulífinu og þjóðfélaginu. Bæði kynin eiga að hafa sömu aðstöðu og jöfn skilyrði til menntun- ar, þroska og menningarlífs. • Alþýðuflokkurinn mun beitasér fyrir því að jafnrétti karla og kvenna náist í reynd. • Hann vill að stefna félagsmála og menntamála miðist við að greiða konum leiðina til fulls jafnréttis við karla. • Hann telur að stórauka beri aðgang að dagvistun barna, því að án þess næst ekki jafnrétti kynjanna í reynd. • Hann krefst þess, að konur séu ekki sniðgengnar við ráðningu í störf og við stöðuhækkanir. HÚSNÆÐISMÁL Stefnan i húsnæðismálum á að mótast af þörfum heimilanna fyrir gott húsnæði með viðráðanlegum kjörum. Öllum þarf að tryggja viðunandi húsnæði. • Alþýðuflokkurinn vill að húsnæðisþörfunum verði mætt með skipu- legum hætti á grundvelli áætlanagerðar til nokkurra ára sem taki meðal annars tillit til endurnýjunar og nýtingar eldra húsnæðis. • Hann mun stuðla að löggjöf um Ieiguhúsnæði, sem tryggi hagsmuni leigjenda, jafnframt því sem upp verði tekið kaupleigufyrirkomulag á ibúðarhúsnæði. • Hann vill að nýjasta tækni og hagkvæmni í skipulagi byggingarstarf- semi verði nýtt til þess að halda húsnæðiskostnaði í skefjum. • Hann beitir sér fyrir auknum byggingum verkamannabústaða. Alþýðuflokkurinn telur, að haga beri greiðslukjörum á Iánum með tilliti til fjárráða heimilanna. Með ríkisafskiptum á að koma í veg fyrir, að fjárfestingarsjónarmið ráði ferðinni í húsbyggingarmálum, og hindra brask. Með félagslegu átaki á að reisa íbúðir fyrir þjóðfélagshópa með sér- stakar þarfir, svo sem eldri borgara, öryrkja og lasburða fólk. Við skipulagningu íbúðarhverfa á að sjá fyrir nægilegri félagslegri og menningarlegri aðstöðu. Útivistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eiga að vera eðlilegur þáttur hverrar ibúðabyggðar. HEILSUGÆSLA Markmið heilbrigðisþjónustunnar á að vera að sem flestir þjóðfélags- þegnanna njóti hreysti og heilbrigðis. Allir Iandsmenn þurfa að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem tök eru á að veita, til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Enginn má fara á mis við heilbrigðisþjónustu vegna efnahags eða búsetu. • Alþýðuflokkurinn tclur að leggja verði aukna áherslu á fyrirbyggj- andi heilsugæslu og heilsuvernd, því að betra er heilt en gróið. • Heilsugæsla á, að því leyti sem hagkvæmt er og framkvæmanlegt, að fara fram utan sjúkrahúsa og án þess að rjúfa eðlileg tengsl sjúklings- ins við umhverfi sitt. • Alþýðuflokkurinn vill að komið verði á fót heilsugæslustöðvum í rík- ari mæli en gert hefur verið, og telur það veigamikinn þátt byggða- stefnu, auk hagkvæmni, sem af því hlytist. • Alþýðuflokkurinn vill að tannlækningar falli undir tryggingarkerfið. • Hann vill að lyfjasala í landinu verði þjóðnýtt. Alþýðuflokkurinn telur brýnt að jafnan sé séð fyrir nægu vistunar- rými fyrir langlegusjúklinga og aðstoð og hjúkrun aldraðra i heimahús- um verði stórlega efld. ÆSKUL ÝÐSMÁL Alþýðuflokkurinn telur þörf að efla æskulýðsstarf. Einn stærsti hópur okkar þjóðfélags eru unglingar, þ.e. fólk á aldrinum 14 til 20 ára. Al- þýðuflokkurinn telur nauðsynlegt að þjóðfélagið sinni betur en gert hefur verið þörfum þessa aldurshóps með þviaðstyðja félagslífog tóm- stundastarf unglinga. Til þess að ná þessu markmiði eiga ríki og sveitar- félög að styrkja á allan hugsanlegan hátt félags- og tómstundastörf í