Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5
legrar aðlögunar þeirra, svo og ádeilan á nísku og hömlulausa fégræðgi sem þarna birtist víða. Frekari skírskotun til nútímans hefði til dæmis getað verið í bún- ingunum og tónlistinni sem gera hefði mátt „trúbadúrkenndari" svo sem með áberandi notkun kassagítats, en hér er þó alls ekki verið að varpa neinni rýrð á hinar smekklegu útsetningar Jóns Hlöðvers Áskelssonar eða góðan flutning til dæmis hjá kórnum, þetta er fyrst og fremst spurning um blæbrigði. Þau Pétur Eggerz og Arnheið- ur Ingimundardóttir léku á frum- sýningu elskendurna tvo sem eru þungamiðja sögunnar, án þess þó að hlutverk þeirra séu þó nein þungamiðja í sjálfu sér, og á þetta einkum við um fyrri hlutann. Af þessu ber leikur þeirra nokkurn keim, persónurn- ar eru ósköp litlausir, bláeygir en yfirmáta trygglyndir sakleysingj- ar sem ill öfl hafa næsta auðveld- lega að skotspæni, þau skila hlut- verkum sínum þokkalega, þó svo fullmikillar tilgerðar gæti stund- um í leik stúlkunnar, og pilturinn eigi í nokkrum erfiðleikum með sönginn sem skrifast gæti á of þunga útsetningu. Pórey Aðal- steinsdóttir leikur líklega nafn- kenndustu persónu þessa leiks, og verður að segjast eins og er að í fyrstunni féll manni ekki alls- kostar þessi Gróa. Maður hafði alltaf ímyndað sér hana sem ein- hverja eldgamla illa kerlingar- herfu, en þegar betur er að gáð er túlkun Þóreyjar sennilega sú eina rétta. Hún er nefnilega svo ein- staklega blíð og elskuleg í fláræði sínu, að hún verður raunverulega hættuleg, nógu hættuleg til að leggja líf margra persóna í rúst. Sunna Borg túlkar á allt að því ógnvekjandi hátt hina kaldlyndu Ingveldi sem virðist svo gjör- sneydd öllu því sem kallast getur móðurást, og túlkar einnig Maddömu Ludvigsen með ágæt- um, en Kristjana N. Jónsdóttir sýnir okkur nokkuð aðra tegund af móður en Ingveldi, móður sem sjálfsagt vill barni sínu allt hið besta, en á ef til vill oft erfitt með að sjá hvað það er. Þær persónur sem líklega ganga næstar Gróu hvað frægð varðar, þá Búrfells- feðga leika Marinó Þorsteinsson, sem maður hefur á stundum á til- finningunni að sé fremur séður búmaður heldur en beinlínis nirf- ill eins og sagan gefur til kynna, og Skúli Gautason sem manni finnst einhvernveginn ekki nógu sannfærandi í heimsku sinni, hann er eiginlega nær því að vera skíthæll en að vera skyni skroppinn. Skúli dregur aftur á móti upp einkar látlausa og hug- ljúfa mynd af vininum og tryggð- artröllinu Sigurði, algjörri and- stæðu Guðmundar. Þá er Þráinn Karlsson óborganlegur sem Þor- steinn matgoggur, en skapar ekki eins eftirminnilega persónu í Kristjáni búðarmanni. Theódór Júlíusson nær nokkrum ágætis JR-sprettum í hlutverki kaup- mannsins og svikahrappsins út- smogna Möllers, og vert er að geta afbragðsleiks Margrétar Pét- ursdóttur í hlutverkum íslensku vinnukonunnar Stínu og Stíne sem orðin er danskari en Danirn- ir sjálfir í kringum hana, góð er túlkun Margrétar í laginu fallega „Litfríð og ljóshærð". Þá er Kristjana Pálsdóttir góð í hlut- verki Valgerðar, en þó einkum Guðrúnar sem er ótrúlega vel gerð án þess að vera að marki ýkt eða ofleikin og gamla brýnið Guðmundur Jónsson bregst ekki í hlutverki Jóns, einkum er drykkjuatriði hans gott, og túlkun hans á Búðarvísunum alkunnu svíkur engan. „Piltur og stúlka“, stenst ef til vill ekki ströngustu kröfur sem gerðar eru um gæði leikhúsverka. Engu að síður hefur þetta verk lifað með þjóðinni frá því það kom fram, og það mun eflaust lifa á meðan við kærum okkur um að kalla okkur íslendinga. Hér er á ferðinni sannur alþýðu- leikur úr íslenskri þjóðarsál sem engan getur látið með öllu ósnortinn. Þess vegna þyrpumst við öll í leikhúsið til að sjá hann, þrátt fyrir Dallas og Dynasty. Úr skóverksmiðju Sambandsins á Akureyri. I NÝJU FLUGSTOÐINNI ER BANKI ALLRA LANDSMANNA Landsbanki íslands býöur alla bankaþjónustu I nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. í brottfararsal er opin afgreiðsla alla daga frá kl. 6.30-18.30. Áhersla er lögð á gjaldeyrisviðskipti, ferðatryggingar og aðra þjónustu við ferðamenn. Á næstunni opnar svo fullkomið útibú á neðri hæð byggingarinnar. Afgreiðslan í gömlu flugstöðinni verður starfrækt með hefðbundum hætti. Við minnum einnig á nýja afgreiðslu á Hótel Loftleiðum, þar sem m.a. er opin gjaldeyrisafgreiðsla alla daga frá kl. 8.15-19.15. Undanþágum í söluskatti hefur verið fækkað og leiðum til mis- ferlis lokað. Gengið verður harð- ar eftir réttum skilum. Verðmyndunarkerfið hefur verið einfaldað og aðflutnings- gjöldum fækkað úr 40 í 7. Hæstu tollar hafa lækkað úr 80% í 30% og fjölmargar vörur bera nú enga tolla. Þannig er byggt upp einfalt, réttlátt og nútímalegt skattakerfi, sem eflir fjárhag ríkisins, torveld- ar skattsvik og treystir undirstöð- ur velferðarríkisins. Nú jöfnum við lífskjör Þótt tekjuskattþrepið sé nú að- eins eitt, jafna skattarnir lífskjör- in þegar tekið er tillit til barna- bóta o.fl. Hjón sem hafa 720 þús- und og 360 þúsund í árslaun og eiga tvö börn, fá greiddar 68 þús- und krónur á ári úr ríkissjóði. En hjón með tvöfaldar þessar tekjur og sömu heimilishagi, greiða hins vegar 342 þúsund í ríkissjóð. Þetta eru dæmi um samverkandi áhrif skattþrepsins, persónuaf- sláttar, barnabóta og barnabóta- auka. Á þennan hátt aukum við jöfnuðinn í samfélaginu. ík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.