Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaðstjórn: Oskar Altreðsson. Haraldur Helgason, Jorunn Sæmundsdottir Hreinn Pálsson: Blettur á þjóðinni Nýlega heyrðist sú frétt, að nokk- ur fjöldi japanskra bifreiða af Mitsubishi og Subaru gerð, sem lent höfðu í sjávarflóði í Noregi hefðu verið keyptar til landsins. Fylgdi fréttinni, að umboð það, sem flytur inn Mitsubishi bifreið- arnar, Hekla hf., hefði fest kaup á þeirri tegund bíla úr flóðinu og ætlaði að selja þær á hálfvirði ýmsum starfsmönnum og/eða eigendum fyrirtækisins, en Ingv- ar Helgason hf., sem hefur um- boð fyrir Subaru bíla mundi ekki kaupa tjónsbíla af þeirri tegund til landsins, enda væru þeir úrskurðaðir ónýtir af framleið- andanum. Rúsínan í pylsuendanum var þó sú, að gegnum tryggingafélag, sem bætt hefði bílana og þar með eignast þá og freistað að koma þeim aftur í verð og selt þá fyrir- tæki vestanhafs, hefðu einhverjir íslendingar keypt a.m.k. ein- hverjar af þeim bifreiðum og ætl- uðu þær til sölu hérlendis. Spurningin, sem ég velti fyrir mér, er sú, hvort engin takmörk séu fyrir því, hvað við íslending- ar getum gert okkur að miklum fíflum í augum annarra þjóða. Þetta þykir kannski einhverj- um sterkt til orða tekið, en hing- að til hefur maður oft heyrt, að við séum þó vandfýsnir og látum ekki bjóða okkur hvað sem er, en alltaf skýtur þó jafnframt upp þessum útsöluhugsunarhætti, sem margir eru haldnir, að þarna sé eitthvað til að kaupa á lágu verði og græða síðan á auðtrúa viðsemjendum hér. Fáein ár eru síðan bifreiðar, sem keyptar höfðu verið (eða fluttar) til Noregs og gengu ekki út sökum verulega hækkaðs verðs, hefðu íslendingar einir þjóða keypt á einu bretti og runnu víst út hér. Virtumst við einir þjóða hafa efni á svo dýrum bílum. Þessir bílar voru þó óskemmdir, en gott ef þeir voru ekki l-2ja ára, höfðu staðið svo lengi óseldir. Þetta gefur þá mynd af þjóð- inni, að hún kaupi hvað sem er fyrir hvað sem er og kannski hafa fjarskyldir frændur okkar, Finn- ar, talið ómaksins vert að selja okkur ónýtar kartöflur forðum, altént mætti reyna slíkt. Að vísu rak almenningur upp ramakvein ! og lét ekki bjóða sér þetta og velti m.a.s. um koll gamalli ríkis-' einokun á garðávaxtasölu og þótti engum mikið, þó að fólk vildi ekki leggja sér þennan óþverra til munns. Ég ætla hér ekki að fara að hæla Ingvari Helgasyni hf., ég hef ekki átt við það viðskipti og get því ekkert um slíkt sagt, en það gladdi mig þó, að fyrirtækið hafði þessa sjálfsvirðingu til að bera að kaupa ekki ónýta vöru til að pranga inn á almenning. Eitt enn í þessu sambandi. Það verð- ur að teljast hart, að seljendur bílanna og framleiðendur, Japan- ir sem áreiðanlega eru slungnir kaupmenn, eins og frændur þeirra Kínverjar eru taldir, þurfi að leggja sig í líma við að fá íslendinga ofan af því að kaupa ónýtar bifreiðar, en slíkt mátti skilja af fréttum dagana eftir að fyrsta fréttin um þessi ósköp barst. Sem betur fer tók Bifreiðaeft- irlit ríkisins á sig rögg og kvaðst ekki mundu skrá Subaru bifreið- arnar, kæmu þær til landsins, enda hefðu þeir aflað sér verk- smiðjunúmera á þeim og því hægurinn hjá að koma í veg fyrir skráningu. Þetta leiðir aftur hugann að því, hversu farið hefði, ef slíkt eftirlit á vegum ríkisins hefði ekki verið fyrir hendi, en talað er um að leggja stofnunina niður og fá tilteknum