Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 02.12.1987, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaðstjórn: Oskar Alfreðsson. Haraldur Helgason. Jorunn Sæmundsdouir Jóhanna Sigurðardóttir féiagsmálaráðherra: „Ég verð ekki límd við stólinn“ Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hafa harðlega gagnrýnt frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi og felur í sér breytingu á útlánareglum Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þeir gagnrýna ekki aðeins efni frumvarpsins, heldur líka hvernig Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra hefur staðið að málinu. Jóhanna svarar þessari gagnrýni og lýsir skoðunum sínum í ýmsum málum. - Ertu að sprengja ríkisstjórn- ina? „Nei. Ég á ekki von á því, heldur vona ég að ríkisstjórnin, sem stendur að þessu frumvarpi, beiti sínum áhrifum til þess að þetta frumvarp verði að !ögum.“ - Hefði ekki verið hægt að standa þannig að ntálum, að ekki hefði þurft að koma til „upp- þota“ í herbúðum stjórnarflokk- anna? „Ég tel að ég hafi staðið að undirbúningi þessa máls eins og best var hægt. Upphaflega óskaði ég eftir því við húsnæðismála- stjórn að fá tillögur um þetta og hún sendi mér sínar tillögur. í húsnæðismálastjórn eru fulltrúar allra flokkanna. Þetta mál var kynnt í ríkisstjórninni í byrjun septembermánaðar og einnig í þingflokkunum. Ríkisstjórnin samþykkti síðan fyrir sitt leyti 19. september, að málið yrði lagt fram á Alþingi og afgreiðslu þess hraðað, eftir að hætt hafði verið við bráðabirgðalög. Hálfum mánuði fyrir þing var málið fullbúið fyrir þingflokkana og þeir hafa haft það . frá þeim tíma. Á þessum tíma hafa mér engar breytingar- tillögur borist frá þingflokkun- um. Ég tel því, að það hafi verið staðið þannig að undirbúningi að ekki hafi þurft að koma til þeirra atburða sem átt hafa sér stað á undanförnum dögum.“ - Þú hefur verið óvægin í gagnrýni þinni á húsnæðislána- kerfið. Má ekki segja að þú hafir veríð að strá salti í sár framsókn- armanna og Alexanders Stefáns- sonar, sem fór með húsnæðismál- in í síðustu ríkisstjórn? „Ég vil ekki líta á það svo, og get auðvitað ekki verið að velta fyrir mér hvernig einn eða annar stjórnarþingmaður hugsar í þessu máli. Ég stend einfaldlega frammi fyrir því að við erum með húsnæðislánakerfi sem taka þarf á. Það verður að sníða af þessu verstu vankantana, og koma í veg fyrir að kerfið þurfi að lokast." - Það er gagnrýnt að verið sé að hafna eða skerða lánsrétt hjá fólki? „Ég bendi á að hér er um að ræða 8% umsækjenda, 700-800 manns sem eiga fyrir fleiri en eina íbúð eða stórar skuldlausar eignir og eru að minnka við sig. Þetta er hópur sem tekur til sín 1200 milljónir króna, sem er sama og framlag í allt félagslega kerfið. - Á meðan við höfum úr takmörkuðu fjármagni að spila þá verður einhvers staðar að taka á þessu kerfi og það verður að líta til þess að við erum með félagslega íbúðakerfið í neyð, fjársvelt. Ef við eigum ekki til fjármagn í félagslega kerfið, þá getum við varla átt peninga til þess að láta niðurgreitt fé renna til efnafólks. Ég taldi mig því knúna til þess | að taka á þessu kerfi með þeim hætti sem ég hef gert. Eins vil ég nefna að á sl. árum, að einu ári undanskildu, hafa ekki orðið eins miklar verðhækkanir á fasteigna- markaðinum. Ég tel að þetta stafi að verulegu leyti af nýja hús- næðislánakerfinu og tel að það sé ábyrgðarhluti