Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 6
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN Hin sígilda krafa: Jöfnuður í stað misréttis í öllu því moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í kosningabaráttu síðustu vikna, hefur mörgum reynst erfitt að greina kjarnann frá hisminu. Nýir flokkar hafa birt langa loforðalista, og margt af því sem sagt hefur verið er vart boðlegt vitibornu fólki. Það er ekki að undra þótt margur sé ráðvilltur og fordæmi stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn fyrir gaspur og innihaldslaust hjal. Alþýðuflokkurinn hefur eftir bestu getu haldið uppi málefnalegri umræðu um mikilvæg þjóðfé- lagsmál. Hann hefur bent á það misrétti, sem nú birtist þjóðinni í ýmsum myndum; misrétti á milli landshluta, misrétti í launum, misrétti í skattamál- um, misrétti í húsnæðismálum, í málefnum aldr- aðra og lífeyrisþega, öryrkja og einstæðra for- eldra og það misrétti, sem nýfrjálshyggjan hefur skapað á flestum sviðum félagslegrar þjónustu. En Alþýðuflokkurinn hefur gert meira. Hann hef- ur bent á leiðir tii úrbóta, ekki aðeins með kröfum um aukin útgjöld, heldur um nýjar tekjuleiðir. Hann hefur krafist aðgerða í skattamálum, sem fært geta ríkissjóði milljarðatekjur, sparnað í ríkisrekstri, sem einnig getur aflað ríkissjóði umtalsverðra tekna. Hann hefur hafnað óábyrgri kröfupólitík, sem ekki kemur með tekjuleiðir á móti. Það er stundum sagt, að það borgi sig vart að vera ábyrgur í stjórnmálum. Hinn óábyrgi málflutn- ingur afli fleiri atkvæða. Það hefur oft sýnt sig að óraunsæ og yfirborðskennd stjórnmálabaráttagetur borið árangur, en hann er jafnan skammvinnur. - I 70 ár hefur Alþýðuflokkurinn barist fyrir réttlæti og jöfnuði. Þessi barátta hefur haft afgerandi áhrif á íslenskt samfélag og flestir stjórnmálaflokkar orðið að viðurkenna réttmæti hennar og raunar tekið mörg af baráttumálum jafnaðarmanna og gert þau að sínum. Það er vel. Það sem sameinar jafnaðarmenn til athafna í stjórnmálum er sameiginlegt lífsviðhorf. Þetta sameiginlega viðhorf til einstaklingsins og sam- skipta einstaklinga í þjóðfélaginu köllum við lýð- ræðislega jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefnan er al- þjóðleg. Hún boðar það, að aðeins með því að út- rýma misrétti og ójöfnuði eigi mannkyn möguleika á því að komast af. Með því að gera íslenska þjóð að einingu í þessari heimsmynd segja jafnaðar- menn: íslendingar eru lánsöm þjóð. Þeir búa við frelsi í góðu landi, þar sem framfarir hafa verið stórstígar á síðustu áratugum. Þeir eiga meiri möguleika til betra lífs en flestar þjóðir. En skugga hefur borið á. Misréttinu hefur ekki verið útrýmt. Kann ástæðan að vera sú, að svo stór hluti þjóðarinnar hafi efnast verulega á síðustu árum, að hann láti sig einu skipta hvernig hinir efnaminni komast af? Sé svo, eru á ferðinni alvarleg hættumerki. Jafnaðarmenn hafa varað alvarlega við nýfrjáls- hyggjunni, sem kennir það að hver sé sjálfum sér næstur, frumskógarlögmálið um sigur hins sterka eigi að ríkja, - hver sé sinnar gæfu smiður, án tillits til þeirra verkfæra, sem hann hefur í höndum til smíða. Það eru þessi lögmál, sem hafa skapað meira misrétti á íslandi en nokkur önnur stefna, sem áhrif hefur haft inn í stjórnkerfið. Gegn þessum öflum viljum við jafnaðarmenn ráðast af öllu afli. Við krefjumst þess, að í öllum stjórnarathöfnum sé þes gætt að hver einstakling- ur njóti afraksturs heildarinnar. Krafan um jöfnuð og baráttan