Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 6
6 - ALÞÝÐUMAÐURINN Árni Gunnarsson Framhald af forsíðu. „Mér finnst að mörgu leyti að einkageirinn hafi brugðist í bar- áttunni við verðbólguna, t.d. með því að flytja inn fjármagn í gegnum kaupleigufyrirtækin og farið út í miklar framkvæmdir sem aukið hafa mjög spennu í samfélaginu.“ Sagðist Árni hafa gert þá kröfu að Seðlabankinn noti þá heimild sem hann hafi í lögum og setji þak á vexti. í Frakklandi, Banda- ríkjunum og Vestur-Þýskalandi sé t.d. sú reynsla af langvarandi háum vöxtum, að þeir virki sem hemill á atvinnulífið. Á meðan vextir hér séu svona háir séu þjóðirnar allt í kringum okkur að lækka þá til að örva hagvöxt, og taldi hann að kenningin um háu vextina og áhrif þeirra sé í okkar tilviki röng. „Mér sýnist, miðað við þau erindi sem við þingmenn fáum inn á borð hjá okkur, sérstaklega af landsbyggðinni, að það sé ver- ið að búa til nýja öreigastétt. Fólk er að fara á hausinn í löng- um bunum sem aldrei fyrr.“ =JAm HEILSUGÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI Sjúkraliðar - Heimahjúkrun Staða sjúkraliða við heimahjúkrun er laus til umsóknar. Hér er um fullt starf að ræða. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22311 kl. 11.00-12.00. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Á vorönn 1988 bætast við eftirfarandi bekkir á tæknisviði. 2. bekkur rafvirkja (2.R) 3. bekkur vélvirkja (3.K) Þeir nemendur sem enn hafa ekki sótt um skóiavist eru beðnir að gera það fyrir 16. desember n.k. á skrifstofu skólans. Skólameistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á: Skurðdeild: Æskileg menntun: Alm. hjúkrunar- fræðingur með nám í skurðstofuhjúkrun og/eða starfsreynslu í skurðstofuhjúkrun. Svæfingadeild: Æskileg menntun: Alm. hjúkrunar- fræðingur með nám í svæfingahjúkrun og/eða starfsreynslu í svæfingahjúkrun. Störf geta hafist strax eða eftir samkomulagi. Óskum að ráða sjúkraliða á: Skurðdeild: Um er að ræða langtíma afleysinga- stöðu frá 1. janúar 1988. Vinnutími: 7.30-15.30 mánudaga-föstudaga, 100% starf. Góð starfsskilyrði á nýlegum deildum. Uppiýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, alla virka daga kl. 13.00-14.00 í síma 96-22100/274 og deildarstjórar viðkomandi deilda. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. „HEIM5IM5 Má bjóða þér reglulega gott hangiKjöt í matinn? Viltu fá það úrbeinað eða með beini? 5tarfsmenn Kjötiðnaðarstöðvarinn- ar leggja metnað sinn í úrvals framleiðslu — ekhi 5íst hangikjötið. Eflaust hefur einn af viðsKiptavinum fyrirtækisins haft rétt fyrir 5ér þegar hann sagði að hangikjötið frá Kjötiðnaðarstöð KEA væri HEIM5IM5 BE5TA HAMQIKJÖT. •411

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.