Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 18.11.1987, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 langan tíma grynnkað á erlendum lánum þjóðarbúsins. Valddreifing til sveitarfélaga Sveitarfélögum er veittur ákvörðun- arréttur yfir mikilvægum málaflokk- um, jafnframt því sem þeim eru tryggðir tekjustofnar í samræmi við aukin verkefni. Hér er um að ræða fyrra skrefið af tveimur áformuðum í þessari kerfisbreytingu og er tvímælalaust eitt merkasta nýmæli þessa fjárlagafrumvarps. Kerfisbreyting í ríksrekstri Fyrstu skref eru stigin til að draga úr sjálfvirkni í ríkisútgjöldum. Gerðar eru auknar kröfur um sjálfstæði og rekstrarábyrgð ríkisstofnana og auknar sértekjur þjónustustofnana. Þá er ríkisfyrirtækjum gert að skila arði í ríkissjóð. Unnið er að undir- búningi á sölu á fyrirtækjum í ríkis- eigu sem betur væru komin í hönd- um almennings. Sem dæmi má nefna fyrirhugaðar breytingar á Bif- reiðaeftirliti ríkisins. Ennfremur eru felldar niður flestar heimildir fjár- málaráðherra til niðurfellingar aðflutningsgjalda og söluskatts skv. 6. grein. Fóstrur - Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir hressum fóstrum til að veita forstöðu dagvistinni Flúðum sem er þriggja deilda blönduð dagvist með einni dagheimilisdeild og tveim leikskóla- deildum 79 börnum og dagvistinni Síðusel, sem er þriggja deilda blönduð dagvist með einni dag- heimilisdeild og tveim leikskóladeildum 81 barni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrar- bæjar. Fóstrur athugið! Veittur er flutningsstyrkur og fóstrur hafa forgang fyrir börn sín á dagvistir. Skriflegar umsóknir skulu berast Félagsmála- stofnun Akureyrar, dagvistardeild, Eiðsvallagötu 18, fyrir 20. nóv. nk. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24600 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Dagvistarfulltrúi. Fjarstýrðir bílar 4x4 — Margar gerðir HraðskreiÖir bílar sem ná 27 km. hraða. Væntanlegir bílar sem ná enn meiri hraða. dt°j Hleðslutæki, margar gerðir. imrkaburim HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Ath. sérinngangur frá Glerárgötu AKURLJOS Höfum opnað lampabúð Góð lýsing er nauðsynleg Við munum kappkosta að bjóða vönduð og falleg úti- og inniljós. Má nefna kastara, vinnuljós, borðlampa, flúrljós ýmsar gerðir og svona mætti lengi telja. Mikið atriði er að hafa góða lýsingu heima og eins á vinnustað. Komdu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið. Úrval tískuljósa „Töff" útiljós Pöntunarþjónusta Við bjóðum viðskiptavinum okkar að velja Ijós, lampa og kastara úr myndablöðum erlendra framleiðenda. Blöðin liggja í versluninni og eru Ijósin sérpöntuð eftiróskum hvers og eins. AKURVIK ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.