Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 ALÞTÐQMAÐURINN Sjúklingum, barna- fjölskyldum og lífeyr- isþegum hlíft Alþýðuflokksmenn spyrja sig hvemig standi á því að fjárhagslegar byrðar velferð- arkerfisins þyngist því meir sem þjóðin verður ríkari og almenningur efnaðri. Heil- brigðiskerfið, sem er einn dýrasti hluti velferðarkerfis- ins, er svo kostnaðarsamt að ríkissjóður á orðið erfitt með að standast þær fjárhagslegu byrðar sem af því leiðir. Vegna samdráttar í efnahags- lífinu hefur orðið að lækka heildarútgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála um 10% frá 1991. Til mótvægis við aukna greiðsluþátttöku hefur lífeyr- isþegum og bamafjölskyld- um verið sérstaklega hlíft og ný úrræði fundin fyrir þá sem hafa lægstar tekjur og há útgjöld af heilbrigðisþjón- ustu. Niðurgreiðsla á heil- brigðisþjónustu fyrir heil- brigt fólk hefur minnkað, en sjúklingum verið hlíft, jafn- framt því sem þjónustan hef- ur batnað. Stöðugleiki í efnahagsmálum Með ábyrgri efnahagsstjóm og sátt í kjaramálum hefur tekist að varðveita stöðug- leika í efnahagsmálum og koma verðbólgu á lægra stig en undanfama áratugi og lægra stig en í helstu við- skiptalöndunum. Þá hefur einnig tekist að tryggja jafn- vægi í viðskiptum við útlönd og að stöðva skuldasöfnum erlendis. Utflutningsgreinar hafa ekki búið við betri sam- keppnisskilyrði um áratuga skeið. Aukið athafnafrelsi f viðskiptum Fullyrða má að jafnróttækar skipulagsumbætur og breyt- ingar í frjálsræðisátt í við- skiptum hafa ekki verið gerðar á jafnskömmum tíma og á starfstíma ráðherra Al- þýðuflokksins í viðskipta- ráðuneytinu frá 1988. Mark- mið breytinganna hefur ver- ið að auka athafnafrelsi í viðskiptum, efla samkeppni í hagkerfinu og setja traustar og almennar leikreglur á þessu sviði. Húsaleigubætur - mikil stoð fyrir tekjulága í því skyni að lækka hús- næðiskostnað tekjulágra leigjenda og að jafna að- stöðu þeirra sem leigja eða kaupa húsnæði var húsa- leigubótum komið á í árs- byrjun 1995. Húsaleigubæt- ur eru á vegum sveitarfélaga, en ríkissjóður endurgreiðir 60% kostnaðar. Bætumar miðast við ákveðin tekju- og eignamörk. Húsaleigubæt- umar auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks á leigumarkaði verulega, eða á bilinu 10 - 17% eftir fjölskyldustærð. Utflutningsverðmæti jókst um 37% Skattar fyrirtækja hafa verið samræmdir því sem við- gengst erlendis og með sam- ræmingu á ýmsum lögum og reglugerðum vegna EES - samningsins verða starfsskil- yrði almennt betri, m.a. á fjármagnsmarkaði. Heildar- velta iðnaðarins jókst um liðlega 7% á s.l. ári og út- flutningsverðmæti iðnaðar- vara jukust um 37%. Þessu h vi ð komi íverk É' ■L Möguleikar fólks til að eignast húsnæði Meginbreyting með hús- bréfakerfinu fólst í því að lán til einstaklinga og fjöl- skyldna hækkuðu mikið. Hin opinbera fyrirgreiðsla varð mun meiri en áður hafði ver- ið auk þess sem teknar voru upp vaxtabætur í stað vaxta- frádráttar til skuldugra og tekjulágra fjölskyldna. Þegar húsbréfakerfið var innleitt lágu fyrir um 8000 óafgreiddar lánsumsóknir