verkstæðum eða samtökum á sviði bílaverslunar eftirlitið og a.m.k. skráninguna í hendur. Ég efa ekki að ýmis þau verkstæði, sem tækju slíkt hlut- verk yfir, mundu vanda til verka en kannski ekki öll og ef slíkt sem þetta kæmi upp, gæti verið hætta á að slíkar bifreiðar slyppu í gegn. Afleiðingar af slíkum innflutn- ingi gætu orðið ýmsum leiðar, því að engin trygging er fyrir því að fyrsti eigandi slíkrar bifreiðar geti þess við sölu til annars, að um slíkt tjón hefði verið að ræða í upphafi vega. Þarna gætu því hafist málaferli sem ekki er séð fyrir, hversu færu, en í heild væri þó eigendum bifreiða af viðkom- andi tegund valdið skaða, því að slíkir útsölubílar í umferð, sem væru þá ekki, hvað verð snertir, lengur neinir útsölubílar gætu komið óorði á tegundina og vald- ið sölutregðu. Hafa forsvars- menn Heklu hf. nokkuð hugleitt þetta? Ég minntist á, að okkur íslend- ingum. væri gjarnt að kaupa margt meir af kappsemi en fyrir- hyggju. Vart er sá hlutur til í víðri veröld, sem fundinn hefur verið upp, að hann hafi ekki von bráðar flust hingað og þá gjarnan í miklum mæli og við leikum okk- ur að því að setja höfðatölumet við kaup á hverri vörutegundinni eftir aðra. Nægir hér að nefna fræg fóta- nuddtæki, vélsleða, farsíma og fjórhjól. Hér í okkar góða bæ er hópur góðra drengja, sem sífellt fá ein- hvern glaðning uppfinninga- mannsins af þess konar tagi upp í hendurnar, eru fljótir til að kaupa og hafa enda góð efni á því og geta ræktað með sér smá- strákaeðlið ævina á enda með því að fá hvert leikfangið af öðru og síðan metist um, hver eigi það stærsta og besta. Þó að mörg þessi tæki geti reynst gagnleg einhverjum, t.d. bændum, er ekki sjáanleg rík þörf fyrir þau í eigu þéttbýlisbúa, en það er víst eitthvert brot af bónda í okkur flestum, sem t.d. veldur því að við þurfum svo mjög á fjórhjólum að halda í þessum bæ þó að nánast hvergi megi nota þau. Menn segja gjarnan. Hvers vegna er alltaf þessi halli á þjóð- arbúskapnum, halli á viðskipta- og vöruskiptajöfnuði þrátt fyrir mikinn sjávarafla oft og tíðum? Er það ekki þetta óstöðvandi kaupæði og nýjungagirni og það að halda alltaf, að nú sé fólk að missa af einhverju tækifæri, gengisfellingarhræðsla o.s.frv.? Þetta er allavega hluti vand- ans. Væri ekki umhugsunarefni okkur þegar streitan af jólainn- kaupum er liðin hjá og hátíðin gengin í garð, að hugleiða, hvort ekki væri jafngott að fara sér nokkuð hægar á næsta ári, reyna fremur að safna í þjóðarsarpinn, þvf að ýmis teikn eru á lofti um, að þjóðarhagur kunni að þrengj- ast á komandi ári. Kaldbakur: Aumingja Leifur Svo segja fornar heimildir, að Leifur Eiríksson hafi fundið land eitt í vestri, er hann kall- aði Vínland, sem líkur benda til, að hafi verið eyja sú sem í dag kallast Nýfundnaland. Hlaut hann af fundi sínum viðurnefnið „hinn heppni" og hefur það viðurnefni ætíð fylgt honum gegnum aldirnar, þó svo hann eða eftirkomendur hans hafi nú týnt Vínlandinu eða verið strádrepnir af inn- fæddum. Viðurnefnið „hinn heppni“ virkar þannig eins og einhvers konar brandari eða aulafyndni, og segja má að þessi aula- fyndni endurtaki sig í dag, þegar nafni téðs Leifs er klínt á nýju flugstöðina sem búið er að reisa suður á Miðnesheiði. Þessi flugstöð er nefnilega, ekki síst eftir nýbirta skýrslu Ríkisendurskoðunar, orðin í vitund alls almennings minnis- merki