Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 7
Flosi Ólafsson: Af ástarbréfi til Sölvínu Nú er mér öllum lokið. Áfeng- isvandinn ekki til. Betra að satt væri og að maður hefði vitað þetta fyrr. Ja, hvernig hún Sölv- ína getur komið manni í uppnám með sálfræðikenningunum sfn- um ár eftir ár. Maður er ekki upp á marga fiskana þegar svona tíð- indi berast. Sálin bara í rúst. Best ég láti Sölvínu sálgreina mig, fari í viðtal. Vonandi lendum við ekki í tilfinningarugli. Ja það yrði þá bara að hafa það. Áfengisvandinn er ekki til. Þat var ok. Frá blautu barnsbeini hef ég horft upp á ómælda óhamingju minna nánustu vina, vanda- manna og vandlausra út af áfengi. í hálfa öld hef ég fylgst með því, hvernig heimili hafa lagst í rúst út af brennivíni, séð góðvini mína og samferðamenn drekka frá sér ráð og rænu, heilsu og hemingju og endalaust orðið vitni að því hvernig heilu frændgarðarnir hrynja og ætt- bogar kikna af harmi, þegar einn eða fleiri ástvinir eru að tortíma sér í brennivíni. Og nú slær Sölvína því föstu að áfengisvandi sé ekki til. Það er margt skrítið í kýr- hausnum, ég segi það nú bara. Og ég sem er búinn að vera í þessu líka sólskinsskapinu í rúm sex ár og leika við hvern minn fingur allan tímann. Það eru sem sagt sex ár síðan ég ákvað að reyna að láta brennivín ekki skola mér oní göturæsið og var ekki seinna vænna, því ég var sko kominn vel á flot og flaut að feigðarósi að því er mér skilst. Við mér blasti andleg, líkamleg og félagsleg tortíming og þar að auki var ég að drepa mig á brennivíni að dómi lækna. Þá var það að það flökraði að mér, í fávisku minni, að ég byggi við áfengisvanda. Og ég lét renna af mér. Bjáninn. Nú verð ég að kyngja því - fávís maðurinn, að ég hafi aldrei búið við neinn áfengisvanda, ein- faldlega vegna þess að áfengis- vandi sé ekki til. Og allt er þetta Sölvínu að kenna, en hún er sálfræðingur, meira að segja útlærð, svo ég hlýt að taka það sem hún segir á prenti gott og gilt og rúmlega það. Mér er innanbrjósts eins og væri ég Davíð og Batseba frilla mín, kæmi undir sængina hjá mér og hvíslaði: - Davíð, þú drapst aldrei Golfat, einfaldlega af því að Golíat var aldrei til. Og Filistear eru heldur ekki til, ef þig langar til að vita það. Og þess vegna segi ég við all- ar þær milljónir, sem eiga við áfengisvanda að stríða í dag og „Það er ekkert til sem heitir áfengisvandi“ Sölvína Konráðs sálfræðingur í viðtali við „Nýtt líf“ berjast við brennivínstortíming- una upp á líf og dauða: - Takið gleði ykkar. Áfengis- vandi er ekki til. Sölvína vegur í tímaritsviðtal- inu að SÁÁ og AA samtökunum og ég er svo barnalegur að ég tek alltaf svolítinn kipp þegar mér finnst ómaklega vegið að þeim sem eru með einhverjum hætti að bjástra við mannrækt. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ég eigi líf mitt og lán að veru- legu leyti SÁÁ og AA samtökun- um að þakka. Þess vegna langar mig að senda Sölvínu lítið lettersbréf, sem ég að sönnu raunar skulda henni. Elsku hjartans Sölvína mín. Nú eru orðin tvö ár síðan ég skrifaði þér síðast og það er nú talsvert langur tími þegar penna- vinir eiga í hlut. Já og meðan ég man, þá þakka ég þér bréfið þitt. Það var bæði fallegt og skemmti- legt og bar því glöggan vott að þú ert bæði elskuleg og velmein- andi mannesja, eins og amma mín sagði stundum um elskuleg- ar og velmeinandi manneskjur. Oft hefur þú nú komið flatt upp á mig í gegnum tíðina, með kenningum um aðferðir til að gæta sálarheillar þeirra sem eru í brennivíninu. Ég man hvað mér fannst það stórkostlegt í Mogganum um árið þegar sú kenning leit dagsins Ijós að ráðið til að hætta að drekka væri ekki að fara í bindindi. Líklega hef ég, Sölvína mín, svona okkar á milli sagt, farið í bindindi þarna um árið af því að sálfræðingar álitu það ekki ráðið til að hætta að drekka. En undrið skeði. Undantekn- ingin sem sannar regluna. Sölv- ína! Við það að fara í bindindi hætti ég að drekka. Ég veit þú trúir þessu ekki, en þetta er dagsatt. Af þessu geturðu séð hvað hinir ýmsu varíantar sálvísind- anna eru ótrúlega furðulegir. En ég er, Sölvína, alveg að drepast