Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 1
2. tölublað - 28. apríí 1988 Ábyrgðarmaður: Óskar Alfreðsson Afgreiðsla: Strandgata 9 - Sími 24399 Setning og prentun: Dagsprent hf. ALÞÝÐUMAÐURINN Hreinn Pálsson: Sumar í raun - vetur í sinni Sumarið heilsar með kulda og snjó og svo hefur oft verið áður. Okkur Islendingum er nú ekkert að vanbúnaði að mæta slíku, en í þannig árferði fyrrum hefði þetta e.t.v. þýtt horfelli búfjár og jafn- vel manna og bjargarskort. Með öllum þeim meðulum, sem nú eru tiltæk, allri tækninni ætti okkur ekki að verða skota- skuld úr því að bjargast vel og sannleikurinn er sá, að við íslendingar erum kannski fáir, en hvorki fátækir né smáir, því að við erum velmegunarþjóð og það er argasta öfugmæli, sem heyrist allt of oft að við höfum of lítið handa á milli af yeraldargæðum. Auðvitað er auðnum misskipt og verður líkast til aldrei skipt jafnt og ég held, að það séu ein- hverjir mestu erfiðleikar okkar núna, þ.e.a.s. miðaldra kynslóð- arinnar og þeirrar ungu að læra að sætta sig við nægjusemi, hætta að einblína á hin efnislegu gæði eingöngu og huga að því að það er fleira eftirsóknarvert til. Þetta er hins vegar erfitt, þar sem öll- um þessum gæðum er í æ um- fangsmeiri auglýsingamennsku haldið að okkur og við látin halda, að því aðeins höndlum við hamingjuna, að við eignumst þetta og hitt. Ég sagði áðan, að við værum í raun rík og velmegandi, en víst veit ég, að það fólk er til og of margt, sem hefur of lág laun og samkvæmt því, sem hefur verið upplýst og æ fleiri dæmi eru um, fer launamunur vaxandi. Launin eru of lág, ef þau duga ekki til nauðsynlegrar fram- færslu, þ.e. að mínu mati fyrir húsnæði og húsgögnum, fæði, klæðum, menntun barna og þar að auki kaupum og rekstri einkabíls og t.d. utanlandsferðar af og til. Þrátt fyrir allt njóta langflestir þessa og spurningin er, er ekki hægt að nýta þá auðlind, sem er sem fyrr okkar aðalauðlind, sjáv- arfang, þannig, að kjör þeirra lægstlaunuðu í ýmsum stéttum megi batna? Nú er það svo að vefst fyrir mörgum 'lítt hagfræðimenntuðum manninum að skilja, hvernig hægt er að reka fyrirtæki, sem alltaf virðist tapa, en gengur samt. - Þetta minnir mig á sögu, sem ég heyrði af manni, sem allt- af var að kvarta -yfir því við starfsmenn sína, að hann væri sífellt að tapa, en byggði þó og seldi stórhýsi í Reykjavík árum saman og varð mjög efnaður. Gekk barlómur mannsins svo langt, að eitt sinn sagði ungur maður, sem skildi ekki samheng- ið: „Mikið hlýtur þú að hafa ver- ið ríkur, þegar þú byrjaðir." Við þessu átti framkvæmdamaðurinn ekki svar og oft heyrist þessu líkt frá mönnum, sem þó þurfa ekki að kvarta. Svo langt sem ég man hafa velflest sjávarútvegsfyrir- tæki verið á hausnum, en starfa þó fjölmörg með blóma enn. Nú er oft sagt, að til þess að halda byggð um landið, sé það eitt nauðsynlegt að halda verð- mætasköpuninni eftir í heima- byggð, þ.e. að útvegurinn fái að halda eftir þeim gjaldeyri á réttu gengi, sem hann skapar. Þetta er vafalítið rétt að hluta, en jafn- Ijóst er, að oft eru á þessurp stöð- um hærri tekjur en víðast annars staðar og