Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Page 1

Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Page 1
1. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR Efstu menn A-listans í Noröurlandskjördæmi eystra, frá vinstri: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasambands Fatlaðra (2. sæti), í miöið Sigbjörn Gunnarsson, Alþingismaður (1. sæti), og til hægri Aðalheiður Sigursveinsdóttir, verslunarmaður (3. sæti). Skoðanakannanir bcnda til þess að lokaslagur kosningabaráttunnar standi fyrst og fremst á milli Sigbjarnar og efsta manns hjá Þjóðvaka. Nú þurfa kjósendur að gera það vandlcga upp við sig hvort þeir vilji frckar styðja Alþýðuflokkinn og Sigbjöm Gunnarsson, dugmikinn og vaxandi þingmann, sent nýtur óskoraðs trausts félaga sinna, eða hætta atkvæði sínu á flokk hinna pólitísku skyndikynna, Þjóðvaka. Alþýðuflokksmenn kusu ekki Jóhönnu Sigurðardóttur til forystu, því þeir vissu að þrátt fyrir ýmsa kosti er hún ekki til forystu fallin. Nú er kornið glöggt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér því alvarlegir brestir eru þegar komnir í „hrcyfingu fólksins.“ Enn einu sinni hefur það sýnt sig að uppgjöf og vonbrigði með eigin árangur cru ekki rétti efniviðurinn til að smíða stjómmáiahreyfingar úr og Þjóðvaka bíða því sömu örlög og annaija svipaðra útúrdúra í íslenskri pólitík á síðari ámm. ALÞYÐUMAÐURINN skorar á kjóscndur í Norðurlandi eystra: Tryggið Sigbirni Gunnarssyni kosningu til Alþingis, - varist pólitísk skyndikynni. Þessu höfum við komið í verk. Þetta viljum við. Yfirlit yfir störf og stefnu Alþýðuflokksins Bls. 2-3 Leiðarinn: Sagan sýnir að Alþýðuflokkurinn er framsýnasti, djarfasti og stefnufastasti stjórnmólaflokkurinn. Bls.4 Fótæktarqildra ÞjóðvaKa: Skattatillögur Þjóðvaka myndu leiða til þcs að jaðar- skattarfæru yfir 100%. Bls.4 Ónýtt kvótakerfi Kvóti trillusjómannsins á Olafsfirði hefur verið skertur um 3 fiska af hvcrjum fjórum. Bls. 4 Áherslur þriggja efstu frambjóðenda A-listans á Norðurlandi eystra. Bls. 5 Hvað kom fyrir Davíð? Hann er orðinn álíka afger- andi og Steingrímur Her- ntannsson. Er hætta á að hann láti plata sig eins og Denni? Baksíða. Slagurinn stendur um þingsæti Sigbjarnar Abvrað o 3» ugleiki Undanfarin ár hefur Alþýðuflokkurinn barist vió stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Þegar þjóðarkakan minnkar er minna til skiptanna. Tekjur launafólks minnka, atvinnulcysi eykst og ríkissjóður verður að draga úr útgjöldum sínum. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og stöðugleika til framtíðar. Arangur þeirrar stefnu er nú að koma í ljós. Sjö ára stöðnun í efnahagslífi landsmanna er lokið. Hjól atvinnulífsins snúast nú hraðar en nokkru sinni síðan 1987. Böndum hefur verið komið á verðbólguna. Lág verðbólga er forsenda heilbrigðs atvinnulífs og nauðsyn skuldugum heimilum. Vextir hafa lækkað stórlega. Þetta leiðir til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu, dregur úr atvinnuleysi og léttir greiðslubyrði heimil- anna. Viðskiptajöfnuður er hagstæður þriðja árið í röð og því hafa erlendar skuldir þjóðarinnar lækkað sem því nentur. Sambærilegum árangri hefurengin ríkisstjóm náð síðan á stríðsárunum. Kaupmáttur launa jókst á síðasta ári og á þessu ári er svigrúm til kjarabóta í fyrsta sinn í langan tíma. Kaupmátturinn hefur hrapað nær stanslaust síðan 1987. Þessari þróun hefur verið snúið við. Matarverð lækkaði stórlega á síðasta ári og mun halda áfram að lækka á næstu árum fyrir tilstuðlan EES og GATT. Aukið frjálsræði í viðskiptum og opnun erlendra markaða eru lykillinn að efnahagslegri framtíó þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu um þessi umbótamál. Það skiDtir Skattar hafa verið lækkaðir á fyrirtækjum til samræmis við það sem gcrist í nágrannalöndunum. Þetta leiðir til aukins útflutnings og minna atvinnuleysis. Gcngi krónunnar er stöðugt og lægra en um áratuga skeið. Útflutningur vöru og þjónustu hefur stóraukist og við flytjum nú meira út en við flytjum inn. Þjóðin er hætt að lifa um efni fram. máli hverj stjórna

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.