Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 1
11. tölublað - 16. desember 1987 Ábyrgðarmaður: Gunnar Berg. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. Óbreytt hlutfall fasteignaskatts Mikil óvissa um útsvarstekjur Hækkun fasteignumats a Akureyri: Veröur 10% álagið fellt niður? Almenn hækkun fasteigna- mats á íbúðarhúsnæði utan Reykjavíkursvæðisins er 34 prósent frú fyrra ári. Þó er hækkun fasteignamatsins mun meiri á Akureyri eða 44 prósent. Ef Akureyrarbær bcitir óbreyttu álagi á fast- eignagjöldin frá fyrra ári verða bæjarbúar fyrir mun meiri hækkun fasteignagjalda en aðrir landsmenn, ef ekkert verður að gert. Grunnálag tasteignagjalda er 0,5% af fasteignamati fbúðar- húsnæðis, en 1% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Þó hafa sveit- arfélögin ákveðið svigrúm til að hækka gjöldin með því að beita allt að 25% aukaálagi á þau. A síðasta ári var skatturinn á íbúð- arhúsnæði hækkaður um 10% þannig að lagt var 0,55% á ibúö arhúsnæði. Ef miðað er við þá hækkun sem verður á fasteignamatinu á Akureyri umfram hækkunina á landsvísu væri eðlilegast að bæjaryfirvöld ákvæðu að fella niður 10% álagið við ákvörðun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði á næsta ári. Ýmsir forráðamenn bæjartns hafa lýst áhyggjum sínum af heimtu útsvara í staðgreiðslu- kerfi skatta. Eins og málum hátt- ar nú veit enginn með vissu hvemig innheimta muni ganga en þó mun almennt vera gert ráð fyrir að útsvarsálögur aukist eitthvað miðað við þetta nýja kerfi. Þrátt fyrir þessa óvissu er ekki réttlætanlegt að beita sömu álagningu á fasteignagjöldin nú og gert var á fyrra ári. Bæjarstjóm kemur saman tll fundar í dag. Þá verður endanleg ákvörðun tekin um álagningu fasteignagjaldanna. EHB „Fréttaskrif“ Dags gagnrýnd í bæjarstjórn Svona „frétta“skrif eiga heima í leiðurum blaða Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti með 9 atkvæðum gegn tveim atkvæðum framsóknar- manna á fundi sínum á þriðju- dag, að leggja á óbreyttan fast- eignaskatt frá síðasta ári, þ.e. með 10% álagi. Þetta þýðir, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis í bænum verður 0,55% af fast- eignamati íbúða. Fasteignaskatt- ar af atvinnuhúsnæði verða lagðir á með 25% álagi og skattar af holræsum með 50% álagi. Fram kom í máli allra bæjar- fulltrúa, nema framsóknarfull- trúánna, að svo mikil óvissa ríkti varðandi tekjur bæjarfélagsins af útsvörum á næsta ári, vegna skattkerfisbreytinga, að ekki væri verjandi að minnka álag á fast- eignaskatta að þessu sinni. Fram kom í máli Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra, að fasteignaskattur af íbúð að fasteignamati 3 millj- ónir nú næmi samkvæmt þessari ákvörðun 16.500 kr. í stað 15.000 kr. án þessa álags. Petta væri nú öll skattpíningin á íbúðaeigend- ur, sem framsóknarmenn héldu fram. - „Hugmynd okkar krata hefur ætíð verið sú, að nýta beri álag á fasteignaskatta, það er að okkar dómi réttlátasta skattlagningin sem unnt er að finna,“ sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi m.a. í umræðunum. Freyr benti jafnframt á að samkvæmt hug- myndum um útsvarstekjur næsta árs nú, sem þó væru mjög óviss- ar, væri gert ráð fyrir að útsvars- tekjur bæjarfélagsins næmu um 10,2% af skattskyldum tekjum í stað 10,6% í fyrra. Á meðan lík- ur væru á slíkri rýrnun tekna bæjarfélagsins, væri óðs manns æði að lækka álag á fasteigna- skatta, fjárhag Akureyrarbæjar væri með því vísvitandi stefnt í voða. Eins og áður segir samþykkti bæjarstjórnin með 9 atkvæðum gegn tveim álag þetta. Fulltrúar Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði með fulltrúum meirihlut- ans, en framsóknarmenn á móti. „Það er sitthvað að skrifa fréttir í blöð og að semja leiðara í póli- tísk blöð,“ sagði Sigurður J. Sig- urðsson, bæjarfulltrúi á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag, þegar hann gerði að umtalsefni „frétta“-skrif Dags varðandi álagningu fasteignaskatta á Akureyri. Sigurður sagði það lensku hér á Jandi, að fara frjálslega með staðreýndir í pólitískum skrifum, en sjaldgæft væri sem betur fer orðið, að ekki væri farið rétt með staðreyndir í fréttaskrifum. Hann benti á, að í „frétt“ Dags hefði staðið: „Á síðasta ári var skattur- inn hækkaður um 10% þannig að lagt var á 0,55% á íbúðahús- næði.