Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Jóla-leiöari: Gjöfin til okkar Senn koma jólin. Senn munu klukkurnar hringja inn þessa langþráðu hátíð sem svo mjög er tengd friði og kærleika, en í huga margra Islendinga umfram allt við Ijós, og gerðum reyndar löngu áður en kristni kom í landið og náði yfirhöndinni í þjóð- lifinu. Mörgum mun ef að líkum lætur ekki veita af hvíldinni eftir amstur og eril þessa kapphlaups við tímann sem svo mjög einkennir síðustu vikurnar fyrir hátíðarnar, kapphlaup að því marki að gera jólahátíðina enn glæsilegri en þá fyrri, og því er víst ekki að neita, enn veglegri en hjá náunganum í næsta húsi. Gjafir hafa frá ómunatíð verið ómissandi hluti jólahaldsins. Kristnir menn tengja gjafasið þennan gjöfum þeim er vitringarnir þrír úr Austurlöndum færðu Jesúbarninu, en sannleikurinn er nú sá að gjafasiðurinn er eldri en kristnin, hann fylgdi einnig þeirri hátíð er Rómverjar héldu á þessum árstíma og var fyrirrennari jólanna og það tíðkaðist einnig að gefa gjafir í tengslum við þá hátíð er norrænir menn héldu um vetrarsólstöður. En hver svo sem uppruni gjafasiðarins er nú, og hvað sem um það má nú segja að farið sé að gefa heilu geislaspilar- ana eða þá tuttugu þúsund króna sólarlandaferðir í jólagjöf, þá er þesi siður alltaf skemmtilegur og blátt áfram ómissandi hluti jólahaldsins. En hafa mættu menn í huga hið fornkveðna að „sælla er að gefa en þiggja“. Góð gjöf, þó ekki sé hún endilega stór í sniðum ber ávallt vott um kærleika og vinar- þel sem manni finnst svo oft skorta í okkar harða samfélagi talna og tölvuvæðingar. Ein er sú gjöf sem komin er til okkar allra á þess- um jólum. Fyrir fáeinum dögum undirrituðu þeir fjandvinirnir Reagan og Gorbasjof fyrsta samning- inn sem gerður hefur verið í sögunni þess efnis að vopn sem fyrir hendi eru, skuli eyðilögð undir gagnkvæmu eftirliti. Að sönnu er þetta nú ekki neitt risaskref í átt til afvopnunar, en altént er það nú byrjunin. Alla veganna er vafasamt að mannkyninu, okkur öllum, hafi verið gefin stærri jólagjöf síðan í Betlehem forðum, þegar það barn var í heiminn borið sem enga hafði silfurskeiðina í munninum, við skilyrði sem líklega þættu harla bág í augum þeirra sem að áætluninni um heilbrigði handa öllum árið 2000, en barn sem átti eftir að vaxa upp og verða sá sem meiri áhrif hefur haft á allan hugsunarhátt mannkynsins en nokkur maður annar, maður með guðlegt eðli, en þó líklega mannlegri og mennskari en nokkur maður annar hefur nokkurn tímann verið. Og hver veit nema ein- hver snefill af anda hans hafi lagt til leiðtoganna tveggja þá er þeir færðu mannkyninu þessa stóru gjöf, þessa gjöf sem við íslendingar getum með nokkru stolti sagt að við höfum lagt til nokkurn efnivið í þegar við léðum þeim land okkar. Og von- andi nær þessi andi að ríkja áfram í samskiptum þeirra og samskiptum allra manna, því nóga sam- eiginlega óvini eigum við samt, þó við séum ekki að berjast innbyrðis. í þessari von og trú óskar Alþýðumaðurinn les- endum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar. Óskum félagsmönnum okkar og allri alþýðu gleðilegra jóla og farsæls nýjárs. Byggingamannafélagið Árvakur Hver kaupirjólagjafirnar? - Smásaga - Jólin eru hátíð hjartans (sbr. í dag er glatt í döprum hjörtum), og í þessum dásamlega undirbún- ingi jólanna eigum við ekki ein- ungis að vera glöð, heldur líka góð hvert við annað. - Samt sem áður þori ég að veðja tveimur heimatilbúnum jólasveinum að jólin gefa tilefni til margs konar rökræðna hingað og þangað, út og suður, hjá öllum fjölskyldum og heimilum. Fyrsta og mikilvægasta spurn- ingin er sem sagt, hjá hverjum af fjölskyldunni á að halda hátíðlegt aðfangadagskvöld. Á það að vera hjá foreldrum, tengdaforeldrum, mágum, mágkonum eða hjá frænku eða frænda - eða bara heima? Annars er það mjög þægilegt að halda jólin annars staðar og láta aðra liafa fyrir hlutunum, en hins vegar verða börnin að muna eftir jólunum á æskuheimilinu. Strax í nóvember voru allar símalínur á milli fjölskyldnanna rauðglóandi til að áforma jóla- dagana. Matseðilinn skal vera til- búinn tímanlega. Á að borða önd, rjúpur, kalkún, gæs eða svínasteik? - Heima hjá mér fengum við alltaf gæs, segir einn fjölskyldu- meðlimurinn meðan annar segir að gæsasteik sé of dýr og reyndar sé meiri matur í kalkún. - Kal- kúninn er of þurr, segir gæsaað- dáandinn, og svona halda þessar bollaleggingar áfram, enda svo á stórkostlegri móðgun sem endist fram á sumar. Svo eru það jólagjafirnar. Hvað á að gefa hverjum? Hver að gera jólainnkaupin? Eg ætla aðeins að dvelja smá- stund við þetta síðasta og segja meðsystrum mínum, sem eins og ég, þekkja vandamálið nreð eig- inmennina, sem eru þess fullviss- ir að eiginkonan leysi ein og sjálf gjafavandamálið. - Hvað hefur þú hugsað þér að gefa foreldrum