velmegun almenn, en þá skortir hitt, sem fólk sækist eftir, einhvers konar andlegt fóð- ur og skemmtan. Þess vegna ligg- ur straumurinn svo mjög suður, enda hafa útspekúleraðir kaupa- héðnar lengi getað nýtt með brask- viti sínu þennan sama gjald- eyri á lágu verði til að flytja inn margt gagnlegt, en jafnvel fleira ógagnlegt og látið landslýð halda, að allt þetta væri honum nauð- synlegt. Því virðist það ekki sannfær- andi, að þeir sömu, sem byggðu Kringluna og mörg fleiri verslun- arstórhýsi í Reykjavík skuli ekki geta greitt þau lágmarkslaun, sem farið er fram á nú af verslun- arfólki. Ég veit, að auðvitað er ég hér að einfalda myndina að mörgu leyti. Það eru ekki öll fyrirtæki í sjávarútvegi eða verslun jafn vel sett að greiða góð laun. Slíkt staf- ar þó oftar en ekki af allt of mikilli og örri fjárfestingu á fáum árqm á of miklu lánsfé. Slíkt háttalag kalla ég í senn græðgi og óstjórn. Mjög mikil fjölgun hefur orðið í stétt viðskipta- og hagfræðinga, en það er eins og þeir komi ekki við sögu t.d. hjá mörgum sjávar- útvegsfyrirtækjum. Hið rétta er, að þar hefur löngum íslands- Bersa sjónarmiðið, brjóstvitið lengstum ráðið ferðinni, en sýnir ekki einmitt hóflaus útflutningur á svonefndum gámafiski, að slíkt brjóstvit út af fyrir sig er ekki nógu haldgott. Þegar græðgin og heimskan hafa svo eyðilagt markaðinn, í stað þess að hafa slíkan útflutn- ing í hófi, en þó fyrst og fremst fullvinna fiskinn, eða a.m.k. vinna hann frekar og viðhalda þar með góðum markaði, koma þessir ágætu fiskrekendur (út- vegsmenn og frystihússtjórar) og panta gengislækkun eða annars konar fyrirgreiðslu hjá ríkissjóði. Ég held, að á fáu sé meiri þörf, en nýta menntun og krafta þeirra, sem ég áðan nefndi í ýmissi stjórnun og markaðsleit í sjávarútvegi. Að minnsta kosti væri það notadrýgra þjóðinni, en láta þá snúast hvern í kringum annan í alls kyns verðbréfa- og fjármagnsleigufyrirtækjum og yfirbjóða hvern annan dag hvern með gylliboðum til þeirra, sem virðast eiga svo mikið. fé handa milli, að þeir vita ekki, hvað á að gera við það. Á slíku sviði eru þessir vísu menn allt of margir komnir langt frá uppruna fjármagnsins, frum- vinnslunni og verði þekkingin ekki nýtt þar betur, getur fyrr en varir undirstaðan fallið og öll fjármagnsspilaborgin hrunið. Gallinn við okkur íslendinga er sá, að við höfum ætíð verið fremur lítið fyrir að taka stjórnun, sérstaklega skynsam- legri. Því koma alltaf þessi sömu mynstur upp, verulegur efna- hagsbati annað veifið og ógnar- vandræði eða hálfgcrð kreppa hitt veifið. Fyrirsögn þessa greinarkorns ber að skilja svo, að vissulega er sumarið komið samkvæmt alm- anakinu, en mér þykir of mikill vetrárdrungi hjá þjóðinni, of lítil víðsýni, of mikill sjálfbyrgings- háttur og í raun of lítil sáttfýsi og samstaða til að nýta megi aðal- auðsuppsprettuna á sem hag- kvæmastan hátt og sem allra flestum til hagsbóta og. ég held, að aðeins með breyttu hugarfari getum við leyst úr vanda okkar og lært hófsemi hvert og eitt og beitt henni einnig innan samfé- lagsins í heild.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.