um ekki aðeins víta- verða sóun íslensks jafnt sem bandarísks almannafjár, held- ur einnig um flottræfilshátt sem orðið hefur öðrum þjóð- um drjúgt aðhlátursefni. Kaldbakur hefur undanfarna mánuði gert eins konar óform- lega skoðanakönnun meðal fólks, sem hann hefur hitt á förnum vegi, og átt hefur leið um þessa frægu „flugstöð", og svörin hafa verið nokkuð á eina lund, „lítil og léleg fríhöfn, seinagangur, skipu- lagsleysi, glundroði og prump“. Og auðvitað vaknar hér spurningin um það hver sé ábyrgur fyrir allri vitleysunni. Um þetta hefur að sönnu verið margt rætt og ritað, og tillögur fluttar á sjálfu Alþingi. Þó er eins og menn hafi ekki náð inn að því, sem ef til.vill er kjarni þessa máls, nefnilega þeirra hagsmunatengsla sem ýmis- legt bendir til að fyrir hendi hafi verið milli stjórnmála- manna og þeirra sem í fram- kvæmdunum stóðu. Þannig á fyrirtæki tengt Geir Hallgrí ns- syni, sem var utanríkisráð- herra hluta byggingartímans, þrjátíu og sjö prósent hlut í Aðalverktökum, og annað verktakafyrirtæki, sem þarna kom mikið við sögu, er Hag- virki, sem bækistöðvar hefur í heimabæ Matthíasar Á. Mathi- esen, Hafnarfirði, og ekki er Hafnarfjörður stærri bær en það að ráðherra hlýtur að hafa þekkt forráðamenn þessa fyrirtækis. Hagsmunatengsl af því tagi sem hér hefur verið lýst eru að sönnu ekkert einsdæmi, og menn hafa oft í krafti þeirra komist upp með að vasast með almannafé, þó tæpast eins stórfenglega og í þessu tilviki. Þess vegna verður tafarlaust að fara fram opinber rannsókn, því séu þeir menn sem þarna áttu hagsmuna að gæta saklausir af misferli, er það þeim mest í hag að nöfn þeirra verði hreinsuð af virtum, utanaðkomandi aðil- um, jafnvel erlendum. Og áður en slík rannsókn fer fram er innheimta hins svokallaða Leifsskatts, sem reyndar er nú kapituli útaf fyrir sig, algjör- lega siðlaus. Og úr því minnst er á Leifsskattinn, þá spyr maður nú í sakleysi sínu, hvort flugfélög séu farin að stjórna samgönguráðuneyt- inu, þar sem þau fá einhverra hluta vegna að innheimta hann í einhverri gervimynt sem köll- uð er lATA-dollarar, og er þeirrar náttúru að fara alltaf hækkandi gagnvart krónunni og svo sannarlega var nú ekki á fargjaldaokrið bætandi. Flugstöðvarhneykslið kom reyndar eins og sannkölluð himnasending fyrir flugfélög- in, þar sem út á það hefur verið hægt að kría út fargjaldahækk- anir, þó ekki fyrir fína fólkið á Saga Class, heldur fyrst og fremst blankt námsfólk eða sjúklinga, og svo auðvitað allt venjulega fólkið. Fargjöldin í millilandaflugi eru þó hátíð miðað við það okur sem við- gengst í innanlandsfluginu, og þýðir þar ekkert að koma með einhverjar samanburðartölur frá útlöndum. Það flýgur nefni- lega enginn breskur meðal- john eða meðaljane frá London til Liverpool. í Bret- landi er til fyrirtæki er nefnist British Rail, og sem járnfrú Margaret Thatcher hefur ekki ennþá náð að einkavæða. Lestarferð frá London til Liverpool tekur um það bil tvo og hálfan tíma og það er farið oft á dag. Flug milli þessara staða taka aðeins kaupsýslu- menn sem vilja sýnast flottir á því, og svo fólk sem er að koma með flugvélum lengra frá, og vill spara sér fyrirhöfn- ina við að þvælast inn í mið- borgina. Flug á íslandi er allt annar hlutur, og á því á bein- línis enginn að græða nema farþegarnir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.