þínum í jóla- gjöf? spurði ég lífsförunaut minn í desember í fyrra og spurningin var afgreidd með innilegu brosi, samt var blessaður maðurinn algjörlega ráðþrota og sagði um Ieið og hann leit á mig bænaraug- um: - Ég hélt að við hefðum ákveðið, að þú sæir um allar jóla- gjafirnar, þú ert vön því. - Er ég vön? Ó, Tarsan dauð- ur og Jane komin í kvennaher- búðir, hreytti ég út úr mér og fannst þetta sniðugt, ég hafði lesið þetta á klósetthurð í einum af stórmörkuðunum og mér fannst tilvalið að „fýra“ þessu einmitt nú. Þar að auki sagði ég: - Ég er uppgefin á að horfa á þig jóla- stressaðan, heyra þig tala um jólaat, þegar þú yfir höfuð kemur ekki nálægt neinu, kaupir engar jólagjafir og skrifar ekki á eitt einasta jólakort, hvað þá að þú sleikir eitt einasta frímerki! Já, það eru margir, sérstaklega karlmenn, sem strax í nóvember líta út sem þeir séu kúfuppgefnir ef minnst er á jólin. Einn góður vinur minn sagði við mig á dögunum, þegar ég hafði haft þetta á orði: - Þetta stafar allt af því, að fyr- ir jólin fáum við svo mikið sam- viskubit út af öllu sem við ætluð- um að gera fyrir jólin í fyrra, en höfum ekki komið í verk. Annars - þegar ég minnti manninn minn á gjafirnar til for- eldra hans, var ég raunar búin að kaupa allar gjafir og pakka þeim inn. Því mun árið 1986 tilheyra sögunni sem árið þegar ég var svo tímanlega búin með allt. En ég lét þennan ágæta mann minn vera í óvissu með þetta í nokkurn tíma. Nokkrum dögum eftir þetta samtal okkar (sem ég skildi . seinna að hann hafði hugsað mik- ið um) spurði hann mig rétt si svona: - Viltu koma með mér í bæinn og við skulum líta á jólagjafir? Nú gat ég ekki þagað lengur og sagði blátt áfram: - Heyrðu annars. Þetta með jólagjafirnar, ég er búin að kaupa þær allar. Lífsförunautur minn hækkaði sig í sætinu þar sem hann sat við eldhúsborðið og sötraði úr kaffi- bollanum. Það geislaði af honum og í gleði sinni yfir að þetta stóra og mikla áhyggjuefni var leyst, sagði hann um leið og hann sló út höndunum á „elegant" máta: - Farðu nú út og kauptu þér eitthvað verulega fallegt og fínt, á minn kostnað auðvitað! En hrædd er ég um að eftir þessu síðasta hafi hann átt eftir að sjá. Lauslega þýtt: Á.E. Guðsþjónustur í Akureyrarprestakallj um jól og ámrnót Akureyrarkirkj a: 24. des., aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 6 e.h. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel- ið frá kl. 5.30 e.h. 25. des., jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 e.h. 26. des., annar jóladagur: Barna- og fjölskyldumessa kl. 1.30 e.h. (ath. breyttan messutíma). Kór Barnaskóla Akureyrar syngur. Stjórnandi og organisti: Birgir Helga- son. 27. des., sunnud. milli jóia og nýárs: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. 31. des., gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6 e.h. 1. jan., nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 e.h. 3. jan., sunnudagur milli nýárs og þrett- ánda: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Fjórðungssjúkrahúsið: 25. des., jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 10 f.h. 1. jan., nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 5 e.h. Hjúkrunardeild aldraðra, Sel I: 25. des., jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 e.h. 1. janúar, nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 e.h. Dvalarheimilið Hlíð: 24. des., aðfangadagur jóla: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2. Kór Barnaskóla Akureyrar syngur. Stjórnandi og organisti: Birgir Helga- son. 31. des., gamlársdagur: Aftansöngur kl. 4 e.h. Minjasafnskirkjan: 26. des., annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 5 e.h. Glerárkirkja Aðfangadagur: Aftansöngur Glerárkirkju kl. 18.00. Lúðrasveit Akureyrar leikur í hálfa klst. fyr- ir athöfnina. Stjórn Atli Guðlaugsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta Glerárkirkju kl. 14.00. Skírnarguðsþjónusta Glerárkirkju kl. 15.30. Annar jóladagur: Fjölskylduguðsþjónusta Glerárkirkju kl. 14.00. Barnakór Lundaskóla syngur undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Sunnudagur milli jóla og nýárs: Hátíðarguðsþjónusta Miðgarðakirkju í Grímsey kl. 14.00. Gamlársdagur: Aftansöngur Glerárkirkju kl. 18.00. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta Glerárkirkju kl. 14.00. Bernharð Haraldsson skólameistari prédik- ar. Tvísöngur: Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefánsson. Kirkjukór Lögmannshlíðar syngur við athafnir í Glerárkirkju. Söngstjóri Jóhann Baldvinsson. Sérstök athygli er vakin á skírnarmessu á jóladag kl. 15.30 í Glerárkirkju. Viðtalstími sóknarprests er í Glerárkirkju þriðjudaga til föstudaga milli kl. 11 og 12, sími 27575. Með jóla- og nýársóskum Pálmi Matthíasson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.