Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 1
9. tölublað - 2. desember 1987 Ábyrgðarmaður: Gunnar Berg. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Simi 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN 55 Árni Gunnarsson: Allir landsmenn njóti auðlinda fiskimiðanna“ „Mér finnst nú að flokksbræður mínir hafi sagt nóg í bili um öll þessi ágreiningsatriði. Nú er kominn tími til að setjast niður og láta verkin tala og ég vona satt að segja, að sem fyrst takist að leysa úr þessum ágreiningsatrið- um, því satt að segja óttast ég hvað við tekur ef þessi ríkisstjórn fer frá. Þá eru ýmsir möguleikar til myndunar nýrrar stjórnar án þátttöku Alþýðuflokksins og ég óttast þá möguleika," sagði Arni Gunnarsson alþingismaður, þeg- ar AM-en ræddi við hann í gær. „Ég býst við, að okkur takist að leysa flest þessi ágreiningsatr- iði, en ég hef þó nokkrar áhyggj- ur af kvótafrumvarpinu. Þar hef ég gert sérstakan fyrirvara í þing- flokknum varðandi stuðning við það, sérstaklega varðandi 9. grein, en hún er um hömlur á veiði báta undir 10 tonnum. Ég vil leyfa frjálsar krókaveiðar, þ.e. línu- og handfæraveiðar, þessara báta. Það má segja, að þetta ákvæði frumvarpsins snerti sérlega marga í Norðurlandi eystra, en þar eru trillukarlar óvenju fjölmennir og því margir sem bókstaflega eiga lífsafkom- una undir því að þessi réttur verði ekki skertur. Auk þess munu þessar reglur nálgast það að vera eignaupptaka f ákveðn- um tilvikuin, þar sem menn hafa lagt allt sitt undir í smíði báta og nú á, samkvæmt ákvæðum frum- varpsins, að svipta þessa menn réttinum til að afla tekna. Það gengur ekki upp í mínum huga og ég mun standa fast á rétti þess- ara manna inna þingflokks okkar." „Mér er ljóst, að ekki mun tak- ast að semja um nýja fiskveiði- stefnu að þessu sinni, en þessar lagfæringar verður að gera á frumvarpinu. Síðan verður að láta reyna á það á næstu 2-4 árum, hvort ekki næst samstaða um mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Eins og málum er háttað nú er nánast eins og útgerðarmenn „eigi" fiskimiðin í kringum landið. í mínum huga kemur vissulega til greina að semja um að þjóðin eignist miðin aftur og selji síðan kvótaréttindind. Þar með njóta allir landsmenn þess- arar auðlindar okkar, ekki öfráir eins og nú er og hefur m.a. leitt til þess að skip liafa verið seld milli aðila, þar sem kvótinn hefur verið metinn á tugmilljónir króna. Kerfi þar sem hægt er að selja kvóta á slíkar upphæðir án þess að hafa lagt í nokkurn kostnað við að afla sér hans, gengur ekki upp í mínum huga,“ sagði Árni að lokum. JARÐGONG undir Ólafsfjarðarmúla Kúagil Múlakolla Tófugjé Jarðgöng 0^0,5 Jarðgöngin verða alls 3100metra löng og klædd aö innan. Ólafsfjöröur JARÐGÖNGIN (Þversnið) Dagurinn 17. nóv. ’87, þegar ríkisstjórnin samþykkti að hafist skyldi handa um gerð Múla- ganga, verður talinn einn af merkisdögum í sögu Ólafsfjarðar og Eyjafjarðarbyggða. Þetta var ákvörðun um að byggð skvldi fá að þróast áfram í Ólafsfirði. Ólafsfirðingar hafa fengið orð á sig fyrir dugnað og þrótt og ég minnist þess að Kristján Eldjárn forseti líkti þeim við æskumann fullan af lífsgleði og þrótti, eftir heimsókn í Ölafsfjörð. Göngin munu kosta mikið og líklega um 500 milljónir króna, eða eins og jafn margir smábílar og íbúar kaupstaðarins eru margir, eða álíka og einn 1000 tonna verksmiðjutogari. Gangnagerðin er eitt af stærri verklegum framkvæmdum sem ráðist verður í hér um slóðir á næstu árum, en stærsta spreng- ingaverk sem