Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Side 1

Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Side 1
10. tölublað - 9. desember 1987 Ábyrgðarmaður: Gunnar Berg. Afgreiðsla: Strandgótu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. Mesta skattkerfis- breyting í áratugi Tollar lækka og fjölmörg gjöld falla niður. Bætt skattskil og öruggari tekjuöflun ríkissjóðs. Einhverjar innfluttar vörur hækka þó í verði. Hverjar? Á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku voru teknar ákvarðanir um veigamestu skattbreytingar, sem komið hafa til framkvæmda á íslandi í áratugi. Tollar verða lækkaðir verulega og alls sex tegundir vörugjalda felldar niður. Sölu- skattsundanþágum verður enn fækkað og samræming sölu- skattskerfisins bætt. Af þessut á að leiða öruggari tekjuöflun ríkissjóðs, stórbætt skattskil og síðast en ekki síst lækkun verð- bólgu. Breytingar þessar eiga að ganga í gildi um áramót. Hæstu tollar munu um áramót- in lækka úr 80% í 30% og er að því stefnt með þessum breyting- um að vöruverð á íslandi standist betur samjöfnuð við vöruverð í ýmsum nálægum löndum. Samkvæmt þessu frumvarpi að nýjum tollalögfum, nái það fram að ganga á Alþingi, munu 5000 tollnúmer verða tollfrjáls af alls um 6000 tollnúmerum í toll- skránni, en nú eru í gildi 40 mis- munandi tollstig og munu þau falla niður en í staðinn verða tek- in upp sjö ný tollþrep, frá 0% upp í 30%. Fjöimargar vörutegundir, sem fram að þessu hafa verið skil- greindar sem lúxusvörur, og þar af leiðandi lent í hæsta tollflokki, munu lækka mjög í verði, margar vörutegundir um 20-40%. Söluskattur verður áfram 25% og kemur það nokkuð á óvart, þar sem fram að þessu hefur ver- ið gert ráð fyrir að skattprósenta myndi lækka frá því sem nú er, við fækkun undanþága frá skattinum, en ástæða þessa er, að niðurgreiðsur á matvörur, sem fyrirhugaðar eru, munu kosta ríkissjóð sem svarar þessum mismun. Vegna þessara auknu niður- greiðslna munu mikilvægustu neysluvörur heimilanna ekki hækka í verði. Þetta gildir um algengustu mjólkurvörur og dilkakjöt ásamt svína- og ali- fuglakjöti. Tvær síðasttöldu kjöttegundirnar verða þó ekki niðurgreiddar, en kjarnfóður- skattar verða lækkaðir til að ná fram samsvarandi verðáhrifum. I niðurgreiðslur til að koma í veg fyrir hækkun algengustu land- búnaðarafurða verður varið 1250 milljónum króna, sem koma til viðbótar þeim niðurgreiðslum sem fyrir eru. Þegar á heildina er litið er stefnt að því að framfærsluvísi- talan hvorki hækki né lækki vegna þessara aðgerða, en bygg- ingavísitala lækki um 2,3%. Lánskjaravísitalan, sem er sam- bland hinna tveggja fyrrnefndu, mun lækka um 0,8%. HVERNIG BREYTIST VÖRUVERD? Mjólk, tkyr, tmjör og dllkakjöl hatkkar akki i varöl Áætlað hlutlall tolla, vörugjalda og tölutkallt al töluvrðl önnur matvara ýmitt laakkar, hækkar aða ttandur i Alilugla- og svlnakjöt hækkar um 5-10V. Nautakjút hækkar um 10-15% Fískur hækkar um 25% Nýtt grænmeti hækkar um 15-25% Kalli hækkar um 2-3% Sykur hækkar um 13% Gosdrykkir standa I staö Brauð, ostar og egg hækka um 25% Nýir ávextir hækka um 15-25% Þurrkaðir ávextir lækka um 35V. Krydd lækkar um 35% Morgunverðarkorn (Cheerios) lækkar um 12% Hralnlætlavðrur lækka varulaga Sjampó um 25% Tannburslar um 45V. Tannkrem um 25V. Sápur og þvottælni standa I stað Snyrtivörur lækka llmvötn um 45% Raksplrar