Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 10

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Blaðsíða 10
10 - ALÞÝÐUMAÐURINN ALm&ttAo&fóWN ■■ ■>. •; Steindór Steindórsson: M sem aern áttí s Utvarpserindi um virkjunarframkvæmdir við Laxá í S.-Þingeyjarsýslu Fyrir allmörgum árum gaf erlendur rithöfundur út bók um ísland, sem hann kallaði þar land andstæðn- anna. Naumast verður því móti mælt að hann hafi þar komist vel að orði. Land vort er fullt andstæðna, og þjóðin dregur dám af náttúru þess. Vér erum ósam- þykkir um margt, oft hina sjálfsögðustu hluti, og í deilum vorum eigum vér löngum erfitt með að setja oss inn í hugsunarhátt andstæðingsins, og jafnvel skapa oss stundum forsendur fyrir því, sem vér viljum andmæla eða hrekja. Petta er mannleg náttúra, þótt hún stundum komi sér illa og geti oft valdið tjóni. Sumar það, sem nú er að kveðja, hefir verið sumar andstæðnanna. Hefir þar skipt í tvö ólík horn um við- mót þess við landsmenn eftir því hvar þeir eru búsett- ir. Við oss hér nyrðra hefir sólin brosað og vér notið einstakrar veðurblíðu, en um suður- og vesturhluta landsins verið sífelldur rosi og regn, svo að til stór- vandræða horfir, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. En á sama tíma og bændurnir syðra hafa barist von- lítilli baráttu við ótíðina og horft á heyfeng sinn ónýt- ast eða orðið að gefast upp við að losa stráin af jörð- inni, hafa nokkrir stéttarbræður þeirra hér norður í landi skorið upp herör til að tálma framkvæmdir við virkjun Laxár. Hefir Qölmiðlunartækjum landsins ver- ið beitt í þeim áróðri bæði í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Það mun því ekki geta talist baggamunur í málflutn- ingi, þótt ég verji þessum mínútum til að gera hlýð- endum útvarps grein fyrir sjónarmiðum okkar, sem fara með stjórn Laxárvirkjunar, því að mátt hefir skilja á ýmsu því, sem rætt hefir verið um málið, þótt ekki hafi verið sagt berum orðum, að við værum fyrir- hyggjulausir gapuxar, sem ekki skirrðust við að stofna heilum byggðarhlutum í voða af blindum hags- munasjónarmiðum, jafnvel fárra manna. Það er eðlilegt að sjónarmið manna séu ólík, en samt hefir mig furðað á málflutningi margra, sem hér hafa kvatt sér hljóðs, þar sem í þeim hópi eru víðsýnir menn, greindir og góðviljaðir, en virðast þó hafa van- rækt að kynna sér ýmis grundvallaratriði hinna fyrir- huguðu framkvæmda. Ekki verður um það deilt að ein helsta auðlind landsins er vatnsorkan og framtíð þjóðarinnar hvílir að verulegu leyti á, að oss takist að beisla þessa orku á sem hagkvæmastan og ódýrastan hátt. Margt er rætt um þá þróun hversu fólkið flyst til Faxaflóasvæðisins, og bera menn ugg í brjósti gegn henni og vilja heija aðgerðir til jafnvægis í byggð landsins. Stærsta þéttbýli utan Reykjavíkur er við Eyjafjörð, þá er og verulegt þéttbýli á Húsavík, vísir þess að myndast við Mývatn og ef sfldin skyldi hverfa á fyrri slóðir, þá má vænta mikils vaxtar á Raufarhöfn og Þórshöfn. Og þó hér séu einungis nefndir þéttbýlis- staðirnir sjálfir er jafnljóst að þeir eru og verða meg- instoð blómlegs búskapar í nálægum sveitum. Veitu- svæði Laxárvirkjunar er þannig álitlegasta þéttbýlis- svæði landsins utan Reykjavíkursvæðisins. En lífs- spursmál þessa svæðis er nægileg raforka og hér sem annars staðar er það höfuðatiðið að hún fáist sem ódýrust og tryggust. Nú þegar er orkuskortur á svæð- inu, en ónóg og dýr orka mundi i framtíðinni verða sá ijötur á þróun þessa landshluta að þar yrði stöðnun og afturför og stefna þar að brottflutningi fólks og auðn í stað fólksfjölgunar og blómlegs atvinnulífs, og orku- skorti um austanvert Norðurland. Allt