Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN - 3 Váleg tíðindi Undanfarna daga hafa gerst váleg tíðindi í stjórnmálum fjær og nær, öll að kalla má í sömu vikunni. í Noregi sýnir skoðana- könnun, að Framfaraflokkurinn, sem kenndur er við Hagen sé orðinn næst stærsti flokkur landsins. En sá flokkur hefir á sinni stefnuskrá skefjalausa ein- stakiingshyggju, andfélagsleg sjónarmið, og þjóðrembing. Dæmigerður fasistaflokkur. Sama daginn og Framsókn þingaði hér á íslandi hlaut flokk- ur de Pens í Frakklandi stóraukið fylgi við fyrri hríð forsetakosn- inganna, en eitt megin stefnumál hans er kynþáttahatur. Það er uggvænlegt, að slíkar hreyfingar skuli allt í einu hafa fengið byr undir báða vængi, og ekki er ugglaust um að víðar sé eitthvað líkt í uppsiglingu. En hér úti á íslandi gerist það að Kvennalistinn er orðinn stærsta stjórnmálaaflið í landinu eftir skoðanakönnunum. Fjarri sé það mér að líkja blessuðum dúfunum okkar á kvennalistanum við þá herra, Hagen og de Pen. En eitt er þeim þó öllum sameigin- legt, það er að þeir eða öllu held- ur þau baða sig öll í lýðskrumi. En þar sem þeir Hagen og de Pen beita fyrir sig hörðu málunum, berjast blessaðar konurnar okkar fyrir þeim mjúku, þær eru ekkert nema mannúðin og mildin. En allir þessir flokkar segjast muni kippa öllu í lag sem miður fer. En þar sem ætla má að þeir fasista- foringjarnir muni beita nokkrum harðræðum, fangelsununt, brott- rekstrum úr landi o.s.frv., þá ætla blessaðar konurnar að búa okkur öllum mjúkar dúnsængur, og bera krásir á borð. Þær gleyma bara einu, og það eru þessir smámunir, hvernig eigi að afla fjár til allra framkvæmd- anna. En alvarlegast af öllu í fram- sókn þessara flokka, sem að vísu eru harla ólíkir, er það að þeir fiska allir í sama vatni. Þeir lifa af vanhyggju og óánægju fólksins, og vopn þeirra eru ábyrgðarleysi og fagurgali. Það kostar ekkert að tala fallega, og því minna, sem þeir, sem til er talað hugsa minna. En alltaf kemur að skulda- dögunum fyrr eða síðar. Og eitt er víst, þessir flokkar og vel- gengni þeirra eru merki upp- lausnar og óreiðu í þjóðfélaginu. f því er mesta hættan fólgin. xxx Landsins forni fjandi: Hafís og háskóli Sá vetur sem nú er til forvera sinna genginn inn í eilífðina kvaddi með mildum látum. Almættinu þóknaðist að minna okkur aðeins lítillega á það hvar á hnettinum við búum. í sama skyni sendi það okkur vikapilt einn sem fáum er auðfúsugestur. Landsins forni fjandi gerði sig nefnilega heimakominn við norður- strendur landsins, bjarndýr var unnið í Fljótunum og togari frá Akureyri lenti í háska, nokkuð sem raunar vekur upp enn og aftur tilhugsunina um það í hvflíkum ólestri öll björgun- armál í landinu eru. Hin blá- hvíta ógn rétt sýndi á sér klærnar og ýtti rétt sem snöggvast við værukærum skrifstofublókum almanna- varnanna syðra. Hafísinn hefur á síðustu árum verið í huga flestra eins og ein- hversskonar fjarlægur draumur eða martröð sem lesa má um í sögubókum, og sennilega eru þeir ekki margir sem leitt hafa að því hugann hvaða afleiðingar það gæti skapað ef hann legðist að landinu í öllu sínu veldi. Atburð- ir síðustu daga hafa þó ýtt við mörgum, til að mynda þeim sem lagt hafa í milljóna fjárfesting- arævintýri í laxeldi við aðstæður sem ef til vill eru með öllu ómögulegar með tilliti til sjávar- hita og ísmyndunar. Fiskeldis- dæmið er þó aðeins eitt af mörg- um dæmum um það hversu lítið í rauninni við vitum, og hversu lít- ið við höfum rannsakað hafísinn, eðli hans og ekki hvað síst afleiðingar. Innan Veðurstofu íslands er starfandi svokölluð Hafísdeild sem unnið hefur hið merkasta starf undir stjórn hæfra vísinda- manna á borð við Þór Jakobsson og Pál Bergþórsson, en þessi starfsemi, svo góðra gjalda verð sem hún er, er þó nokkuð tak- mörkuð, og beinist einkum að upplýsingamiðlun til skipa og nokkuð að hafísspám. Um víð- tækar rannsóknir hafíss, eðli hans útbreiðslu og afleiðingu er þarna ekki að ræða að neinu marki. Við