Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 10

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 10
10 - ALÞÝÐUMAÐURINN Ibúð óskast Viljum taka á leigu 3ja herb. íbúð fyrir starfsmann frá 1. maí nk. Tryggjum góða umgengni og skilvísar greiðslur. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma 21900. Alafoss hf., Akureyrí. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar og/eða fastar stöður á eftirtaldar deildir: Fæöinga- og kvensjúkdómadeild Lyflækningadeild Sei (hjúkrunardeild) B-deild (hjúkrunardeild) Barnadeild Handlækningadeild Slysadeild Bæklunardeild Skurð- og svæfingadeild Gjörgæsludeild Til greina kemur aö ráöa á fastar vaktir. Boöiö er upp á aðlögunartíma. Óskum að ráða sjúkraliða til sumarafleys- inga á flestar deildir sjúkrahússins, enn- fremur í fastar stöður á eftirtaldar deildir: Lyflækningadeild Sel (30 rúma hjúkrunardeild) B-deild (15 rúma hjúkrunardeild) Barnadeild Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjórar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sendum launþegum kveðjur ítilefni 1. maí Láttu bankann vinna fyrir þig Iðnaðarbankinn -HiiPiwa fánkl Earn situr þægilega uggt í barnabílstól. ið á það skilið! Sendum starfsfólki okkar og verkafólki um land allt kveðjur 1. maí KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA r-Kaldbakun Forstjórinn gengisfallni Þelr sem lagt hafa leíö sina til suðrænna sólarstranda, eða þá stórborga f Evrópu og Ameríku, hafa vafalaust ekki komíst hjá að sjá kúrandi á götunum vesalinga þá sem ánetjast hafa heróini eða ein- hverjum ámóta óþverra, star- andf út í loftið og biðja grát- klökkri röddu um eitrið sitt. Að sönnu eru þeír ekki eins langt leiddír sem hinir svo- kölluðu forystumenn úr atvinnulífinu sem nánast á hverjum degi birtast á sjón- varpsskjánum okkar. Engu að síður eru þeír á stundum harla grátklökkir þegar þeir eru að bíðja þjóðina og kjörna fulltrúa hennar um dópið sitt. Þetta dóp hefur verið hið mesta böl í íslensku efnahagslífi hina síðustu ára- tugi, og er flestum kunnugt. Nefnist það gengisfelling. Einn þeirra manna sem hvað gátklökkustum rómi hef ur beðið um gengísfelling- ardóp sltt er vafalaust Guð- jón B, Ólafsson forstjóri Sambandsins, og eíns og við var raunar að búast, þá hlaut það strax hinar jákvæðustu viðtökur hjá maddömunni ( íslenskum stjórnmálum þeg- ar forvígismaður Sambands- ins var annars vegar. Var reyndar svo mikið taiið i húfi að ástæða þótti til að stefna suður, f nafni byggðastefnu auövitað, liðlega hundraö vöskum sveinum og meyjum svo fastar mætti þrýsta á um afgreiðslu bónar Guöjóns B. og annarra þeirra sem dýrt vilja dollarann selja. Guðjón B. Ólafsson hefur raunar eins og kunnugt er, nú þegar talsvert náin kynní af dollaranum, þessum gjald- miðfi sem kvað víst njóta sérstakrar blessunar Guðs. Varð fyrir nokkru talsvert uppistand út af þvf er hinn fyrrverandi forstjóri fisksölu- fyrírtækis Sambandsins i Bandaríkjunum, nú forstjóri SÍS rak menn er vildu gera einhverjar athugasemdir við launakjör hans í fyrra starfi. Einhverjar sættir munu hafa um síðir tekist í þessu brottrekstrarmáli, og yfir- stjórn SÍS mun hafa hlutast til um það að þessi mál yrðu rannsökuð, en það er skemmst frá því að segja að niðurstöður rannsóknarinnar urðu þvílikt reginhneyksli fyrir Sambandið að menn kusu að halda þeim leyndum fyrfr almenningi sem þó á að heita eigandi kaupfélaga þeirra sem Sambandið mynda. Einhvernvegínn f ósköpunum lenti þó skýrslan góða i höndum fréttamanna Ríkissjónvarpsins, þar sem hún varð að heldur betur beittu vopni í Ijósvakasam- keppninni. Það dregur enginn í efa starfshæfni eða dugnaðGuð- jóns B. Ólafssonar, en hæpíð verður að telja að hann sé tuttugu og átta meðalmanna maki. Sé svo er hann einfald- lega af guðakyni, ekkí manna, og einhvernveginn ffnnst manni það nú ekki beinlínís vera í verkahring fslenskra samvinnumanna að standa straum af kostnaði við háskólanám krakkageml- inganna hans. Mál þetta verður að teljast mjög alvarlegt, ekki síst í Ijósi þeirra aðstæðna sem nú eru i atvinnu- og kjaramálum þjóðarinnar. Vissulega var það sem hér átti sér stað fyili- lega lögum samkvæmt, en engu að síður verður það að teljast í meira lagi siðlaust. Það hlýtur eiginlega að vera mórölsk skylda forstjóra Sambandsins að segja þegar upp starfi sínu, sóma síns vegna, og sömuleiðis ætti öll stjórn lceland Seafood eins og hún leggur sig að segja af sér vegna þessa máls. En sú spurning hiýtur vitanlega eínnig að vakna hvort eitt- hvað þessu líkt eigi sér einn- ig stað í öðrum islenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem nú segjast vera á kúpunni. Þannfg er það nú til dæmis opinbert leyndarmál að margfr elgendur eða forráða- menn útgerða eða fisk- vinnslufyrirtækja á lands- byggðinni hafa jafnvel nýtt peninga fyrirtækjanna til að festa í íbúðarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu, oft til að börn þeirra geti stundað þar framhaldsnám. Þennan þátt eða þessa hlið byggða- vandans á íslandi ber að kanna rækilega, helst áður en ákveðið er að afhenda sjávar- útveginum gengisfellingar- dóp sitt. Það hefur nú þegar komið í Ijós að einn forstjóri í íslenskum sjávarútvegi er rækilega „gengisfallinn", þeir kunna hæglega að vera f leiri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.