út af því að ég fór band- vitlaust að þessu öllu. Ég fór ekki til sálfræðings, heldur rann af mér eftir vafasöm- um leiðum SÁÁ og AA- Og nú sé ég að ég hef vaðið í villu og svima í rúm sex ár. Ég er sem sagt búinn að vera mestanpart edrú allan tímann eftir kolvitlaus- um leiðum. Ég hefði átt að koma til þín og fá þig til að sálgreina mig, svo hægt væri að gera sér sálfræðilega grein fyrir því hvort ég væri, þetta sem þú talar um í greininni í Nýju lífi... hvað var það nú aftur?... já „fíkinn“ eða „misnotandi“. Ég skil auð- vitað hvorugt, en í fáfræði minni gæti ég látið mér detta í hug að annað væri orsök og hitt afleiðing og að sjálfur hafi ég ef til vill orðið misnotandi af því hvað ég var fíkinn. í tímaritsgreininni er athygl- isverð athugasemd, sem varpar nokkuð skæru Ijósi á hugtökin „misnotendur" og „fíknir". Þar segir orðrétt: - Misnotendur valda meiri skaða en fíknir vegna þess að þeir eru fleiri. Þetta er skarplega athugað og hefði sjálfsagt engum dottið í hug nema sálfræðingi. Og hver hefði annar en þú, elsku Sölvína mín, getað látið frá sér fara á prenti annað eins gull- korn og þetta: - Hins vegar eru þeir sem misnota áfengi að sönnu í meiri áhættu en hinir sem ekki gera það. Þá veit maður það. Mér finnst sárt að þurfa að hryggja þig með því, kæra Sölv- ína að það rann ekki af mér í náðarfaðmi þínum eða einhvers annars sálfræðings heldur eftir vafasömum leiðum SÁÁ og AA samtakanna ásamt fleiri hundruð vinum mínum og þúsundum, eða kannski réttara sagt hundruðum þúsundum annarra, sem fóru sömu leið frekar en að drekka sig í hel. Fyrir mér og mörg þúsund íslendingum sem þakka guði og AA fyrir að fá að vera ófullir er þetta svona frekar einfalt. Þegar við vöknum á morgnana hugsum við sem svo: - Ætli það sé ekki réttast að vera edrú í dag? Afskaplega einfalt, ekki satt? Og ef okkur finnst meira freist- andi að vera ófullir en fullir, þá erum við bara ófullir þann dag og getum varla - eins og ég hef áður sagt, Sölvína mín, verið nokkrum til ama, þó að við séum ekki á hvínandi skallanum og ölóðir í tíma og ótíma. Já og okkur hlýtur að fyrirgef- ast þótt það sé ekki sálfræðingi að þakka, hvað við erum blá- skínandi edrú. Er það ekki? ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 AKUREYRARBÆR Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni við dagvistina Sunnuhlíð frá 1. febrúar 1988. Dagvistin er ein deild með 20-25 börnum, fyrirhugað er að taka hana í notkun í mars 1988. Skriflegar umsóknir skuli berast til dagvistardeildar, Eiðsvallagötu 18, fyrir 31. desember 1987. Ennfremur auglýsum við eftir forstöðu- mönnum við dagvistirnar Flúði og Síðu- sel frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1987. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24600 alla virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Orðsending vegna heimtauga 1988 á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins Þeir viðskiptavinir RARIK sem hug hafa á kaupum á stórum heimtaugum eða stækkun núverandi heim- taugar frá RARIK á árinu 1988, eru eindregið hvattir til að leggja inn umsóknir sem fyrst. Nú er verið að undirbúa efniskaup fyrir framkvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt að umsóknir liggi fyrir hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykjavík að Laugavegi 118 og á svæðisskrifstofum og útibúum um land allt. Rafmagnsveitur ríkisins. KÝ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Orðsending til eigenda sumarbústaða á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins Þeir eigendur sumarhúsa, sem hug hafa á að fá heimtaug frá RARIK næsta sumar, eru eindregið hvattir til að leggja inn umsóknir sem fyrst og kynna sér jafnframt þær reglur sem í gildi eru varðandi afgreiðslu slíkra heimtauga. Nú er verið að undirbúa efniskaup fyrir framkvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt að umsóknir liggi fyrir hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykjavík að Laugavegi 118 og á svæðisskrifstofum og útibúum um land allt. Rafmagnsveitur ríkisins.'

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.