Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 11
ÁLÞÝÐUMAÐURÍNN - 11 Á söluskrá: Skarðshlíð: 3ja herb. íbúð á jarðhæð í svalablokk (sér inngangur). Smárahlíð: 2ja herb. íbúð. Brekkugata: 4ra herb. íbúð, efri hæð og ris. Mikil eftirspurn mikil sala! Hafðu samband ef þú vilt selja! Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Opið frá kl. 5-7 e.h. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efri hæö, sími 21878 Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur. Hermann R. Jónsson, sölumaður. Kvöld- og helgarsími 25025. SMunið kosningasjóðinn Öll framlög vel þegin. Oft var þörf — nú er nauðsyn. Svar við fyrirspurn í síðasta „Alþýðumanni“ INYJU FLUGSTÖÐINNI ER BANKI ALLRA LANDSMANNA Á framboðsfundi í Ólafsfirði um daginn, lét ég frú Jónínu Óskars- dóttur fara nokkuð í taugarnar á mér. Hún eyddi mestu af sínum ræðutíma í það að gera lítið úr því, sem við þingmenn og þá einkum sjálfstæðisþingmenn hefðum unnið að hagsmunamál- um Ólafsfirðinga. Pað er að vísu illfyrirgefanlegt að láta svona ósanngirni ergja sig, en við þingmenn og ég vil segja alveg sérstaklega Halldór Blöndal, höfum lagt okkur fram um að vinna að ýmsunt framfara- málum Ólafsfirðinga, sem ekki njóta verðugs skilnings alls staðar. Ég lét þau orð falla, að kratar í Ólafsfirði hefðu ekki viljað frú Jónínu í bæjarstjórn og var spurður hvort þetta væri dæmi um málflutning sjálfstæðis- manna. Spurningunni gat ég ein- faldlega ekki svarað, vegna þess að tíminn var skammtaður. Kannski var orðaval mitt ekki heppilegt. Jónína var í ein tvö kjörtímabil varabæjarfulltrúi og ég hef aldrei heyrt né séð neitt sem skýrði það, af hverju hún var ekki sjálfsagður „kandidat" áfram. Én ég skil ekki enn af hverju ræðumönnum sem á eftir töluðu, fannst svo ósmekklegt að álykta að Jónína hefði ekki þótt heppilegur frambjóðandi síðast- liðið vor. Hitt, sem Árni Gunnarsson og fóstbóðir hans, Steingrímur Sig- fússon ruku upp út af, var að ég skyldi rugla saman ártölum á yfir- borðstillögum þeirra um jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla. Á.G. kom sem snöggvast á þing fyrir áramótin 1984 og flutti þá ásamt S.J.S. tillögu um, að jarðgöng skyldu gerð strax ígegnum Olafs- fjarðarmúla. „Gatið" hefði þá veri komið nú í ár (1987) fyrst allt átti að vera fullfrágengið 1988. Þessi tillaga dó auðvitað eins og svo mörg sýndarmál. (99. mál s.þ., 106. löggj.þing.) Björn Dagbjartsson. Síðan flutti Steingrímur ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur, Sighvati Björgvinssyni og fleirum aðra til- lögu um langtímaáætlun í jarð- gangagerð. Sú áætlun skyldi hefj- ast með framkvæmdum í Ólafs- fjarðarmúla „eins fljótt og kostur er“. (90. mál s.þ., 108. löggj.þing.) Síðar var samþykkt | að vísa þessari tillögu til ríkis- stjórnarinnar. Þetta orðalag að Ö hefja nýja áætlun um jarðganga- § gerð „eins fljótt og kostur er“ reyndist okkur erfitt og var títt til vitnað af þingmönnum annarra kjördæma, embættismönnum og jafnvel enn hærra settum mönnum. Þeir töldu ekki skyldu að ljúka Ó-vegaáætlun, heldur hefja nýja áætlun um jarðganga- gerð einhvern tíma „eins fljótt og kostur er“. Svarið við spurningunni í Al- þýðumanninum: Er þetta dæmi um málflutning sjálfstæðis- manna, er auðvitað nei. Frú Jón- ína getur ein sagt um það, hvort hún sjálf dró sig í hlé í bæjar- málapólitíkinni í Ólafsfirði. Með þökk fyrir birtinguna. Björn Dagbjartsson alþm. Landsbanki íslands býöur alla bankaþjónustu í nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. í brottfararsal er opin afgreiösla alla daga frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögö á gjaldeyrisviöskipti, ferðatryggingar og aöra þjónustu viö feröamenn. Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neöri hæö byggingarinnar. Afgreiöslan í gömlu flugstööinni verður starfrækt með heföbundum hætti. Viö minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiöum, þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiösla alla daga frá kl. 8.15-19.15. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.