skólum, íþróttahreyfinguna og önnur æskulýðssamtök. • Alþýðuflokkurinn vill að sett verði löggjöf um fjárhagslegan stuðn- ing við æskulýðshreyfingar ungs fólks. Dœgradvöl • Alþýðuflokkurinn telur tómstundir ein hin mikilvægustu lífsgæði og nýtingu þeirra skipta sköpum um raunverulega velferð fólks. Frjálst félagsstarf gerir þjóðlífið auðugra og fjölbreyttara og verð- skuldar stuðning samfélagsins, ekki síst í hinum dreifðu byggðum, þar sem á brattann er að sækja um allt félagslíf. Greiða ber fyrir þroskandi tómstundaiðju fullorðins fólks og öflugu hjálpar- og tómstundarstarfi lífeyrisþega. Stuðlað sé að þátttöku sem flestra í íþróttum og hvers konar útilífi, jafn ungmenna sem fullorðinna. Þessar þarfir ber að hafa í huga við skipulagningu byggðar og ráðstöfun landnytja. Gróskumikið menningarlíf er samfélagsnauðsyn. Miklu varðar, að lista- og menningarlífi sé svo varið, að það auðgi líf þjóðarinnar allrar, og ber ríkinu og stofnunum þess að stuðla að þvi. Skólarnir hafa mikil- vægu hlutverki að gegna við að gera hverjum einstaklingi fært að njóta fjölbreytts lista- og menningarlífs. Islendingum ber að varðveita menningararf liðins tíma á þann hátt að hann auðgi jafnan þjóðlíf samtímans. Menntamál • Allir eiga jafnan rétt til ókeypis skólagöngu. • Skólastarfið á að kenna nemendum að starfa með öðrum og taka tillit til þeirra, og temja þeim að beita hæfileikum sínum á sjálfstæðan hátt. • Alþýðuflokkurinn styður aukna verkmenntun. • Hann vill koma á skipulagðri endurmenntun og fullorðinsfræðslu. • Alþýðuflokkurinn vill tryggja tengsl uppvaxandi kynslóðar við at- vinnulíf landsins. • Skólarnir eiga að glæða tilfinningu fyrir jöfnum rétti kynjanna. • Stefna ber að því að komið verði á fót námslaunakerfi. í þjóðfélagi nútimans er menntun og skólaganga i senn eftirsóknar- verð lífsgæði og ein meginnauðsyn atvinnulífs og samfélags. Fjárhagur, búseta og félagsumhverfi mega ekki valda því, að fólk fari á mis við skólagöngu, og er þörf markvissra aðgerða til að bæta upp mismunun af því tagi. Skólakerfið hefur á undanförnum árum verið ummótað til að geta veitt stórauknum fjölda æskufólks almenna menntun á öllum skóla- stigum. Nú er aðkallandi að halda áfram á þeirri braut og hefja verk- menntun og starfsþjálfun til vegs á við bóknámið. Hin öra þróun atvinnulífs og þjóðfélags gerir bæði kleift og nauðsyn- legt að greiða fyrir fullorðinsfræðslu og endurmenntun, svo að fólk geti bætt sér upp þá skólagöngu, sem það fór á mis við fyrr á ævinni, og lagað sig að breytingum vinnumarkaðarins. Alþýðuflokkurinn litur svo á, að eitt af vandamálum íslensks at- vinnulífs sé vaxandi sérhæfing starfsgreina og of lítill skilningur fólks á starfi annarra. Þess vegna leggur Alþýðuflokkurinn áherslu á að kynni uppvaxandi kynslóðar við atvinnulíf landsins verði sem best tryggð, m.a. með öfl- ugri starfsfræðslu í skólum landsins og skipulagðri þátttöku skólafólks í ýmsum atvinnugreinum um lengri eða skemmri tíma. III. Stjórnarfar og ríkisvald Alþýðuflokkurinn berst fyrir lýðræði og vill að það móti alla gerð samfélagsins. Lýðræði felur í sér rétt allra manna til að móta í samfélagi við aðra þær ákvarðanir sem varða þá sameiginlega. Lýðræðisleg stjórnskipun tryggir öllum jafnan rétt til að velja stjórnendur og veita þeim aðhald og jafna möguleika til að taka að sér forystustörf. Lýðræðislegir starfshættir