um 45 Varalitlr um 47% Bútáhöld lækka Borðbúnaöur um 40V. Hnllapör um 50% Halmlllttækl ýmltt lækka aða hækka Þvottaválar hækka um 15% Þurrkarar lækka'um 5% Sjónvörp og myndbandstæki lækka um 11% Saumavélar hækka um 16% Hljömllutningstækl lækka um 15% Kælitkápar hækka um 16% Frystikistur iækka um 5% iþrótta- ofl tómstundavörur lækka Bilraiðavarahlutlr lækka um 20% HJólbarðar lækka um 20% Hreinlætlstæki lækka um 40% Blöndunartæki lækka um 30% Ratlagnavörur lækka um 30% Góltteppl og dúkar lækka um 20% Steypustyrktarjám lækkar um 5% Rekttrarvörur og ýmit hráalni atvinnuvaganna lækka Halramjöl og heilhveiti lækka um 9% Nióursoðnlr ávextlr lækka um 35% Fryst og niöursoóið grænmeti tækkar um 15% Kaldbakur: Ber er hver að baki.... Davíð konungur af Reykjavík eignaðist óvæntan banda- mann á dögunum. Á síðasta degi nóvembermánaðar birtist í Degi leiðari, þar sem lýst var yfir stuðningi við fyrirhugaða og umdeiida ráðhúsbyggingu hans við eða öllu heldur út í Tjörninni. Og meira en það. í þessum leiðara kemur fram gagnrýni á staðarblöð Sjálf- stæðismanna í Reykjavík fyrir það að styðja ekki nægilega vel við bakið á konungi sínum í þessu máli. Þegar krosstrén hafa brugðist, þá er vissulega gott að eiga einhvern vin, og hér sannast vel hið forn- kveðna, að „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“. Nú eru skoðanir manna vissulega skiptar um þessa ráðhúsbyggingu. Af myndum sem oftlega hafa birst á skjám sjónvarpsstöðvanna að dæma, virðist þetta hin allra lögulegasta bygging, þó reist sé hún út í þennan drullupoll eins og virtur líffræðingur kall- aði Tjörnina í sjónvarpsviðtali nýverið. Hins vegar verður því nú ekki neitað, að kóngur hef- ur sótt mál þetta með tals- verðu offorsi, og ekki laust við að á stundum gæti hjá honum dálítils valdahroka og tillits- leysis gagnvart tilfinningum þegna sinna. Og einhvernveg- inn hefur maður það nú á til- finningunni, að ekki sé svo brýn þörf á að keyra fram byggingu þessa með hraði í allri þeirri þenslu sem óneitan- lega ríkir í byggingariðnaði á Reykjavíkursvæðinu. í þessu sambandi er vert að vekja athygli á tillögum fjármálaráð- herra, sem jafnframt er vel að merkja, þingmaður Reykvík- inga, þess efnis að byggingu ráðhúsins svo og viðbyggingu Alþingis verði slegið á frest að minnsta kosti meðan á núver- andi þensluástandi stendur. Og talandi um Alþingi, þá er sjálf staðsetning þess í Reykjavík í rauninni ekki jafn heilagt mál og oft áður. Margt gæti nefnilega bent til þess að virðing þess og starfsfriður yrði meiri ef það væri háð á einhverjum kyrrlátari stað. Það er til að mynda álit þeirra sem mikið þurfa að stunda ráð- stefnur, að þær vinni mun bet- ur séu þær haldnar utan skarkalans í Reykjavík. En hvað ráðhúsdeiluna varðar, þá er nú kjarni hennar sá, að hún er fyrst og fremst innanríkismál Reykvíkinga sjáifra, mál sem þeir verða að leysa sjálfir. Því ekki í al- mennri atkvæðagreiðslu? Það getur ekki talist í verkahring okkar Akureyringa að leið- beina þeim í þessu efni, enda við sjálfir gert stórar skyssur í umhverfismálum, og hvað myndum við eiginlega segja við því ef Reykvíkingar færu að leggja það til að við þurrk- uðum upp Andapollinn? En einn lærdóm getum við dregið af fyrrnefndum Ráðhúsleiðara Dags. Bæjarmálum hér á Akur- eyri hlýtur að vera einstaklega vel borgið í höndum núverandi meirihluta, en