Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 2
2 - ALÞÝÐUMAÐURINN Punktar úr bæjarstjóm Orðsending frá manntali Akureyrarbæjar Enn minnir manntal Akureyrarbæjar á skyldur þeirra sem flytja til Akureyrar að tilkynna flutning- inn á manntalsskrifstofu bæjarins að Geislagötu 9, 2. hæð. Manntalið minnir á að fólk hefur 7 daga til að gera grein fyrir flutningi. Einnig skal vekja athygli þeirra sem hyggjast flytja á tímabilinu 15. nóvember til 1. desember n.k. á að þeir þurfa að tilkynna flutninginn í síð- asta lagi 15. nóvember til þess að komast á rétt- an stað í Þjóðskrá 1. desember 1987. Bæjarstjórinn á Akureyri, 21. október 1987. Örn Ingi vill hætta með Laxdalshús Örn Ingi hefur skrifað bæjarráði Akureyrar bréf, þar sem hann f.h. Laxmanna hf. segir upp leigusamningi við Akureyrarbæ um Laxdalshús með eins mánað- ar fyrirvara. Reksturinn mun ekki hafa gengið sem skyldi. Akureyrarbær vill kaupa hús Bæjarráð hefur falið bæjarlög- manni að ganga til samninga við eigendur hússins Gránufélags- götu 6 um kaup á eigninni á grundvelli matsgerðar, sem Stef- án Ingólfsson f.h. eigenda og Páll Halldórsson f.h. Akureyrarbæjar framkvæmdu. Matið hljóðar upp á kr. 4.530.000,- Fasteignamat á Akureyri hækkar Yfirfasteignamatsnefnd hefur rit- að bæjarráði bréf, þar sem fram kemur að matsverð fasteigna á Akureyri hækkar allverulega umfram það sem gerist annars staðar á landinu. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 44% og lóðamat um 29%. Þetta ætti að gefa auknar tekjur í bæjar- sjóð, en fasteignaverð á Akureyri hefur farið mjög hækkandi umfram landsmeðaltal. Samkeppni um viðbyggingu Amtsbókasafns- ins Menningarmálanefnd Akureyrar íhugar nú að efna til samkeppni um teikningar vegna væntanlegr- ar viðbyggingar Amtsbókasafns- ins. Ef af verður mun keppnis- frestur verða minnst 3 mánuðir. 4 gerðir - Nokkrir litir. Sporthúyid Hafnarstræti 94 Sími 24350 Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Frá 1. nóvember 1987 verður afgreiðsla Hitaveitunnar opin alla virka daga kl. 9:30-12.00 og 12.30-15.00. Hitaveitustjóri. Fróbœrir dúnstakkar fró Frakklandi

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.