Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 Hvað fór úrskeiðis í Framsókn? „Ég er ekkert ánægöur aö vera kominn út úr Framsókn. Ég hefði verið ánægðari, ef Framsóknar- flokkurinn hefði haldið sinni upprunaiegu stefnu. Ég er fram- sóknarmaður eins og hann var fyrir einum 10 árum, en ég er ekki framsóknarmaður eins og flokkurinn er í dag. Því miður er Framsóknar- flokkurinn að verða borgara- flokkur eins og Sjálfstæðisflokk- urinn. Ég þekki ekki eins mikið í Reykjavík eins og úti á landi, en kannski var það vegna þess að Haraldur Ólafsson var nær því en flestir aðrir að halda uppi merki Framsóknarflokksins, að hann féll út af listanum í Reykjavík. Haraldur hélt mjög vel á mörgum málum, og mér fannst hann eiga annað skilið en að vera vikið til hliðar. Guðmundur G. er ágætur maður, en þarna var Haraldur fyrir. Flokkurinn má ekki gleyma því að verðmæti þessarar þjóðar verða til í framleiðslugreinunum. Gjaldeyrisöflunin er fyrst og fremst mikil úti á landi. Veistu hvað Reykvíkingar þyrftu að skila miklu, ef þeir ætluðu að skila jafn miklu til þjóðarbúsins og Grímseyingar? 1 milljón á hvert mannsbarn í hreinar gjaldeyristekjur." „Stjórn Alþýðuflokksins“ „Ef þú athugar annars vegar stjórnarsáttmálann og hins vegar framkvæmdina, hvað er þá ekki öfugt í framkvæmdinni miðað við loforðin? - Hefur launamunur minnkað? Nei, hann hefur stór- lega vaxið. - Hefur eitthvað verið gert til að jafna aðstöðumun úti á land- byggðinni? Nei. Frekar hið gagn- stæða. - Átti ekki að lækka vexti? Ríkisstjórnin hét því að lækka vexti og hamla gegn verðbólgu. Sannleikurinn er sá, að ríkið gengur á undan með að hækka vexti, sem hefur svo áhrif á hækkandi verðbólgu. Ég hygg, að á þessu ári hafi vextir tvöfaldast. Þessu veldur fyrst og fremst grái fjármagns- markaðurinn, sem hefur engar skyldur, hvorki bindiskyldur né aðrar, og sem ekki virðist mega hrófla við. Þá er það ríkið, sem sífellt hækkar vexti á skuldabréfum, sem kórónaði svo vaxtakapp- hlaupið í þessari viku með því að hækka en~n vexti á ríkisvíxlum. Þeir eru núna í 41,3% miðað við ársávöxtun. Það er sagt, að bankar ráði vöxtum, en í reynd er það ríkis- stjórnin. Lánastofnanir verða að binda 13% í Seðlabanka án vaxta en verðtryggt. Síðan gerist það í sumar, að bönkum er gert skylt að eiga 10% af heildarinnistæð- um í Seðlabanka. Um það bil þriðjungur af þessari upphæð er vaxtalaus. Vanti upp á tilskyldar upphæð- ir hjá Seðlabanka, falla refsivext- :: fi ir á það sem upp á vantar. Segj- um að banka sé gert að eiga 600 milljónir - en síðan gerist það, að 200 milljónir vanti upp á vegna ríkisvíxlanna. Þá verður bankinn að borga f „refsivexti“ 4,1% á mánuði af þessum 200 milljón- um. Þar af leiðir, að eftir því sem ríkið hækkar vextina, neyðast bankarnir til að hækka innláns- vexti sína til þess að forðast refsi- vexti. Afleiðingarnar eru þær, að fyrirtæki og einstaklingar horfa fram á gjaldþrot í stórum stíl - ef þessari vaxtavitleysu er ekki snúið við. Vandamálið er í raun stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Menn tala um þetta víða í þjóðfélaginu. Þeir sem vit hafa á þessu eru alveg gáttaðir. Ég hugsa að þetta sé veruleg skýring á því að úti á landsbyggðinni er Alþýðuflokkurinn að dala. Úti á landsbyggðinni er þessi ríkis- stjórn kölluð „ríkisstjórn Alþýðuflokksins". Þeir halda um áhrifamestu ráðuneytin, fjármál og bankamál. Aðrir í stjórninni eru ekki nógu virkir. Ög Steingrímur og Þorsteinn eru á öndverðum meiði í veigamiklum málum eins og í samningamálunum. “ Steingrímur er ekki mikill formaður „Steingrímur Hermannsson