Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 12

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 12
ALÞYÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaöstjórn: Oskar Alfreðsson. Haraldur Helgason. Jórunn Sæmundsdottir Avarp 1. maí nefndar verkalýðsfélagannaá Akureyri í dag sem svo oft áður minnumst við baráttu for- vera okkar fyrir mannsæmandi kjörum. Baráttu sem bæði var hörð og óvæginn og er, þrátt fyrir sýndarvelmegun okkar nú, langt frá því að vera lokið. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að byggja upp þjóðfélag í átt til jöfnuðar en þann árangur er nú reynt að eyðileggja. Pað er gert á markvissan hátt t.d. með þvf að auka fresli fjár- magnsins, meðþvíað auka skattheimtu á almenn- ar neysluvörur, með því að vega að jafnri byggð í landinu og með því að rífa og tæta í félagslega óryggisnetið. Við verðum að bregðast hart gegn óllum árásum. Hverri árás verðum við að hrinda með margföldu afli til baka. En hvernig gerum við það? Hvernig eigum við að koma lífi í stirðnaða Hmi hreyfingarinnar sem er margklofin og sundurleit? Við verðum að breyta skipulagi hennar, þannig að þeir sem starfa ísómu starfsgreinum verði sam- einaðir í sérgreinasamböndum og starfi saman að samningum. Við verðum að auka miðstýringu hreyfingarinn- ar til mótvægis við sameinaða stöðu vinnuveit- enda. Við verðum að hrista af hreyfingunni ok riúver- andi stjórnmálaflokka og skapa innan hennar stjórnmálalegt afl til hliðar við hið faglega starf. Hreyfingin má ekki láta blindast af hagsmunum einstakra flokka til hægri eða vinstrí. Við verðum að gera þá kröfu til forustumanna okkar að þeir hafa einungis fagleg og pólitísk markmið samtaka verkafólks í huga í starfi sínu en ekki skammtíma flokkshagsmuni. í ár fögnum við 140 ára afmæli kommúnistaá- varpsins en það var gefið út í ársbyrjun 1848. í þessu ávarpi kemur fram, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr, grundvallarstefna verkalýðs- hreyfingarínnar. Þetta litla rit gaf svo Ijósa skil- greiningu á þróun aðuvaldsskipulagsins, að slíkt hafði ekki sést fyrr, og þar var í fyrsta sinn lýst með rökum orsökum stéttaskiptingarinnar, og sýnt fram á nauðsyn stéttabaráttunnar. í ávarpinu voru verkalýðnum fengin þau fræðilegu vopn, sem hann þarfnast í hagsmuna- og valdabaráttu sinni. Par var ífyrsta sinri sú skoðun sett fram að verka- lýðurínn verði að taka völdin með byltingu. Við höfum viðurkennt að leita beri annarra leiða en byltingar til að ná fram markmiðum okkar en því er auðvitað ekki að leyna að í einstökum tilvikum verður að víkja af vegi lýðræðisins. Lýðræði sem ekki tryggir vinnandi stéttum batn- andi hag er ekkert lýðræði, heldur hjúpur fyrir arðrán og kúgun auðvaldsins. Lýðræðið er aðferð tilað tryggja velferð fólksins, öryggi og menningu. Hvað erframundan í kjarabaráttunni? Svarið er einfalt en ekki er eins auðvelt að hrinda því í framkvæmd. Pað þýðir ekkert, eins og staðan er í dag,m að berjast einungis fyrir auknu tímakaupi ef það verður strax frá okkur tekið. Við verðum því að huga að eigin skipulagi og þrýsta á stjórn- völd um aðgerðir m.a. með því að: setja á verðstöðvun á nauðsynjavörum, lækka vexti og taka lánskjaravísitóluna úr sambandi. - setja reglur um starfsemi fjármagnsmarkaðar- ins og takmarka erlendar lántökur. - setja lög um lágmarkslaun og lágmarks kaup- mátt þeirra. - bæta við þrepum inn í staðgreiðslukerfi skatta þannig að hátekjumenn greiði sambærilegan skatt og áður var. Auk þess sem að beita verður skatt- kerfinu til meiri launajöfnunar en nú er gert. - bæta núverandi húsnæðiskerfi með öllum ráð- um sem til eru og gera öllum kleyft að kom sér þaki yfir höfuðið, með kaupum eða kaupleigu, án tillits til þjóðfélagsstöðu eða launa. Ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til þessara aðgerða þá verðum við að vera undirþað búinn að knýja á um nýjar kosningar og nýja stjórn. Par má enginn undan skorast. Engin má láta blindast af sérhagsmunum einstakra flokka. Skylda félags- manna hreyfingarínnar jafnt og forustumanna hennar erað bæta kjörin meðþeim ráðum sem eru nauðsynleg og tiltæk. Langtímamarkmið okkar eru þau: - að bæta kjörin þannig að 8 stunda vinría eins- taklings dugi til framfærslu meðal-fjölskyldu, að auka atvinnulýðræðið, auka og bæta starfs- ogiðn- menntun og gera starfsmönnum kleyft að taka vaxandi þátt í stjórnun fyrirtækjanna. - að auka vald og mátt ASÍ og annarra heildar- samtaka launafólks á ákvörðunartöku íþjóðfélag- inu þannig að aldrei verði vikist undan þeirri skyldu stjórnvalda á hverjum tíma að leita sam- þykkis hreyfingarínnar í þeim málum sem mikil- vægust eru. -aðgera vinnustaðina þannig úrgarði með tilliti til öryggis og aðbúnaðar að til fyrírmyndar verði. Þvf fyrr sem atvinnurekendur gera sér grein fyrir því að heilbrígt vinnuumhverfi er ein afforsendum hagsældar vinnustaðanna og fyritækjanna því betra. Við verðum einnig að vinna með þeim öflum sem stuðla að afvopnun og mannréttindum. Við verðum jafnt innanlands sem utan að berjast gegn illmennsku og auðsöfnun fárra. Sameinuð rödd okkar er voldugt afl, sem blæs burt ánauð og kúgun. Stóndum því saman - til sigurs. Sendum starfsfólki okkarsvo og öðrum launþegum kveðjur í tilefni 1. maí. Skipaafgreiðsla KEA Sendum starísfólki okkar svo og öðrum launþegum kveðjur 7. maí. Eimskip - Símar 24131-21725 Starísfólki okkar svo og öðrum launþegum sendum við kveðjur 1. maí. Olíusöludeild KEA 1. maí 1988 Hátíðahöld verkalýðsfélaganna Messa: Klukkan 11.00 verður messað í Akureyrarkirkju í tilefni dagsins. Prestur verður séra Birgir Snæbjörnsson. Hátíðarsamkoma í Alþýðuhúsinu kl. 14.00. 1. Hátíðin sett og flutt 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna á Akureyri. For- maður 1. maí nefndar Ármann Helgason flytur ávarpið. 2. Eiður Guðmundsson, starfsmaður Alþýðusambands Norðurlands flyt- ur ræðu dagsins. 3. Ávarp: Jóna Steinbergsdóttir, for- maður Félags verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri. Inn á milli dagskráratriða verð- ur skotið skemmtiefni. Þann 1. maí verða flest stéttarfélög í Alþýðuhúsinu með opið hús. Laugardaginn 30. apríl og 1. maí verð- ur í húsakynnum Einingar sýning Ein- ingarfélaga á söfnunargripum, hand- avinnu o.fl. Sýningin verður opin báða þessa daga frá kl. 14.00 til kl. 22.00. Fjölmennið til hátíðahaldanna. Berið merki dagsins. 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.