Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUMAÐURINN - 11 Herferð gegn sjávar- mengun í vetur hófst herferð á vegum Landsambands íslenskra útvegsmanna gegn mengun sjávar. Kveikjan að aðgerðunum var hvatning frá siglingamála- stofnun, sem beinist að því að hvetja sjómenn og útgerðarmenn til að henda ekki torleysanlegum efnum og plastílátum í sjóinn heldur taka þau með í land. Áformað er að fylgja útgáfu áróðursspjalda um þetta efni eftir með auglýsingum í sjónvarpi og hefur LIU látið útbúa límmiða á póst til útvegsmanna þar sem menn eru hvattir til þess að taka allt rusl með í land. Herferð LÍÚ virðist ætla að bera árangur og hafa.sjómenn tekið vel við sér. Menn eru orðnir meðvitaðir um að orðtakið „lengi tekur sjórinn við“ hefur runnið sitt skeið og það fer að þykja sjálfsagt að vera með sorpkvörn eða pressu um borð í stærri bátum. I þessu sambandi má benda á að sú kvöð hvílir á hafnaryfirvöldum að koma upp gámum fyrir rusl, en slíka aðstöðu vantar víða um land. Ó.A. Grásleppu- veiðar Grásleppuveiðar hófust á Norðurlandi eystra 20. mars sl. Á Raufarhöfn hafa menn farið rólega af stað, enda hætta á að hafís leggist að ströndinni ef norðanáttin helst eitthvað. U.þ.b. 20% verðlækkun hefur orðið á söltuðum hrognum og enn er töluvert magn óselt úr landi frá fyrra ári. Þrátt fyrir miðlungs góðar horfur hafa lið- lega 125 aðilar skilað inn umsóknum um vinnsluleyfi. Ríkismatið er búið að skipu- leggja úttekt á vinnsluhúsnæði og var áhersla lögð á að verkendur væru með löggilta vigt. Ó.A. Sendum launþegum um land allt kveðjur í tilefni dagsins. Erlendur Blandon & Co. umboðs- og heildverslun Sundaborg 1 - Reykjavík Þær segja okkur skýrt og skil- merkilega þessa dagana skoð- anakannanirnar, að Kvenna- listinn sé í mikilli uppsveiflu, að hann sé jafnvel orðinn stærstur flokka. Sé eitthvert mark á þessum könnunum takandi, þá má segja að það hrikti í stoðum hins hefð- bundna íslenska flokkakerfis. Vitanlega vakna margar spurningar varðandi niður- stöður þessara skoðanakann- ana, og túlkun þeirra, og þá auðvitað fyrst af öllu sú spurn- ing hverskonar fyrirbrigði þessi Kvennalisti sem svo rækilega hefur stolið stjórn- málasenunni eiginlega sé. Við þessari spurningu hefur tæp- ast fengist nokkurt viðhlítandi svar, enda frumkvöðlar listans næsta fáorðir um þennan hlut eins og svo marga fleiri. Segja má þó að Kvennalistinn sé að einhverju leyti afsprengi ákveðinnar tísku sem hingað til lands barst eins og fleira gott vestan úr Ameríku, þar sem hún átti rætur sínar að rekja til nokkurs hóps iðju- lausra millistéttarkvenna sem Kvennóuppsveiflan fundu það einhvernveginn út að allt það vonda sem í tilver- unni þrifist, þar á meðal eigið innihaldslaust letilíf væri bölv- uðum karlpeningnum og engu öðru að kenna. Þessi kven- rembutíska blandaðist svo hér á landi saman við ýmsar hreyf- ingar sem raunverulega vildu úrbætur í jafnréttismálunum, svo úr varð allsundurleitur hópur eða regnhlífarsamtök um eitt afmarkað málefni, en regnhlífarsamtök sem eru mjög ólík regnhlífarsamtökum sem starfa einkum á vinstri kantinum erlendis, svo sem hópar Græningja, vegna þess að það er í rauninni aðeins eitt mál sem bindur þessar konur, eitthvað sem kallað er kvenna- pólitík en á þó ekkert skylt við stjórnmál vegna þess að jafn- réttismál í víðum skilningi eru aðeins hluti, mikilvægur hluti að sönnu, allrar pólitískrar umræðu. En þó að Kvennalistinn hafi þannig í rauninni enga stefnu, og geti aldrei haft neina stefnu í neinu nema jafnréttismálun- um, þá hefur hann öðlast þetta mikla fylgi, og þykir mörgum það gegna furðu. Skýringin á því er þó miklu einfaldari en margur hyggur. Þessar konur hafa ef til vill, þó kaldhæðnis- legt sé, notið þess að hafa ekki verið svo mjög í sviðsljósi fjöl- miðlanna, og þegar þær hafa komið þar fram hefur kveðið við nokkuð annan og nýstár- legri tón heldur en hjá hefð- bundnum islenskum stjórn- málamönnum, tón tilfinninga og einlægni, sem ef til vill hef- ur skort hjá hörkutólum þeim sem mest virðast áberandi í íslensku stjórnmálalífi. Það er þannig ósköp notalegt að heyra elskulega ömmu eins og blessunina hana Málmfríði á Jaðri segja okkur frá því hversu dásamlegt verði að lifa á þessu landi þegar vondi kóngurinn hann Jón verður farinn burt með bölvaðan matarskattinn sinn, og rök- semdafærsla á borð við það að sjónvarpstæki og reiðhjól verði ekki étin eiga greiða leið inn að hjarta hverrar hagsýnn- ar húsmóður, sem aftur á erf- iðara með að skilja það að nokkur maður steli undan söluskatti. Það kann að vera hollt og gott fyrir títil börn að sofna úr frá fallegum ömmusögum um sigur hins góða yfir hinu illa, en íslenska þjóðin er barasta engin smábörn, heldur full- vaxta félagi í samfélagi þjóð- anna, félagi sem hefur kjark og þor til að taka á vandanum ef svo ber undir, og því er þessi fylgisaukning Kvennalistans væntanlega bara stundafyrir- bæri fyrir utan að vera tíma- skekkja, því þótt vitanlega sé afar mörgu áfátt í sambandi við jafnrétti kynjanna hefur mikið áunnist, ekki síst fyrir tilstilli þeirra kvenna sem kos- ið hafa að starfa á vettvangi hinna hefðbundnu stjórnmála. Dæmi um slíka konu er til að mynda Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sem að öðrum ólöstuðum hefur senni- lega unnið meira og betra starf i þágu jafnréttis kynjanna en nokkur önnur manneskja hin síðari ár af því hún hefur öfugt við þær Kvennalistakonur, ekki látið það nægja að gaspra, heldur framkvæmt, jafnvel í stjórnarandstöðu, og sem dæmi um konu úr öðrum flokki sem vel hefur unnnið að þessum málum mætti nefna Guðrúnu Helgadóttur. Þessar konur hafa ekki þurft að stofna fiokk eða hreyfingu sjálfum sér til upphafningar, heldur starfað í þágu kynsystra sinna og þjóðarinnar allrar um leið. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðUegs suntars með þökk fyrir veturinn. Mjólkursamlag KEA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.