Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Side 1

Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Side 1
8. tölublað - 25. nóvember 1987 Ábyrgðarmaður: Gunnar Berg. Afgreiðsla: Strandgotu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri Frumvarp Jóhönnu vekur deilur: Hverjir eiga að ganga fyrir? Fá mál hafa vakið eins mikla athygli og hið nýja húsnæðis- frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, sem hún lagði fram á Alþingi í síðasta mánuði. Þrátt fyrir sam- þykkt allra ráðherra ríkisstjórnarinnar á málinu virðist sem þeir Þorsteinn og Steingrímur hafí enga stjórn á sínum þing- flokkum, því ýmsir þingmenn úr Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki láta eins og óhemjur út af málinu. Þeir sem verst hafa látið eru framsóknarmennirnir Alexander Stefánsson fyrrum félagsmálaráðherra og þingflokksformaðurinn Páll á Höllu- stöðum. Nú er það viðurkennt af flest- um sem til þekkja, að Alexander var búinn að koma húsnæðiskerf- inu í rúst, á meðan hann var fé- lagsmálaráðherra. í stað þess að fagna þeim breytingum sem Jó- hanna leggur til og styðja hana í að reisa kerfið við, þá finnur hann allt að öllu og skirrist ekki við að væna Jóhönnu um svik og pretti. Alexander er svo afbrýði- samur út í hið nýja frumvarp að hann viðurkennir ekki einu sinni að þeir sem eru að byggja í fyrsta sinn eigi að hafa forgang til lána. Höllustaða-Páll sem er þekkt- ur fyrir það í þinginu að tala vandað og fagurt mál, hefur mestar áhyggjur af því hvort Jóhönnu muni takast að „nauðga“ þingflokki Framsókn- arflokksins til stuðnings við frum- varpið. Um hvað snýst málið? Þetta frumvarp Jóhönnu er breyting á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem sett voru í ráðheratíð Alexanders Stefáns- sonar. Lög Alexanders gerðu ráð fyrir því, að allir ættu jafnan rétt til lána, án tillits til efnahags, sem aftur þýddi að biðtími eftir lánum var orðinn óheyrilega langur og margir sem áttu stórar eignir fyrir sóttu um lán vegna þess, að þeir vildu minnka við sig húsnæði. Nú vita allir, að vextir af lánum Húsnæðisstjórnar eru mikið niðurgreiddir svo menn sem áttu miklar eignir fyrir gátu tekið þessi hagstæðu lán og fjárfest í verðbréfum eða öðru sem gaf af sér mikla vexti og fjármagnað byggingar sínar með því að selja aðrar eignir. Breytingar Jóhönnu 1. gr. Gert er ráð fyrir heimild Hús- næðismálastjórnar til að skerða eða synja um lán ef ríkar ástæður eru fyrir hendi vegna einnar eða fleiri af eftirfarandi ástæðum: a. Umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð. b. Umsækjandi á mikla íbúð- areign, skuldlitla eða skuldlausa, skv. nánari reglum sem ákvæði skulu sett um í reglugerð. c. Fyrri íbúðareign umsækj- anda er skuldlítil og stærri en 180 fermetrar, brúttó, að frádregnum bílskúr, og umsækjandi er að minnka við sig. Ef umsækjandi er í hjónabandi eða óvígðri sambúð, skal miða við íbúðareign beggja aðila. 2. gr. Umsækjendur skulu innan þriggja mánaða frá því að umsókn var lögð fram fá svar um hvort þeir eigi rétt á láni og lík- legan afgreiðslutíma láns. Endanleg svör um afgreiðslutíma láns og lánsupphæð berist eigi síðar en einu ári áður en fyrsti hluti láns kemur til afgreiðslu. 3. gr. Uthlutun lána til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn svo og vegna lána til viðbygginga/ endurbóta eða orkusparnaðar, skal ganga fyrir úthlutun lána til þeirra, sem eiga íbúð fyrir, og skulu fyrrnefnd lán afgreidd í sömu röð og umsóknir berast og/ eða fbúðir verða veðhæfar. Þegar um er að ræða þá, sem eiga íbúð fyrir, er heimilt að láta fjölskyldu- stærð og skuldlausan eignar- hlut í fyrri íbúð hafa áhrif á bið- tíma eftir lánum til þeirra inn- byrðis þannig að þeir, sem verr eru settir að þessu leyti, gangi fyrir hinum. 4. gr. Heimilt er ríkisstjórn að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks eða að endurgreiða vexti, hvort tveggja eftir nánari reglum er settar verði í reglu- gerð. 5. gr. Akvæði 1. gr. tekur gildi 21. okt- óber 1987. Ákvæði 2. og 3. gr. gilda um umsóknir sem borist hafa Húsnæðisstofnun ríkisins frá 13. mars 1987. Ákvæði 4. gr. öðl- ast gildi þegar í stað. Markmið frumvarpsins 1. Að tryggja betur en nú er for- gang þeirra, sem eru í brýnni þörf fyrir lánafyrirgreiðslu vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. 2. Að draga úr þenslu á fast- eignamarkaði og koma í veg fyrir óeðlilega hækkun á verði íbúð- arhúsnæðis. 3. Að takmarka sjálfvirkni í útlánum og draga úr fjárþörf húsnæðiskerfisins. 