að opna aftur fyrir kerfið án þess að breyta af- greiðsluröðun á lánum eins og ég hef gert. Það bíða fjögur þúsund umsóknir og þær kosta sex og hálfan milljarð. Við fáum tuttugu milljarða frá lífeyrissjóðunum úr nýgerðum samningum. Þeir pen- ingar klárast á nokkrum vikum. Þcss vegna er nauðsynlegt að taka á þessum málum eins og ég hef hér gert. Þeir sem tala stöð- ugt um skömmtunarkerfi verða þá að benda á hvar eigi að taka meiri peninga." - Sumir segja, að það hatl ekki verið nægilega skýrt í stjórn- arsáttmála hvernig taka ætti á húsnæðismálunum. Þú og aðrir frambjóðendur Alþýðuflokksins hélduð húsnæðismálunum mjög á lofti fyrir síðustu kosningar. Ertu ekki hrædd um að verið sé að svíkja kjósendur? „Ég vísa þvf alfarið á bug að þetta mál sé ekki nægilega vel undirbúið. Það er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að draga eigi úr sjálfvirkninni og ég tel mig vera að stíga fyrsta skrefið í þá átt með þessu frumvarpi. Ég er ekki sátt við kerfið eins og það er og tel að það þurfi að gera fleiri breytingar. Það þekkist t.d. hvergi að það séu niðurgreidd lán til allra, með þeim sjálfvirka hætti sem hér er gert. Eftir fjögur ár fer t.d. allt ríkisframlagið í niðurgreiðslu í almenna hús- næðislánakerfinu. Auðvitað ætti húsnæðiskerfið að vera þannig að hægt sé að veita góð lán til þeirra sem eru að byggja og kaupa í fyrsta sinn og til þeirra sem eru að stækka hóflega við sig auk þeirra sem búa við slæmar félags- legar aðstæður." - Það halda margir því fram að Alþýðuflokkurinn hafi færst til hægri og að flokkinn vanti félagslegar áherslur og yfirbragð. Það sama er sagt um þessa ríkis- stjórn. Hvað finnst þér? „Það eru félagslegar áherslur og yfirbragð í stjórnarsáttmálan- um. - Það er komin stutt reynsla á þetta stjórnarsamstarf og það reynir auðvitað á í framkvæmd- inni hver viljinn er til þess að framkvæma þessar félagslegu umbætur. - Þú segir að þetta frumvarp nú sé aðeins fyrsta skrefið í átt til breytinga í húsnæðismálunum. Það stendur styr um þessar breyt- ingar og margir eru til þess að verja húsnæðislánakerfið, sem eitt afkvæmi þjóðarsáttarínnar. Heldurðu virkilega að það sé hægt að breyta einhverju? „Ef menn horfa æsingarlaust-á þessi húsnæðismál og reynsluna sem komin er, þá held ég að menn hljóti að sjá að það þurfi að taka miklu meira á þessu kerfi heldur en menn eru tilbúnir til í augnablikinu. Því tel ég að þegar mesti móðurinn rennur af mönn- um verði þeir tilbúnir að skoða þessi mál með jákvæðum hætti.“ - Átta samtök með þúsundir félagsmanna knýja nú á um breytingar á félagslega íbúðar- kerfinu. Hvað vilt þú gera? „Ég tel kaupleiguíbúðir vera lausnina á okkar félagslega kerfi og það hefur sýnt sig að það virð- ist vera mjög mikill áhugi fyrir Ríkisstjórn þarf að vera sam- stillt þegar stefna hefur verið ákveðin til að ná setu marki, t.d. í suður, kann það ekki góðri lukku að stýra að einn ráðherra og það formaður næststærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar tekur stefnuna í austur. Þetta er falskur tónn. Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra hafa margoft lýst því yfir að haldið verði fast við fast- gengisstefnuna, þessi stefna er líka skjalfest í stjórnarsáttmálan- um, samt hamrar Tíminn, mál- gagn Steingríms, á að gengisfell- ing sé óumflýjanleg og Stein- grímur lýsir því yfir að gengið hangi á bláþræði. Þessar yfirlýsingar Tímans og Steingríms valda ríkisstjórninni erfiðleikum og komu af stað kaupæði og eykur þenslu í þjóð- félaginu. þessu hjá sveitarfélögum og fé- lagasamtökum. Ég tel því þetta vera valkost sem hafi verulega þýðingu til þess að leysa þau vandamál sem uppi eru í félags- lega íbúðakerfinu og fyrir lands- byggðina. Þessi átta félagasam- tök sem þú nefndir eru samtök aldraðra, fatlaðra, námsmanna og láglaunafólks sem hafa sam- einast í kröfunni um að það verði gert átak í félagslegum íbúða- byggingum. Ég var á fundi hjá þessum samtökum og mér var einmitt hugsað til þess, vegna þess að verið er að gagnrýna þær tillögur sem ég er að leggja fram, að það hefur stórum hluta lág- Ingólfur Árnason: Kannski er Steingrímur að reyna að sanna það að hann einn sé hæfur forsætisráðherra, það kemur vel fram í því að nú sírax í upphafi samninga milli aðila vinnumarkaðarins lagði Stein- grímur til að ríkisvaldið tæki samningana í sínar hendur strax, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi lýst því yfir að fyrst yrðu aðilarnir að reyna til þrautar. Utanríkisráðherra samþykkti fjárlagafrumvarpið, en nú síðar átelur hann ýmsan niðurskurð launafólks verið 'iafnað í almenna kerfinu. Það er álíka stór hópur og verið er að tala um núna, að eigi að hafna og skerða lán hjá, 700-800 manns. Þetta eru sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum og ég veit ekki til þess að þeir aóilar sem hafa hátt núna hafi haft nokkuð um það að segja að þessu fólki væri hafnað í húsnæðislána- kerfinu." - Þarftu að gjalda fyrír það í þínu ráðuneyti að formaður flokksins heldur um budduna og gætir ríkiskassans? „Ég held að við getum verið vel sæmd af þeim árangri að tvö- falda framlagið til félagslega íbúðakerfisins og auka verulega framlag til málefna fatlaðra. Hitt er annað mál að ég er ósátt við að ekki fæst meira ríkisframlag í almenna húsnæðislánakerfið. Ég tel að þangað hafi of lítið farið. Lengra var ekki komist og ég má ekki ein við mörgum.“ - Þetta frumvarp sem liggur fyrir, er að margra mati próf- steinn á hvernig þér muni takast að ná fram breytingum í hús- næðismálunum almennt. - Stendur þú og fellur með þessu frumvarpi? „Mér væri sjálfri ósárt um það að standa upp úr þessum stól, þó að það væri strax á morgun. Én ég geri mér grein fyrir því að sem félagsmálaráðherra hef ég von til þess að ná fram þeim málum sem Alþýðuflokkurinn hefur bar- ist fyrir á undanförnum árum. Þess vegna á ég mér þá ósk að þegar ég stend upp úr þessum stól. þá geri ég það í sæmilegri sált við eigin samvisku og gagn- vart því fólki sem treystir mér til þess að ná fram ýmsum málum. Meðan ég hef það á tilfinning- unni að það sé hægt, þá tel ég mig hafa erindi í þennan stól. Komi annað á daginn, þá verð ég ekk- ert límd við þennan stól sem ég sit í hérna núna.“ sem hann heldur að sé óvinsæll. Þetta er pólitískt keiluspil og ekki sæmandi utanríkisráðherra. Steingrímur gengur svo Iangt að hann slær til formanns þing- flokks Framsóknar. hans Páls Péturssonar, hann heidur að Páll sé óvinsæll og segir að hann standi í vegi þess að flokkurinn geti orðið nýtískulegur stjórn- málaflokkur. Páll er hreinskiptinn, en utan- ríkisráðherrann virðist ekki vera Það- Ingólfur Árnason. „Þeír kalla þetta fyrirgreiðsluu - Sjá viðtal við Stefán Valgeirsson í opnu Falskur tónn - um hreinskiptni utanríkisráðherra

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.