hef- ur ýmsa kosti sem stjómmálamað- ur og hann sló sér upp á stór- veldafundinum hér í fyrra. En hann nýtur líka hagstæðs saman- burðar. Hinir eru litlir formenn í orðsins fyllstu merkingu. Stein- grímur er ekki mikill formaður en samanburðurinn er honum hagstæður. Annars er hver höndin upp á móti annarri í þessari stjórnar- samvinnu. Við skulum gera okk- ur grein fyrir því. Það byrjaði með kosningu forseta Sameinaðs þings, og eftir það hefur hver uppákoman verið annarri verri: Eggert Haukdal neitaði að styðja Árna Gunnarsson sem formann landbúnaðarnefndar, Guðmund- ur G. vildi takmarka vald fjár- málaráðherra og Jóhanna Sigurð- ardóttir heldur þannig á hús- næðismálum ,að það eitt gæti komið í veg fyrir beinan stuðning við frumvarpið. Eftir því sem ríkisstjórnin situr lengur, verða fleiri og fleiri óró- legir sem styðja hana. Og þar er enginn ríkisstjórnarflokkur Viðtal: Þorlákur Helgason undanskilinn. Ef þessari vaxta- stefnu er fylgt og þrengt að öðr- um t.d. trillukörlum - og stefnt í eignaupptöku hjá þeim eins og í landbúnaði - þá held ég að það hljóti að hitna undir mönnum. Ráðherrar sitja sjálfsagt eins lengi og sætt er, en spurning er hvort þingmenn sætta sig við framhaldið.“ Ekki viss um að verði haldin jól... „Lítum á eitt dæmi um hina frjálsu verslun: Það er mikið af kartöflum í þessu landi. Kartöflubændur segja mér að þeir fái 13-15 krón- ur fyrir kílóið. En á hvað held- urðu að kílóið sé selt út úr verslun? Það er upp í 49,60 kr. „Þvegnar og hreinar kartöflur". Lægsta verð norður á Akureyri í búðum var 36 krónur. Ef öll verslun er svona er ekki undar- legt að rísi hér syðra miklar versl- unarhallir. En hvaðan hafa þeir það fé? Ætli þeir prenti seðlana? Þeir sjúga landsbyggðina. Það er skýringin. Það þarf að halda peningum eftir úti á landsbyggðinni. Ég er ekki hrifinn af mikilli yfirbygg- ingu, en ef ekki er hægt að jafna aðstöðumuninn öðruvísi en með þriðja stjórnsýslustiginu til að auka sjálfstæði sveitarfélaganna, þá verður að gera það hvað sem það kostar. Við í mínum Sam- tökum höfum verið með vissar efasemdir um gildi fylkjaskipu- lags, sem Þjóðarflokkurinn hélt á lofti við síðustu kosningar. Við höfum viljað fara aðra leið með samkomulagi. Það mun hins veg- ar taka mörg ár að ná samkomu- lagi um fylkjaskipan, ef það næst þá nokkurn tímann - og það er óvíst hve lengi verða haldin jól í strjálbýli, ef þarf að bíða eftir því samkomulagi.." Jón Baldvin mesti frjálshyggjupostulinn „Ég hef skömm á frjálghyggj- unni. Álagningin hefur hækkað með frelsinu og með því hafa kjörin rýrnað. Það vantaði ekki að samkeppnin ætti að leysa málin, en annað hefur komið á daginn. Frjálshyggjan leysir ekki vanda landsbyggðarinnar. Þar verða launin að vera sambærileg og í Reykjavík. Fólkið vinnur langan vinnudag úti á lands- byggðinni og hefur þannig kannski há laun, en ungt fólk vill ekki búa við skilyrði sem eru lak- ari en á Reykjavíkursvæðinu. í Reykjavík eru menn búnir að vinna klukkan fjögur á föstudög- um og hafa yfirleitt hærri heildar- laun en þeir sem vinna heilu sól- arhringana á landsbyggðinni. Frelsi vaxtastefnunnar leysir ekkert. Ég get ekki séð annað en að það verði ennþá erfiðara en áður að semja um kaup og kjör núna. Og við hverju er að búast. Fjáramálaráðherra landsins, Jón Baldvin er mesti frjálshyggjupos- tuli þingsins. Verslunarráðið fór til hans en ekki til sjálfstæðism- anna til að fá stuðning við inn- flutningi á grænmeti. Hvers vegna fóru þeir ekki til sjálfstæði- smanna? Ég vil biðja þig að svara því.“

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.