Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaöstjórn: Oskar Alfreösson, Haraldur Helgason, Jórunn Sæmundsdóttir Árni Gunnarsson: Velferðin kostar peninga Það kostar gífurlega fjármuni að tryggja þjóðinni gott heil- brigðiskerfi, almannatrygging- ar og góða mcnntun. Fyrir þetta verður þjóðin að greiða með sköttum. Aðrar leiðir eru ekki færar, ef við viljum á ann- að borð viðhalda og efla vel- ferðarkerfið. En hver vill skerða það öryggi, sem þjóðin býr nú við á þessum sviðum, og hverfa til frumskógarlög- málanna um mátt hins sterka og forréttinda hinna ríku. Vissir þú, - að á þessu ári fara rösklega 10,4 milljarðar króna til menntamála? - að á þessu ári fara tæplega 3 milljarðar króna til hvers kon- ar félagsmála? - að á þessu ári fara liðlega 25,2 milljarðar króna til heilbrigðis- og tryggingamála? í okkar daglega lífi finnst okk- ur margvísleg þjónusta bæði sjálfsögð og eðlileg. Sama gildir um það öryggi, sem almanna- tryggingar, heilbrigðiskerfi og ókeypis skólaganga veitir okkur. En svona var þetta ekki fyrir nokkrum áratugum, þegar ein- staklingarnir byggðu eingöngu á samhjálp hvors annars, fátækt lagði heimili í rúst og veikindi fyrirvinnu jafngiltu gjaldþroti. Á íslandi eru lífskjör nú betri en víðast hvar annars staðar. En þessi lífskjör verða ekki tryggð, nema með því að veita miklum Árni Gunnarsson. fjármunum til samneyslunnar og reyna að tryggja jöfnun lífskjara. Skólakerfið Lítum aðeins á skólakerfið, og tökum kostnað við menntaskóla sem dæmi. Á þessu ári fara: Rúmlega 82 milljónir króna til Menntaskólans í Reykjavík. Liðlega 72 milljónir króna til Menntaskólans á Akureyri. Rösklega 30 milljónir króna til Menntaskólans á Laugarvatni. Tæplega 114 milljónir króna til Menntaskólans við Hamrahlíð. Yfir 67 milljónir króna til Menntaskólans á Egilsstöðum. Og svo mætti lengi telja. Til Kennaraháskóla íslands fara rúmlega 156 milljónir króna. Til íþróttakennaraskóla ís- lands 31 milljón. Til fjölbrautaskólanna í Reykjavík 225 milljónir. Til Verkmenntaskólans á Akureyri 106 milljónir. Til Námsgagnastofnunar 147 milljónir. Til Tækniskóla íslands rösk- lega 98 milljónir. Til Iðnskólans í Reykjavík 184 milljónir. Til Fiskvinnsluskólans liðlega 48 milljónir. Til tónlistarfræðslu 174 millj- ónir. Til Verslunarskóla íslands 113 milljónir. Til grunnskóla á Reykjanesi 657 milljónir. Til skóla fyrir þroskaheft börn 231 milljón. Og í Lánasjóð íslenskra námsmanna fara 1.478 milljón- ir króna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, og til viðbótar mætti nefna Háskóla íslands, en þangað fara 918 milljónir, í Þjóðleikhúsið 148 milljónir og til lista 137 milljónir króna. Fjármunirnir, sem tii þessara verkefna fara, vaxa ekki á trjánum. Allt er þetta greitt með okkar sköttum. Félagsmálin Við skulum taka nokkur dæmi um framlög til félagsmála. f Byggingasjóð ríkisins fara Þingflokkur Alþýðuflokksins. 1.150 milljónir króna, beint úr ríkissjóði. f Byggingarsjóð verkamanna fara 600 milljónir króna. Til málefna fatlaðra 747 millj- ónir. í Framkvæmdasjóð fatlaðra 180 milljónir. Til Vinnueftirlits ríkisins 73 milljónir. Til ríkisábyrgðar á launum vegna gjaldþrota 23 milljónir. Þetta eru fá dæmi, en háar tölur. Og allt er þetta greitt úr sameiginlegum sjóði, sem skattar okkar fara í. Heilbrigðis- og tryggingamál Heildarkostnaðurinn við þennan lið er 25,2 milljarðar króna, eða 25.268 milljónir, og það eru býsna margar milljónir. Af þessari fjárhæð fara: 14.523 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. 500 milljónir í Atvinnuleysis- tryggingasjóð. 83 milljónir í Eftirlaunasjóð aldraðra. 40 milljónir í Heyrnar- og talmeinastöð íslands, og 41 milljón í Hollustuvernd ríkisins. Þegar kemur að sjúkrahúsum, sjást háar tölur í fjárlögum. Nokkur dæmi: Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði 100 milljónir. Sjúkrahúsið á Akranesi 271 milljón. