Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2
Að vernda vel- ferðarkerfið Þær kerfisbreytingar, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á síðust vikum, eiga eftir að hafa mikil og góð áhrif á allt tekjuöflunarkerfi ríkisins. Um nauð- syn þessara aðgerða hefur verið rætt um langt árabil, en engin ríkisstjórn haft dug eða þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Það hefur komið í hlut ráðherra Alþýðuflokksins að hafa forgöngu um þessar aðgerðir. Og þótt t ríkisstjórninni sitji fulltrúar þriggja stjórnmála- flokka, þá hafa ráðherrar Alþýðuflokksins, nánast einir, orðið að svara fyrir þá gagnrýni, sem fram hefur komið. Hvar hafa hinir verið? Staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars tók gildi um áramót, og hefur almennt verið fagnað. - Sölu- skattur var samræmdur, undanþágum fækkað, undanskotsleiðum lokað. Samtímis var aðflutn- ingsgjöldum gjörbreytt. Markmið þessara breyt- inga er að byggja upp einfalt, réttlátt og nútímalegt skattkerfi, sem treystir fjárhag ríkisins og torveldar skattsvik. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á undan- förnum árum hafa skattsvik verið eitt helsta þjóð- félagsmeinið hér á landi. Undan skatti hefur verið skotið milljörðum króna. Þetta hefur m.a. gerst vegna þess, að söluskattskerfið hefur verið sund- urborað af undanþágum. Ríkissjóður hefur glatað þessum tekjum, og má leiða gild rök að því að fyrir bragðið hafi orðið að leggja þyngri skatta á almenna launamenn. - Forréttindahóparnir hafa haft allt sitt á hreinu. - en það hefur reynst æ erfiðara að fjármagna vel- ferðarkerfið og nauðsynlegar opinberar fram- kvæmdir. Það vekur því mikla furðu, þegar gripið er til afgerandi aðgerða til að tryggja tekjuöflun ríkisins, að flokkar, sem kenna sig við sósíalisma og félags- hyggju, eins og Alþýðubandalag og Kvennalisti, skuli ráðast gegn þessum breytingum með ómerki- legu orðaskaki. Reynt er að nota svonefndan matarskatt, sem lágtekjufólki er bættur upp með barnabótum og skattleysismörkum, til að fela hinn raunverulega tilgang kerfisbreytinganna, þ.e. að tryggja fjármuni til að viðhalda og efla velferðar- kerfið. Hvergi hefur bólað á umtalsverðri andstöðu stjórnarandstæðinga gegn stórfelldum breytingum á tollalögum, vörugjaldi, staðgreiðslukerfi og sölu- skattsbreytingum, ef „matarskatturinn“ er undan- þeginn. Sannleikurinn er sá, að þessar breytingar voru svo nauðsynlegar og tímabærar, að andstað- an gegn þeim er hrein sýndarmennska, og kannski öfund. Það mun síðar koma í Ijós, að nýorðnar kerfis- breytingar verða þjóðinni til meiri heilla en flestar stjórnvaldsaðgerðir á síðustu áratugum. Styrkari stoðum hefur verið rennt undir tekjuöflun til vel- ferðarkerfisins. En um leið og þessum breytingum er fylgt eftir með auknu skatta- og verðlagseftirliti, verður að gæta þess umfram allt, að tekjulægstu hópar þjóð- félagsins verði ekki fyrir fjárhagslegu skakkafalli. Það var ekki ætlunin með þessum aðgerðum. Aðstoðarmatráðskona óskast. Matartæknipróf og nokkur starfsreynsla æskileg. Aðstoðarfólk í eldhús óskast. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur yfirmatráðskona í síma 96-31100. Kristnesspítali. AKUREYRARBÆR Utboð Tilboð óskast í byggingu 30 íbúða fjölbýl- ishúss við Víðilund á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu Hauks Haraldssonar Kaupangi v/Mýrarveg, frá 29. janúar 1988 kl. 14.00 gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Magnúsar Garð- arssonar í Kaupangi v/Mýrarveg, 23. febrúar 1988 kl. 14.00. Framkvæmdanefnd íbúðabygginga fyrir aldraða. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI NÁMSKEIÐ Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 18. maí. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2 fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Máiun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Myndlistadeild. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-17.00. Síðustu innritunardagar. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum við jólakrossgátu Alþýðumannsins 1987 1. verðlaun 3.000 kr. hlaut Jóhanna Jóhannsdóttir, Byggðavegi 99. 2. verðlaun 2.500 kr. hlaut Helga Geirmundsdóttir, Rauðumýri 4. 3. verðlaun 2.000 kr. hlaut Oddný Laxdal, Eikarlundi 16. Alls bárust um 200 lausnir víðs vegar af landinu. Alþýðumaðurinn þakkar þeim sem tóku þátt i kross- gátunni og óskar jafnframt vinningshöfum til hamingju. Fjárhags- áætlun veitu- stofnana 1988 Stjórn veitustofnana hefur geng- ið frá fjárhagsáætlunum fyrir árið 1988, skv. upplýsingum Ingólfs Árnasonar, fulltrúa Alþýðu- flokksins í stjórninni. Rafveita Akureyrar: Heildartekjur eru áætlaðar um 246,3 millj. króna, þar af er seld raforka fyrir 234 millj. kr. Raforkukaup rafveitunnar frá Landsvirkjun eru að upphæð kr. 176 millj., rekstrarkostnaður verður 42,5 millj. króna. Til nýframkvæmda verður varið 27,8 millj. króna. Hitaveita Akureyrar: Heildartekjur eru áætlaðar 283,6 millj. kr. Þar af er selt vatn fyrir 272,8 millj. kr. Rekstrarkostnaður er áætlaður 66.2 millj. kr. afskriftir og fjár- magnskostnaður 217,4 millj. kr., en af því eru vextir 166,6 millj. kr. Skuldir lækka um 33,6 millj. kr. og 15,4 millj. kr. verður varið í nýframkvæmdir. Vatnsveita Akureyrar: Heildartekjur eru áætlaðar 66,6 millj. króna. Rekstrarkostnaður er áætlaður 24.2 millj. kr. og kr. 38,1 millj. kr. verður varið til nýfram- kvæmda. Filmuvinnsla ■ Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Fllmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Filmuvinnsla • Filmuvinnsla Dagsprent Strandgötu 31-S 24222

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.