frá því lokið var núverandi Laxárvirkjun hefir stjórn fyrirtækisins í samráði við stjórnvöld landsins unnið sleitulaust að rannsóknum á því, hversu þess- ari þörf yrði fullnægt á sem hagkvæmastan hátt. Eg vil skjóta því hér inn, ef einhverjir, sem mig jafnvel grunar, vildu gera þetta að flokkspólitísku máli, að í stjórn Laxárvirkjunar eru menn úr öllum stjórnmála- flokkum, og með harla ólík sjónarmið á mörgum málum, en um þetta atriði hefir aldrei verið ágrein- ingur, heldur hin nánasta samvinna og samkomulag. Til undirbúningsrannsókna hafa ráðist færustu sérfræðingar landsins og hafa þeir haft samráð við bæði erlenda og innlenda menn og stofnanir um ein- stök atriði þar sem heppilegast þótti. Eftir að hafa kannað alla þá möguleika, sem til greina gátu komið á orkuveitusvæði Laxár, varð það ljóst að hin fyrirhugaða og umdeilda Gljúfurversvirkj- un var lang hagstæðasta framkvæmdin, sem full- nægði þeim meginskilyrðum að skila tiltölulega ódýrri orku og vera örugg í rekstri. En því verður ekki neitað að núverandi Laxárvirkjun hefir átt við mikinn vanda að stríða vegna rennslistruflana í Laxá í Laxárdal af völdum grunnstinguls og kraps. Er ekki ofmælt að hver dagur, sem rennsli truflast, og það hefir gerst nær á hverjum vetri, veldur margra milljóna króna tjóni beint og óbeint í tapi vinnulauna og rýrnun framleiðslu á orkuveitusvæðinu, og fer það vitanlega vaxandi eftir því sem iðnaður eykst. Er þá sleppt öll- um þeim óþægindum, sem orkuþurrðin veldur heim- ilum og einstaklingum. En framkvæmd Gljúfurvers- virkjunar er öruggasta og e.t.v. eina örugga ráðið til að koma í veg fyrir slík óhöpp. Þá vil ég stuttlega lýsa hinum fyrirhuguðu fram- kvæmdum. Ráðgert er að reisa stíflu efst í Laxárgljúfri þar sem elsta inntaksstífla Laxárvirkjunar er nú. Verður hún jarðstífla, 57 m há. En slíkar stíflur eru nú af verk- fræðingum taldar traustastar. Með stíflu þessari fæst 84 m fallhæð til virkjunar. Ofan við hana myndast um 15 km langt lón í Laxárdal, sem verður vatnsmiðlun. Aðfærslugöng stöðvarhúss og húsið sjálft verða neð- anjarðar, sprengd í bergið austan gljúfursins. Þá er ætlunin að síðustu að veita meðalrennsli Suðurár 16 m Vsek. til Laxár til aflsaukningar. Að því loknu og með fullnýttum vélakosti mun virkjunin gefa 54 MW. Ekki er ætlunin að þetta verði framkvæmt í einu lagi, heldur í áföngum, sem hér segir: 1. áfangi, gerðir vatnsvegir og stöðvarhús. 2. áfangi, gerður fyrri hluti stíflu og verði honum lokið 1978. 3. áfangi, stíflan fullgerð 1984. 4. áfangi, lokið að setja allar aflvélar 1988. 5. áfangi, Suðurárveita gerð 1990. Eins og vænta mátti, hafa fram komið ýmsar athugasemdir og nú síðast mótmæli gegn þessum framkvæmdum. Hefir jafnvel verið látið í það skína, að mjög væri hrapað að þessum áætlunum og hér lægju ekki fyrir aðrar rannsóknir en skrifstofumanna og reikningar verkfræðinga. Sannleikur þess máls er sá að um árabil hefir verið unnið að rannsóknum á staðnum og síðan 1964 hefi nefnd sérfróðra manna unnið að rannsóknum þess, hverjar breytingar og hugsanleg spjöll leiddi af framkvæmdum þessum. Hefir í því skyni verið kannað: Jarðfræði svæðisins, vatnsrennsli, ísmyndanir og annað það, sem til greina getur komið. Hefir ekkert enn komið fram í andmæl- um, sem athygli hafði ekki áður beinst að bæði af verkfræðingum og rannsóknarnefndinni, og þótt ekki sé fullgengið frá öllum rannsóknum, hefir ekkert komið fram sem bendi til þess að réttlætanlegt sé að hætt verði við fyrirhugaðar framkvæmdir. Annars er það enn ríkt í fari vor íslendinga, að van- treysta útreikningum og vísindalegum rannsóknum. Er það vafalaust afleiðing þess hve stutt er síðan