Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUMAÐURINN FIMMTUDAGUR 6. APRL 1995 -3 1 f Aukið frjálsræði Alþýðuflokkurinn vill halda áfram á braut aukins frjáls- ræðis í atvinnumálum. Frjáls viðskipti og samkeppni Ieiða til aukinnar hagkvæmni og bættra lífskjara. Frjálst mark- aðskerfi og vestræn efna- hagsstjómun eru markmið sem flokkurinn mun ekki víkja frá. IMýsköpunarsjóður atvinnulífsins Stofnaður verði Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins til að styðja vöruþróun, tilrauna- framleiðslu, markaðssetn- ingu og stofnun nýrra fyrir- tækja. Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðning við út- flutning og erlend samstarfs- verkefni. Laða að erlenda fjárfestingu Alþýðuflokkurinn vill því koma í veg fyrir samþjöppun valds í atvinnulífinu og draga úr þeirri óhóflegu samþjöppun sem nú ríkir. Afnema ber óþarfa hömlur á atvinnufrelsi. Gera þarf sér- stakt átak til að laða erlenda fjárfestingu til landsins og aðstoða íslensk fyrirtæki við alþjóðleg verkefni. Eitt atvinnuráðuneyti Til að bæta stefnumótun hins opinbera og jafna starfsskil- yrði atvinnuveg- anna ber að afnema úrelta skiptingu stjómarráðsins eft- ir atvinnugreinum, svo og allt stuðningskerfi atvinnu- lífsins, og stofna eitt at- vinnuráðuneyti. ■ ■ Aðgerðir gegn atvinnuleysi Alþýðufiokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í sér- tækar aðgerðir gegn atvinnu- leysinu. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í samfélagi okkar. Til lengri tíma er hagvöxtur og uppgangur í efnahags- málum besta vopnið gegn at- vinnuleysi. Reynslan hér á landi og erlendis sýnir þó að sértækra aðgerða er þörf til að sigrast á vandanum. Sér- staka áherslu skal leggja á starfsmenntun og endur- menntun atvinnulausra þann- ig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæð- um. Hluti aðgerðanna er stuðningur við nýsköpun fyrirtækja og varanlega at- vinnusköpun. Þessi við- fangsefni beinast sérstaklega að þeim sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi, en snerta einnig atvinnuþátttöku kvenna, ungs fólks og fatl- aðra. Áhersla á menntun og tæknikunnáttu Lífskjör 21. aldarinnar mark- ast öðru fremur af menntun og tæknikunnáttu. Þess vegna þarf að auka framlög til menntamála á öllum skólastigum. Auka þarf hlut verk- og starfsmenntunnar og gera endurmenntun hærra undir höfði en nú er. Tryggja þarf sambærileg gæði skóla- starfs hér á landi og hjá keppinautum okkar. /erkokkar? iþérskoðun ISIý sjávar- útvegsstefna Núverandi sjávarútvegs- stefna hefur brugðist. Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðabáta og takmarka veiðar togara á grunnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að útgerðarmenn og sjómenn hafi engan efna- hagslegan hvata til að henda veiddum fiski á hafi úti, ólíkt því sem núverandi kerfi hefur í för með sér. Refsigl- eðin ein og sér mun ekki ná árangri í þessum efnum, heldur verður að gera mönn- um kleift að koma með allan afla að landi. Alþýðuflokk- urinn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í áföngum, og telur að farsæl leið sé að með stækkun fiskistofnana verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Aðild að ESB Aðild Islands að Evrópu- sambandinu er liður í þeirri baráttu jafnaðarmanna að tryggja íslenskri alþýðu sam- bærileg lífskjör og velferðar- ríki Evrópu bjóða þegnum sínum. Nær 70 % af útflutn- ingi þjóðarinnar fer til landa Evrópusambandsins. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þessum mikilvæga markaði getur haft úrslita- áhrif á þróun íslensks efna- hagslífs. í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu kæmi fullur markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin full- vinnsla sjávarfangs innan- lands. Frumkvæði hjá fyrirtækjum Lykilatriði í atvinnustefnu Alþýðuflokksins er að auka þátttöku Islendinga í við- skiptum á alþjóðavettvangi. Hér má nefna útflutning á fullunnum sjávarafurðum, ferðaþjónustu hérlendis, heilsuþjónustu, orkufrekan iðnað, tækniþróun, hugbún- aðargerð, þátttöku erlendra fyrirtækja hérlendis eða íslenskra fyrirtækja erlendis svo fátt eitt sé nefnt. Frum- kvæðið verður að koma frá fyrirtækjum og einstakling- um en hið opinbera, bæði ríkisvald og ekki síst sveitar- félög, skapi þá umgjörð sem er nauðsynleg. Áhrif af inngöngu íslands í Evrópu- sambandið Aætlað er að matvælaverð muni lækka á bilinu 35 - 40 % strax frá fyrsta degi. Sum- ar tegundir meira, aðrar minna. Þá má gera ráð fyrir því að vöruúrval aukist tals- vert. Gangi þetta eftir gæti svokallaður neytendabati numið um 6 milljörðum á ári. Þannig gæti sparnaður neytenda numið 5.5 millj. á ári. Hér er um að ræða 22. þúsund krónur á hvem ein- stakling í landinu. ÞAÐ MUNAR UM MINNA! f

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.