Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.12.1987, Blaðsíða 2
2 - ALÞÝÐUMAÐURINN Amerískar kökur Rússneskar pönnukökur og ensk jólaávaxtakaka Nú, þegar augu allra friðelskandi beinast til Bandaríkjanna, hvar þeir Gorbatsjof og Reagan ræða afvopnunarsáttmála atómaldar- innar, væri ekki úr vegi að líta á, hvaða meðlæti er með kaffinu þessa dagana. - Sennilega býður Nancy Reagan upp á í Hvíta hús- inu. Amerískar kökur 150 g smjörlíki 150 gsykur 175 g púðursykur 225 g hveiti 1 lítil teskeið salt 1 lítil teskeið natrort 2 stk. egg 2 matsk. heitt vatn (ekki hafa of mikið vatn, þá renna kökurnar of mikið út) síðan rúsínur, brytjað súkkulaði og dálítið kókosmjöl. Smjörlíki, sykur og púðursykur hrært saman, síðan eggjunum bætt út í og hrært. Þá er hveitinu, salti, natróni, rúsínum, vatninu og ef til vill kókosmjöli bætt sam- an við. Sett með teskeið á plötuna og bakað við 200°C. Þá eru það Rússneskar pönnukökur 70 g srnjör 150 g hveiti 6 stk. egg 6 dropar sítrónuolía 'A I mjólk 50 g sykur 1 tsk. salt 'A l vatn Smjörið er hrært, hveitið látið út í og hrært með mjólkinni og vatn- inu, suðan látin koma upp og hrært vel í á meðan (líkt og vatnskökudeig). Þá er sítrónu- dropunum, saltinu og sykrinum bætt saman við. Kælt. - Þegar þessi jafningur er kaldur, er eggjarauðum og stífþeyttum eggjahvítum hrært saman við. Smjör er brætt á pönnu og úr deiginu eru bakaðar 2 kökur við vægan hita. - Kökurnar settar saman með góðri sultu, flórsykri stráð yfir. Borið fram með þeytt- um rjóma. Þar sem þau hjón Raisa og Mikhail Gorbatsjof náðu aðeins að heilsa upp á frú Margret Thatcher á leið sinni til Banda- ríkjanna, er ekki ólíklegt að hún hafi boðið upp á tesopa með Enskri jólaávaxtaköku sem inniheldur 250 g smjör 250 g púðursykur 1 matsk. sýróp 4 stk. egg 300 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanel 1 tsk. negul 'A tsk. múskat 4 matsk. rom eða cognac 150 g rúsínur rifinn börkur af einni sítrónu 100 g brytjaðar döðlur 115 g brytjuð cocktailber 75 gr brytjaðar möndlur. Smjör, sykur, sýróp og egg hrært vel saman, síðan öllu hinu bætt út í. Ekki hræra þetta mikið, aðeins jafna þessu vel saman. - Bakað í vel smurðu og raspstráðu formi (eða klætt innan með bökunar- pappír). Bakað við vægan hita, ca. 170°C í l'/2 tíma. Prófið með tannstöngli hvort kakan er bökuð. Kakan er látin bíða í 10 mín. í forminum, áður en henni er hvolt á ristina og látin kólna. Þá er bara að vona að öllum hafi orðið gott af meðlætinu og árang- ur leiðtoganna verði sem allir friðelskandi vonast eftir. Kosið í stjórn húsnæðis- stofnunar Kosið hefur verið í stjórn Húsnæðisstofnunar rikisins. Samkvæmt lögum um stofn- unina eru menn kosqir af sameinuðu Alþingi og skip- aðir af félagsmálaráðherra skv. tilnefningu ASÍ og VSÍ. Listinn yfir nýja stjórn Hús- næðisstofnunar fer hér á eftir. Aðalmenn: Kjörnir af sameinuðu Al- þingi: Gunnar Helgason forstöðu- maður, Jón Gunnarsson helldsali, Þráinn Valdimars- son framkvæmdastjóri, Rann- veig Guömundsdóttir bæjar- fulltrúi, Kristln Jónsdóttir kennari, Gunnar S. Björnsson byggingameistari, Hákon Hákonarson vélvirki. Skipaðir af félagsmálaráð- herra skv. tilnefningu ASÍ.: Björn Þórhallsson, varafor- seti ASÍ og Grétar Þorsteins- son, form. Trésmiðafélags Reykjavíkur. Skipaðir af félagsmálaráð- herra skv. tilnefningu VSÍ.: Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri. Varamenn: Kjörnir af sameinuðu Alþingi: Kristín S. Kvaran fv. al- þingismaður, Guðrún Hall- grlmsdóttir verkfræðingur, Atli Ásmundsson skrifstofu- maöur, Georg Tryggvason lögfræöingur, Ingibjörg Daníelsdóttir kennari, Gunn- laugur S. Gunnlaugsson lög- fræðingur, Grímur S. Runólfs- son skrifstofumaður. Félagsmálaráðherra hefur skipaö Rannveigu Guð- mundsdóttur, bæjarfulltrúa, formann og Þráin Valdimars- son, framkvæmdastjóra, vara- formann húsnæðismála- stjórnar. Skipun húsnæðismála- stjórnar gildir til fyrsta þings eftir almennar alþingiskosn- ingar. Vel mett eftir enska jólaköku? A Bflbeltin hafabjargað ilx3*** í desember aka Strætisvagnar Akureyrar á laug- ardögum sem hér segir: Laugard. 12. des. frá kl. 9.35-18.05. Laugard. 19. des. frá kl. 9.35-23.05. Ekið frá Ráðhústorgi á 30 mín. fresti alla dag- ana. Forstöðumaður. Ritari ístess hf. óskar eftir að ráða ritara. Um er að ræða hlutastarf en gera má ráð fyrir að innan tíðar verði um fullt starf að ræða. Starfið felst einkum í vélritun, símavörslu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Við- komandi þarf að hafa gott vald á norsku (eða öðru Norðurlandamáli), góða vélritunarkunn- áttu og reynsla við tölvuvinnslu er æskileg. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækisins, Glerárgötu 30/Akureyri, eða í síma 96-26255. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu fyrirtækisins eigi síðar en 14. desember nk. ístessh.f. Glerárgata30 600Akureyri Island * (9)6-26255 Vélgæslumaður ístess hf. óskar eftir að ráða vélgæslumann. Um er að ræða vaktavinnu a.m.k. mestan hluta ársins. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í meðferð véla og tölvubúnaðar. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækisins, Glerárgötu 30, Akureyri, eða í síma 96-26255. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu fyrirtækisins eigi síðar en 14. desember nk. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. ístessh.f. Glerárgata30 600 Akureyri Island ® (9)6-26255

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.