“ Staðreyndin væri hins vegar sú, að fasteignaskattar á síðasta ári voru lækkaðir í 0,55% úr 0,65%. Þá benti Sigurður einnig á eftirfarandi grein í „fréttinni", sem honum fannst lítt eiga þar heima: „Þrátt fyrir þessa óvissu er ekki réttlætanlegt að beita sömu álagningu á fasteignagjöld- in nú og gert var á fyrra ári.“ „Svona „frétta“-skrif eiga ekki heima á fréttasíðum blaða, held- ur í pólitískum leiðurum" sagði Sigurður J. Sigurðsson. Iðnaðardeild sambandsins Flestum sem sagt var upp útveguð atvinna - segir Birgir Marinósson starfsmannastjóri „Ég held að ég megi fullyrða, að öllum þeim 74 sem sagt var upp störfum hjá Iðnaðardeildinni við samruna hennar við Álafoss, muni verða útveguð atvinna í byrjun næsta árs ef ekki er þegar búið að ráða þetta fólk,“ sagði Birgir Marinósson, starfsmanna- stjóri Iðnaðardeildar SÍS, þegar Alþýðumaðurinn ræddi við hann á þriðjudag. „Einhverjir starfsmannanna munu ekki óska eftir annarri vinnu vegna aldurs, en ljóst er að allir sem óska eftir áframhald- andi starfi munu ýmist vera búnir að fá vinnu annars staðar eða verða ráðnir í laus störf á okkar vegum eftir áramót. - Það má geta þess, að nokkuð af starfs- fólki, sem leitaði út fyrir Sam- bandið eftir vinnu vegna þessara uppsagna, hefur nú komið og beðið um önnur störf hjá okkur, þar sem það hefur komist að raun um að sambærileg launakjör og við bjóðum upp á munu ekki liggja á lausu á vinnumarkaði hér í bæ,“ sagði Birgir að lokum. Árni Gunnarsson alþingismaður gagnrýnir vaxtastefnuna: „Verið að búa til nýja öreigastétt“ Árni Gunnarsson aiþingismað- ur telur háa vexti óheppilega í baráttunni við verðbólguna. Þeir geri einungis fyrirtækjum sem síst skuli erfítt fyrir og komi sér mjög ilia fyrir þá sem eru að reyna að koma sér upp þaki yfír höfuðið. Vextir í ná- grannalöndunum séu að lækka til að örva hagvöxt og að Seðlabankinn eigi að setja þak á vextina. Sér sýnist að í upp- siglingu sé ný öreigastétt. í samtali við blaðið sagði Árni að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði frá Seðlabankanum, hafi auglýstir meðalvextir hækk- að um 113,6% frá 1. des, ’86til 1. des. ’87. Það væri almennt mál bankanna að vaxtaþróunin sé slík að þau fyrirtæki sem eitthvað skuldi vegna fjárfestinga, standi ekki lengur undir þessum háu vaxtagreiðslum. Einnig bitnaði þetta harkalega á því unga fólki sem skuldar. „Sérstaklega úti á landsbyggðinni þar sem helftin af fólkinu tekur laun skv. taxta- kaupi og nýtur ekki yfirborgana. Launahækkun hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem nemur þessum hundraðshluta í vöxtum.“ Þrátt fyrir háa vexti bankakerf- isins virðist verðbréfamarkaður- inn geta boðið hærri vexti, eða 14% ofan á verðbólgu. Bankarn- ir hafi því átt í feikilegum lausa- fjárerfiðleikum og ekki getað sinnt skyldum sínum gagnvart gömlum og grónum viðskiptavin- um. Sagði Arni að ofan á þetta bættist svo að lánskjaravísitalan hafi hækkað um 5% sl. mánaða- mót, sem væru alvarleg tíðindi fyrir þá sem skulda eins og t.d. húsbyggjendur. Árni sagði að vaxtastigið væri komið langt upp fyrir það sem væri í okkar nágrannalöndum. Ein af röksemdunum fyrir því að hafa hátt vaxtastig hér, var sú að við yrðum að halda í við helstu viðskiptaþjóðir okkar. Þau rök ættu ekki við lengur. „Ég er þeirrar skoðunar að menn hafi vanmetið áhrif vaxta á verðbólg- una. Fjárfesting hafi orðið hvað mest í verslana- og þjónustu- húsnæði, þar sem menn hafa til- hneigingu til að setja hækkaða vexti út í verðlagið. Ég er and- stæðingur þeirrar formúlu að háir vextir haldi verðbólgu niðri. Það sem ég held frekar að þurfi eru breyttar útlánareglur bankanna.“ Einnig þurfi að reyna að draga úr því að kaupleigufyrirtæki geti flutt inn ómælt fjármagn án þess að íslensk stjórnvöld komi nein- um vörnum við. Það sé í raun orðið takmarkað hvaða áhrif stjórnvöld geti haft á þróun pen- ingamarkaðarins. Hins vegar sé sú krafa alltaf gerð til ríkisins þegar útlit er fyrir aukna verð- bólgu, að seglin séu dregin saman. Nú sé búið að setja fjár- lög á núll og þá sé þess krafist að ríkið skili afgangi. Framhald á blaðsíðu 6.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.