stjórnmálaflokka og almannasamtaka, réttur til frjálsrar félagsstarfsemi og frjáls aðgangur að upplýsingum eru nauðsynlegir þættir lýðræðisþjóðfélags. • Alþýðuflokkurinn vill valddreifingu til að auka hlutdeild almennings í stefnumótun, aðhald hans að stjórnendum og beint samband hans við stjórnvöld og almannastofnanir. Efla þarf sjálfstjórn heima- manna I byggðarlögum og landshlutum, en einfalda hið flókna ríkis- bákn ogauka ábyrgð lýðkjörinna fulltrúa áöllum stigum stjórnsýslu. • Alþýðuflokkurinn berst fyrir jafnrétti allra gagnvart ríkisvaldinu. • Alþýðuflokkurinn krefst öryggis hvers þegns í samfélaginu. Tryggð sé óvilhöll framkvæmd löggæslu, dómsvalds og allrar stjórnsýslu. Allir hafi jafna aðstöðu til áhrifa á stjórnmál og skoðanamyndun. • Hver maður njóti verndar gegn yfirgangi, hafi aðstöðu til að leita réttar síns, þurfi hvorki að óttast valdníðslu yfirvalda, ranga dóma né ranglátar refsingar. • Alþýðuflokkurinn berst fyrir réttlæti í stjórn samfélagsins, réttlátum lögum og óhlutdrægri beitingu þeirra. AlþýðuHokkurinn vill efla, styrkja og auka lýðræðið og gildi þess meðal íslendinga. AUir þegnar hins islenska þjóðfélags, hvaða alvinnu sem þeir stunda, hver sem staða þeirra er, og hvar á landinu sem þeir búa, hafi sem jafnasta aðstöðu til að taka þátt í mótun ákvarðana, mynda sér skoðanir og koma þeim á framfæri. Að þessum markmiðum mun Alþýðuflokkurinn vinna með umbót- um á löggjöf, en er þó Ijóst, að meira en lagabreytingar þarf til þess að raunverulegt lýðræði sé tryggt. Firring og félagslegur leiði, óðaverð- bólga og lélegt siðgæði í skattamálum og opinberri stjórnsýslu er and- stætt hagsmunum raunverulegs lýðræðis; gerir það veikt og tortryggi- legt og getur jafnvel riðið því að fullu. Stjórnmálaflokkarnir bera i þess- um efnum þunga ábyrgð. Stjórnmálaflokkar eru snar þáttur í félagslegri uppbyggingu þjóðfé- lagsins. Samtök starfsgreina, áhugamannafélög og neytendasamtök eru líka mikilvæg, enda á samfélagið skyldum að gegna við slík samtök. Sérstaklega ber að meta hlutverk launþegahreyfingarinnar, en vald hennar er virkasta trygging alþýðu gegn misbeitingu auðvalds og ríkis- valds. Er því höfuðnauðsyn að lýðræðið innan hennar sé virkt og öfl- ugt. Stjórnmálaflokkar hafa sérstaka þýðingu vegna hinnar beinu aðildar þeirra að meðferð ríkisvaldsins. Því eru lýðræðislegir stjórnmálaflokk- ar forsenda lýðræðislegs þjóðfélags. Bæði í innra starfi stjórnmálaflokkanna, í baráttu þeirra um völdin og í sjálfri stjórnsýslunni skipta fjármunir miklu máli og það sem fyrir þá fæst, svo sem yfirráð yfir fjölmiðlum, atvinnu og hlunnindum. • Alþýðuflokkurinn vill draga úr áhrifum fjármálavaldsins á öllum sviðum stjórnmála, stjórnsýslu og skoðanamyndunar. • Setja ber löggjöf um stjórnmálaflokkana, fjáröflun þeirra, starfs- mannahald og önnur umsvif. Ennfremur ber að efla lýðræði innan stjórnmálaflokkanna og gera starfsemi þeirra meira aðlaðandi fyrir fólkið i landinu. Alþingi og stjórnskipan Alþýðuflokkurinn vill • að kjósendur hafi allir jafnan rétt til að velja alþingismenn, og kosn- ingaskipan verði breytt í samræmi við það. • að kjósendur hafi virk áhrif á stjórn landsins með persónubundnum kosningum. • að stofnanir og embættismenn njóti lýðræðislegs aðhalds af hálfu Alþingis. • að Alþingi starfi í einni deild.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.