vér höfðum nokkuð við að styðjast annað en brjóstvitið eitt og framkvæmdir sem unnar voru, voru gerðar án verulegs undirbúnings og áætlana með litlum og lélegum tækjum. Ég ætla ekki að halda uppi sérstakri vörn fyrir verkfræðinga vora. Það geta þeir sjálfir. En hitt er kunnugt að íslenskir verkfræðingar standa er- lendum stéttarbræðrum sínum fyllilega á sporði, enda eftirsóttir til starfa víða um lönd. Og hvar væri komið framförum í heiminum, ef ekki hefði notið vísinda- legra rannsókna og útreikninga og framkvæmdir ver- ið stöðvaðar á þeim fullyrðingum manna er lítt þekktu Steindór Steindórsson. til, að skakkt væri reiknað og verkið óframkvæman- legt. Skyldu menn vera búnir að lenda á tunglinu ef undirbúningsrannsóknir hefðu verið stöðvaðar af því að nokkrar þúsundir manna hefðu haldið því fram að reikningarnir væru skakkir og áætlanir út í bláinn gerðar. Og þótt Gljúfurversvirkjun sé smá vaxin, byggjast allar áætlanir hennar á þekkingu og kunn- áttu á þeim atriðum, er framkvæmdina snerta, en ekki tilgátum eða happa- og glappastefnu. Ég skal nú stuttlega ræða helstu atriðin, sem mót- mælt hefir verið. 1. Suðurárveitan. Ætlunin er að veita meðalrennsli Suðurár 16 mVsek. í Kráká, og alls ekki méira vatns- magni, þar eð öll Suðurárflóð yrðu látin fara framhjá stíflunni í farveg hennar sjálfrar. Því hefir verið haldið fram með þessu verði Kráká hleypt í Mývatn og það ónýtt af aurburði hennar. Aldrei hefir komið tii tals að Kráká eða Suðurá yrði veitt í Mývatn. Það mundi standa ósnortið af þessum framkvæmdum eins og það er nú. Hins vegar verður farvegur Krákár, ef hann verður notaður, lagaður svo til, að þá verður girt fyrir rennsli hennar í Grænavatn og Mývatn, þar sem hún oft fellur nú í vetrarflóðum, og mun gera í enn ríkara mæli í framtíðinni, ef ekkert verður að henni gert. Suðurárveita og lögun á farvegi Krákár mun þannig verða til verndar Mývatni og engjalöndum sunnan vatnsins en ekki eyðileggingar. Ef önnur leið jafngóð Krákár leiðinni skyldi finnast, verður hún farin. Verulegur hluti af sandburði Krákár stafar af fok- sandi, enda liggja afréttarlönd á vatnasvæði hennar mjög undir skemmdum af uppblæstri. Með sand- græðslu þar Tun unnt að draga mjög úr sandhætt- unni. En aukið vatnsmagn árinnar, sprenging á hraunhöftum í farvegi hennar veldur því að farvegur- inn dýpkar og hún skilar aurburðinum fram í Laxá og Laxárlón, en leitar ekki á lönd Mývetninga. Talið er að Laxárlón geti tekið á móti aurburði Krákár um þúsundir ára. 2. Laxárdalur. Ekki fer hjá því, að þar verði um stórbreytingar að ræða, þar sem 15 km langt lón myndast í dalnum. Alls mun það snerta 8 jarðir. Á tveimur þeirra mun vafasamt að byggð haldist í fram- tíðinni þótt ekkert verði þar að gert. Átveimur jörðum munu mannvirki spillast svo að þær verði ekki byggi- legar, en með nýræktun lands mun byggð geta haldist á hinum ef óskað er, því að þar verða mannvirki ósnortin, en ræktanlegt land fyrir hendi í stað þess, sem hverfur undir vatn. Það er því ekki um neina stórfellda byggðarauðn að ræða, þótt það vitanlega verði aldrei sársaukalaust ef byggð ból eyðast. En þeir Laxdælingar hafa sýnt full- an skilning á þessum málum. Talað er um að fegurð dalsins verði spillt með þess- um aðgerðum. Slíkt er smekksatriði. Spegiltær vötn hafa löngum þótt prýði hverrar sveitar. Og heyrt hefi ég menn telja að dalurinn mundi fríkka en ekki ljókka við þá breytingu, um það skal ég ekki dæma. Hitt er víst að í hinu fyrirhugaða lóni ofanverðu munu þegar verða nokkrir hólmar og með tímanum munu koma fram óshólmar og starengjar við innri hluta vatnsins.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.