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri 740 milljónir. Sjúkrahúsið í Vestmannaeyj- um 120 milljónir. Ríkisspítalarnir rösklega 4 milljarðar króna. Borgarspítalinn í Reykjavík liðlega 1.717 milljónir króna. St. Jósefsspítali, Landakoti 811 milljónir. Af öðrum verkefnum má nefna: Framkvæmdasjóður aldraðra 160 milljónir króna. Heilsugæslustöðvar 361 milljón. Hér eru aðeins nefnd helstu verkefnin, þótt tölurnar séu háar, finnst fæstum nóg að gert. Meiri fjármuni þurfi í heilbrigðiskerfið og til almannatrygginga. En þeir, sem vilja meiri peninga í þessi velferðamál, verða þá að koma með tillögur um það hvar eigi að taka þá. - Ætli ýmsum þyki skatt- arnir ekki nógu háir. Þessi dæmi eru hér nefnd til að skilgreina betur í hvað skattpen- ingarnir fara. Það er hvorki mannvonska né illur hugur, sem stjórnar skattaálögunum. Það er krafa okkar allra um að fá að búa við öryggi velferðarsamfélagsins. Er einhver sem í alvöru vill breyta því? Slippstöðin og íhaldsfálkarnir Sá vilji sem hefur vaknað hjá nokkrum framámönnum Sjálf- stæðisflokksins hér í bæ, að kaupa hluta ríkissjóðs í Slipp- stöðinni fyrir slikk, hefur vakið mikla athygli. Örugglega er það ekki ætlun fjármálaráðherra að láta íhalds- fálkana hremma Slippstöðina, því nú stendur yfir matsgerð á eignum fyrirtækisins. Sveinbjörn Óskarsson viðskiptafræðingur og deildarstjóri í fjármálaráðuneyt- inu sér um þá gerð, en hún er framkvæmd af byggingar- og vélaverkfræðingum. Trúlega minnkar áhuginn hjá fálkunum ef hlutabréfin verða boðin til sölu á sannvirði og almenningi gefinn kostur á að kaupa og ávaxta sitt sparifé í hlutabréfum eins af undirstöðu- fyrirtækjum bæjarins. Trúnaðarbrestur var orð sem oft var notað þegar unnið var að brottrekstri Wilhelms hitaveitu- stjóra. Sumum dettur sjálfsagt það orð í hug núna þessa dagana. Í.Á. Verð á rafmagni til sjódælingar Undanfarið hefur verið rætt nokkuð um verð á raforku til dælingar í fiskeldistöðvum. Rarik selur orku til dælingar á nokkrum stöðum í Norðurlandi eystra t.d. Dalvík, Ólafstirði og Kelduhverfi. Selt er eftir gjaldskrárlið B1 og er verðið 2,84 kr./KWh miðað við 8000 stunda nýtingartíma. í eftirfarandi dæmi er sýnt hvern- ig verðið skiptist. Gert er ráð fyr- ir að Rarik kaupi af Landsvirkjun á 66 kV spennu og 5.600 stunda nýtingu (hámarksnýtingartími samkvæmt samningi). Engar horfur eru á að fiskeldis- stöðvar hér á Norðurlandi eystra uppfylli þessi skilyrði Landsvirkj- unar til að fá afsláttinn, sem nú er 0,76 kr/kWst. Þær eru með litla sjódælingu, en til að ná upp á 1 GWh skilyrðið þarf a.m.k. 125 kW aflnotkun. Með afslætti Lands- virkjunar lítur dæmið þannigút: kr/kWh Til Landsvirkjunnar: 1,05 Töp þau sömu og áður: 0,18 Söluskattur: 0,38 Hlutur Rarik óbreyttur: 0,28 1,89 Hér er nærri einnar krónu mis- munur á verði fyrir og eftir afslátt, eða um ein milljón króna á 1 GWh orku. Ingólfur Árnason. Raforkusala til fiskeldis 6 megavött á næstunni Skipting kostnaðar: Gjaldskráverð kr./kWh. % Landsvirkjunnar: 1,81 63,6 Töp ca. 10%: 0,11 6,4 Söluskattur: 0,57 20,0 Hlutur Rarik: 0,28 10,0 2,84 100,0 Rarik fær í sinn hlut einungis 10% fyrir að dreifa orkunni eftir 66 kV kerfi, síðan 11 kV kerfi og að lokum 380V láspennukerfi. Afsláttur Landsvirkjunar til sjódælingar í strandeldi nær enn sem komið er eingöngu til íslandslax hf. en Smári hf. við Þorlákshöfn nær lágmarksorku- magni væntanlega í ár, en það er 1 GWh samkvæmt skilmálum Landsvirkjunnar. Fiskeldisfyrirtæki í Þorlákshöfn þurfa að greiða 70 til 80 mills fyr- ir kílóvattstundina af raforku. Nokkrir aðilar hyggja á fiskeldi í Þorlákshöfn og raforkusala til þessara aðila getur farið í 6 megavött á næstu árum. Þetta kom fram á fundi sjálfstæðis- félagsins Ægis á þriðjudagskvöld. Forsvarsmenn fiskeldisfyrir- tækja segja stjórnendur Raf- magnsveitna ríkisins og Lands- virkjunar ekki sýna málinu skilning. Telja þeir að eðlilegt verð gæti verið 20 til 30 mills á kílóvattstund. Fyrirtækin séu mjög góðir orkukaupendur með jafna notkun allan sólarhringinn. Nefnt var sem dæmi að heim- taugagjald til einnar stöðvarinnar væri um 5 milljónir króna. Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra, sem var á fundinum, sagði þetta háa verð fráleitt. Það þyrfi að nota betra skipulag á raforku- dreifingunni og lækka verð. Árni Johnsen sagði í framsöguræðu á fundinum að samvinna í orku- málum skapaði möguleika á að lækka orkukostnað í Þorlákshöfn um 25%, því að staðurinn yrði ekki lengur endastöð. - Sig. Jóns.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.