höfuðmálgagn andstæðinganna þarf að fara að leita til annarra landshluta þegar það vill helga leiðara sína sveitarstjórnarmálum. Leiðari: Á valdi hagsmunanna Við samningu stjórnarfrumvarpa síðustu daga og vikna, hefur það komið afar skýrt fram, hverjir telja sig eiga auðlindir íslands og stjórna landinu í raun. Bæði við gerð frumvarpa um fiskveiðistefnu og fjárlög hafa hinir sterku þrýstihópar og hagsmunasamtök landsins lagst á alþingismenn og ríkisstjórn og heimtað sitt fram. Hagsmunatogstreitan er orðin slík, að ríkisvaldið hefur orðið lítið svigrúm til sjálfstæðra ákvarðana og póli- tískrar forystu. Afleiðingin er auðvitað sú að bæði þing- ræðið og lýðræðið er komið í mikla hættu. Sömu sögu er að segja af flokkapólitík. Stjórnmálaflokkar lofa ákveðnum aðgerðum fyrir kosningar, hljóti þeir stuðn- ing kjósenda. Komist flokkur að loknuni kosningum til áhrifa í ríkisstjórn, þurfa kjosendur hans oft að horfa upp á bjagaðar efndir í framkvæmd. Þetta er kallað að svíkja kosningaloforðin. Svikin kosningaloforð verða til í málamiðlun samsteypustjórna og þau verða til þeg- ar ráðherrar eru á valdi hagsmunahópanna sem hóta annað hvort efnahagslegum eða pólitískum limlesting- um ef ekki er látið undan vilja þeirra. Alþýðuflokkurinn hefur skilgreint þennan vanda best allra íslenskra stjórnmálaflokka. Alþýðuflokk- urinn hefur ennfremur barist gegn ofurefli hagsmuna- hópanna og bent á þær hættur sem felast í undanslætti og undirlægjuhætti gagnvart hagsmunaaðilum þjóðfé- lagsins. Alþýðuflokkurinn hefur sagt að það þurfi að skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra víkur að þessu máli í viðtali sem birtist við hann í Alþýðumanninum í dag. Þar segir hann meðal annars: „Það þarf að breyta for- gangsröð útgjalda. Það þarf að endurskoða tekjuöflun arkerfið...Reglurnar verða að vera eins einfaldar og hugsast getur og menn verða að vera jafnir fyrir þessum lögum og reglum...Þaö sem er umfram er í stórum stíl einhvers konar millifærslur af skattpeningi almennings til viðtakenda. Og hverjir eru þessir viðtakendur? Það eru hagsmunasamtök, atvinnuvegir, stofnanir byggðar upp í kringum atvinnuvegj. Sama á við lánafyrir- greiðslu, fjárfestingarlánasjóöi, sem ríkið á og á að stjórna. Hvernig ávaxta þeir sitt fé og í þágu hverra? Hvers vegna er þessi gríðarlega ásókn í fyrirgreiðslu? Við erum að reyna að koma því í það horf að draga úr styrkjum, millifærslum, gjöfum, fyrirgreiðsluin til atvinnuvega og fyrirtækja þar sem mismununin er óskapleg“. Alþýðuflokkurinn er í stjórnarsamstarfi ineð tveimur stærstu hagsmunagæsluflokkum landsins, Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur sýnt að hann er viljugur að ganga þvert á eigin stefnuskrá ef hagsmunum þrýstihópa floksins er ógnað eins og í auknum söluleyfum á freðfiski á Bandaríkja- markaði. Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að berj- ast til þrautar í haugakjötsstefnunni í landbúnaðarmál- um. Þetta eru aðeins tvö dæmi. Alþýðuflokkurinn verður að gera sér grein fyrir því að hann berst einn í ríkisstjórninni fyrir því að skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt. Hann getur ekki búist við að hinir flokkarn- ir tveir lyfti því grettistaki með sér. Þeir eru fyrst og fremst á valdi hagsmunanna. Sjá opnuviðtal við Jón Baldvin

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.