hinn unga Háskóla á Akureyri eru uppi hugmyndir um að koma á kennslu í sjávar- útvegsfræðum, þar á meðal í haf- fræði, auk kennslu í ýmsum greinum hagfræði og viðskipta- fræðilegs eðlis. Þeirri hugmynd er hér komið á framfæri hvort ekki mætti koma á fót við Háskólann á Akureyri einskonar kennslu-þjónustu og rannsóknar- stofnun í öllum þeim málum er vörðuðu hafís á einn eða annan hátt, og sem tæki yfir megnið af starfsemi hafísdeildar Veðurstof- unnar, það mætti jafnvel útfæra þessa stofnun meira, og láta starfssvið hennar einnig ná yfir jöklarannsóknir, og snjóflóða- fræði. Slík stofnun gæti ef vel tækist til orðið leiðandi á sínu sviði, ekki bara á íslandi, heldur í heiminum, og laðað hingað til lands fremstu vísindamenn heims á þessu sviði ekki síst með því að gangast fyrir ráðstefnum og nám- skeiðum um hina ýmsu þætti þessara mála. Allir íslendingar myndu að sjálfsögðu finna fyrir efnahagslegum og félagslegum afleiðingum þess ef hafísinn lægi um langt skeið úti fyrir Norður- landi. Engir þó eins og Norðlend- ingar, og því ætti það að vera rökrétt að rannsóknir á þessum forna fjanda færu fram á Norðurlandi. Slíkar rannsóknir gætu ekki aðeins komið Akureyri og Norðurlandi inn á heimskort vísindanna, heldur gætu þær einnig stuðlað að því að nafnið ísland fengi nýja merkingu í aug- um heimsbyggðarinnar allrar. R.A. Fjallið tók jóðsótt Framsóknarforystan smalaði allri miðstjórninni til Reykjavíkur um síðustu helgi. Nú átti að sýna hug og dug flokksins og ráðherra hans. Mikið átti að gera, Stein- grímur ætlaði að geyma vatns- veitumál Keflvkinga um stund en sýna alþjóð hvernig ætti að leysa efnahagsvandann, sýna þjóðinni að hann einn væri hæfur sem forsætisráðherra. Þorsteinn væri enn að læra, og óvíst hvenær því námi lyki. Miðstjórnin átti að gera þá kröfu til samstarfsflokkana að leysa vandann á tveimur mánuð- um, að öðrum kosti ætlaði fram- sókn að slíta stjórnarsamstarfinu, yfirgefa hina brennandi borg. Þeir ætluðu ekki að hjálpa til við slökkvistarfið þó að þeir hafi kveikt eldana, heldur hrópa bara eldur, eldur. Menn gætu haldið að formaður Framsóknarflokksins væri umboðsmaður erlendrar bíla- verksmiðju. Fullyrt er að hann hafi í raun selt um 6000 bíla með blaðri sínu um gengisfellinu nú um áramótin. Allur vindur fór úr miðstjórn- inni á fundinum, engin hótun um stjórnarslit og óskalistinn var eins og dagskrá síðasta ríkisstjórnar- fundar, frumleikinn var nú ekki meiri en það. Fjallið tók jóðsótt og lítil mús fæddist. I.Á. Sendum starfsfólki okkarsvo og öörum launþegum kveöjur í tilefni 7. maí. Rafmagnsveitur ríkisins Sendum starfsfólki okkarsvo og öörum launþegum kveöjur I. maf. Hótel KEA Sendum starfsfólki okkarsvo og öörum launþegum kveðjur I. maí. Kaffibrennsla Akureyrar Sendum starfsfólki okkarsvo og öörum launþegum kveöjur 1. maí. Sláturhús KEA. KjötiönaöarstöÖ KEA AKUREYRARBÆR íbúðir fyrir kennara Nú standa yfir ráðningar á kennurum í lausar stöður við grunnskólana næsta skólaár. Skólanefnd Akureyrar mun hafa milligöngu um að útvega nýjum kennurum leiguhúsnæði og leit- ar því eftir, að þeir sem gætu hugsanlega leigt 2ja-4ra herbergja íbúðir hafi samband við skóla- fulltrúa bæjarins í síma 21D00. Hann mun einnig gefa nánari upplýsingar. Skólanefnd Akureyrar. ---------------------------------------------------------------------------------\ AKUREYRARB/CR Skólagarðar Akureyrar Flokkstjórar óskast til starfa í sumar. Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri og hafi reynslu í verkstjórn og ræktun. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmannastjóra Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, eða til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, pósthólf 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 6. maí 1988. Upplýsingar eru veittar hjá starfsmannastjóra í síma 21000 eða á skrifstofu umhverfisdeildar í síma 25600. Garðyrkjustjóri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.