Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 6
Hjúkrunar- ww fræðingar Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Formaður stjórnar í síma 96 62151. Forstöðumaður Hornbrekku í síma 96 62480. Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku í síma 96 62480. BHreiðaeigendur Skíðagrindur og burðarbogar í miklu úrvali. Véladeild KEA Óseyri 2, símar 21400 og 22997. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Fullorðinsfræðsla Verkmenntaskólinn mun á vorönn 1988 bjóða upp á grunnnámskeið í eftirtöldum greinum. Skilyrði er þó að næg þátttaka fáist: íslenska: 30 kennslustundir. Nokkur grundvallar- atriði málfræði og stafsetningar. Enska: 30 kennslustundir. Léttar þýðingar, talæfing- ar og nokkur undirstöðuatriði málfræði. Danska: 30 kennslustundir. Léttar þýðingar, talæf- ingar og nokkur undirstöðuatriði málfræði. Stærðfræði: 30 kennslustundir. Fyrir utan grund- vallaraðferðir fá nemendur þjálfun í hlutfalla- og prósentureikningi. Ennfremur tilsögn í notkun reikni- véla. Vélritun: 30 kennslustundir. Kynning á notkun ritvél- ar. Blindskrift og hraðaæfingar. Námskeið þessi, sem verða á kvöldin, henta vel þeim fjölmörgu sem hafa notið takmarkaðrar skólagöngu eða vilja rifja upp eitthvað af náms- efni skyldunámsáranna. Þau geta þannig komið að gagni sem undirbúningur undir eða stuðning- ur við nýtt starf eða sem undirbúningur undir frekara nám svo sem í öldungadeild. Innritun fer fram dagana 2.-5. febrúar á skrifstofu skólans á Eyrarlandsholti. Frekari upplýsingar fást á skrifstofunni. Skólameistari. AKUREYRARB/ER Fóstrur - Fóstrur Hvernig vaeri að drífa sig út á landsbyggðina? Á Akureyri eru reknar 7 dagvistir með blönduð- um aldurshópum 2-6 ára. Boðið er upp á fulla vinnu eða hlutastörf eftir ósk- um hvers og eins. Fóstrur hafa forgang fyrir börn sín á dagvistir. Laun samkvæmt samningum Akureyrarbæjar. Á Síðusel sem er 3ja deilda dagvist vantar for- stöðumann og fóstrur hið fyrsta. Á Flúði vantar forstöðumann. Einnig vantar fóstrur til starfa. Fjölbreytt starf og starfsaðstaða er mjög góð. Leitið nánari upplýsinga hjá dagvistardeild Fé- lagsmálastofnunar Akureyrar alla virka daga milli kl. 10 og 12 í síma 24600 og á viðkomandi dag- vistum. Dagvistarfulltrúi. Byggðastofnun auglýsir starf forstöðumanns miðstöðvar stofnunarinnar á Akureyri. Leitað er að manni með háskólapróf og starfsreynslu. Mikil samskipti við atvinnufyrirtæki, sveitarfélög og lánastofnanir fylgja þessu starfi. Miðstöðin tekur til starfa sumarið 1988 en áður en tekið er við starfinu þarf forstöðumaðurinn að starfa í Byggðastofnun um nokkurn tíma. í miðstöðinni verða auk Byggðastofnunar útibú frá ýmsum opinberum og hálfopinberum stofnunum og fyrirtækjum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 12. febrúar 1988 og ber að skila umsóknum til Byggðastofnunar. Upplýsingar veita: Guðmundur Malmquist forstjóri og Bjarni Einarsson aðstoðarforstjóri. Byggðastofnun Rauðarárstíg 25 • Sími: 25133 • Pósthólf 5410 • 125 Reykjavík Söluumboð á Akureyri: ■ Bókabúðin Eddal ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■ Léleg afla- brögð hjá togurum ÚA Það sem af er þessu ári hafa verið mjög léleg aflabrögð hjá togurum Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. Hér á eftir er yfirlit yfir landanir í janúar. 8.01. Hrímbakur 26 tonn. 12.01. Kaldbakur 99 tonn. 14.01. Svalbakur 121 tonn. 16.01. Sólbakur 122 tonn. 19.01. Harðbakur 99 tonn. 21.01. Hrímbakur 94 tonn. 25.01. Sólbakur 24 tonn. 26.01. Kaldbakur 128 tonn. 28.01. Svalbakur 107 tonn. Alls 820 tonn úr 9 veiðiferðum. Vonandi verður febrúar far- sælli. 1. febrúar sl. kom Harðbakur að landi með 143 tonn. Ó.A. Matarskattur- inn illræmdi Stjórn Landssambands iðnverka- fólks telur minnkandi kaupmátt og versnandi afkomu lágtekju- fólks með öllu óþolandi. Stjórnin sendi frá sér ofan- greinda yfirlýsingu eftir fund haldinn 28. janúar sl. og segir þar ennfremur að gegndarlausar verðhækkanir á öllum sviðum séu alvarleg atlaga að afkomu heimil- anna. „Alvarlegasta atlagan er þó stórhækkun matvæla með matar- skattinum illræmda. Stjórnin tel- ur að nú þegar verði að bæta fólki þennan útgjaldaauka og verja kaupmáttinn. Stjórnin samþykkir því að leita nú þegar eftir samn- ingi við atvinnurekendur til skamms tíma, á meðan unnið er að samningi til lengri tíma.“ AKUREYRARHÖFN PÓSTHÓLF 407 - 602 AKUREYRI Smábátaeigendur Þeir smábátaeigendur sem ekki hafa enn gert skil á legufæragjaldi fyrir áriö 1987 eru vinsamlegast áminntir aö greiða þaö hið fyrsta. Hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. febrúar n.k. veröa gjöldin sett í innheimtu og legufærahafar eiga á hættu að missa legur sínar. Hafnarstjóri. SIONNBK Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirtiggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. * HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING VÉLADEILD KEA Óseyri 2, símar 21400 og 23084. Kaupþing veitti Jóhanni viðurkenningu Kaupþing hf. hefur um nokkurt skeið haft stofnun viðurkenning- arsjóðs á stefnuskrá sinni. Er sjóðnum ætlað það hlutverk að veita viðurkenningu þeim, er skara fram úr á sviði vísinda, lista, menningarmála, íþrótta eða atvinnumála. Stjórn Kaupþings hf. telur að allur ferill Jóhanns Hjartarssonar stórmeistara undanfarin ár og þá sérstaklega glæsileg frammistaða, sem hann hefur sýnt í áskorenda- einvíginu í Kanada, gefi besta tilefni til að veita nú í fyrsta sinn viðurkenningu úr sjóðnum. Kaupþing hf. veitir Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara eina miiljón krónur í reiðufé og leggur á þann hátt nokkuð af mörkum til þess að Jóhann geti áfram helgað sig skáklistinni og jafn- framt lokið háskólanámi sínu. Kaupþing hf. samfagnar Jóhanni og fjölskyldu hans svo og landsmönnum öllum. Stjórn Kaupþings hf. skipa: Dr. Porvaldur Gylfason prófess- or, formaðru, Baldvin Tryggva- son, sparisjóðsstjóri, Geirmund- ur Kristinsson, aðstoðarspari- sjóðsstjóri, Jónas Reynisson, aðstoðarsparisjóðsstjóri, Dr, Þorkell Helgason, prófessor. Hefur það bjargað þér

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.