4. Að gera Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar kleift að gegna betur en hingað til því veigamikla hlutverki að láta umsækjendum í té leiðbeiningar og fara yfir kostnaðar- og greiðsluáætlanir með þeim, áður en þeir ráðast í húsnæðiskaup til að reyna að forða greiðsluerfið- leikum. Á móti hverju? Andstæðingar frumvarpsins eru fyrst og fremst á móti 1. og 4. grein. Það er auðvitað skiljanlegt með Sjálfstæðisflokkinn að hann sé á móti 1. greininni, því sá flokkur hefur alltaf barist fyrir þá efnameiri í þjóðfélaginu og hann er því einungis að þjóna lund sinni að vera á móti greininni. Hitt er undarlegt, að 4. greinin skuli fara fyrir brjóstið á íhald- inu, því hún er sett inn í frum- varpið að kröfu varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Friðriks Zophussonar. Félagsmálaráð- herra hefur lýst því á Alþingi, að það sé henni að meinalausu þó 4. greinin fari út því hún hafi alls ekki verið í fyrstu gerð frum- varpsins. Það er hins vegar miklu merki- legra við andstöðu framsóknar- manna, því sá flokkur hefur a.m.k. fyrir kosningar talið sig vera umbótaflokk. En Fram- sóknarflokkurinn er nú einu sinni opinn f báða enda og þess vegna ekki alltaf auðvelt að átta sig á honum. Vonandi er hér einungis um að ræða afbýðisemi Alexand- ers, sem þingflokksformaðurinn frá Höllustöðum reynir að styðja með sínu „smekklega“ tungu- taki. Jóhanna hefur mikinn stuðning Frá því að Jóhanna Sigurðardótt- ir lagði fram frumvarpið á Al- þingi hefur hún fengið mikinn fjölda stuðningsyfirlýsinga. Al- menningur og félagasamtök hafa bæði sent henni tugi skeyta og mikinn fjölda samþykkta, þar sem hún er hvött til að standa sig í baráttunni við andstæðinga frumvarpsins. Það skiptir Jó- hönnu geysilega miklu máli að finna það, að hún hefur almenn- an stuðning með þjóðinni í þessu máli, því hér er um mikið rétt- lætismál að ræða, sem verður að nást fram. G.O. ÞENSLA - ÞENSLA - ÞENSLA Undanfarna mánuði hefur ríkt mikil þensla í íslensku þjóðlífi, þensla sem að verulegu leyti má rekja til einstaklega hag- stæðra ytri skilyrða svo sem hagstæðs verðlags á helstu mörkuðum okkar, lágs olíu- verðs og hófsemdar í kjara- samningum. Þessari miklu þenslu hafa að vanda fylgt þessi venjulegu einkenni, eins og skortur á vinnuafli sem leitt hefur til yfirborgana í engum takti við raunverulega kjara- samninga meðal vissra starfs- stétta og á vissum lands- svæðum, hömlulauss innflutn- ingsæðis, meðal annars vegna hins landlæga gengisfellingar- ótta, sem leitt hefur af sér vax- andi viðskiptahalla, svo og verðbólgu sem farið hefur vax- andi síðustu vikurnar. Mörg teikn eru nú á lofti, sem benda til þessa að hið marglofaða góðæri sé á enda. Allir þekkja fall dollarans og þær afleiðingar sem það hefur fyrir útflutningsatvinnuvegina, ofan á það bætist fyrirsjáan- legur samdráttur í sjávarút- vegi og vaxandi verðbólga. Þessir þættir þrýsta óneitan- lega á gengi krónunnar. Gengisfelling verður þó að teljast gervilausn í stöðunni, þar sem hún myndi aðeins verða til að magna vandann sem er ærinn fyrir, ekki síst í Ijósi komandi kjarasamninga. Verkamannasambandinu er í rauninni nokkur vorkunn þó það hafi kosið að slíta við- ræðunum við vinnuveitendur. Staðreyndin er nefnilega sú, að það eru ennþá talsvert stór- ir hlutar launafólks sem lítinn hlut hefur borið frá borði í góðærinu, og dæmi eru til um láglaunafólk sem jafnvel hefur orðið fyrir kjaraskerðingu á síðustu mánuðum. Það eru ennþá til á vinnumarkaðinum, til að mynda hér á Akureyri, starfsstéttir sem eftir áratuga erfiða vinnu í verksmiðjum og fiskvinnslu, bera ekki úr býtum nema þrjátíu þúsund króna lág mánaðarlaun fyrir dagvinnu, á sama tíma og lesa má í blöðum, að tilteknir menn hafi keypt laxveiðisprænu eina á Snæfellsnesi fyrir litlar hundr- að milljónir sem borgist á ári. Þessa endaleysu verður vitan- lega að afmá hvað sem líður öllum nauðsynlegum aðhalds- aðgerðum. En eins og það er vitaskuld fásinna, að afhenda atvinnuvegunum fleiri verð- bólgukrónur með ótímabærri gengisfellingu, þá er það vit- anlega einnig fásinna að verkalýðshreyfingin fari nú á ný að semja um fleiri verð- bólgukrónur í launaumsiögin. Það sem semja verður um, er ný og réttlát skipting þess samdráttar sem fyrirsjáanleg- ur er, sem kann að þýða ein- hverja tímabundna kjaraskerð- ingu fyrir einhverjar stéttir og einhver byggðarlög, jafnvægi fyrir aðra, og jafnvel allnokkrar réttarbætur til handa þeim er skarðan hlut báru í þenslunni.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.