framkvæmt hefur verið á íslandi. Það hefði verið gaman ef ey- firskir verktakar í samvinnu við erlenda hefðu framkvæmt verkið. Á næstu áratugum verða sprengd fleiri jarðgöng. Eftir Múlagöngin koma Vest- fjarðagöng og síðan Austfjarðar- göng. Ingólfur Arnason. Misheppnuð njósnasaga Það líður óðum að jólum, og eitt af því sem ávallt er fylgi- fiskur þeirra er hið svokallaða jólabókaflóð. Meðal þess sem út kemur fyrir hver jól er ógrynnin öll af reyfurum í fínu bandi sem maður dundar sér við að lesa á fæðingarnótt Frelsarans, enda harla lítið um bardagana í Jólaguðspjallinu. Eitthvað hefur þá frétta- mennina hjá Ríkisútvarpinu verið farið að klæja eftir þess- ari hreint ómissandi jólanæt- urlesningu, því eitt kvöldið nú fyrir skemmstu birtu þeir sem aðalfrétt alveg sérdeilis magn- aða njósnasögu, að minnsta kosti að þeim sjálfum fannst, og hana meira að segja byggða á „sönnum heimild- um“. Og ekki vantaði svo sem, að efnið væri nógu krassandi. Mikilsvirtur íslenskur stjórn- málamaður ekkert annað en landráðamaður á mála hjá erlendri leyniþjónustu. Þessi „heimildaskáldsaga", „uppljóstrun" eða hvað menn vilja kalla þessa Ijósvakavitr- un, reyndist þó ekki eins merkileg og menn héldu þegar að var gáð. Fyrir það fyrsta þá gufuðu nú heimildirnar traustu allt í einu upp, en eins og flest- um ætti að vera kunnugt, þá eru heimildir jú undirstaða rit- unar allra heimildaskáldsagna, og allrar sagnfræði svona yfir- leitt, og í öðru lagi, þá er það nú enginn nýr sannleikur, að hér á landi hafi verið og séu jafnvel enn stundaðar njósnir, bæði af CIA og hinni sovésku hliðstæðu KGB, og vitaskuld hafa þær báðar leitað eftir samböndum við íslendinga í því skyni að afla þeirra upplýs- inga sem þær telja sig hafa þurft á að halda. Að kalla Stef- án Jóhann Stefánsson land- ráðamann, jafnvel þó svo hann hafi einhvern tímann, og það hugsanlega óafvitandi talað við einhvern útsendara CIA, er hin mesta vanvirða við minn- ingu látins manns, og vita- skuld jafn fáránlegt og það að saka Hjörleif Guttormsson um landráð þó svo hann hafi á sín- um tíma verið einn af forvíg- ismönnum hins svokallaða SIA hóps sem var nú ekkert annað en samtök nokkurra bjórþambandi námsmanna í Austur-Evrópu, en Mogginn gerði mikið veður útaf. Og hvað varðar þessa CIA skýrslu sem Þjóðviljinn birti á dögun- um, þá er hún nú óttalega barnalegt plagg, merkileg þó fyrir það að vera heimild um þann tíðaranda sem ríkti (upp- hafi McCarthy-tímabilsins svokallaða. En mikið ósköp væri nú annars fróðlegt að sjá skýrslur KGB um ísland frá sama tíma. Þær ættu nú að vera aðgengilegar á þessum tíma Glasnost, Perestrojka og hvað þetta nú allt heitir. Þau vinnubrögð sem frétta- menn Ríkisútvarpsins við- höfðu í þessu máli eru vita- skuld fyrir neðan allar hellur og þau ber harðlega að for- dæma. Markús Örn hefur heit- ið rannsókn, og það meira að segja rannsókn utanaðkom- andi aðila, að beiðni hins þó altumpólitíska Útvarpsráðs, enda myndi einmitt sú stað- reynd hversu pólitískt mengað allt batteríið hjá RÚV er, ein útaf fyrir sig nægja til þess að innanhússrannsókn yrði aldrei trúverðug. Niðurstaða slíkrar rannsóknar hlyti annað hvort að leiða til þess að hausar fykju, nokkuð sem myndi óhjákvæmilega kalla á ásakan- ir um pólitiskar ofsóknir, eða afgreiðslan yrði eitthvað í lík- ingu við hið margfræga „Skjaldarvíkurmál", það er að segja, að menn yrðu sendir í tímabundna kælingu en kæmu síðan aftur tvíefldir til starfa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.