Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 06.04.1995, Blaðsíða 5
AlMUÐURINN Sigbjörn Gunnarsson Flokkur framfara oa umbóta, en umfram allt mannúðar Alþýöuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur íslands, erfram- farasinnaður umbótaflokkur, sem byggir stefnu sína á sjónar- miðum mannúðar. Alþýðuflokkurinn gengur með opinn huga til verka og útilokar enga kosti fyrirfram, því hann er víðsýnn flokkur. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið jafn mörgum um- bótamálum til leiöar og Alþýðuflokkurinn. Oft kostaði það harða baráttu gegn stóryrtum andstæðingum, sem sögðust myndu reka málin til baka þegar þeirfengju aðstöðu til. Þannig var um byggingu verkamannabústaða og almanna- tryggingar endur fyrir löngu. Þannig var um aðild að EFTA, þannig var um aðild að NATO, þannig var um EES-samninginn. Öll náðu þessi mál fram að ganga, ekkert þeirra hefur verið rekið til baka. íslenska þjóðin þarf nú nauðsynlegar en áður á fram- sýnum stjórnmálaflokkum að halda. Stjórnmálaflokkum sem þora. Stjórnmálaflokkum sem hafna því að njörva alla skapaða hluti niður í fjötra miðstýringar og kvótakerfa. Þannig stjórnmálaflokkur er Alþýðuflokkurinn. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir HjáAlþýðuflokknum skiptir framtíðin mestu máli Öll erum við auðvitað upptekin af athöfnum okkar og líðan í nútíðinni, en þegar allt kemur til alls er það framtíðin sem mestu máli skiptir. Þröngsýni og afturhaldssemi leiða til stöðnunar og vísa ekki veginn til betri framtíðar í íslensku þjóðfélagi. Það þarf frumkvæði og kjark til þess að stíga inn í framtíðina. Tækifærin eru til staðar, en þau bíða ekki alltaf eftir okkur. Þessvegna verðum við að vera vakandi og opin fyrir umheim- inum og okkur má ekki skorta kjark til ákvarðana og athafna þegar á reynir. Ert þú sáttur við að spóla stöðugt í sömu hjólförunum, eða viltu halda hiklaust af stað inn í framtíðina? Mitt áhugamál er framtíðin og ég vil sjá þróun og framfarir í þjóðfélagi okkar. Þessvegna hef ég kosið að fylgja Alþýðuflokknum að málum. Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi í dag, sem hefur þor til að horfast í augu við framtíðina. Slástu líka í för með honum. Aöalheiður Sigursveinsdóttir vill Alþýðuflokkurinn setja menntamálin í öndvegi Alþýðuflokkurinn er góður kostur fyrir ungt fólk. Hann vill að menntamálin hafi forgang á næsta kjörtímabil. Hann vill að gerð verði áætlun til langs tíma um nýja sókn í menntamálum og um aukin fjárframlög til þeirra. Það er áberandi hversu margt ungt fólk styður stefnu flokksins. Það byggist ekki síst á því að að við unga fólkið erum metin að verðleikum, á okkur er hlustað sem jafningja og við höfum áhrif innan flokksins. Þetta kemur glöggt í Ijós þegar litið er til þess hversu áberandi ungir jafnaðarmenn eru á A- listunum um alltland. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt það og sannað að hann er óhræddur við á taka á vandamálunum og leysa þau í stað þess að slá þeim á frest. Við unga fólkið getum sett traust okkar á Alþýðuflokkinn. jafnaðarmannaflokkur íslands er flokkur fyrir alla lands- menn en ekki bara sérhagsmunahópa. HMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 -5 jmm HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hatnarslræli 99 P6sthóM916 Simi (96) 22311 602 Ahureyn Hjúkrunarfræöingar Laus deildarstjórastaöa Staða „deildarstjóra 2“ við heimahjúkrun á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Hér er um að ræóa fullt starf frá 1. ágúst nk. eða eftir sam- komulagi. Heimahjúkrun er í örri þróun. Starfið er krefj- andi en jafnframt gefandi. Deildarstjóri vinnur sjálfstætt og hefur með sér faglega mjög hæft starfsfólk sem veitir einstaklingsbundna hóphjúkrun. Góður starfsandi er ríkjandi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Hafið samband við deildarstjóra heimahjúkrunar eða hjúkrunarforstjóra og fáið nánari upplýsingar í síma 96-22311. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hatnarstiæti 99 P6sthótl916 Simi (96)-22311 602 Akureyn Ljósmæður Laus deildarstjórastaöa Staða deildarstjóra við mæðravernd á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Hér er um að ræða 50% stöðu frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomu- lagi. Staðan er veitt til eins árs. Áhugavert þróunarstarf er í gangi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-22311. mm HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Watnarstræti 99 P6sth6M916 Slmi (96)-22311 602 Akureyri Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og sjúkraliðar Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur lausar stöður fyrir ofannefnt heilbrigóisstarfsfólk vegna sumarafleys- inga. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér möguleika á starfshlutfalli, starfsvettvangi og ráðningartímabili sem er í boði. Upplýsingar gefur Konný hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22311. Auglýsing um Alþingis- kosningar á Akureyri. Alþingiskosningar á Akureyri fara fram laugardaginn 8. apríl 1995. Kjörfundur hefst kl. 9:00 f.h. og lýkur kl. 22:00 e.h. Kjörstaður er Oddeyrarskóli. Skipting í kjördeildir er þannig: I. kjördeild: II. kjördeild: III. kjördeild: IV. kjördeild: V. kjördeild: VI. kjördeild: VII. kjördeild: VIII. kjördeild: Erlendis, óstaðsettir, Aðalstræti - Bjarmastígur. Bogasíða - Fróðasund. Furulundur- Helgamagrastræti. Hjallalundur- Kotárgerði. Krabbastígur- Múlasíða. Munkaþverárstræti - Skarðshlíð 1-27A. Skarðshlíð 27B - 46 - Tjarnarlundur. Tröllagil - Ægisgata, býlin sunnan og norðan ár, viðbót. Á kjördegi hefur kjörstjórn aósetur í Oddeyrarskóla, sími 23496. Kjósendur skulu viðbúnir að vera krafðir persónuskilríkja á kjörfundi. í kjörstjórn Akureyrarkaupstaðar 30. mars 1995. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. Haraldur Sigurðsson. Guðmundur Gunnarsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.