Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 25.11.1987, Blaðsíða 6
6 - ALÞYÐUMAÐURINN Kaldbakur: Hin týnda menning Undanfarnar vikur hafa staðið yfir í leikhúsinu okkar sýning- ar á leikriti Svövu Jakobsdótt- ur „Lokaæfingu“, einstaklega mögnuðu og vel skrifuðu verki sem fjallar um hluti sem eng- um eru óviðkomandi. Verk þetta hefur nú hlotið þó nokk- urn frama erlendis, en samt er það haft eftir höfundinum, að sýning Akureyringa sé einhver sú besta, ef ekki sú besta, á því sem sett hefur verið upp. Þá hefur sýningin yfirleitt hlot- ið mikið lof gagnrýnenda, hvað svo sem það geta nú tal- ist mikil meðmæli. En þrátt fyr- ir allt þetta hefur það vantað uppá sem hverju leikhúsi er allra nauðsynlegast. Nefnilega áhorfendur. Það er eðlilegt að menn spyrji sjálfa sig hvernig það getur gerst að svo stórkostleg sýning sem þessi skuli kolfalla vegna aösóknarleysis. Sumir vilja kenna Stöð 2 um þetta, og vissulega hafa margir Akur- eyringar horft á þessa rugluðu sjónvarpsstöð eins og naut á nývirki eftir að geislar hennar náðu hingað norður yfir heið- ar, en líkast til er þó hlutur hennar hér ofmetinn. Fyrir það fyrsta, þá eru myndlyklar það dýrir að margir hafa hreinlega ekki efni á þeim, og svo hafa þeir sem myndlykla eiga án efa lært að velja og hafna í því mikla og misjafna framboði efnis sem þar er, fyrir svo utan allar endursýningarnar. Önnur ástæða er að öllum líkindum ríkari. Á hverjum fimmtudegi og föstudegi fara Fokkerarnir til Reykjavíkur drekkhlaðnir fólki sem er að fara í svokali- aða „helgarpakka", sem vita- skuld eru dýrir, þó það sé nú ekki beinlínis auglýst, en til er nokkuð sem heitir Visa og Eurocard. Og það er svo miklu betra að sjá leiksýningu í Reykjavík, og litlu máli skiptir það, hvort sýningin er ef til vill alveg hrikalega léleg og leiðin- leg. Hún er í Höfuðborginni, og þess vegna hlýtur hún að vera góð. Verði menn fyrir vonbrigð- um er svo alltaf hægt að drekkja sorgum sínum niðri í Leikhúskjallara, eða þá taka leigubíl, borga með Euro eða Vísa og storma í Broadway. Á sama tíma sitja svo hinir yfir- borguðu þrælar þenslunnar á pöbbunum í Glasgow, þamb- andi þar þennan forboðna drykk sem þingmennirnir eru sífellt að þrasa um, og auðvit- að er allt borgað með Euro- card eða Vísa, líka geislaspil- arinn sem keyptur var fyrr um daginn. Engar áhyggjur af versluninni heima. Lands- byggðarvargurinn í helgar- pökkunum sér um að halda henni gangandi. Dómsdagur kemur seinna, og þá fellir stjórnin gengið. En það er fleira en bara hin iélega, skammarlega iélega leikhúsaðsókn sem gæti bent til þess að menningin sé týnd í okkar fallega bæ. Þannig eru nú til að mynda þrjátíu ár um þessar mundir frá því Nonna- safnið opnaði fyrir forgöngu nokkurra áhugasamra kvenna, en ekki ber mikið á því að þessa sé minnst. Á sama tíma hygjast nú Reykvíkingar, jafn- vel Þjóðverjar og Norðmenn græða vei á nafni þessa kunn- asta Akureyrings sem uppi hefur verið. Skemmst er að minnast þess þegar stjórnar- formaður Ögurvíkurinnar, sá sem hvað mest hefur komið óorði á alla viðleitni til mál- vöndunar og varðveislu íslenskrar menningar, líkt og áfengisvarnarráð á áfeng- isvarnir, móðgaði meðal ann- ars hinar framsýnu Zontakon- ur með því að efna til móttöku í Reykjavík í tilefni af afhend- ingu Nonnahandrita frá Þýskalandi, handrita sem munu eiga að kúldra upp á loft í þeim þjóðarbókhlöðukastala, sem þjóðin hefur verið skattlögð, og hann er á herðablöðunum útaf, þegar honum er vinsam- lega bent á það að við höfum engin efni á því að standa í slíkum framkvæmdum í augna- blikinu. En hvað handrit þessi varðar, þá eru þau vitaskuld fyrst og fremst akureyrskur og eyfirskur menningararfur, líkt og handritin frá Danmörku samíslensk. Því ber þeim skýlaus sess í hinni fyrirhug- uðu nýbyggingu Amtsbóka- safnsins. En sennilega eiga Akureyringar þau ekki skilið vegna eigin frumkvæðisleysis og sofandaháttar, og því best geymd suður í Köln. En bær- inn berður fátækari að virkt og virðingu, og Flugleiðir munu áfram fitna á helgarpökkunum dýru sem greiddir eru með Eurocard og Vísa. Nýtt tékkhefti fyrir Einkareikning Landsbankans Einkareikningur er nýr og betri tékkareikningur, sem er eingöngu ætlaöur einstaklingum. Þetta eru tékkhefti og eyðublað fyrir Einkareikning Landsbanka íslands. Verslunarfólki og bankastarfsmönnum er sérstaklega bent á að héðan í frá má eiga von á þessum nýju tékkaeyðublöðum í umferð. Eldri tékkaeyðublöð Landsbankans eru áfram í fullu gildi. j £ Landsbanki íslands Banki allra landsmanna L Allir þeir sem taka við tókka sem greiðslu erv minntir á að ábyrgð bankans erþví aðeins gild að viðtakandi skrái bankakortsnúmer greið- anda - ekki nafnnúmer.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.