Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1
1. tölublað - 4. febrúar 1988 Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Hverju hefur verið komið í verk í tíð meirihlutans frá því um kosningarnar 1986 - Viðtal við Gísla Braga í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum var Gísli Bragi Hjartar- son kjörinn bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, en þá fékk flokkurinn 3 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Akureyrar, bætti við sig tveimur fulltrúum. Fyrir kosningar kynnti Alþýðuflokk- urinn stefnuskrá um alla helstu málaflokka bæjarfélagsins. Nú þegar rösklega hálft annað ár er liðið frá því að meirihluti Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks tók við stjórn bæjarmál- anna er ástæða til að forvitnast um það hjá Gísla Braga hvern- ig samstarfið hefur gengið, en ekki síður hvernig til hefur tek- ist að uppfylla kosningaloforð- in. - Hvernig hefur ykkur samið við Sjálfstæðisflokkinn í meiri- hlutanum? Þótt þessir flokkar séu ekki sammála um ýmis grundvallar- atriði í stjórnmálum, þá hefur samstarfið gengið snurðulítið. Um eitt atriði erum við algjör- lega sammála, en það er hve illa fyrrverandi meirihluta tókst til við stjórnun bæjarins. Við erum ákveðin í að láta það ekki endur- taka sig. - En hafið þið ekki verið sam- mála um eitthvað fleira? Þegar í upphafi vorum við sammála um að leggja þyrfti meigináherslu á uppbyggingu atvinnulífs. Atvinnuástandið var afleitt þegar við tókum við, eink- um í byggingariðnaði. Brostinn var flótti í lið byggingariðnað- armanna, þeir farnir suður. Þess- ari þróun hefur verið snúið við og nú gætir meiri bjartsýni á alla uppbyggingu en áður var. Við lögðum stóraukna áherslu á smíði verkamannabústaða sem enn verður að efla og auka þar til húsnæðiskerfið og kaupleigu íbúðir fara að vega þyngra en þær gera nú. í þessu sambandi vil ég einnig minna á veigamikla nýj- ung sem er aukið starf atvinnu- málanefndar bæjarins. Hún réð hæfan mann sem framkvæmda- stjóra, en hann stýrir einnig framkvæmdasjóði. Þessi nýbreytni hefur þegar borið ríku- legan ávöxt. f*ar má t.d. minna á iðnsýninguna sem haldin var í tengslum við 125 ára afmæli Akureyrarbæjar, en þar gafst norðlenskum fyrirtækjum tæki- færi til að sýna og kynna fram- leiðslu sína. Fjölmargra leiða er nú leitað til að skjóta styrkari stoðum und- ir atvinnulífið. - Hvað um útgerðarmálin? Á þessum skamma starfstíma meirihlutans hafa verið keyptir tveir nýir togarar til Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., og í nóvem- Löndun úr togurum Ú.A. ber ’87 kom Sléttbakur úr mikilli endursmíði og er hann nú stærsti og fullkomnasti frystitogari íslendinga. Einnig hefur það haft mikil áhrif að bæjarfélaginu hef- ur bæst nýr liðsauki, sem er Sam- herji hf. Ungu mennirnir sem þar eru í forsvari hafa sýnt mikinn dugnað og áræði. Líklega hefur útgerð frá Akureyri aldrei staðið með meiri blóma en nú og allir vita hvað slíkt hefur að segja fyrir bæjarfélagið. Margir nota fasteignamat sem mælivog á stöðu byggðalaga í atvinnulegu tilliti. Úm síðustu sveitarstjórnarkosningar var fast- eignamat á Akureyri einungis 67% borið saman við sama mat í Reykjavík en er nú 85-90%. Þetta segir okkur að þróunin á Akureyri er nú í rétta átt. - Þú talar um meirihlutann. Hefur bæjarstjórinn ekkert kom- ið við sögu? Jú, heldur betur. Við vorum einstaklega heppin með bæjar- stjóra. Hann er dugnaðarforkur, hugmyndaríkur og bjartsýnn svo af ber. Þessir eiginleikar hans eru bæjarfélaginu dýrmætir eftir