gegn misréttinu getur ráðið úrslitum um afkomu heildarinnar á næstu misserum, og við hyggjumst fylgja henni eftir í verki. Til þess þurfum við afl og eftir því leitum við í kosningunum á laug- ardag. Við skorum á ykkur að vera með, gerast þátttakendur t þessari baráttu. Siðleysi Framsóknarflokksins: Skattpeningar notaðir til kosningabaráttunnar Þaö hefur vakiö gífurlega athygli hve miklu fjármagni Framsóknar- flokkurinn, t.d. í þessu kjördæmi hefur eytt í kosningabaráttuna. Formaður flokksins lýsti því yfir fyrir skömmu, aö fjárhagsleg staöa hans væri mjög slæm, einkum vegna tuga milljóna króna taps á dagblaðinu NT. En nú virðist flokkurinn hafa meiri fjárráð en nokkur annar, og er Sjálfstæðisflokkurinn þá ekki undanskilinn. Á Stöð 2 í Reykja- vík hefur flokkurinn sýnt sjón- varpsauglýsingar, sem hljóta að kosta milljónir króna og heilsíðu- auglýsingar í dagblöðum skipta tugum ef ekki hundruðum. Aug- lýsingamagnið í útvarpi er einnig með ólíkindum. í þessu kjördæmi hefur flokkur- inn haldið hverja stórhátíðina á fætur annarri, og allt er ókeypis; aðgangur, veitingar og skemmti- atriði. Bítlavinafélagið hefur kom- ið félögum sínum til aðstoðar! Menn spyrja nú: Hvaðan kemur flokknum þetta fjármagn, t.d. hér á Norðurlandi eystra? Því verður hver að svara fyrir sig. Ekki hefur orðið vart við umtalsverðar her- ferðir til fjáröflunar. Ein aðferð flokksins lýsir þó einhverju mesta pólitíska siðleysi í samanlagðri stjórnmálasögu þjóðarinnar. Síðustu daga hefur öllum bændum á landinu verið send bók um afkomu landbúnað- arins 1983-1987, starf og árang- ur. Á kápusíðu er eftirfarandi slagorðum slegið upp: „Trygging í stað óvissu" — „Uppbygging í stað samdráttar" — „Staðgreiðsla mjólkur og sauðfjárafurða" - „Bætt lánakjör landbúnaðarins“ - „Lækkun framleiðslukostnaðar11 — „Hærra hlutfall launa“. Síðan eru birt línurit og stórar fyrirsagnir um betri afkomu landbúnaðarins og bókinni lýkur með þessum orðum: „Með starfinu 1983-1987 hefur verið lagður grundvöllur fyr- ir landbúnaðinn að byggja á sókn til framtíðar — með öryggi í stað óvissu.“ Þetta eru kunn slagorð úr Tímanum. Flestum hefur þótt þetta myndarlegur kosningabækl- ingur Framsóknarflokksins. — En þeim bregður í brún, þegar þeir sjá, að útgefandi er landbúnaðar- ráðuneytið. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg hefur verið látin prenta. Hér er á ferðinni svo óskamm- feilin misnotkun á skattfél borgar- anna að dæmalaust er. — En það er annar bæklingur, sem borist hefur inn á heimili landsmanna síðustu daga. Hann heitir „Nýtt lánakerfi — breyttir tímar“. Hann er litprentaður á besta pappír með myndum, skreytingum og súluritum. Mikill hluti þessa bækl- ings er notaður til að svara þeirri réttmætu gagnrýni, sem komið hefur fram á hið nýja húsnæðis- lánakerfi. En svörin eru í grund- vallaratriðum röng og til þess gerð að slá ryki í augu fólks. Flestum hefur virst þetta vera hressilegur áróðursbæklingur Framsóknar til að verja mistök Alexanders Stefánssonar, félags- málaráðherra. En aldeilis ekki. Útgefandi er félagsmálaráðuneyt- ið. Og bæklingurinn er prentaður í ísafold, sem er í eigu þekkts framsóknarmanns. Enn eitt dæm- ið um siðleysi framsóknarforingj- anna í kosningabaráttunni. Millj- ónum króna af skattfé borgar- anna hefur verið varið til kosn- ingaáróðurs fyrir Framsókn. Framsókn hefur hneykslast á siðleysi Alberts Guðmundssonar. En hvað er þetta?

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.