í eldra kerfinu. Með húsbréfa- kerfi og vaxtabótum varð gjörbreyting á möguleikum fjölskyldna til að fá aðstoð við að eignast húsnæði. Minna atvinnuleysi en ella hefði orðið Aðstöðugjaldið var lagt nið- ur og tryggingagjaldið var lækkað. Tekjuskattur fyrir- tækja hefur verið lækkaður úr 50% í 33%. Skattur á verslunar- og skrifstofuhús- næði var fluttur yfir á sveit- arfélög og þeim gert að ákveða um framtíð hans. Með þessu móti er komið í veg fyrir að skattbyrði á fyr- irtæki leiði til þess að fyrir- tækin þurfi að treysta af- komu sína með því að fækka starfsfólki. Með þessum og öðrum aðgerðum gegn at- vinnuleysi hefur náðst betri árangur hér á landi en í grannlöndunum, þótt betur megi ef duga skal. Skattlagn- ing íslenskra fyrirtækja er nú fyllilega sambærileg við það sem gerist í okkar sam- keppnislöndum. Aðgerðir í lyfjamálum Lyfjaútgjöld landsmanna uxu að meðaltali um 13% á ári á tímabilinu 1984- 1991 miðaða við óbreytt gengi. Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir margvíslegum aðgerð- um sem leiddu til þess að þessi þróun var stöðvuð og sumpart snúið við. Neysla dýrra lyfja var verulega meiri en í grannlöndum okk- ar. Aðgerðir í lyfjamálum hafa leitt til þess að nú er notkun lyfja hér á landi meira í samræmi við það sem tíðkast annars staðar. Mikil uppbygging hjúkrunarrýma fyrir aldraða Mikil uppbygging á hjúkrun- arrýmum fyrir aldraða hefur átt sér stað á liðnum misser- um. Ný heimili hafa risið, svo sem Eir í Reykjavík, ný hjúkrunardeild á Landakots- spítala og Víðihlíð í Grinda- vík. Áárunum 1991 - 1994 varð fjölgun um nærri 200 hjúkrunarrými á öllu land- inu. Jafnframt hefur verið gert sérstakt átak til að auka heimahjúkrun fyrir aldraða svo og hvíldarinnlagnir. Dregið úr slysatíðna barna Til að auka öryggi bama og dragá úr hinum tiðu,slysum á börnum hér á landi er verið að ljúka gagngerri endur- skoðun á reglum um bygg- ingar og skipulag. Ahrif af EES Með EES samningnum varð Island í fyrsta sinn hluti af alþjóðlegu viðskiptakerfi. Erlendir viðskiptaaðilar líta nú á íslenska viðskiptaaðila sem jafnréttisaðila. Tor- tryggni um gæði og staðla er horfin. Fantabrögð sem stór- ir aðilar hafa iðulega beitt ís- lenska framleiðendur eru úr Stórstígar framfarir í málefnum fatlaðra A því tímabili sem Allþýðu- flokkurinn hefur stýrt félags- málaráðuneytinu hafa átt sér stað stórstígar framfarir í málefnum fatlaðra. Þannig hafa fjárveitingar til mála- flokksins aukist um meira en 500 m. kr. á föstu verðlagi frá 1987, eða um 37%. Þannig hefur tekist að tryggja uppbyggingu þjón- ustukerfis fyrir fatlaða, og komist hjá því að niður- skurður ríkisútgjalda sé lát- inn bitna á fötluðum. Hvad sögunm. Heildaráhrif á landsfram- leiðslu eru talin munu nema um 2.5-3.0 millj. kr, þegar frammí sækirÞetta þýðir tæplega 44.ooo króna tekju- aukning fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu að jafnaði á ári, upphæð sem mun tvö- faldast á næstu árum. ÞETTA HEITIR AÐ DRAGA BJÖRG í BÚ! + segjastað- reyndir um i Myndaðu

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.