þá stöðnun sem hér hafði ríkt. Bæjarstjórinn heur komið fram með margar góðar hugmyndir sem orðið hafa að veruleika. Það er aldrei logn þar sem hann fer og þannig þarf það að vera. - Eftir þessa Iofgjörð um bæjarstjórann, ertu bjartsýnn um framgang kosningaloforða Alþýðuflokksins? Já, já. Við höfum þegar hrint í framkvæmd ýmsu því sem við lofuðum en eigum þó eftir 2 Zi ár til að gera enn betur. - Nefndu dæmi. Það er búið að ganga frá skipu- lagi fiskihafnar og byrjað á fram- kvæmdum sem gjörbreyta munu aðstöðu til útgerðar frá Akur- eyri. Tólf ára gömlum loforðum ráðamanna um byggingu sund- laugar í Glerárhverfi hefur loks verið hrint af stað, en hún á að vera tilbúin í apríl 1989. Byggð hefur verið brú á Glerá, niður við ósa, nokkuð sem síð- ustu tuttugu ár hafði staðið til að hrinda í framkvæmd. Styrkur til íþróttafélaganna var stóraukinn á síðasta ári og mun meira fé varið til uppbyggingar íþróttamannvirkja bæjarins. I samstarfssamningi meirihlut- ans er mjög ákveðinn stuðningur við byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þar eru framkvæmdir þegar hafnar fyrir tilstilli bæjar- stjórnar. Langþráður samningur við ríkisvaldið um Hitaveitu Akur- eyrar var gerður. Þetta hafði í för með sér um 20% lækkun hitunar- kostnaðar, sem ég tel þó aðeins fyrsta skrefið. Stefna Alþýðu- flokksins hlýtur að vera að meiri jöfnuður náist í upphitunarkostn- aði landsmanna, svo þungt sem hann vegur í framfærsluvísitöl- unni. Samningur var gerður við fjár- mála- og menntamálaráðuneytið um rekstur Leikfélags Akureyr- ar, sem tryggja ætti rekstur félagsins í náinni framtíð. Háskólakennsla er hafin á Akureyri. Þetta var baráttumál allra flokka og á eftir að hafa gíf- urleg áhrif á vöxt og viðgang Akureyrar sem skólabæjar verði rétt á málum haldið. Síðast en ekki síst vil ég nefna stjórnkerfisbreytingu þá er sam- þykkt var í bæjarstjórn nýlega. Um er að ræða uppstokkun bæjarkerfisins svokaliaða. þar er um grundvallarbreytingu að ræða sem gera á „kerfið“ skilvirkara, öllum til hagsbóta. Allir voru sammála um að eldra skipulag væri ‘úr sér gengið. - Hvað er framundan? Ærin verkefni bíða. I skipu- lagsmálum bíða stór verkefni t.d. skipulag Oddeyrinnar og skipu- lag svonefnds suðurbæjar I og 2. Beðið er eftir úrslitum úr sam- keppni um Ráðhústorgið og Skátagilið. í gatnagerðinni þarf að huga að lagningu Dalsbrautar og umferðarmannvirkjum við Undirhlíð og Hörgárbraut. Félagslega þjónustu má sífellt endurskoða og bæta, og bæjarfé- lag sem er í sókn kallar á fjöl- mörg verkefni sem ber að sinna. - Að lokum, ertu bjartsýnn á framhaldið? Hæfilega, þetta ár gæti reynst erfitt. Staðgreiðslukerfi skatta virðist ætla að skila Akureyrarbæ veru- lega minni tekjum en gamla útsvarskerfið gerði. Á sama tíma eykst kostnaður við alla þjón- ustu. Eins má búast við að fyrir- hugaðar breytingar á verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga verði ýmsum erfiðar í fyrstu. Þessar breytingar eru þó nauð- synlegar og hafa verið eitt af bar- áttumálum Alþýðuflokksins í áratugi. Mér virðist ríkisvaldið hafa hugað fyrst og fremst að hagsmunum ríkissjóðs í fyrsta áfanga. En ég er sannfærður um að þegar endanleg verkaskipting er í höfn mun bæjarfélag á stærð við Akureyri styrkjast og eflast og njóta góðs af. Alþýðumaðurinn þakkar Gísla Braga fyrir spjallið og óskar bæjarstjóra, og bæjarstjórn allri, velfarnaðar í starfi sínu til hags- bóta fyrir Akureyringa. (Óskar Alfreðsson.) Nýja brúin yfir Glerá.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.