Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 Forréttindakerfi afhjúpað margir smáir aðilar geti tæpast tryggt stöðugt framboð og aukin samkeppni geti leitt til verðlækk- unar. Ennfremur grípa menn til gamals hræðsluáróðurs um að gæðaeftirliti verði áfátt. Pólitískir hagsmunaverðir, for- menn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, áttu hins vegar fá svör í farteskinu þegar Jón Sigurðsson braut blaðið í sögunni. Málið er mjög óþægilegt fyrir flokkana og formennina tvo, sem báðir skírskota til frelsis og frjálslyndis, þegar þeir lýsa hug- sjónum sínum í orði. Steingrímur og Porsteinn virð- ast vera sammála um að ákvörð- un hafi verið tekin á vitlausum tíma þegar fyrir liggi, samkvæmt stjórnarsáttmála, að færa útflutn- ingsviðskipti frá viðskiptaráðu- neyti til utanríkisráðuneytis. Peir virðast ennfremur geta verið sammála um það að Jón Sigurðs- son sýni utanríkisráðherra ókurt- eisi með þessu. Peir virðast því eiga erfitt með að snúa sig skammlaust út úr málinu. Jafnvel mætti segja að málflutningurinn styddi fullyrð- ingar síðustu ára að Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur gegni fyrst og fremst hlutverki sérhagsmunavörslu. Gegn atvinnufrelsi Engu að síður er ákvörðun við- skiptaráðherra í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans, þar sem segir að aukið verði frelsi í útflutningsverslun. Stjórnlaga- breytingin um að færa utanríkis- viðskiptin til Steingríms, er enn í formi lagafrumvarps ósamþykkt á Alþingi. Viðskiptaráðherra hefur því talið sig þurfa að afgreiða þau mál sem lágu á borði hans fagráðuneytis, sam- kvæmt sinni pólitísku sannfær- ingu og samkvæmt anda stjórnar- sáttmálans. Jón gat ekki verið að hafna beiðnum sem Iágu á borð- inu hjá honum, um leyfi til út- flutnings ef það stríddi gegn prinsíppsjónarmiðum hans og ríkisstjórnarinnar. Raddir hafa einnig orðið háværari um það, að einokunar- kerfi í útflutningsversluninni stríði gegn alþjóða mannréttind- aákvæðum og atvinnufrelsis- ákvæði stjórnarsáttmálans. Skömmtunarvald viðskiptaráð- herra er bundið í Ólafslögum frá 1979. Þar segir að útflutningsleyfi geti viðskiptaráðuneytið bundið ákveðnum skilyrðum sem nauð- synleg þykja. Þar segir hins vegar ekkert um að ráðuneytið skuli gæta þess að hvorki sé mismunað einstaklingum eða fyrirtækjum. „Með því að brjóta þetta á bak aftur er Jón Sigurðsson að treysta atvinnufrelsið," sagði Óttar Ingvarsson forstjóri íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar. Ótt- ar sagði að það væri furðuleg vinnuregla sem viðskiptaráð- herra væri boðin, að geta bundið útflutningsleyfi skilyrðum, „sem þurfa þykja,“ eins og segir í lögunum. Með frumvarpinu sem liggur fyrir á Alþingi virðist ekki eiga að bjóta á bak aftur þetta lögbundna vald til mismunar, heldur einung- is færa það yfir til Steingríms Hermannssonar. Kindakjötið næst? Árið 1985 lögðu allir þingmenn Alþýðuflokksins fram tillögu til þingsályktunar um að fela við- skiptaráðherra að gefa útflutning á vörum frá landinu frjálsan í stað þess að binda hann leyfum eins og nú er gert í reglugerðum. Það þarf varla að taka fram að til- lagan náði ekki fram að ganga. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni segir m.a.: „Á sama tíma og innflutningur hefur verið að mestu frjáls hefur ríkt alger leyfisbinding á útflutningi. Þessi leyfisbinding eykur á skrif- ræði og í henni felst skömmtunar- kerfi því að einum aðila, við- skiptaráðherra, er fengið vald til að ákveða hverjir skuli njóta leyfisins.“ Þingflokkurinn segir í greinar- gerðinni að frelsi í útflutnings- verslun verði líklegra en nokkur önnur aðgerð til að skila árangri í auknu sölustarfi fyrir íslenskar vörur á erlendri grund. Þar er ekki einungis át við sjávarafurð- irnar, heldur og landbúnaðarvör- 77/ og frá Reykjavík: Akureyri kr. 3.828 - Egilsstaðir kr. 5.112 - Hornaflörður kr. 4.506,- Husavik kr. 4.336 - isaljörður kr. 3.574 - ur: „Hvaða nauðsyn ber til þess að kindakjötsútflutningur sé á einni hendi, og þá jafnframt sífellt á sömu hendi? Er það ekki einmitt svo að vegna slíkrar ein- okunar verður markaðsöflun seinvirk og þróttlítil." Ákvörðun Jóns Sigurðssonar boðar e.t.v. ekki eingöngu tíma- mót varðandi freðfiskútflutning- inn. Það hlýtur einnig að styttist í að aðrir en SÍS fái tækifæri til flutnings á kindakjöti. Norðfjörður kr. 5.276 - Patreksljörður kr 3.460 - Sauðárkrókur kr 3.440 - Þingeyri kr. 3.421- Vestmannaeyjar kr. 2.486,- Auglýsing um norræna tungumálasamninginn. Norræni tungumálasamningurinn, sem er samning- ur Norðurlandanna um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi, tók gildi hér á landi 25. júlí sl. Samningurinn er gerður til að auðvelda Norður- landabúum samskipti sín á milli og eru samningsrík- in skuldbundin til að stuðla að því að ríkisborgari í samningsríki geti eftir þörfum notað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofnanir í öðru samningsrt'ki. Þau mál sem samningurinn tekur til eru danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Samningurinn tekur bæði til skriflegra og munnlegra samskipta, þó ekki í síma. Samkvæmt samningnum ber opinberum aðilum að leitast við að gera norrænum ríkisborgurum kleift að nota móðurmál sitt í samskiptum sínum við opinbera aðila, sé þess nokkur kostur. Tekur þetta til sam- skipta við dómstóla, félagsmálastofnanir, heilbrigð- isstofnanir, lögreglu, skóla og skattyfirvöld, svo dæmi séu nefnd. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. nóvember 1987. Apex fargjöldin gilda einnig i framhaldsflugi með sam- starfsflugfélögum til og frá stöðum fyrir vestan, norðan og austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma ferðafyrirkomulag hjá Flugleiðum, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR NÝJAR REGLUR UM APEX i INNANLANDSFLUGI Apex er ódýr og þægilegur ferðamáti fyrir þá sem hafa fastráðið hvað þeir verða lengi i ferðinni. Elna er saumavél sem kemur þér á óvart. Sérstaklega meðfærileg og prýdd öllum þeim kostum, sem nauðsyn- legir þykja, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock), sjálvirka gerð hnappagata og margan annan Qölbreyti- legan saum. Elna, er heimsþekkt fyrir frábærar saumavélar. Þú ættir að líta við og kynna þér kosti Elna. ÍS HF. - CLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233 Heimilistæki hf Sætúni 8 - 691515 - Kringlunni - 691520 - Hafnarstræti 3 - 691525 ílpar ®Mbs kr. lljm.-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.